Morgunblaðið - 16.05.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1940, Blaðsíða 4
4 Fimtudagur 16. maí 19401» Myndir úr revyunni Eevýan „Forðum í Flosaporti“ var leikiu í <jærkvöldi í 6. sinn, j'yrir fullu húsi, o<í eykst fögnuður áhorfenda kvöld frá kvöldi. H.jer s.ð ofan sjást þrjár af aðalpersónum leiksins: Snúlli (Gunnar Stetans- son), Bóas (Gunnar Bjarnason) og Sveisteinn (Alfreð Andrjesson). Næst verður revýan leikin annað kvöld. Almennur kirkjufundur I Reykjavik Formaður undirbúningsnefnd- ar almennra kirkjufunda, Gísli sýslumaður Sveinsson, hef ir látið Morgunblaðinu í tje eft- irfarandi upplýsingar: Undirbúningsnefnd hinna al- mennu kirkjufunda á Islandi hef ir ákveðið, að á þessu sumri verði haldinn í Reykjavík al- mennur kirkjufundur fyrir land alt. Hefst fundurinn þriðjudag- inn 2. júlí n. k. með guðsþjón- ustu í dómkirkjunni kl. 11 f. h., og stendur hann allan þann dag , og þann næsta (miðvikudag) og yæntanlega fram á fimtudag 4. fjúlí. Á fundinum verða flutt er- indi og fara fram umræður um fyrirliggjandi mál. Meðal ann- ars verða erindi flutt um: „Hlut verk kirkjunnar á ófriðartím- um“, „íslenskt kirkjuþing", „Frá ferð til landsins helga“, o. fl. Til þessa kirkjufundar, eins ©g hinna fyrri, verða boðaðir fulltrúar frá öllum söfnuðum landsins, auk klerka, og verða send með næstu póstum brjef um þetta til hlutaðeigenda. Er Reitið á alla áhugamenn á krist indómsmálum, hvar sem er á landinu, að bregðast vel við þessu máli, og< styðja að því jeftir mætti, að kirkjufundurinn megi verða sóttur sem víðast að. Er þess og óskað, að þeir, sem hefðu hug á að koma málefn- iiim á framfæri til fundarins, til kynni það hið allra fyrsta, svo tök verði á að taka þau til með ferðar. Um alt, er kirkjufundinn yarðar, ber að snúa sjer til pró fessors Ásmundar Guðmundsson ar, eða biskups Sigurgeirs Sig- tirðssonar, Reykjavík. Reynt mun verða að ljetta að einhverju leyti undir með kostn aði fundarsækjenda úr fjarlæg- um hjeruðum. Pólónía og Flosi Portmann (Drífa Yiðar og Jón Aðils). Dóttir Balkanbarónsins (Ólafía G. Jónsdóttir). Gjafir til rekstrarsjóðs björgun- arskipsins Sæbjörg. Frá sjómanns- ekkju, áheit, 5 kr. N. N., gamalt áheit, 25 kr. Stokkseyringur, á- heit, 5 kr. Söfnun að tilhlutun kvennadeildarinnar Unnar á Pat- reksfirði kr. 521.85. Ilalldóra Stur- laugsdóttir, Reykjavík, 2 kr. Ingi- björg Jónsdóttir, Reykjavík, á- heit, 5 kr. Kærar þakkir. J. E. B. oooooooooooooooooo IUtiæHiskartoflur X frá 0 HORNAFIRÐI X ÚRVALSGÓÐAR ó vmn | Lau^aveg: 1. 0 IJtbú: Fjölnisveg: 2. c>-<><><><><><><> <><><><><> <><>o<><> MORGUNBLAÐIÐ Erkibiskupinn af Cantaraborg og spiritisminn 17^ yrir þremur árum skipaði erkibiskupinn í Cantaraborg, yfirmaður ensku kirkjunnar, nefnd til þess að rannsaka spírit- ismann og gera skýrslu um álit. sitt á honum. I nefndina voru skipaðir ellefu menn, en einn þeirra, kona, sem ritað hefir uim dulspekileg efni, sagði sig þegar úr henni. Hihir tíu rannsökuðu þá málið í tvö ár, sátu saman á miðilsfundum, yfirheyrðu miðla og vitni og lásu um það rit og bækur og höfðu skýrslu sína tilbúna fyrir rúmu ári og afhentu hana erkibiskupin- um. Var hún prentuð og send öðrum biskupum, en ekki á annan hátt. birt opinberlega og er ætlað, að erkibiskupinum hafi þótt hún of hliðholl spiritistum. Hún