Morgunblaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 6
€ ■JjÉfifi&aas MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. maí 1940. yf Herliöiö Öreifir sjer. rRAMH. AF ÞRIÐJU fiCÐU. Eftirminnileg morgunstund. R;eykvíkinguin brá yfirleitt ekki við tíðindin sem gerst höfðu meðan þeir sváfu, er þeir vökrmðu í gærrnorgun. En þeir Vóru óvenjulega árrisrrlir margir överjir. Er leið fram á morgun- inn, var múgur og mannsöfnuður á öllum götum í Miðbænum. í’ólkið glápti á hermennina — það er rjett að nota þá berorðu sam- líkingu — eins og naut á ný- virki. Þyrptist utan um bermenn- ina, þar sem þeir stóðu á götu- hornurn, fyrir framan opinberar byggingar og gistihúsin. Var hæsta óviðkunnanlegt að sjá, hve forvitni fólks var lítt seðjanleg. Á hinn bóginn varð því ekki neitað, að það stakk í augun að sjá al- vopnaða hermenn standa með til- tölulega stuttu millibili á götun- uxn, ekki síst meðan handtökur Þjóðverjanna fóru fram, og þeir höfðu margir langa- byssustingi standahdi upp af byssuhlaupum sínum. Eigi varð annað ráðið af hinni skipulögðu hertöku bæjar- ins, en að þeir hefðu að óreyndu getað búisthjer við vopnaðri mót- stöðu úr einhverri átt. Hótel Island spítali. Á þetta benti líka það, að eitt af fyrstu verkutm þeirra var, a5 ganga inn á Hótel ísland og taka þar veitingasalina til yfirráða fyr- ir spítala. Var Rauða Kross fán- inn dreginn að hún á flaggstöng hússins, til merkis um hvað þar var. En í vejtingasalína voru bor- in allskonar hjúkrunargögn, sjúkrabörur og tæki til hverskon- ar sáraáðgerða: Aldrei kom til þess, að neitt af þessu þyrfti að nota, því hvergi var svo mikið sem reiddur hnefi að hermönnun- m Og uiíi kl. 2 um daginn hvarf hjúkrunardeildin með farangur sinn úr gistihúsinu. Farangurinn og liðið. Ekkert hefir verið látið upþí nm það, hve margt hermanna hafi komið hjer á land. Mikill er þeirra farangur allur. hergögn og útbúnaður. Þega" fram á morguninn kom var tekið til óspiltra málanna að flytja hann á land úr herskipun- nm, og tók herliðið nokkur skip á Jeigu til þess. Meðal skipa, þeirra, sem Bretarnir tóku í flutn inga, var b.v. Gyllir og Þorfinn- nr, og auk þess mótorbátar. Auk þess fengu þeir í flutningana breskan togara, sem lá hjer á höfninni með brotið afturmastur. Breska herliðið tók ísínavörslu og umsjá gömlu uppfyllinguna fyrir • *• framan Eimskipafjelags- geymsluhúsin og Hafnarhúsið. 3tíættu hermenn þess, að óviðkom- atldi færu ekki inn á hið afgirta sya;ði, en voru þó ákuflega frjáls- lyndin hvað þetta snerti og fengu margir að labba um upp- fyllinguna og skoða sig um, þó ekki ættu þeir brýnt erindi. Herm.eryr.rnir tóku portið milli nyrðri og syðri álmu Hafnarhúss- ins undir sxna umsjá og geyjmlu 4*- * *'í ■ H AVvA þar farangúr sinn og birgðiv, sani komið var með í land af togúriþí- um. Meðal varningsins, sem flutt var í land úr herskipunum, kendi margra grasa. Þar voru matvæli allskonar, bjór pg aðrir drykkir, sígarettur og sýróp. Þá var allmikið af skotvopnum og hergögnum. Gaddavír var tölu- vert af og timbri. Einnig stæð- um undir loftvaniabyssur, her- mannabaðker ó. fl. o. fl. Margir hermannanna höfðu með sjer reiðhjól og bifhjól. Utvarps- tæki voru á uppfyllingunni og sjóliðamir stóðu í sambandi við Skipin með flaggmerkjum:. Flutn- ingum var ekki lokið fyr en síð- ari hluta dags. í alla þessa flutninga þui’fti marga