Morgunblaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. maí 1940. MORGUNBLAlIi Fallhlífahermennirnir i Holiandi FEAMH. AF ÞR3ÐJU SÍÐU á sitt vald. Hjeldu þeir þa'ðan áfram og náðu nokkrum hluta borgarinnar á sitt vald, en hollenska setuliðinu tókst að stöðva þá á vinstri bakka Leh-fljótsins. Síðast þegar frjettist var barist á götum borgarinnar, og höfðu verið reist götuvirki og strœtisvagnar og sporvagnar m. a. notaðir í því augnamiði. 1 annari tilkynningu hollensku herstjórnarinnar, sem gefin var út síðdegis í gær, segir, að víðasthvar hafi tekist að slá hring utanum hinar dreifðu hersveitir Þjóðverja, sem settar voru á land úr flugvjelum. Herdeildum þessum, segir í tilkynn. ingunni tókst fyrst í stað að ná nokkrum árangri með því, að koma hermönnum okkar á óvart. í mörgum tilfellum voru hinir þýsku hermenn klæddir í einkennisbúninga hollenska hersins og í sumum tilfellum jafnvel í einkennisbúninga breskra og franska hersins. Þjóðverjar reyndu á sama hátt að ná flugvöllum í Belgíu á sitt vald. En fregn um að þeir hefðu tekið 5 belgíska flug- velli var mótmælt í Brtissel í gær, og sagt að hún væri upp- •spuni einni Hermálaráðherra Belga sagði í gær, að margir fallhlífar- hermenn hefðu lent í Belgíu, en, bætti hann við, við gerðum út -af við þá. f tilkynningu hollensku herstjórnarinnar í gær segir, að fjórar brynvarðar járnbrautarléstir Þjóðverja hefðu verið eyði- lagðar, og að ein þeirra hafi verið sprengd í loft upp er hún fór yfir brú. Strax í gærmorgun þegar innrás Þjóðverja hófst, var veitt vatni yfir hernaðarlega mikilvægustu hjeruðin í Hollandi og gekk það að óskum samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Loflhernaðnrinn FBAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. í öðrum, borgum varð nokkuð tjón á mannvirkjum, en tjón þetta var þó tiltölulega lítið, að því er segir í hernaðartilkynningu Prakka í gær. Þýskar flugvjelar voru á sveimi í tvær klst. yfir París í gær- morgun, og flugu lágt, en vörpuðu ekki niður neirium sprengjum. En nokkuð manntjón varð í borginni af völdum kúlnaskota ur loft- vamabyssum. _____________________ ■ n.u 11 í)! Loftárás á Brussel. í Belgíu svifu þýskar flugvjel- .ar í iy2 klst. í gærmorgun yfir 'höfuðborgiimi, Brússel, og vörp- uðu niður sprengjum. Ein eða fleiri sprengjur fjellu x einhverju! þjettbýlasta hverfi borgarinnar og fórust 32 manns, en 61 særðist. Belgiska stjórnin bað í gær stjórnina í Washington að koma þeim boðum til þýsku stjómar- Innar, að lýst hefði verið yfir því, að Brússel væri opin borg, og að þess yrði stranglega gætt, að eng- inn her færi um borgina. Samt sem áður bárust fregnir í igærkvöldi um nýja loftárás Þjóð- jverja á Brússel. Loftárás var einnig gerð á Ant- werpen og loftorusta var háð yf- 5r Amsterdam. Nokkuð tjón varð S báðum þessum bæjum. Auk þess voru gerðar loftárás- ír á marga flugvelli bæði í Hol- landi og Belgíu. Segjast Þjóð- verjar hafa eyðilagt margar flug- vjelar óvinanna í þessum árásum. 