Morgunblaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. maí 1940. Ríkisstiórnin mótmælir hertökunni 3 __________________________________________________ FRAMH. AF FYRSTU SÍÐU skips, sem þá var við hafnarbakkann. Gerð var húsrannsókn í bústað ræðismánnsins. En hann hafði með sjer allmikinn flutning, er hann var fluttur til skips. Hertakan í myndum í STJÓRNARRÁÐINU. Kl. 10 hjelt ríkisstjórnin fund og nokkru síðar gengu þeir á fund hennar í Stjórnarráðinu Mr. Howard Smith, hinn nýskipaði sendih. Breta hjer á landi, Mr. Shephard aðalræðismað- ur Breta er, hingað kom fyrir nokkru, Mr. Harris, sem er formaður hins breska hluta við- sikftanefndar Breta og íslendinga, en hans hefir lengi verið von hingað. Þeir sendiherrann og hann komu hingað með einu herskipanna, svo og Mr. Fortescue, sem er mörgum Islendingum kunnur og oft hefir verið hjer áður. Hann gekk og á fund ríkisstjórnarinnar. Mr. Harris var ritari viðskiftanefndarinnar, er nefndin starfaði í London í vetur, en þá var Mr. Charles Hambro formaður hennar. Þessir fjórir bresku erindrekar voru á fundi ríkisstjórnarinnar um klukkustund. Mr. Howard Smith lagði fram umboð ,sitt, sem sendiherra Breta á Islandi. Hann gerði og ítarlega grein fyrir ástæðunum fyrir hertöku landsins og fullvissaði ríkisstjórnina um, að hinn þreski herafli yrði hjer ekki stundinni lengur en stríðsnauðsyn krefði, enda myndu Bretar á engan hátt hafa afskifti af stjórn landsins. Ríkisstjórnin kvaðst á hinn bóginn mótmæla hertökunni, þar sem hún væri skerðing á sjálfstæði og hlutleysi landsins, og kvaðst staðfesta þessi mótmæli Sín skriflega, enda vísaði hún í því efni til fyrri brjefaskrifta sem farið hafa fram milli bresku ög íslensku ríkis- stjórnarinnar. Eftir að hinir bresku erindrekar gengu af fundi ríkisstjórnarinnar var haldinn ráðuneyt- isfundur, þar sem gengið var frá mótmælaskjalinu gegn hertökunni, sem síðan var sent breska sendiherranum. Seinna um daginn gekk ríkisstjórnin á fund sendiherrans, þar sem hann héfir valið sjer bústað um stundarsakir að Hótel Borg. Eftir að bresku hermennifnir höfðu stigið á land við uppfyllinguna, var þeim stilt upp í raðir við Hafnarhúsið, en þar hafði herliðið fyrstu bækistöð sína í landi. Þessi mynd var t'ekin, er liðið var ’ný- komið á land og sýnir aðeins lítinn hluta þess. ÚTVARPSRÆÐA HERMANNS JÓNASSONAR. Til þess að ríkisstjórnin gæfi alþjóð manna stutt yfirlit yfir afstöðu sína og atburði dagsins flutti Hermann Jónasson ræðu í útvarpið í gærkvöldi. Ræða hans var svohljóðandi: Islendingar! Þau tíðindi hafa gerst, að breskur herskipafloti kom til Reykjavíkur snemma nú í morgun og setti á land hóp hermanna, sem nú hafa hertekið Reykjavík og nokkra aðra staði. Með breska hernum kom sendiherra Mr. Howard Smith, sem nýlega hefir verið útnefnd- ur sendiherra Breta í Reykjavík, — en hafði til skamms tíma verið sendiherra Breta í Kaup- mannahöfn. í all-ítarlegu samtali, sem jeg, ásamt meðráðherrum mínum átti við sendiherrann í morg- un, skýrir hann svo frá að ráðstafanir þær, er jeg áðan nefndi og gerðar hafa verið, sjeu eingöngu gerðar í varúðarskyni. Sendiherrann lýsti því yfir að breska ríkisstjórnin hafi talið ó hjákvæmilegt að hernema hjer á landi vissa staði, sem eru hernaðarlega þýðingarmiklir til þess að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gripu til svipaðra ráðstafana. Islensku ríkisstjórninni var ekki allskostar ókunnugt um, að þessi. hertaka gæti borið að höndum. Breska ríkisstjórnin hafði áður látið þá skoðun í ljósi við íslensku ríkisstjórnina að slík hertaka á þýðingarmiklum stöðum í landinu væri nauðsynleg fyrir öryggi landsins, af þeim rökum, sem að framan eru talin. En íslenska ríkisstjórnin hafði mjög harðlega mót- mælt þessari skoðun, sem og