Morgunblaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. apríl 19401 Gefið bækur f fermingargjöf. Þýsk-íslensk orðabók eftir Jón ófeigsson Rit Vilhjálms Stefánssonar 5 bindi Sagan um San Michele eftir Munthe Skíðaslóðir eftir Sigmund Ruud Ceylon eftir Hagenbeck íslensk Fornrit Ritsafn Jóns Trausta Hálogaland eftir Berggrav biskup Baráttan gegn dauðanum eftir de Kruif Ásbirningar eftir Magnús Jónsson prófessor Svífðu seglum þöndum eftir Jóhann J. E. Kúld Sálmabækur - Pasiíusálmar Biblíur Ljóðabækur - Skáldsögur Ferðasögur o. fl. Sfálfblekungar - Vasablýantar Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugavegi 34. Tvær sólrlkar fbúOir til leigu 14. maí í nýu húsi í Vesturbænum. Öll nútíma þægindi. — Upplýsingar á afgreiðslu Morgunblaðsins. Matreiðsla úr grænmeti. Dugleg kona, sem kann vel að búa til algengan mat úr ísl. afurðum, sjerstaklega úr ísl. matjurtum, getur fengið góða atvinnu 1. eða 14. maí n.k. — Umsóknir sendist til afgr. þ. blaðs, merktar „Matjurtagerð“ fyrir 20. þ. m. Ungur dugnaðarmaður Jeg er á ferð austur yfir Stóra- belti s.l. sumar — með ferj- unni og sit þar og spjalla við danskan íþróttafrömuð. Hann er að segja mjer frá þeirri fyrirætl- un Dana, að ekki líði á löngu þar til hver nemandi í öllum skólum fái daglega eina kenslustund í leikfimi, og hin frjálsa íþrótta- starfsemi fái stóru'm bætt skilyrði. Og hann fullyrðir að þetta sje lífsnauðsyn. íþróttirnar sjeu heilsu gjafi, styrki skapgerð og magni þjóðarþrótt. Hann ræðir um hinn mikla íþróttaskóla N. Buck í Olle- rup, er hann telur að hafi ómet- anlega þýðingu fyrir alla íþrótta- menningu Norðurlanda, og segir mjer jafnframt frá því, að N. Buck telji suma Islendinga, sem þar hafa verið, mjög efnilega og í fremstu röð nemenda sinna, og einn þeirra sje Jóri Tr. Þorsteins- son, er nú sje kennari við hinn nýja og afar fullkomna íþrótta- skóla í Slagelse á Pjóni. Segist hann þekkja stjórnanda skólans og hafi hann hinar mestu mætur á þessum ísl. íþróttakennara. — Þetta gladdi mig stórum, eins og jafnan er jeg heyri unga menn dáða fyrir framtak og dugnað, og ekki síst þar sem þeir ryðja sjer braut til gengis og frama rneðal erlendra úrvalsmanna, eins og þessi sveitungi minn og frændi. Jeg fór því að grenslast meir eft- ir honunr og hitti hann síðar að máli stundarkorn, önnum kafinn, með þróttinn í hverri taug og á- kafann logandi í sVip og fasi. Jeg hafði varla sjeð Jón Trausta síðan hann var barn. En jeg þekti foreldra hans vel og kunni nokk- ur skil á ætt hans. Og það væri áreiðanlega nóg efni í heila bók, að segja frá hamslausum dugnaði ýmsra forfeðra hans og formæðra. Og listfengi var sumum þeirra í blóð bofið. — Jón er fæddur á Dalvík. Foreldrar hans eru Þor- steinn Jónsson og María Eðvaids- dóttir, sæmdar og dugnaðar hjón, og er María látin fyrir mörgum árum. Er Jón elstur 3 bræðra. Sá næstelsti, Steingrímur, hefir verið við listmálaranám í Kaupmanna- höfn, mjög listhneigður og dug- legur maður og efnilegur á því sviði. j Jón er alinn upp við sjó og á sjó. Hann fylgdi snemma full- J orðnum til verka og hafði yndi af; ýmsum svaðilförum. á sjó. Hreysti ( og harðfengi var honum í blóð borin og lífsskilyrðin og vinnan stæltu hann. Ilann var og er hverjum nvanni reglusainari og fór því mjög vel með hvern eyri, j sem bann vann »jer inn. Um tví- ' tugt kemur svo útþráin til sög- unnar og lætur hann ekki í friði. ! Arið 1931 fer hann utan, á íþrótta- skóla. N. Bucks í OHerup. Ilann i er illa undirbúinn og líst ekki á blikuna. „Sterkur stirðbusi“ seg- ist hann hafa verið, með öllu ó- þjálfaður, að flestu leyti verr á vegi staddur en allir skólabræður hans. En kjarkur hans og dugn- aður flevgði honum áfram, og við lok skólaársins bauð Buck skóla- stjóri honum byggingavinnu yfir sumarið og ráðlagði honum ein- dregið til að halda áfram á íþrótta brautinni. Því boði tók hann og veturinn 1932—’33 var hann einn- \ Jón Trausti Þorsteinsson íþróttakennari