100 flugvjelar skotnar niður. Bandamenn segjast aftur á móti liafa skotið niður yfir 100 flugvjelar fyrir Þjóðverjum í ■gær. Langflestar þessara flug- vjela voru skotnar niðxxr í Ilol- landi. Snemma í gærmorgun varð vart við ferð þýskra flugvjela í .Thamesármynni og stefndu þær á London. En Bretar hófu ákafa skothríð á þær úr loftvarnabyss- um og hjeldu þær í burtu við svo Jbúið. Ráðstafanir í London. í London var fólk aðvarað í gær, að gæta nxx aftur stranglega allra loftvamafyrirmæla, að bera jafnan á sjer gasgrímur sínar, að kynna sjer hvar næstu loftvama- skýli væru, og ef fólkið væri fjarri þessum skýlura, þegar loft- .árásir væm gerðar, að varpa sjer þá þega í stað flötu til jarðar. Ræða Ghamberlains FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Mr. Chamberlain lauk ræðu sinni með því, að hvetja þjóð sína til að standa saman um hinn nýja foringja og unna sjer ekki hvíldar fyr en ,,hin trylta skepna Hitler hefði verið af- vopnuð, og velt úr valda- stóli.“ Fyr um daginn höfðu foringj- ar stjórnarandstæðinga. Mr. Attlee, og Mr. Archibald Sin- clair, lýst yfir því, að flokkar þeirra myndu taka að sjer sinn jþátt á ábyrgðinni á stjórn lands ins, undir leiðsögu nýs forsæt- isráðherra, sem nyti trausts alls almennings í landinu. Þegar síðast frjettist í nótt hafði Mr. Cchurchill ekki lokið. við stjórnarmyndun. Reynaud forsætisráðh. Frakka tilkynti einnig í útvarpsræðu í gærkvöldi, að hann hefði breytt stjórn sinni: tekið í hana tvo fulltrúa hægriflokksins svo að nú væri í Frakklandi samstjórn ‘allra flokka. Þjððverjar segja hvers vegna -- og hlutlausu þjððirnar svara Pjóðverjar ljetn afhenda stjórn xnn Hollands og Belgíu orð- sendingu nokkrtun klukkustund- um eftir að innrás þeirra var haf- in, þar sem lýst er orsökunum til innrásarinnar. í orðsendinguimi eru stjórnimar hvattar til þess að fyrirskipa herjum sínum að veita ekki viðnám, en verði sýnd mót- spyma, þá muni hún verða brot- in á bak aftur. Ox*sakimar til innrásariunar ei’U í átta liðum, og eru helstar þeirra, að hollensk og belgisk blöð hafi látið undir höfuð leggj- ast áð gæta hlutleysis frá því að stríðið hófst, að ríkisstjórnir Hol- lands og Belgíu hefðxx dregið taum Bandamamia með því að hafa liðssamdrátt á austurlanda- mærum sínum, en ekki á vestur- ströndinni, og að þær liafi jafnvel tekið upp hemaðarlega samvinnu við herstjórnir Bandamanna, og í þriðja lagi, að þýska stjórnin lxefði sannanir fyrir því, að Bret- ar og Frakkar ætluðu að fara með her manns yfir Holland og Bel- gíu, til þess að komast þá leið- ina að Þjóðverjum. Þjóðverjar segjast þessvegna hafa viljað vera fyrri til. tíliffens utanríkismálaráðherra Hollendinga, sem fjekk þessa orð- sendingu frá sendiherra Þjóð- verja kl. 6 í gærmorgun, vísaði reiðilega á bug ásökunum Þjóð- verja um að'Hdllendingar hefðu ekki í hvívetna gætt lilutleysis. í opinberri tilkynningu, sem Vilhelmína drotning ljet birta í gær, lýsir hún, hve hollenska þjóð in hafi gert sjer mikið far xxm að gæta hlutleysis síns í hverju smáatriði, og þrátt fyrir loforð Þjóðverja um að virða þetta hlut leysi, hefðu þeir nú gert innrás í land þeirra. Yfirlýsing þessi vakti mikla athygli um heim all- an og vakti Roosevelt, forseti sjer- staka athygli á henni á fundi sín- um með blaðamönnnm í gær. Spaak, utanríkísmálaráðherra Belga tók á móti þýska sendi- herranum kl. 8.30 í gærmorgun. Lýsti liann yfir því, að Þjóðverj- ar hefðu nú