Morgunblaðið - 12.04.1940, Side 6

Morgunblaðið - 12.04.1940, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Ræða Churchftlls 150 herskip Banda- manna, gegn 100 skipum Þjóðverja YFIRLl'T yfir viðureignina á hafinu meðfram Noregsströndum hefir ekki enn fengist, og er langt frá því. Af fregnunum í gær er það Ijóst, að við vesturströnd Noregs hefir ekki verið um neina sjóorustu að ræða, í þeim skilningi, að þar hafi nokkursstaðar mæst mörg herskip af öllum stærðum. Þar hafa skip hittst á stangli og slegið í bardaga hjer og þar. Samkvæmt ítalskri fregn í gærkvöldi eru 150 skip Band- manna af ýmsum stærðarflokkum og gerðum meðfram strönd- um Noregs, en 100 þýsk. Eitt þúsund þýskar flugvjelar taka þáit í þessari dreifðu viðnreign, og 600 flugvjelar Bandamanna, er liafa þar 4 flugvjelamóðurskip. Rjett er 'að geta þess í upphafi, að menn urðu fyrir von- brigðum með hana, vegna þess, að Churchill mintist lítið sem ekkert á viðureignina í Skagerak. En í sambandi við skip þau, hin fjögur, er Þjóðverjar höfðu mist í þessum þætti styrjaldar. innar, sagði hann, að í ófriðar- Jbyrjun hefðu Þjóðverjar átta þeirra, en nú ættu þeir ekki helmilig þessa skipafjölda eftir. I byrjun ræðu sinnar lýsti Churchill aðdragandanum að Norðurlandastyrjöldinni. UNDIRBÚNINGUR I síðustu viku mars hófu Þjóðverjar undirbúning þessara aðfara. Þá byrjuðu þeir liðs- safnað norður við Eystrasalt og í Elbenmynni, að birgja skip af hergögnum og öðrum flutningi til hernaðar. En þá vissu engir hverjum þessar sendingar voru ætlaðar, hvort þær væru ætl- aðar Svíum, Dönum, Norðmönn- um eða Hollendingum. Það urðu Danir og Norðmenn, sagði hann, sem að þessu sinni dróu óhappatöluna í „lotterí- inu“. ; Bretar, sagði hann, hafa yf- irráðin á hafinu. En þar með er ekki sagt, að breski flotinn geti alstaðar haft yfirráðin samtímis. Styrkur hans er nægilegur til þess, að hann getur ráðið, þar sem hann leggur megináherslu á það. HJÁLP TIL HLUTLAUSRA Um hjálpina til hlutlausra, sagði hann. Það er ekki von, að við getum í snöggu bili veitt fulla aðstoð smáþjóðum, sem alt fram að hættunnar stund hafa haldið okkur í vissri fjarlægð frá sjer. Það getum orðið smá-< þjóðum lærdómsríkt, hve seint Norðmenn leituðu til okkar, og hve einskisvirði eru samningar allir við Hitler. LAGT ÚR HÖFN í fimm vikur hefir breski heimaflotinn verið í Scapa Flow. Þar hafa allar varnir ver- ið gerðar fullkomnari og örugg- ari síðan Royal Oak var sökt þar í haust. Á sunnudagskvöld frjettist að mikill skipafloti væri á norður- leið frá Þýskalandi, beitiskip, önnur heTskip og flutningaskip. Lagði flotinn þá tafarlaust úr höfn til þess að neyða hinn þýska flota til að taka upp bar. áttu á hafinu. ; Áður höfðu bresk herskip ver- ið send til Narvik, til þess að Jeggja tundurduflum þar fram- -n við. Er tundurduflalögnin var gerð, sem til var ætlast, vildi það óhapp til, að riiaður fjell út af breska herskipinu Glow- worm. Stöðvaðist skipið til þess að bjarga þessum manni, og drógst við það aftur úr fylgd hinna skipanna, er þarna voru á ferð. En þar bar þá að tvö þýsk herskip og var annað. tund- urspillir. Var honum sökt. — Þriðja þýska skipið kom þar að. En snögglega hætfu skeyta- sendingar frá Glowworm, og varð það ekki ráðið á annan hátt, en skipið hafi sokkið. En þessi atburður varð til þess að benda á hvar þýski flot- inn var á ferðinni, og hafði hann því áhrif á framhald bar- daganna. ANNAR BARDAGI Á þriðjudagsmorgun sló í bar- daga milli þýska herskpisins Scharnhorst (26,000 smál.) og herflutningaskips, er með því var, og breska herskipsins Ren- own (31.000 tonn) og tundur- spillis. Þegar fyrst sást til hinna þýsku skipa frá Renown, var 10 mílna fjarlægð milli þeirra, haugasjór og versta veður. Renown hæfði Scharnhorst eftir stutta stund, en þegar hið þýska skip laskaðist, þá kom tundurspillir og huldi hið lask- .