Morgunblaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. maí 1940. MOEGUNBLA9H llinn geigwænlegi hildarleikur hafinn berj ast í Hollandi og Belgíu * a Luxembnrg Þjóðverja waldi 11111111111 ii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiuiliiliiillliiiiiMiliiiiiiiiiiiiiililliili ill illilliiiiliiiiililiiliiniiliilllTiliir - L 1 Kort af Hollandi og Belgíu | CMill for- sætisráötierra Bretlands Mr, Chamberlain ssQöi af sjer í gær Mr. Chambcrlain fór á fund George Bretakonungs í gær, og baðst lausnar sem for- sætisráðherra. Fimm mínútum síðar gekk Mr. Wiston Chur- chill á konungsfund, og var honum falið að mynda nýja stjórn. Mr. Chamberlain skýrði frá þessum atburðum í ræðu, sem hann flutti í breska útvarpinu gærkvöldi. Mr. Chamberlain sagði að Hitíer miskildi bresku þjóðina, ef hann hjeldi að hún myndi á alvörutímum eins og þessum láta deilur um innan, ríkismál dreifa kröftum sínum. Hann kvaðst ekki ætla að dvelja lengi við umræðurnar, sem fram fóru í þinginu í vik- unni, en hann kvaðst hafa sann- færst um það í þessum umræð- um, að eitthvað þyrfti að gera til þess að vekja að nýju traust þj óð arinnar og þingsins til stj órn- arinnar. Hann sagðist hafa hug- leitt þetta mál með vinum sín- um í fyrradag og í gær, og kom- ist að þeirri niðurstöðu, að ráð- stafanir þyrfti að gera til að stjórnarandstæðingar gætu tek- ið þátt í stjóminni. En þegar háhn hefði komist að því, að þeir vildu ekki taka þátt í stjóm þar sem hann væri forsætisráð- herra, þá hefði hann ákveðið að beiðast lausnar. Hann hefði mælt með því við konung, að vinur sinn og starfs- bróðir Winston Churchill, sem ætti traust þjóðarinnar og þingsins yrði falið að mynda stjóm. Mr. Chamberlain sagði, að Mr. Churchill hefði óskað þess mjög eindregið að fá að njóta starfskrafta hans á stríðsráðu- neytinu og að hann hefði með ánægju orðið við þeirri ósk. FRAMH. Á SJÖUITÖU SÍÐU. INN GEIGVÆNLEGI hildarleikur milli Þjóðverja og vesturveldanna er hafinn. Þjóðverjar hófu kl. 5.30 í gærmorgun inn- rás í Holland, Belgíu og Luxembourg og stjórnir þessara landa báðu þegar Breta og Frakka um hjálp. Milli kl. 7 og 8 í gærmorgun voru landamæri Belgíu og Frakklands opnuð og breskar hersveitir, skriðdrekar, brynvarðar bif- reiðar, bifhjól og flutningavagnar hjeldu í endalausum röðum inn í Belgíu. Þannig hittast Þjóðverjar og vesturveldin að nýju eftir 25 ár í baráttu upp á líf og dauða á belgiskri grund. Á BREIÐUM VÍGSTÖÐVUM. í hernaðartilkynningu Þjóðverja í gær segir, að innrásin í Holland, Belgíu og Luxemburg hefir verið gerð á breiðum víg- stöðvum. Fregnir um hernaðaraðgerðir á landi eru þó óljósar, en svo virðist, sem barist sje alla leið sunnan frá Mosel í Frakk- Jandi og norður að Norðursjó. Á landamærðum Frakklands og Þýskalands var hinsvegar alt sagt rólegt í gær. í Luxemberg eru bardagar sagðir mjög harðir. En í gær- kvöldi hermdu fregnir að Þjóðverjar hefðu lokið við að leggja undir sig furstadæmið. Stórfurstinn og fjölskylda hans komust undan til Frakklands. Hemaðaraðstaðan á landamærum Belgíu og Þýskalands er nokkuð óljósari. Hermálaráðherra Belga lýsti yfir því, í belg- íska þinginu í gær, að Þjóðverjum hefði hvergi