bíla og fjekk herliðið þá hjá hílastöðvum bæjarins, Stein- dórsstöð, Yörubílastöðinni Þrótt og víðar. Umferð bönnuð úr bænum. Eins og skýrt var frá á flug- miðanum, sem útbýtt var um morguninn, stöðvaði herliðið alla umferð til bæjarins og frá bæn- um eftir aðalvegunum. Yar her- vörður við Elliðaár og eins í Fossvogi. Verkamenn, sem voru á leið til Hitaveiturennunnar ofan við Elliðaár, komust t. d. ekki ( leiðar sinnar meðan þetta bann Herlið flutt | úr bænum. Er leið fram yfir Algeng sjón á götuhornum bæjarins í gærmorgun; Breskir hermenn hafa tekið sjer varðstöður á götúhomunum og unglingar þyrpast utan um hermennina af forvitni. í bílinn og fluttur sem fangi til skips. Húsnæðið. Þá var og býrjað á því að sjá herliðinu fyrir húsnæði hjer í bænum og fyrir geymsluplássunp ■ Voru fengin ýms hús þeim til gistingar. Aðalstöð herliðsins var sett á stofn í Hafnarhúsinu. En gisting hafa hermennirnir fengið m. a- í í. R. og K. R. húsinu, Franska spít.alanum og Austur- bæjarskólanum. jStóð yfir. En bann þetta stóð ekki lení! hádegi vax' ur en 4 khxkknstundir. Það mun ' farið að flytja herflokka úr bæn- Breski herinn tók í sína þjónustu þá bíla, sem hann þurfti á að halda. Hjer eru hermenn á flutningabíl frá kolaverslun Guðna & Einars. hafa verið á meðan herliðið vaf mr. Þá var flutningi farangurs- að taka , ,hönduxu þá Þjóðverja, ins svo langt komið, að herflokk- er í bænum voru og flytýá þá til ar voru fullbúnir .til útilegu utí skips. ; an bæjar. Nokkrir þýskir sjþmep.n voru -I •vist á Litla-Hráúni. Var sendur bíll snemma um morguninn til þess að sækja þá. Uppi j Svínahrauni mætti sá bíll gangandi manni. Bað fyrir- liðinn brlstjórann, sem ók bílnum, að skreppa af bílnum og spyrja í þenna göngumann, hverra. þjóða | hann væri. Bílstjórinn gerði svo, í f Einn flokkur var fluttur upp á : Sandskeið til dvalar þar. En far- ið var með 30—40 manns austur að' Rallaðarnesi. Er blaðið átti ítal við Kallaðarnes i gær, vár þar sagt, að hermennirnir byggj- ust ekki við að vera þár lengur en 4—5 daga. Þá fór talsvert mikið lið upp en ferðamaður var sagnafár, ságð- ^ Kjálarnes og upp í Hvalfjörð. ist vera á leið fil bæjarins. Hanij ^orú um 60 hermenn í Brautar- talaði íslensku. Fyrirliðan^n , hoIti 1 me,ð uiikinn fárang- þóttu svörin ófullnægjandi, fór |U1-’. allskónar verkfæri, mikið af sjálfur úþ,úr bílnum, gekk á maá* j vir tieirt!- Þessir hermenn háfa inn hver hann væri og sagði , náúurstað í Arnárhohi. hann þá sem var, að hann v|éri !,, Tvejr hprflokkar hjeldu jepgra Þjþðyerji. Var Itajin . tekinn. með og yætfijd áxniar , þeirra,^ að'jupp-i í Kjós, að Reynivöllum, en hinu í Hvítanesi við Hvalfjorð. Laxfoss átti að fara af stað til Borgarness snemma um morgun- inn. Vegná umferðaþannsíns var för hans frestað fram yfir há- degi. Einir 50 hermenn fóru með honum til Akraness. Um aðra dreifing á herliðinu hafði blaðið ekki frjett í gær- kvöldi. Símalokunin. Eins og áður hefir verið skýrt frá tók herliðið völdin í símastöð- inni við Thorvaldsensstræti strax og hermennirúir kotxm á land. Var ThorValdsensstræti lengi fram eftir morgni ein helsta herstöð í bænum og öflugur hervörður við dyrnar. Þegar starfsfólk símans kom til vinnu sinnar á tilsettum tíma, var ekki greitt um gang inn í húsið, Var allur aðgangur að húsinu ghrsamlega bannaður og fjöldi hermanna þar um alt. Sjálfvirka miðstöðin