því, að slík hertaka gæti komið til grein. — Islensk stjórn- arvöld hafa ekki veitt neina mótstöðu gegn þessu broti á hlutleysi Islands og þessari skerð- ingu á sjálfstæði þess — en ríkisstjórnin hefirborið fram eindregin mótmæli. Hinn breski sendiherra hefir tekið við þessum mótmælum og um leið hefir hann fullvissað mig um að ríkisstjóm hans hafi engin áfrom um að blanda sjer inn í stjóm landsins. Þessi verknaður sje eingöngu framinn vegna hinna tilefnsilausu árása Þjóðverja á Danmörku og Noreg. Sendi- herrann kvaðst óska eftir að benda á að taka Þjóðverja á hernaðarlega þýðingarmiklum stöð- um á norsku ströndinm hafi orðið þeim framkvæmanleg eingöngu vegna þess að Bretar hafi viljað virða hlutleysisrjett Noregs. Markmið bresku stjórnarinnar með hernámi Islands af bresku herliði sje eingöngu að hindra Þýskaland í að breiða út styrjöldina t l íslensks forráðasvæðis. Af því leiði jafn- fram að þessi her verði ekki í landinu degi lengur en nauðsyn kref ji vegna styrjaldarinnar. Þessar ákveðnu yfirlýsingar frá hinni vinveittu bresku þjóð eru óneitanlega nokkur sól- skinsblettur í þeim dökka skugga sem nú hefir borið yfir. Með sendiherranum komu einnig hingað til lands Mr. Harris, formaður breska hluta bresk-íslensku viðskiftanefndarinnar. Hann kemur í þeim erindum að taka upp samninga um verslunarviðskiftin milli Islands og Bretlands. Þeim þjóðum fjölgar nú með hverjum degi, sem dragast inn í sjálfa styrjöldina. — Holland og Belgía hafa nú í dag bæst í þennan hóp. Hjá okkur þrengjast sundin og erfið- leikarnir vaxa. Ofan á það bætist svo hertaka landsins um skeið — að vísu framkvæmd af mjög vinveittri þjóð. En öll jel birta um síðir og þó framundan sje óvissa, er þó eitt víst, að besta ráðið er að standa saman sem einn maður — taka þessu með jafnvægi og ró. Þolin- mæðin þrutir vinnur allar segir gamalt og viturlegt íslenskt máltæki. Eins og nú á stendur óska jeg að íslenska þjóðin skoði hina bresku hermenn sem komn- ir eru til íslands, sem gesti og samkvæmt því sýni þeim eins og öðrum gestum fulla kurteisi : Allstór hópur breskra hermanna tók sjer stöðu við Landsímahúsið og fjekk enginn að fara þar, hvorki út eða inn, þar til liðið var langt i fra.m á. Aa.tr. Þetta er sveitin, serr, gekk fylktu liði upp Túngötu til bústaðar þýska ræðismannsins og hjelt þar vörð. I hvívetna. BRESKA ÚTVARPIÐ SEGIR FRÁ. En um afstöðu Breta til hertökunnar sjest á flugmiða þeim, sem hermennirnir höfðu meðferðis við landtökuna, og birtur var hjer í blaðinu í gær. Ennfremur var í gær komist að orði í breska útvarpinu á þessa leið: Frá því Þjóðverjar tóku Danmörku hefir verið búist við því, að komið gæti til mála, að Þjóðverjar kynnu að setja her á land á Islandi. Þetta hefðu þeir getað gert, með tiltölulega litlum herafla, þareð íslenska stjórnin er á engan hátt við því búin að geta varið landið. — Hefir stjórnin ekki yfir að ráða nema 70 manna lögregluliði. Til þess að koma í veg fyrir, að þetta gæti komið fyrir, hefir breskur her verið settur á land svo komið sje 1 veg fyrir að Island missi sjálfstæði sitt í hendur Þjóðverja. Það hefir greinilega verið tekið fram við íslensku stjórnina, segir í útvarpsfregninni, að herliðið verði kallað í burtu strax að ófriðnum loknum. Þess var getið ennfremur, að íslendingar jnyndu geta fengið hagstæða verslunarsamn- inga við Breta. TRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Þú§isnd ára ríkið Hitler birti í gær dagsskipun til hermanna sinna á vesturvígstöðvunum, þar sem hann segir að röðin sje nú komin að þeim, að gera út um framtíð þýsku þjóðar- innar í næstu þúsund ár. Hitler er sjálfur kominn til vesturvígstöðvanna til að hafa yfirumsjón með hernaðaraðgerðum þýska hersins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.