tekist að brjót- ast í gegn, og að Belgir hefðu þannig borið hærra hlut í fyrstu atrennu. Megin innrás Þjóðverja virðist vera gerð hjá Aachen á þýsk-belgísku landamærunum. HARÐIR BARDAGAR í HOLLANDI. Það er kunnugt að Belgir hafa öflugar víggirðingar þarna við landamærin, en undirbúningur hafði þar verið gerður til að hersveitimar gætu hörfað aftur í nýjar vamarstöðvar, ef þeir yrðu að yfirgefa landamæravíggirðingarnar. \ Hörðust virðist sókn Þjóðverja hafa verið í Hollandi. t Hersveitir þeirra eru sagðar hafa farið yfir landamærin; á m. k. f jórum stöðum. Nyrst í landinu virðist enn barist rjett við landamærin. Um miðbik landsins virðast her.| sveitir Hollendinga hafa hörfað undan samkvæmt áætlun' til öflugra vígstöðva á vinstri bakka Ijsselfljótsins. í suður frá Ijssel liggur vamarlína þeirra meðfram vinstri bakka Maasfljótsins suður að belgísku landamærunum. í tilkynningu hollensku herstjómarinnar í gær, segir, að herinn hafi hvarvetna haldið. velli í vígstöðvum sínum hjá Ijssel og Maas. í gærkvöldi bárust þó fregnir um að Þjóðverjar hefðu brotist vestur yfir Maas og náð á sitt vald öllu Limburg-hjer- aðinu. Limburghjeraðið er í suðausturhluta landsins. Þjóðverja sækja fram með skriðdrekum og brynvörðum bifreiðum, studdar af flugvjelum. FALLHLÍFAHERSVEITIR ÞJtoVERJA. Flugvjelarnar hafa einnig á annan hátt stutt sókn ÞjÓð- 1 verja með því að flytja herlið vestur í landið og látið það falla niður í fallhlífum. Með því að koma Hollendingum á óvart á þenna hátt tókst þeim þegar í morgun að ná mörgum flugvöll- um í landinu á sitt vald. Snemma í gær voru taldar um 100 stórar þýskar herflutn- ingaflugvjelar á vesturströnd’ Hollands nálægt Haag. Settustl þær á sjóinn og settu herlið á land á ströndina. Jafnmargar eða fleiri herflutningaflugvjelar sáust yfir Rotterdam, Leiden og víðar og voru hermennirnir þar látnir falla niður í fallhlífum. ,< BARISUjí ROTTERDAM. ÞjóSverjumt tókst að ná flugvellinum í Rotterdam Á þessu korti af Ilollandi og Belgíu sjást varnarvirkjalínur land- anna. Á Ilollandskortinu eru varnarvirkin sýnd með litlum kross- um og með stjörnum á Belgíuko rtinu. Fyrir austan Liege sjást borgirnar Eupen og Malmedy, en þau hjeruð fengu Belgíumenn frá Þýskalandi með Versalafriðnum. Við höfum nú óbundnar hendur“ FRAMH. Á SJÖUNDU 8ÍÐU. inn að færast ..... - •' ■ ■■ - i . . ., í algleyming EITTHVERT ALVARLEGASTA sjónarmiðið í sambandi við hina ægilegu styrjöld,. ,sem nú er hafin í Vestur-Evrópu, er hinn aukni loft- hernaður. Vegna loftárása Þjóðverja á bæi í Hollandi, Belgíu og Frakklandi í gær, hefir því verið lýst yfir í Frakklandi, að Bandamenn telji sig nú hafa rjett til að gera hæfilegar gagnráðstafanir. Um sama leyti og innrás Þjóðverja hófst í Niðúrlönd- unum í gærmorgun, gerðu sveitir þýskra flugvj^la vákaf- ár loftárásir á flugvelli í mörgum helstu borgum Frakk- lands. í borgunum Lille og Nancy varð nokkuð manntjón, fórust 13 í annari borginni, en 16 í hinni, og um 30 manns særðust í hvorri þeirra. Flest af þessu fólki voru óbreytt- ir borgarar. r FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÖtj. öjv emrr,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.