ða skip reyksýi og sluppu bæði. Meðan á þessari viðureign stóð, voru skipin á mjög hraðri ferð. Schanhorst er annað af tveim stærstu herskipum Þjóðverja. Af reykjarmökk, sem upp úr því gaus áður en það hvarf, er ráðið að hafi laskast mikið. FLUGÁRÁS JR LANDI Á miðvikudag gerðu þýskar flugvjelar, sem komu frá Berg- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Einar Þorvalds- son skákmeist- ari Islands Níunda og síðasta umferð á Skákþingi íslendinga hófst í fyrrakvöld. I meistaraflokki vann Ásmund- ur Gilfer, Sæmundur vann Snæ- varr og Jóhajin vann Hafstein. Skák þeirra Sturlu og Áka er enn ekki lokið. Einar átti frí. Þar með eru kunn úrslit í meistaraflokki, þ. e. a. s. hverjir eru í efstu sætunum, en skák þeirra Sturlu og Áka getur haft áhrif á röð neðri mannanna. Nr. 1 varð Einar Þorvaldssop með 6% vinning, nr. 2 Ásiúund- ur Ásgeirsson 6 vinninga, nr. 3 Eggert Gilfer 5J4 vinning og nr. 4 Árni Snævarr 4% vinnhig. Sigurvegarinn á þessu þingi, Einar Þorvaldsson, er. öllum ís- lenskum skákmönnum löngu kunn ur. Hann tefldi fyrir hönd íslend- inga á alþjóðaskákþinginu í Ham- borg 1930, í Folkestone 1933, í Miinchen 1936 og Buenos Ayres 1939, í öll skiftin með svo góðum árangri, að hann hefir hestu út- komu þeirra íslenskra skákmeist- ara, sem hafa farið jafn oft utan og hann. Hann varð skákmeistari Islendinga 1928 og skákmeistari Reykvíkinga 1938. Einar Þorvaldsson vann mjög glæsilegan sigur á þessu þingi. Af 8 skákum vann hann 5 og gerði 3 jafntefli, eða 81.25%. Hann.var eini maðurinn í meistara flokki, sem engri skák tapaði. Einar hefir ekki unnið fyrsta sætið á skákþingum eins oft og sumir aðrir íslenskir skákmeist- arar, en hann er tvímælalaust einhver okkar öruggasti skákmað ur eins og áður hefir verið hent á hjer í blaðinu. Uppgripaafli á Skagafirði TA rjetaritari vor á Sauðárkrók A símar í gær, að uppgripa- afli sje þar hjá smábátum og fiskur alveg upp í landsteina. Algengt er að bátar tví- og þríhlaði. Einn smábátur fekk í gær 2500 kg. af ríga-þorski á 14 stokka. Nokkrum erfiðleikum er það bundið að koma fiskinum í verð, þar sem saltlítið er á Sauðár- króki og ekkert hraðfrystihús til á staðnum. Föstudagur 12. apríl 1940. Herskipastyrkleiki ófdðarþjóðanna FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Fallbyssubátar 'til að nota á ám og vötnum (River Gunboats): 19, samtals 9.472 smál. 4 í smíðum. Tundurskeytayjelbátar: 20 og 13 í smíðum. Vjelbátar til að slæða tundurdufl: 3. Hjálparskip allra tegunda, svo ,sem verkstæðisskip, olíubirgða- skip og vistaskip, spítalaskip o. þ. h. Alls um 70. Skólaskip, stærri og smærri, samtals um 60. Þar á meðal er „Vindictive“, sem hingað kom í fyrra. Auk þess eiga nýlendur Breta, svo sem Ástralía, Nýja-Sjáland, Kanada og Indland all álitlegan flota. Frakkland. Orustuskip: 7, samt. 163.945 smálestir. 