Morgunblaðið - 16.05.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.1940, Blaðsíða 3
Fimtudagur 16. maí 1940. MGRGUNBLAÐIÐ 3 „Artic“ konar komin ettir margs- hindranir osf tafir Nýja skipið -- og skipshöfnin Þórarinn Bjön sson skipstjóri segi r frá ARTIC“, skipið sem Fiskimí anefnd keypti Svíþjóð fyrir síðustu ár£ 6t, kom hing ' í gær frá Danmörku. Heii. það verið i ^rr á leiðinni, hrepti sjóskaða í hafi og varð að leita hafnar \ Færeyjum og fá viðgerð þar. Ætlunin var, að „Artic“ kæmi hingað á miðjum vetri, en brottför skipsins frá Kaupmannahöfn frestaðist vegna ísanna í sundunum. Tíðindamaður frá Morgunblaðinu hitti í gær Þórarinn Björnsson skipstjóra og fjekk hjá honum eftirfarandi frásögn af ferðinni heim. ,,Artic“ lagði af stað frá Höfn 30. mars og var þá aðeins íshrafl í sundunum. Var haldið til Ála- borgar, því að þar skyldi tekin farmur í skipið, rúgmjöl og se- ment. Frá Álaborg var haldið þ. 5. apríl og siglt til Kristianssand í Suður-Noregi. Var þar tekinn hafnsögumaður. Síðan var siglt til Kopervik og þangað komið 8. apríl (daginn fyrir innrásina í Noreg). Þar lágu þá nokkur stór, þýsk ‘flutningaskip, sem vafa- laust hafa verið herflutninga- skip. HINDRANIR Að morgni 9. apríl (innrásar- daginn) var „Artic“ stödd rjett sunnan við Bergen. Kom þá fyr- irskipun frá norsku varðskipi, að nema staðar og bíða. Nokkru síð ar kemur önnur fyrirskipun til þeirra á „Artic“, að þeir skuli sigla annaðhvort til Fanefjord eða Larvik. Þeir völdu Fanefjord. Engin ástæða var gefin og þeir á „Artic“ vissu þá ekkert um, hvað var að gerast. Er þeir komu til Fanef jord, um kl. 8 að morgni, frjettu þeir um innrásina í Noreg. Skipstjórinn fór nú í land, tij þess að reyna að senda skeyti, en þá var síminn lokaður. Þeir lágu svo þama nokkra daga og vissu ekkert, hvað við myndi taka. Einn daginn, þegar þeir lágu í Fanefjord komu þrjár breskar hernaðarflugvjelar og gerðu árás á þýskt herskip, sem þar var. Herskipið hóf ákafa skothríð á flugvjelarnar, svo að þær urðu að hörfa á brott. Þórarinn fór einn daginn í bíl tií Bergen, til þess að eiga tal við miðlara Eimskipafjelagsins og vita, hvort hann gæti ekki greita fyrir ferð skipsins. Miðl- arinn lofaði að gera alt sem hann gæti, en taldi hyggilegast að að hreyfa skipið ekki eins og stæði. Þessa dagana voru miklar hern aðaraðgerðir í Bergen og tíðar árásir breskra flugvjela. Ein árásarflugvjelin kastaði sprengju á þýskt herskip, er lá við bryggju Sprengjan lenti ofan í reykháf- inn og varð af ógurleg spreng- ing, svo að innan fárra mínútna sneri kjölurinn upp á skipinu. BROTTFARAR- LEYFI Þann 12. apríl fer Þórarinn skipstjóri til þýska yfirmannsins í Fanefjord og bað um leyfi til að sigla. Þjóðverjinn símaði tii Bergen og fjekk þau svör, að skipið mætti sigla. Var skip- stjóra tjáð, að hann myndi hitta þýskt herskip þar fyrir utan, er myndi leiðbeina þeim út úr tund urduflasvæðinu. Var svo siglt af stað að morgni 13. apríl. En er þeir komu út í fjörðinn, voru þar fyrir norskir fiskimenn, sem töldu óráðlegt að sigla út, vegna tundurdufla. Var þá snúið við og haldið inn fjörðinn aftur. En um kl. 11 þennan morgun voru þeir stöðvaðir af þýsku varðskipi, hermenn settir um borð og var ætlunin að fara með „Artic“ til Bergen. En þegar foringi varð- skipsins heyrði, að þýsku yfir- völdin í Fanefjord hefðu gefið skipinu fararleyfi, slepti hann því og vísaði léiðina út úr tund- urduflasvæðinu. Fjekk varðskips foringinn þeim á „Artic“ fána, er hann ’ sagði að þeir skyldu draga upp á framsigluna, ef þeir mættn þýzku herskipi. FLUGVEL — KAFBÁTUR Var nú haldið áfram og stefnt til hafs. Um kvöldið þennan dag sveimaði bresk flugvjel kringum „Artic“, en ljet það síðan fara. Seinna þetta kvöld, þegar dimt var orðið, kom kafbátur upp rjett við hlið skipsins (ca. 7—8 faðma frá því). Eftir stutta stund hvarf svo kafbáturinn aft- ur, án þess að gera þeim á „Artic“ nokkurt mein. Ekki vissu þeir á „Artic“ hverrar þjóðar kafbáturiin var. STÓRSJÓR — SKIPIÐ LEKT Var nú haldið áfram. Að morgni 16. apríl gerði storm og stórsjó. Þá voru þeir staddir norður af Færeyjum. Tók þá skipið að leka. Jókst lekinn all- mjög, svo að dælur höfðu vart við. Var nú haldið til Vestmanna hafnar í Færeyjum og þangað komið um kvöldið. Farmurinh var nú tekinn upp úr skipinu og það selt af honum FRAMH. Á SJÖTTU SÖ>U. Skipshöfnin á „Artic“. — Fyrsti knatt- spyrnukapp- leikur á sunnudaginn K. R, og Víkingur keppa "C* yrsti knattspyrnukappleikur ársins fer fram n.k. sunnu- dag og hefst meistaraflokksmótið með þeim leik. Var dregið í gær- kvöldi um hverjir skyldu keppa fyrst og kom upp hlutur K. R. og Víkings. Dómari á þessum leik verður Ólafur K .