er þó aðeins opinber leyndardómur, þar sem hún var prentuð og hefir komist í fleiri hendur. Aðalskýrslan er ítarleg um rann- sóknir nefndarmanna og undirrit- uðu hana sjö atkvæðamestu menn- irnir einróma, en hinir þrír rituðu stutt ágreiningsálit. Niðurstaða meirihlutans var að spiritisminn hefði sannleik að flytja, en hinir þrír báru fyrir, að síðar kynnu að finnast aðrar skýringar á fyrir- brigðum hans. Þessir sjö eru: 1.. Dr. Franeis Underhill, biskup í Bath og Wells, sjálfur búinn dulrænum liæfileikum; 2. Dr. W. R. Matt- hews, hinn nafnkunni prófastur við Pálskirkju í Lundúnum; 3. Harold Anson, prestur við Musteriskirkj- una (Master of the Tcmple) í Lundúnum; 4. L. W. Grensted, aðstoðarprestur hjá erkibiskupin- um í York; 5. Dr. William Brown, frægur sálarfræðingur, sem rekið hefir sálarrannsóknir í 25 ár; 6. P. E. Sandlands, mikils metinn hæstarjettarlögmaður, og 7. hefð- arfrú Gwendolen Stephenson. Ilinir, sem rituðu undir minni- hlutaálitið eru ritari biskupsins í Bath og Wells (húsbóndi hans var með meirihlutanum), biskups- frú, kona biskupsins í Derby, en hinn þriðji er ekki nafngreindur i blöðuim, sem jeg hefi fyrir mjer. Margir hafa krafist, að skýrsl- an væri opinberlega birt, bæði sál- arrannsóknamenn og fjöldi presta. En þó að það hafi enn ekki verið gert, hafa einstakir nefndarmenn talið sjer heimilt að rita og tala um hana opinberlega. Síra Harold Anson flutti útvarpserindi um málið á páskadaginn. Dr. Matt- hews ritar: „Jeg tel mjer heimilí á þessu stigi, að birta tvö atriði frá starfi nefndarinnar. Engan mun furða á, að skoðanir voru skiftar í nefndinni. Það mátti segja fyrirfram. En það, sem hefir ef til vill koimið mörgum nefnd- armönnum á óvart, var að sönnur fengust á, að margir hafa fengið í sálarrannsóknunum staðfesting á á kristinni trú sinni og jafnvel snúist frá guðleysi (agnosticism) til trúar“. Og hann endar orð sín svo: „Þó að alt sje dregið frá, sem er blekkingar og heilaspuni í sál- arrannsóknunum, þá verður þó af- gangur af staðreyndum, sem bein: staðfesta hugmyndina um fram- haldslíf. Það er að! minsta kosti mín skoðun'h Jeg vil leyfa mjer að biðja Morgunblaðið að birta þessar lín- ur, af því að ýmsir, sem ljtið þekkja eða skeyta um að skilja, halda að spiritismi sje í andstöðu við kristindóm og meðal annars hallmæla biskupi fyrir hliðholl ummæli hans um málið í hirðis- brjefi sínu. En framanritað sýnir, að hann er þar í góðum fjelags- skap margra kirkjuhöfðingja og kennimanna, því að auk þessara nefndarmanna eru tugir og lík- lega hundruð enskra presta mál- inu hlyntir, hafa sumir miðilsgáfu sjálfir og hafa ritað um imálið merkar bækur. Spiritisminn amast ekki við! trú neins manns, en mörg- um hefir hann gefið trú, sem ekki áttu hana áður, eins og nefndar- mennirnir komust að raun um. Erkibiskupinn mun ekki sjálfur aðhyllast spiritisima, ef til vill hall- ast að áliti minnihluta nefndar- innar, og þess vegna draga að birta skýrsluna enn opinberlega. En því virðingarverðara er það og felur í sjer viðurkenningu, að hann vill láta rannsaka málið og rita um það af þekkingu. Það er ólíkt því, sem sumir ofstækisfullir and- stæðingar rita. Kristinn Daníelsson. Kveðja Þegar við nú eftir nærfelt 20 ára umsjónarstarf við hinn al- menna Mentaskóla Reykjavíkur, verðum að