Jón Tr. Þorsteinsson. ig nemandi í OHerup og þá mjög í áliti. Gerðist hann nú „bygg- ,ingameistari“ á ný hjá N. Buck og hafði verkstjórn þar við bygg- jngarstörf fram á sumarið. En þá tók hann sig til og þeir 5 fjelag- ar saman og hjóluðu suður alla Evrópu og alla leið til Rómar. ttíðan um hautsið fór Jón Tr. á hjóli víða um Skandinavíu, og mun hann hafa á þessu sumri hjólað um 10.000 km. á 3 mán. Ilausið 1933 er svo haldið heim til Dalvíkur, tekin á ný upp sjó- menska á sumrurn til að safna aurum, og íþróttakensla á vetrum svo sem aðstaða leyfði. En haust- 1936 hverfur Jón á ný utan til meiri frama, og þá einkum til að ná í kennararjettindi. Enn fer hann til Öllerup og heldur þar áfram námi um veturinn. En nú þarf hann að komast inri í „Stat- ens Gymnastik Institut“, en þang- að fá ekki að komast netria kenn- arar eða stúdentar, til þess að ná kennaraprófi því er hann hafði heitstrengt að ná. Og nú var gott að eiga N. Buck að og hafa náð hylli þess mikilsvirka manns, enda tekst honum að troða Jóni Trausta inn í þessa stofnun í ágúst 1937. Og nú hefst harður skóli, námið er afar erfitt Jóni, sem aldrei hafði fyrr sest á eiginlegan skóla- bekk, við „teoritiskt“ nám. En hann hamast og les. Islendingur, sem kyntist honum í Höfn þenna vetur, dáir hinn miskunnarlausa dugnað og sjálfsaga. Og prófi lauk hann eftir tæpt ár með „udrnærk- else“, og fengu aðeins tveir, hann og einn Dani, þessa ágætis eink- unn, enda er mælt að Jón hafi með góðri samvisku sofið nálega tvo sólarhringa á eftir! — En það er til marks um það álit sem á horium var um þessar mundir, að áður en hann lauk prófi, hafði forstöðumaður hins nýja og rnikla leikfimiskóla í Slagelse, ráðið hann til sín fyrstan allra kennara. Og þar starfas hann nú. Starf hans við skóla þennan er marg- þætt, og jafnframt er hann leiS- togi ýmsra íþróttaflokka og fje- laga á Pjóni og er á sífeldum þeytingi milli þeirra um helgar og þá er frístund gefst. Það mnn því rjett, sem kunnugur maður tjáði mjer í sumar, a8 þessi harð- duglegi íslendingur væri sífelt önnum kafinn, altaf starfsglaður, og virtist ekki geta unnað sjer hvíldar. — En eigum við að láta hann slíta sjer út fyrir aðra þjóð? Er ekki geysilegt og bráðnauð- synlegt starf fyrir hann hjer heima? — Jeg óskaði þess af al- hug í sumar, er Jón Trausti stóð fyrir framan mig, og jeg óska þess enn, að við gætum kallað hann hingað heim til þess að magna strákana okkar til starfs og dáða með því að dæla íþrótta- áhuga og íþróttalífi inn í vöxt þeirra og viðgang, þar sem flask- an og sígarettan situr um þá til þess að sjúga úr þeim blóð og" merg. — Nú dagar af íþróttaöld hjer, skulum við vona, með setn- ingu hinar merku löggjáfar um þau efni. Slík löggjöf skapar skil- yrði í landinu nieð tíð og tíma. En okkur liggur á. Æskan er í hættu. Það verður að taka fast á þegar í stað. Við getum ekkí heð- 'i ið eftir íþróttahúsunum. Þau , koma vönandi smátt og smátt. En 1 það má gera mikið án þeirra. Við þyrftum nú þegar að senda nokkra íþróttaleiðtoga um landið, láta þá mynda liópa, fjelög, sveitir, kveikja áhuga, og hvetja til æf- inga, leiðbeiria og líta eftir skól- um og fjelögum o. s. frv. Og um- fram alt glæða og styrkja hugar- t far. hins sanna íþróttamanns. — Hjer er því mikið og þarft verk- efni fyrir höndum, glæsilegt verk- efni fyrir unga og dáðrakka drengi, fjölmentaða og vel mann- ,aða. Við eigum ýmsa slíka. En ekki myndi það skaða þótt Jón Trausti Þorsteinsson bættist í hóp- inn. Og því myndi hann sennilega fagna þrátt fyrir hinn góða að- húnað og glæsilegu starfsskilyrði er hann hefir nú með Dönum. Snorri Sigfússon. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — — ÞÁ HVER? A U G A Ð hvíliít tneð gleraugum frá THIELE KOLASALAN S.f. Ingólfihvoli, 2. hæð. Simar 4514 og 1845. Cílrönur í 150 stk. og 300 stk. kössum. Efígerl Krislfánsson & Co. li.f. ------- SÍMI 1490. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.