4 í smíðum. Stærstu skipin, sem fullsmíðuð voru 1939, voru „Dunkerque" og „Strass- bourg“, 26.500 smál. hvort, en í smíðum voru 4 35 þús. smál. or- ustuskip. Flugvjelamóðmskip: 1, 22.146 smál., og 2 í smíðum. Flugvjela- móðurskip fyrir sjóflugvjelar 1, 10.000 smálestir. Stór beitiskip: 7, samtals 70.000 smálestir. Minni beitiskip: 11, samt. 79.729 smál. 3 í smíðum. Tundurduflabeitiskip: 1, 4773 smál. , : Tundurskeytabeitiskip: 32, sam- tals 77.846 smál. Tundurspillar; 28, samt. 36.837 smál. 11 í smíðum. Tundurskeytaskip: 12, samtals .7320 smál. og 7 í smíðum. Kafbátar: 1 „kafbeitiskip“ 2880 smálestir. Er það stærsti kafbátur í heimi. Stórir kafbát- ar: 39, samtals 50.146 smál. og 5 í smíðum. Minni kafbáta^: 30, samtals 17.048 smál., og 15 í smíðum. Tundurduflabátar: 6, samt. 4014 smáþ 2 í smíðum. Tundurduflaskip (bæði til að hggja og slæla tundurdufl): 22, og 22 í smíðum. Fallbyssubátar: 32, samt. 29.- 744 smál. og 2 í smíðum og 10 svonefnda „Canonniéres fluviales“, samtals 1943 smál. og 1 í smíð- um. Auk þess eiga Frakkar fjölda varðbáta, skip til árása á kafbáta, litla tundurskeytabáta o. s. fvr. Hjálparskip allskonar eiga Frakkar hinn mesta sæg af, eða alls um 50. Noregur. Norðmenn áttu árið 1939: 4 brynskip, hvert um, sig 3400— 3650 smál. (Eidsvold, Norge, Tor- denskjöld; og Harald Haarfagre). 2 tundurduflaskip: „Olav Tryggvason“ (1596 smál.) og „Fröya“ (595 smál.). 5 tundurspilla (og 6 í smíðum) : „Ægir“ (590 smál.), „Sleipner“ (590 smál.), „Garin“, „Troll“ og „Drang“ (468 smál. hver). 3 tundurskeytabáta I. fl.: „Snögg“, „Stegg“, „Trygg“ (hver 198 smál.). 9 kafbáta, 3270 smál. samanl. 9 tundurduflabáta (230—350 smál. hver): „Glommen", „Lang- en“, „Tyr“, „Gor“, „Vidar“,. „Brage“, „Uller“, „Vale“. 2 tundurduflaveiðara í smíðum (45—90 smál.). 22 tundurskeytabáta II. flokks (45—90 smál.): Kjell, Skarv, Teist, Laks, Sild, Sæl, Skrei, Brand, Storm, Ilval, Grie, Jo, Lom, Örn, Ravn, Hauk, Falk, Hvas, Kjæk, Kvik, Blink, Lyn. 3 eftirlitsskip: Fridtjof Nansen (1275 smál.), Nordkapp (779 smál.), Senja (266 smál.), Miehael Sars (300 smál.), Ileimdal (640 smál.). Þýskaland. Orustuskip: 2, livort 26.000 smálestir. Þrjú skip eru í smíðum eða fyrirhugað að smíða, og á hvert þeirra að verða 35.000 smá- lestir að stærð. Skipin eru „Gneisenau“ og „Scharnhorst“ (systurskip). Brynvarin herskip (vasaorustu- skip): 3, samtals 30 þús. smál. í þessum! flokki er a. m. k. eitt skip sokkið, „Admiral Graf Spee“. Flugvjelamóðurskip: Tvö í smíð um. Öðru þessara skipa var hleypt af stokkunum í vor sem leið. Stór beitiskip: 3 í smíðum (hvert 10.000 smál.). í þessum flokki er beitiskipið „Blúcher“, sem búið var að taka í notkun og sem Þjóðverjar hafa viðurkent að sökt hafi verið. Minni beitiskip:-6, samt. 35.400 smálestir, og 6 í smíðum eða ráð- gerð smíði, þar af fjögur 7000 ismál. og tvö 10.000 smál, Tundurspillar: 17, samtals 28.- 183 smálestir. 13 í smíðum' eða fyrirhugaðir. Tundurskeytabátar: 12, samtals. 9.600 smálestir. 30 í smíðum eða fyrirhugaðir. Þá eiga Þjóðverjar 8 svonefnda „Geleitboote“, sem hver er 600 smálestir, eða sam- tals 4.800 smálestir. Kafbáta eiga. Þjóðverjar 43, samtals 16.445 smálestir (samkv. skýrslum 1939) og 28 í smíðum. Þess ber þó að gæta, að mörgum kafbátum hefir verið sökt síðan ófriðurinn hófst, og byggingu kaf- báta hefir verið hraðað mjög. Eru þessar tölur því ekki ábyggi- legar. Minni herskip. Þjóðverjar eiga 26 skip, sem notuð eru til að leggja tundurduflum, samtals 14.100 smál., og 30 í smíðum. 12 skip til að slæða tundurdufl eiga Þjóðverjar. Þá eiga Þjóðverjar fjöldann allan af smáherskipum, frá 45 upp í 90 smálestir, bæði tundurskeytabáta o. fl. Þá eiga þeir fjölda skólaskipa, bæði stór og lítil. Ennfremur mikinn sæg af hjálparskipum, þar m eð eru tal in „Aviso Grille“ og ,.Meteor'“, sem bæði hafa verið hjer í Rvík. OOOOOOOOOOOOOOOOOO Sunlftglil % Stangasápa £ Vim Ræstiduft Colmans Stivelsi L&ngavegi 1. Útbú: Fjölnisveg 2. BOOOOOOOOOOOOOOOOÖ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.