víkja, getum við ekki látið hjá líða að votta öllum við- komandi kennurum og nemend- um skólans fyr og síðar okkar innilegustu kveðjur og þakklæti fyrir þá alúð, lipurð og skilning í allri umgengni í okkar garð, á umliðnum árum. Á þessum tímamótum minn- umst við einnig ykkar mörgu, sem á nefndu árabili hafið geng ið út af skólanum, en eruð nú dreifð víðsvegar. Nú vildum við svo gjarnan eiga þess kost, að mega njóta hins sanna og hlýja handartaks ykkar allra, sem þeirra nemenda skólans, er ný- lega kvöddu okkur á sinn fund til skilnaðar og afhentu okkur kærkomna og rausnarlega gjöf. Lifið heil! Ykkar Vilborg Bjarnadóttir. Guðmundur Gestsson. BGGERT CLAESSEX iiMtarjattarmAlmfln'teingraniður. Skrifstofm: OddfollowhúMC, VonmntmM 18. Brfef | Almennur Mentaskðli - Almennur Gagn- fræðaskóli Hr. ritstj. hinni mjög svo athyglisverðu hugvekju hr. Halldórs Jón- assonar í Morgunblaðinu nýlega um menta- og gagnfræðaskóla- málin og húsnæðisspursmálið þar; kemst höfundur að þeirri niður- stöðu, að sameina beri gagnfræða- skólana, er hafi setu í Menta- skólahúsinu og lærdómsdeildin verði svo flutt í Iláskólabygging- una. — Jeg hygg að þessar uppá- stungur sjeu mjög að vilja bæjar- búa og geti bætt miklu um, að sami rjettur og sömu aðstæður verði látin yfir alla ganga og frjálsræðið betur trygt en nú á sjer stað. Einnig verður starf- rækslan einfaldari með því mótí og greitt þar úr húsnæðisleysimi, sem mjög hefir verið kvartað undan í því sambandi. Það liggur næst lærdómsdeild- inni að fá húsrúm, í Háskólabygg- ingunni, ef nokkur fær það utan háskólans. Aftur á móti er jeg- ekki eins viss um, að ráðlegging- ar greinarhöfundar um stúdenta- takmörkun í því sambandi fái eins góðan byr hjá þorra bæjarbúa, er hugsa um þessi mál. Því það er nú einu sinni svo, að flestir vilja hafa leyfi til að menta börn sín, eftir því sem hugur þeirra stend- ur til, og tök eru á, hvort sem um pilt eða stúlku er að ræða; því aldrei geti það skaðað neinn þó hann bæti við sig mentun. Hinsvegar er það ótækt, eins og nú á sjer stað, að láta stúlkumar bægja piltunum frá þeirri ment- un. Við mæðurnar lítum ekki hvað síst á þessi mál frá því sjónar- miði, að hollara sje það ungling- unum að bæta við sig námi, en slæpast á götunum og fara sjer að voða af þeim: ástæðum. Hitf segir sig sjálft að það verðnr ekki alt háskólagengið fólk er nær því prófi, enda margir alls ekki ætl- að sjer það, og hægast er að taka nemanda úr skðla ef eittlavað býðst betra. En að nokkrum sje of gott að fá stúdentsmentun, er svo fjarri lagi og sjálfselskufult, að almenningur getur ekki fallist á þær ályktanir. Það sem> bæjarbúar hafa þráð f þessum efnum, er eimnitt það, að hafa almennan mentsskóla meira en í orði kveðnu og fjölþættan háskóla og þar standa góðar von- ir til. — Það er aftur á móti meira en satt, að háskólafjölgunin er of mikil samanborið við lífs- skilyrðin eins og þau eru nú. En á hvaða sviðum er ekki um of- fjölgun að ræðaí í þeim, efnum', ef farið er út í þá sálma? Þar sem hundrað er fyrir einn, hvar sem laus er staða. Það eru ekki alt háskólagengnij. menn er líða þar, heldur hvar sem litið er. Meinið er að það er kyrkingur kominn í sjálft atvinnulífið, er þrýstir unglingum út á skóla- brautina S. M. Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.