fjekk þó' að starfa og truflaðist ekki inn- anbæjarsíminn að neinu. En ef Ktenn hringdu á lánglíhnmiðstöð-, ina, var þar Englendingur fyrir. og svaraði því einu til, éf beðið var um utanbæjarsamband. að þ’ð væri því miður ekki hægt að af- greiða slíkt í bili. En nokkru I eftir hádegi var símastúlkum leyfður aðgangur að stöðinni, og var talsímakerfið út um land til afnota upp frá því. En iim skeytasendingar var lít- íð, þ'o ekki munu þær hafa verið aftéknar með öllu í gær. , pösthúsið var líka lokað í gæx* og hervörður fyrir húsinu. Hve iengi þessi stöðvun verður, er blaðinu ekki kunnugt. Gerð var leit í fiskibátum, sem fóru hjeðan í róður úr höfninni í gær. En þeim síðan leyft að fara leiðar sinnar. í gærkvöldi frjetti blaðið, að berliðið hafi eitthvað svipast eft- ir stöðunX fyrir loftvarnabyssur sínar, í bænum eða í greud við bæinn. En enga nánari vitneskju hefir blaðið um það. í Seyðisfirði. Ýrnsar sögusagnir gengu um þæinn 'í gær um það, áð bres-kt herlið hefði gengið víðar á land hjer í , gær/ cEn sennilega eru allar þær ' sögur á misslcilningi býgðar. Það ‘eina, sem blaðxð frjetti í þá átt með sanni, var að breskur vopnaður togari kom inn. til Seyðisfjarðar í gærmorgun og rendi þar nálægt bryggju. Fjekk skipstjóri vitneskjn um, að þar væru engir Þjóðverjar fyrir, og hjelt togarinn þá rakleitt aftur út fjörðinn. En úti í firðinum, úti fyrir Brimnesi, beið stórt skip togarans, meðan hann skrapp inn fjörðinn. Sýndist, það vera stórt vopnað kaupfar. Er togarinn kom til baka sigldu bæði skipin út úr firðin- um og í hvarf suður fyrir Dala- tanga. Herskipin fóru. Er leið á daginn hurfu bresku herskipin hjeðan á hrott, og sást til þeirra sigla hjer út flóann. Er þá gerð nokkur grein fyrir því helsta, sem gerðist hjer fyrsta dag hertökunnar. En margt sem í frásögur er færandi og rninni- háttar er, er ósagt. En rjett er að geta þess að lok um, að framkoma hinna bresku hermanna var yfirleitt kurteisleg, og einkum þó eftir að þeir höfðit gengið úr skugga um, að hjer yrði um enga vopnaða andstöðu að ræða. Voru hermennirnir skraf- hreifnir við vegfarendur, og virt- ust ljettir í lund. En altof margt fólk safnaðist utanum þá og slórði á götunum umhverfis þá.. Þetta kann að vera afsalcanlegt fjrrsta daginn vegna nýjungagirni, en væri í hæsta máta óskemtilegt ef slík framkoma hjeldi áfram. Svlsslendingar I dag? fv ýskar flugvjelar vörpuðu ‘ nokkrum sprengjum ýfir þorp eitt í Sviss, um 30 km. fyrir suðvestan Basel í gœr-* morgun og ullu nokkru tjóiii á jámbrautarleiðum. Forseti svissn. þjóðarinnar gaf í gær út ávarp til þjóðarinnar, þar sem hún er hvött til að sýna ró og festu. Almenn hervæðing fer fram í Sviss í dag. Lega Sviss er þannig, að ef Italir lenda í styrjöld við Frakka, væri næstum óhjá- kvæmilegt að þeim lenti saman í suðvestur hluta Sviss. í þesau er meginhætta Svisslendinga fólgin. En einnig er talið geta komið til mála að Þjóðverjar reyni að ráðast suðvestur um Sviss inn í Frakkland. ítölsk blöð sögðu í gær frá innrásinni í Holland og Belgíu með sömu forsendum og Þjóð- verjar, þ. e. að Bandamenn hefðu ætlað að leggja þessi !önd undir sig, en að Hitler hefði orðið á undan þeim, Nokkur blöð í Italíu voru svo áköf í stuðningi sínum við Þjóð verja, að þau sögðu að þeir hefðu tekið Briissel strax í gær- nxorgun. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.