Þorvarðársön sundhall- arforstjóri. Á mánudag fer fram næsti leik- ur mótsins og keppa þá Frarn og Valur. Dómari á þeim leik verðúr Þor- steihn Einarsson. Að þessu sinni er kept í tveim- ur umferður í fyrsta skifti og lýk- ur fyfri umferð 4. júní. I næstu viku hefst einnig I. fl. mótið, þann 24. maí, og II. fl. mót- ið 22. maí. Sýning okkar i New-York fær ágæta dónia Símskeyti, sem Thor Thors al- þingismaður hefir fengið frá New York hermir, að sýning okk- ar á heimssýninguimi vekji milda athygli ög fær sýningin hina bestu dóira í blöðum. Blöðin telja sýninguna enn betri en í fyrra, og þau fagna mjög málverkasýningunni, sem komið hefir fyrir í skála við hliðina á sýningarskála okkar. Þá þykir það ágæt nýþreytni, að allskonar jslenskur matur skuli vera á boð- stólum í sambandi við sýninguna. Mikil aðsókn var að sýningu okkar tvo fyrstu dagana, eftir að hún var opnuð. Okeypis sund- kensla fyrir al- menningi6daga Blaðamannafjelagið gengst fyrir námskeiði í Sundhöilinni Blaðamaimafjelag íslands hefir gengist fyrir því, að haldið verðui' sundnámskeið í Sundhöll- inni fyxir almeimihg í 6 daga, frá 20.—25. maí, að báðum dögum nveðtöldum. Sundkenslan. verður ókeypis og þátttakendur fá aðgang áð Sund- höllinni með lækkuðu verði, þann- ig að fullorðnir fá 6 afsláttarmiða fyrir kr. 3.25 og þörn. sama miða- fjölda fyrir kr. 1.75. Kenslan verður undir stjórn hinna þektu sundkennara Sigríðar Sigurjónsdóttur og Jóns Pálsson- ar, og hafa þau hvort 2 inenti ,sjer til aðstoðár'við kenslnna. Til- liögun kenslunnar verður eftir amerískri hópkensluaðferð, sem kend er við Jantzen-sundskólanu og er mjög þekt um öll Banda- ríkin. Kend verða þessi sund: Bringu- feúhd, ékriðsund og þyörgúU'arfennd. Vafalaust verða fjölda margir bæjarbúar sem vilja nota sjer þetta einstaka tækifæri til að lær-i að synda fyrir sumarið. —Sjó- menn, sem eru í landi nuná' ættú að auka öryggi sitt með því að taka þátt í námskeiðinu, því hjer gefst tækifæri bæði fvrir byrjend- ur og ekki síst fyrir þá'sém kuuna vel að synda en hafa ekki lært björgúnarsUnd. • SJÚKLINGA VANTAR BÁT Sjúklingar á Kópavogshæli hafa hug á að eignast lítinn, opinn seglbát til fiskiróðra o. þ. h. Hafa sjúklingarnir ákveðið að efna til samskota í þessu skyni og munu þeir leita til manna með lista í dag. Það væri vel gert að leggja eitthvað af mörkum í þessu skyni. Einn samskotalisti liggur á af- greiðslu Morgunblaðsins í dag. Faxtiiói fuliur af síld En markaðinn vantar Tveir Akranesbátar fóru á síldveiði vestur í Jökul- dj’úp í fyrradag. Bátarnir komu aftur í gær og höfðu aflað 90 tn. síldar hvor. Sagði tíðindamaður Morgun- blaðsins á Akranesi i gær, að Faxaflói væri fullur af síld og myndu allir bátar fara á síld- veiði, ef markaður væri fyrir síldina. En nú er alt í óvissu um mark aðinn og vissu menn ekkert hvað gera skyldi við þá síld, sem bát- amir komu með í gær. Magnús Andrjesson kaupmaður keypti eitthvað af síldinni og ætlar að, senda til Englands til prufu. Síldarverksmiðjan á Akranesi er tilbúin til starfa hvenær sem er. Ilún getur brætt 7—800 mál á sólarhring. En það er sama að segja um verksmiðjuna og fersksíldina, að alt er í óvissu um verðlag afurðanna. Meðan svo er, getur verksmiðjan ekki keypt hráefni. Tveir menn drukna að syiplega slys 'vildi til laust eftir hádegi í gær, á leið- inni milli Þorlákshafnar og Eyrar- bakka, að bátur sökk er á voru tveir menn og drúknuðu báðir. Mennimir hjetu: Halldór Magn- ússon frá Hrauni í Ölfusi og Ingv- ar Þórarinsson frá Stigprýði á Eyrarbakka. Árdegis í gær lagði vjelbátur af stað úr Þorlákshöfn áleiðis til Eyrarbakka og liafði uppskipunar- bát í eftirdragi, hlaðinn fiski, því að í ráði er að verka á Eyrar- bakka í snmar vertíðarfiskinn í Þorlákshöfn. Laust eftir hádegi, er bátarnir voru nm það bil miðja vegu milli verstöðvanna, varð báts- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.