Morgunblaðið - 16.05.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. maí 1940. ORUSTAN UM I París er viðurkent að horfurnar hjá Sedan sjeu alvarlegar 150 flugvfelar sföðv- uðu sókn Þjóðverja I fyrradag SAMKVÆMT TILKYNNINGUM hernaðarað- ilanna í gærkvöldi eru Þjóðverjar alstaðar komnir að aðal varnarlínu Bandamanna í Belgíu og í norðurhluta Frakklands. Víglína þessi nær norðan frá Antwerpen suður og austur til Namur og þaðan meðfram Maas-fljóti suður til Sedan. í París var viðurkent í gærkvöldi, að horfurnar hjá Sedan væru alvarlegar, en þó ekki svo, að nein yfirvof- andi hætta væri á ferðum. Frakkar mótmæla því, að Þjóðverjar hafi rofið Maginotlínuna á þessum slóðum, eins og þýska herstjórnin tilkynti í gær. SED AN-ORUSTAN Flranskur herforingi í París skýrði frá því í gær, að Þjóð- verjum hefði á þriðjudagsmorgun tekist að komast með her yfir Meuse hjá Sedan og reka um 10 km. djúpan fleyg inn í varnar- virki Frakka handan við fljótið. En þessi varnarvirki eru ekki hluti af Maginot-línunni, því að til hennar er 35 km. leið frá Sedan. 1 tilkynningu breska flugmálaráðuneytisins í gær segir, að á þriðjudagsmorgun, er þess varð vart að Þjóðverjar væru að hefja sókn yfir Meusel, hafi ljettar sprengjuflugvjelar verið sendar til þess að varpa sprengjum yfir flotholtabrýr þær, sem lagðar höfðu verið yfir fljótið. Síðar um daginn, er horfur þóttu hafa versnað, var sendur öflugri flugfloti bæði breskra og franskra flugvjela til að gera árás á stöðvar Þjóðverja. í þessari árás tóku þátt 150 flugvjelar og eyðilögðu þær 4 brýr, vörpuðu sprengjum yfir skriðdreka og fótgöngulið Þjóð- verja og eyðilögðu samgönguleiðir. Fyrst fór öflugur floti franskra sprengjuflugvjela, sem hafði orustuflugvjelar í fylgd með sjer, en á eftir fór breskur flugfloti, sem var jafnvel stærri og öflugri en sá franski. Flugvjelunum tókst að stöðva sókn Þjóðverja og gefa her- sveitum Frakka ráðrúm til að hefja gagnsókn. I þessari gagn- sókn tókst að hrekja nokkuð af liði Þjóðverja í Maas-fljótið. Árangurinn varð sá, að þýski fleygurinn varð mjórri, en hins- vegar tókst ekki að gera hann styttri. Til marks um, hve grimmilegar loftárásir þessar hafa verið, er þess getið, að flugvjelamar hafi sumstaðar varpað niður sprengjum úr 20—30 metra hæð. I þessum tilfellum voru not- aðar sprengjur, sem ekki sprungu strax, svo að flugvélarnar kom- ust undan, án þess að skaddast sjálfar. 1 París er bent á, að aðstaða þýska hersins sje örðug, því að hann verði að verjast á þrjár hliðar, og verði að fara yfir Maas- fljótið, ef hann neyðist til að hörfa undan. Einn af frægustu hershöfðingjum Frakka stjórnar vörnunum hjá Sedan. Þjóðverjar tilkyntu í gær, að öllum gagnatlögum Frakka hjá Sedan hefði verið hrundið, ORUSTAN UM BRÚSSEL Sedan er syðsti hluti víglínunnar, sem liggur meðfram Maas-fljóti um borgina Mesiere, sem einnig er í Frakk- landi, norður til belgiska virkisins Namur. