Morgunblaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 8
Föstudagur 12. apríl 1940L ÓFKÍÐA STÚLKAN 28 Jeg reyn«ii a5 komast að því livaða kvenfólk þetta var. Jeg fekk ekki orð út úr Szekely. Hon- um leiddist og jeg held að hann hafi sofið. Af samtölunnm gat jeg heyrt að ljóshærða stúlkan var leikkona, óþekt og ómerkileg. Hún hugsaði sjálfsagt um það eitt að kunningskapur hennar og Claudio værf góð auglýsing fyrir hana og gæti jafnvel orðið til þess að hún fengi hlutverk. Sú dökkhærða var ekki leikkona eða neitt þess hátt- ar. Mjer kom til hugar að hún væri gift auðugum manni, en leiddist í hjónabandinu og reyndi að gleyma sorgum sínum í róman- tískum ævintýrum. Þarna sátu líka svokallaðar ungar stúlkur á mínum aldri, en — þær voru vitanlega imiklu full- orðnari heldur en jeg. Þær sátu með krosslagðar fætur og reyktu aígarettur með löngum munn- stykkjum. Fimtu hverja mínútu púðruðn þær sig og þess á milli miili störðu þær á Claudio eins og himinfallnar. Barnslegu augun þeirra myndu kannske hræra lijarta hans, hugsuðu þær með sjer. Þessar ungu stúlkur höfðu sjeð fallegan leikara á leiksvið- inu og nú vildu þær reyna að krækja í hann til þess að eitthvað af frægðarljóma hans fjelli á þær. Það álitu þær rnestu hamingju, sem þeim gæti hlotnast. Claudio var eins og fló á skinni og gat ekki setið kyr eitt augnablik. Hann slúðraði og var í ágætu skapi yfir því að alt skyldi hring- snúast um hann. Claudio skamm- aðist við þjóninn og vitanlega bar hann sigur úr býtum í þeirri orða- sennu. Þjónar láta altaf gesti sína bera sigur úr býtur í orðaleik. Og þar sern. allir ljetu í ljós hrifn- ingu sína á Claudio var hann í sjöunda himni. Jeg blátt áfram bjóst við að aðdáendur hans færu að klappa þá og þegar. Ó, Clau, þú varst hræðilegur! Jeg komst í slæmt skap. Ekki vegna þess að mjer þætti ekki Eftir ANNEMARIE SELINKO jafn vænt um Claudio, sem. vin| minn, eða vegna þess að jeg bæri minni virðingu fyrir honum. En þó fanst mjer öðru hvoru að jeg hataði þenna Claudio, sem mjer fanst hafa óhreinkað sína fallegu og göfuðu sál. Einhver ómerkileg skrítla vakti tröllahlátur hjá söfnuðinum, og Szekely hrökk upp af hádegis- blundi sínum og var ekki lengi að átta sig á því sem hafði gerst. „Kvenfólk er jafn taugastyrkj- andi eða taugatruflandi og sígar- ettur“, sagði hann og bætti við áhyggjufullur: „Þjer megið ekki taka illa upp fyrir Claudio þessa framkomu hans. Hann þarf á mörgum sígarettum að halda ein- mitt nú. Það er með hann eins og mann, sem ekki getur fengið uppáhalds sígarettuna sína, þá verður hann að reyna fjöldann allan af öðrum’ tegundum". Jeg brosti dauf í dáljgnn. „Þá var Lilian betri tegundf Hald- ið þjer að hann geti vanið sig á þessar ódýru tegundirf1 Szekely hristi höfuðið. „Nei, hvernig getur yður dott- ið það í hug barn? Það fer altaf svona hjá Clau. Hann reynir all- ar ódýru tegundirnar, þar til hann hefir fundið einhverja ákveðna. Hann reykir það sem honumi er boðið. Skiljið þjer hvað jeg á við?“ Jeg gat ekki svarað því. Blóðið þaut fram í kinnarnar á mjer. Sú Ijóshærða var að útskýra síð- ustu skrítluna og aldrei á ævi minni hafði jeg heyrt jafn klúrt og ómerkilegt. Á eftir skammaðist jeg mín fyr- ir að hafa roðnað og við það roðn- aði jeg ennþá meira. Szekely sneri sjer að mjer, en var svo hugulsam-ur, að látast ekki hafa tekið ef'tir því að jeg hafði roðnað. „Sjáið þjer þarna“, muldraði Pað sem fanst í vösurn rúss- neskra hermanna, er teknir voru til fanga eða lágu í valnum i Finnlandi, gaf ýmsar upplýsing- ar um, lífið í Rússlandi. Á flugmanni einum, sem fjell, fanst t. d. bæklingur prentaður á góðan pappír. Á forsíðu var mynd af flugmanni og flugvjel- um og bæklingurinn hjet: Hvers vegna ert þú ekki flugmaður? Skýringin á forsíðumyndinni var sú, að þetta væri rússneskur flngmaður, en við nánari athug- un kom í Ijós, að þetta var mynd af Clark Gable frá Hollywood. Yfirleitt voru flestar • myndirnar teknar úr amerískum flughernað- arkvikmyndum og voru birt- ar í auglýsingaskyni til að fá unga menn til «6 ganga í rúss- neska flugherinn. Lífinu í rússneska, flughernum var með hjálp þessara mynda lýst, sem hreinustu paradís á jörðu. Lofið náði hámarki sínu á síð- ustu síðu bæklingsins, þar sem birt var mynd af flugmanni og laglegri stúlku, þar sem þau sátu á sjávarströnd við sólsetur og kringum þau voru pálmar og ann- ar suðrænn gróður. Fyrir neðan myndina stóð; „Laun flugmanna í auðvalds- löndunum gera þeim kleift að njóta lífsins í ríkum mæli. Sovjet gerir ekki síður vel við sína flug- menn en auðvaldslöndin. Hvers vegna gengur þú ekki í flugher- inn svo þú getir notið lífsins á sama hátt?“ ★ — Stundum er jeg að hugsa um hvort maðurinn minn hefir reiðst við mig. — Hvers vegna? — Hann hefir ekki komið heim í 3 mánuði. ★ Jón ætlaði að kaupa sjer líf- tryggingu og fulltrúa líftrygg- ingafjelagsins spurði hann ýmsra spurninga: — Úr hverju dó faðir yðar? — Jeg veit það ekki, en jeg held að það hafi verið eitthvað alvarlegt. ★ Skáldið: Ætti jeg að hætta að yrkja Ijóð? Útgefandinn: Nei .... þjer skuluð heldur byrja á því. hann. „Það er ekkert munnstykki á þessari tegund“. Jeg stóð á fætur og rjetti Szeke- ly höndina. Jeg ætlaði ekki að kveðja Clau; hann hafði hvort sem var alls ekki heilsað mjer ennþá. En þegar jeg var næstum komin út að dyrunum kallaði hann á eftir mjer: „Ertu farin svona fljótt, hróið mitt?“ Jeg gekk nokkur skref aftur til baka. Hann sat á stólbrík hjá einni kvensunni, sem notaði alla sína klæki við að gera hosur sín- ar grænar fyrir honum. „Jeg er búin að vera hjer í hálfa klukkustund, herra Pauls, og nú verð jeg að fara. aftur í búðina“, sagði jeg alveg eins og nemandi, sem staðinn er að skrópi. Ertu búin að vera hjer í hálf- tíma. Það var skrítið. — Jeg hefi alls ekki tekið eftir þjer“, sagði hann og varð sakleysislegur og alvarlegur á svipinn. Það var al- ger þögn og allir hlustuðu á hann forviða. „Já, en jeg hefi tekið eftir að __ll „Eftir hverju hefir þú tekið?“ „Að þjer hafið ekki tekið eftir mjer“, sagði jeg lágt, og jeg bætti við fljótt. „Verið þjer sælir, herra Pauls“. Claudio stóð á fætur og gekk til mín. „Jeg skil ekki í öllum þessum, látum hjer í dag“, svaraði hann. En jeg svaraði honum engu _ IKmux- KONA með stálpaðan dreng óskar eft- ir ráðskonustöðu í sumar. Send- ið nafn og h^imilisfang merkt: ,,Ráðskona“ til Morgunblaðsins. og hann hjelt áfram: „Líður þjer ekki vel?“ Hann lagfærði blíðlega hárlokk, sem ekki vildi tolla und- ir húfunni minni. „Ertu búin að fara á hárgreiðslustofu? Þú ætl- aðir þjer að fara þangað?“ Um leið datt honum í hug „sáttar- samtalið" okkar og að jeg hafði sagt honum frá afmælisdegi mín- um. „Hróið mitt — er ekki af- mælið þitt í dag?“ Jeg játaði því og sagði: „Já, en það er ekkert sjerstakt við það“. Framh. TIL LEIGU ágæt 3. herbergja íbúð. Leiga 115 krónur á mánuði. Upplýs- ingar Laugaveg 49 II, eftir kl. 3 KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, hæsta verði. Nönnugötu 5, sími 3655. Sækjum. Opið allan dag- ínn. SAUMASTOFAN Laugaveg 28 ■— í verslun Fríðu Eiríksdóttur, sníður kjóla, káp- ur, dragtir, swaggera. — Sími 5545 og 4940. I MIÐBÆNUM við Tjörnina, er herbergi til leigu 14. maí. Ýms þægindi. Falleg útsýn. Von. 8. Sími 3968. %}C&rus£4X- HRAÐRITUNARSKÓLINN Get bætt við nemendum. — Helgi Tryggvason. Sími 3703. Tek að mjer REINGERNINGAR. Guðm. Hólm. Sími 5133. KONA, SEM ER DUGLEG við garðyrkjustörf, getur fengið góða atvinnu nú þegar eða 1. maí. Gott kaup. Uppl. afgr. Álafoss. IV HREINGERNING í fullum gangi. Fagmenn að verki. Hinn eini rjetti Guðni G. Sigurdson, málari. Mánagötu 19. Sími 2729. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Guðni og Þrá- inn. Sími 5571. HREINGERNINGAR önnumst allar hreingerningar. Jón og Guðni. Símar 5572 og 4967. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur kjöt, fisk og aðrar vörur til reykingar. Fyrsta flokks vinna. Sími 2978. OTTO B. ARNAR löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstsekj- um og loftnetum. GUÐSPEKIFJELAGIÐ Reykjavíkurstúkan í kvöld kl. .8,30. Skáldakvöld: Erindi um Jónas Hallgrímsson. Upplestur. Einsöngur. 3apxi$-funcU£ REIKNINGSBÓK Dr. ÓL. DAN. ásamt stílabókum með reikn- ingsdæmum hafa tapast, lík- lega á Laugavegi. Skilist á afgr. Morgunblaðsins. ÚTSÆÐISKARTÖFLUR frá Hornafirði. Garðáburður. — Einnir ágætar valdar matar- kartöflur og gulrófur í heilum >okum og smásölu. Þorsteinsbúð Grundarstíg 12, sími 3247, — Hringbraut 61, sími 2803. NÝ EGG á 3 krónur pr. kíló. Verslun Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50. Sími 3414. 10—20 ÆR TIL SÖLU. Tilboð auðkent „Ær“, sendist Morgunblaðinu fyrir helgi. Útsæðis- og MATARKARTÖFLUR selur Þór. Jónsson. Sími 2470. Karlmanns- REIÐHJÓL til sölu. Þvergötu 3. BARNAVAGN til sölu á Hverfisgötu 21 B. Hafnarfirði. ÞORSKALÝSI frá Laugavegs Apóteki kostar aðeins kr. 1,35 heilflaskan. Vi?6» sendum. Sími 1616. DAGLEGA ýhaklcað kjöt, nýtt böglasmjör,., tólg, rúllupylsa, kæfa. Kjötbúð— in Herðubreið, Hafnarstræti 4- Sími 1575. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela*. glös og bóndósir. Flöskubúðin». Bergstaðastræti 10. Sími 5395- Sækjum. Opið allan daginn. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. — Við sækjum- Iringið í síma 1616. Laugaveg®* Apótek. DÖMUFRAKKAR valt fyrirliggjandi. Guðm- luðmundsson, klæðskeri. --- íirkjuhvoli. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfum, pokum á kr. 6,50 og kr. 4,00.. Sendum. Sími 1619. GLÆNÝR RAUÐMAGI daglega. Sendum um allan bæ^. Símar 2761 og 5292. ÞÚSUNDIR VITA að ævitöng gæfa fylgir trúlof— unarhringunum frá Sigurþórt. Hafnarstræti 4. KAUPI GULL hæsta verði. Sigurþór, Hafnar- stræti 4. BESTA FERMINGARGJÖFIN er ryk og vatnsþjettu úrim (dömu og herra) frá Sigurþórp. Hafnarstræti 4. FULLVISSIÐ YÐUR UM að það sje Freia-fiskfars, sem þjer kaupið. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina aelmr Hjörtur Hjartarson, Bræðr*- borgarstíg 1. Sími 4256. EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR og blúsur í úrvali. Saumastofaifc. Uppsðlum, Aðalstræti 18. —- Sími 2744. 'ffelacjslíf SKÍÐAFJELAG RVÍKUR fer tvær skíðaferðir næstkom— andi sunnudag, ef veður og færl leyfir. Önnur ferðin er skíðaför yfir Kjöl. Ekið 1 bílum að Reynivöllum í Kjós, en gengið þaðan yfir hálsinn upp Seljadaí og Hjaltadal yfir hæstan KjöL og þaðan niður að Kárastöðum-. Vegalengdin er um 30 km. og 6 —7 tíma ferð. Hin ferðin er upp\ á Hellisheiði. 1 ferðina yfir Kjöll er lagt á stað á sunnudágs- morgun kl. 7, en upp á HelTis- heiði kl. 9 frá Austurvelli. Far* miðar seldir hjá L. H. Míiller til kl. 6 á laugardagskvöld. I. O. G. T. ÍÞRÓTTAFJELAG TMPLARA Munið kynningarfundinn íl kvöld kl. 81/2 í GT.-húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.