í annað sinn á 25 ár- um gert innrás í Belgíu, og að Belgir 'myndu berjast nxx eins og þá. Snemma í gærmorgun voru herlög látin gaiiga í gildi í Bel- gíu, og skömmu síðar var tilkynt, að Leopold konungur hefði farið að dæmi föður síns og tekið að sjex- yfirstjórn hersins. Gamelin, yfirhershöfðingi hers Bandamanna í Frakklandi, gaf út dagsskipun til hermanna sinna í gær, þar sem segii’, að þeir at- burðir hafi mx gerst, sem þeir hefðu átt von á frá því í októ- ber súðasliðnum. „Við höfum. fyrir löngu búið okkur undir að1 mæta þessum atburðum", segir í tilkynn ingunni. „Kjörorð okkar er nú: Hugrekki, dugnaður og traust. 75 ára er á morgun, 12. maí Margrjet Finnsdóttir, Eiríksgötu 37. Dagbók Næturlæknir er í nótt Kristján Grímsson, ITverfisgötu 39. Sími 2845. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Verelunum í bænum verður lok að klukkan 4 í dag. Hefir það verið venja áður á laugardögum, bæði fyrir hvítasunnu og páska að loka á venjulegum tíma, kl. 6, en nú gildir það ákvæði í reglu gerðinni um lokunartíma sölu- búða, að loka akuli kl. 4. Ætti fólk að athuga þetta. Sænski aðalræðismaðurinn hefir tekið að sjér að gæta hagsmuna Þjóðverja hjer á landi. Hvítasunnumessur í Dómkirkj- unni. Hvítasunnudag: kl. 11 síra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 síra Bjárni Jónsson. 2. hvítasunnudag kl. 11 síra Garðar Svavarsson (Ferming). Engin síðdegismessa. Guðsþjónusta í Bænhúsinu hvíta- sunnudag kl. 9 árd., cand. theol. S. Á. Gíslason prjedikar. Zíons- kórinn. Messur í fríkirkjunni. Hvíta- sunnudag kl. 2, sr. Árni Sigurðs- son. 2 hvítasunnudag kl. 5, sr. Árni Sigurðsson. Messað í Laugarnesskóla á Hvítasunnudag kl. 2. Sr. Garðar Svavarsson. Annan Hvítasuppu,- dag: Barnaguðsþjónustá kl. 10 árd. Messur í kaþólsku kirkjunlii #í Landakoti. Hvítasunnudag: Lag- messur kl. 6x/2 og kl. 8 árd. Bisk- upsmessa kl. 10 árd. Bænahald og prjedikun kl. 6 síðd. — Á 2- í hvítasunnu: Lágmessur kl. 6V& og kl. 8 árd. Hámessa kl. 10 árd. Bænahald og prjedikun kl. 6 s.éL Messað í Hafnarfjarðarkirkja á hvítasunnudag kl. 2, sr. Garðar Þorsteinsson. Kálfatjörn hvíta- sunnudag kl. 11, sr. Garðar Þor- steinsson. Bessastöðum annah hvítasunnudag kl. 2 (ferming), sr. G'arðar Þorsteinsson. Messað í fríkirkjunni í Hafnar- firði á hvítasunnudag kl. 2, sr. Jón Auðuns. 60 ára afmæli á í dag Sæmund- ur Guðbrandsson, Selbúðum 3. ; 60 ára er í dag' ekkjan Hug- | borg Helga Ólafsdóttir, Yíðimel ! 37. xi ( KOTTUR £5telur U IVGUM SLÆM OLÍA STELURiBENSÍNI og dregur úr hreyfilaflinu. Hin þunna, seiga olíu- himna Veedol’s smyr allan hreyfilinn um leið og hann fer í gang. Með því að láta ventlana opnast og lokast á rjettum tírra, tryggir Veedol óhindrað vjelarafl — sparar bensín. Þess vegna er það, að þúsundir manna um allan heim, sem reynt hafa þessa olíu einu sinni, kaupa hana altaf. KAUPIÐ VEEDOL, SPARIÐ BENSÍN MOTOR OIL THE EXTRA MILEAGE MOTOR OIL... DREGUR ÚR BENSÍNEYÐSLU Biireiðastöfi íslands hefir opið í nótt og næstu nótt. Sími 1540. Til Stokkseyrar ^ 3 ferílir i dag: Kl. 10'/2 árd., kl. 2 og kl. 7 e. h. Steindór. ió'- ‘ r«. ■C-^X'v'. yj ANN A systir mín andaðist í fyrrinótt. Jóhanna Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.