Morgunblaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. apríl 1940. 7 MORGUNBLAÐIS Minningarorð um Sturlaug Guð- mundsson Sturlaugur Guðmundsson hús- gagnasmíðancm i andaðist eftir uppskurð á Landakotsspítal- anum laugard. 16. mars s.l. Öllum ættingjum og vinum hans kom sú sorgarfregn mjög á óvænt, að hann væri horfinn sjónum okk- ar svona snemma á æfi. Þessi kornungi, glæsilegi piltur, sem á- valt var með gleðibros á vörum og lífsgleði ólgandi af áhuga fyr- ir bjartri framtíð og bættum kjör- um fyrir sig og sína, var svo skynilega burtkallaður frá sam- vistum vina og ættingja. Mjer er svo ljúft að minnast þess hjartaprúða vinar og frænda, sem eyddi nær öllum sínum frí- stundum á heimili mínu til að skernta okkur og gleðja með öllu, er best við átti. Heimili mitt ber einnig svip af handaverkum hans — og þau verk voru honum aldrei greidd. Nú ertu horfinn, elsku frændi og vinur, en minningin um þig mun aldrei gleymast á mínu heimili meðan hönd og tunga fær sig hreyft. Sturlaugur sál. var fæddur í Akureyjum 1. okt. 1921. Poreldr- ar hans merkishjónin Sigurborg Sturlaugsdóttir frá Akureyjum á Gilsfirði og Guðmundur Gunnars- son skáld frá Tindum í Skarðs- hreppi. Þau eru nú til heimilis í Stykkishólmi ásamt þremur sonum og einni dóttur af eftirlifandi börnum þeirra, sem öll dvelja heima. Sturlaugur sál. var einn með al- drenglyndustu og fórnfúsustu mönnum, sem jeg hefi kynst, enda átti hann kyn góðs fólks í báðar ættir. Guð gefi foreldrum og systkin- um þínum styrk til að skilja burt- köllun þína á rjettan hátt. Þökk fyrir ógleymanlegar sam- verustundir, elsku frændi. Guð varðveiti þig og leiði þig í þínu nýja heimkynni. Nafni. Skipatjónið FRAMH. AF ANNABtt SÍÐU. Plow í gær, hafi sjeð þar mörg stór herskip. Telja þeir að hjer hafi verið um ósjófær bresk her- skip að ræða. Þjóðverjar segjast auk þess hafa sökt stóru 10 þús. smálesta frönsku beitiskipi, sem. áli’tið sje vera beitiskipið „Poeh“ (bygt 1929) og laskað franskt or- ustnskip, að líkindu,m „Dunker- que“. Reynaud skýrði aftur á móti frá því í gærkvöldi, að franski flotinn hefði ekkert tjón beðið. Þýsk blöð skýra frá viður- eigninni í gær, á þá leið, sem um stórsigur ÞjóSverja sje að ræða. Fyrirsögnin í „Völkischer Beobachter“ í dag er „Bresk- franski flotinn molaður“. 90 ára er í dag ekkjan Sigríð- ur Gísladóttir frá Öxnalæk í Ölfusi, nú til heimilis á Elliheim- ilinu Grund. Ræða Churchills FRAMH. AF SJÖTTU SÍÐU. en hvað eftir annað árásir á breska flotadeild og löskuðust tvö beitiskip. — Orustuskipið Rodney fekk eina sprengju, en hún kom ekki að sök. Breskar flugvjelar hafa tví- vegis gert árás á þýsk skip í Bergensfirði. 1 fyrstu árás voru 16 flugvjelar breskar. Komu 15 aftur. Skipið sem þá var aðal- lega ráðist á, var horfið er næsta árás var gerð. Þá var hæft annað skip, er fullyrt er að haiji sokkið. Sást er síðar var að komið, ekki nema olíu- brák á sjónum. — 1 síðasta kafla ræðu Churchills fullyrti hann, að Hitler hefði gert hernaðarlegt og póli- tískt axarskaft með innrásinni í Noreg. Hafi hann lagt út í hernað, sem líkja má við her- ferð Napoleons til Spánar 1808, er hann hafði dreift lið um ýmsa staði, er ekki gat haft stuðning frá meginher eða sam-i band sín á milli. Orustor ð landi FRAMH. AF ANNARI SÖXJ. að setja sig í samband við her- stjórnir Breta og Frakka. En þrátt fyrir yfirlýsingar norsku stjómarinnar segjast Þjóð verjar ekki eiga í styrjöld við Norð menn. Fulltrúi utanríkismálaráðu- neytisins sagði í dag, að afstaða Þjóðverja væri sett fram í orð- sendingu Þjóðv. til norsku stjórn- arinnar. Þjóðverjar hefðu aðeins tekið að sjer vernd Noregs, til að hindra það, að Bretar og Frakk- ar settu þar herlið á land og gerðu Noreg að vígvelli. Þeir hefðu aðeins tekið að sjer hernaðarlega stjórn landsins, en það hjeldi sjálfstæði sínu og full- veldi. Fulltrúinn gat þess til sönnun- ar því, að ekki væri styrjöld milli Þjóðverja og Norðmanna, að yf- irmaður norska hersins- í Osló hefði tekið Upp samvinnu við þýsku lierstjórnina um að koma á loftvörnum, í landinu. Þjóðverjar segja að það sje rangt, að samningum hafi verið slitið milli þýska erindrekans, Bráuers og Hákons konungs. En þeir viðurkenria að samningarnir hafi ekki borið árangur fram til þessa. Lðgreglan bannar barnaskemtun Lögreglustjóri bannaði bama- skemtun, sem Guðmundur Pálsson (Gluggagægir) ætlaði að halda í fyrradag í Iðnó. Skemtiskrá „Gluggagægis“ leit þannig rxt: 1. Þrír smáleikir. 2. Svertingi kemur fram og dansar. 3. Gamanvísur. 4. Grýla og Leppa- lúði sýna sig. 5. Kötturinn sleg- inn úr tunnunni. Þá er þess og getið í auglýs- ingu um skemtun þessa, að met hafi verið sett í að slá köttinn úr tunnunni á Akranesi á 23 sek. 31. mars 1940. Ekki fjekk Guðmundur að vita hvernig á því stóð, að skemtun hans var bönnuð, en hann hjelt sýningu á skemtiatriðum fyrir barnaverndarnefnd í gær í Iðnó. Hafði hann boðið blaðamönnum á sýningu sína, en lögregluvörður var við dyrnar, sem meinaði öll- um inngöngu nema barnaverndar- nefnd. (Það gengur stundum og stundum ekki!) Ókunnugt er um, hvaða afstöðu barnaverndarnefnd hefir tekið til skemtunarinnar. Um handbnatt- leikskepni \7alur hefir beðið Morgunblað- * ið fyrir eftirfarandi athnga- semd frá einnm dómaranna á handknattleiksmótinu, vegna frá- sagnar um, úrslitaleikinn í blað- inu í gær: Einhver L. M. skrifar um úr- 'slitaleik handknattleiksmótsins í Morgunblaðið í gær og ber dóm- ur hans það með sjer, að hann ber lítt skyn á það, sem hann dæmir um. i Þarna, mættust tvímælalaust langbestu flokkarnir, sem fram komu á handknattleiksmótinu. Báðir flokkar eru þaulæfðir í handknattleik og liðsmenn beggja kapþliða flestir fílhraust karl- menni. Markafjöldinn í kappleikn um ber það með sjer, hversu hníf- jafnir flokkarnir voru. Það er alrangt, að „Yalur“ hafi leikið á nokkurn hátt ruddalegar en lið Háskólans. Báðir flokkar ljeku allfast og af miklu kappi, en það var mun betra að dæma leikinn héldnr en jeg hafði búist við. Jeg get hvörugt liðið öðru fremur sakáð um ódrengilegan leik. Hvorir tveggja eru afbragðs handknattleiksmenn. Aðalst. Hallsson. 5 mínútna krossgáta 17 Lárjett. 1. Biblíunafn. 6. Ilnoðri. 8. Mæl- ir. 10. Hvílt. 11. Gera við. 12. For- setning. 13. Líkamshluti. 14. Málm- ur. 16. Ögnin. Lóðrjett. 2. Mynni. 3. Haldan. 4. Umgirt sjó. 5. Skemdar. 7. Stjeft. 9. Efni. 10. Púki. 14. Sögn. 15. Goð. Best að auglýsa í Morgunblaðinu. Dagbók I. O. O.F. 1 = 1214128‘/2 s M. A. * Veðurútlit í Reykjavík í dag: Vaxandi S-átt og rigning síð- degis. Næturlæknir er í nótt Gísli Pálsson, Laugaveg 15. Sími 2474. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast í nótt bif- reiðastöðin „Geysir“, sími 1633. Brautarholtskirkja. Messað n.k. sunnudag 14. apríl kl. 1 e. h. Sr. Hálfdán Helgason. GuðsþjónuSta í fríkirkjunni í kvöld kl. 8. (400 ára minning nýjatestamentisþýðingar Odds Gottskálkssonar). Sr. Árni Sig- urðsson. Brúðkaup. í dag halda brúð- kaup sitt ungfrú Margrjet Þor- björg Garðarsdóttir Gíslasonar stórkaupmanns og Halldór H. Jónsson arkitekt, sonur Jóns Björnssonar kaupmanns frá Bæ. Aðalfundur Byggingarsamvinnu- fjelags Reykjavíkur var haldinn í fyrrakvöld. Eormaður fjelagsins, Guðl. Rósinkranz gerði grein fyr- ir störfum fjelagsins á s.l. ári. Hafði þ«ð bygt 2 tveggja íbúða hiis. Stjórri fjelagsins skipa: For- maður Guðlaugur Rósinkranz yf- irkennari, gjaldkeri Elías Hall- dórsson skrifstofustj., ritari Run- ólfur Sigurðsson framkvæmdastj. og meðstjórnendur Sigfús Jónsson trjesmíðameistari og Steingrímur Guðmundsson framkvæmdastj. Eimreiðin, 1. hefti þessa ár- gangs, sem er XLVI. árgangur tímaritsins, er komið út. Að þessu sinni er skínandi falleg forsíðu- litmynd með tímaritinu. Er mynd- in af Herðubreið, sjeð frá Herðu- breiðarlindum'. Um Einar Bene- diktsson skáld rita Sigurgeir Sig- urðsson biskup Qg ritstjóri Eim- reiðarinnar Sveinn Sigurðsson og kvæði um skáldið eftir Jón Magn- ússon. Þá er greinaflokkur „Yið þjóðveginn“ og Islandsannáll fyr ir 1939. Gísli Sveinsson sýslum. ritar um „Endurheimt ísí. skjala og gripa“. Helgi Valtýsson ritar um Laugarvelli og Kringilsár- rana (3 myndir fylgja). Smásög- ur eru eftir Indriða Indriðason, Þórunni Magnúsdóttur og Þóri Bergsson. Ingólfur Davíðsson rit- ar um arfgengi og ættir. Þórhall- ur Þörgilsson um gröf Jakobs. Þá eru kvæði eftir Þórodd Guðmunds son frá Sandi og sönglag eftir Þórarinn Guðmundsson (Kom þú, ljúfa). Jóhanna Friðriksdóttir: Sauðaklukkan, „Ósýnileg áhrif“ eftir dr. Alexander Cannon og loks „Raddir“ og „Ritsjá“. Esja kom til Patreksfjarðar kl. 71/2 í gær. Ármenningar! Yegna óviðráð- anlegra orsaka verður myndatök- unni, sem. fram átti að fara í kvöld, frestað. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir Fjalla-Eyvind í kvöld fyrir lækk- að verð. Útvarpið í dag: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 19.15 Þingfrjettir. 19.45 Frjettir. 20.20 Fjögra alda minning OdJs Gottskálkssonar: a) Erindi: Oddur Gottskálksson og Nýja- testamentisþýðing hans (Jón Helgason biskup). b) 21.00 Minn ingarguðsþjónusta (síra Friðrik Hallgrímsson). 22.00 Frjettir. Morgunblaðið m^ð morgunkaffinu. Smásöluverð á eftirtöldum amerískum cigarettum má ekki vera hærra hjer segir: Happy Hit í 20 stk. pk. kr. 1.80 pakkinn Camel — 1.80 — Three Kings — 1.80 — One Eleven — 1.60 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má smásölu- verðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakselnkasala rfkisins. Mi Jarðárför móður minnar KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 13. apríl kl. 2 e. hád. Jarðað verður í kirkjugarðinum í Reykjavík. Óskar Evertsson. .... ; ' A Jarðarför konu minnar MARSIBILAR BJÖRNSDÓTTUR fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 13.. apríl. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili okkar, Brekku- stíg 6, kl. 2 s.d. Guðmundur Árnason. no

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.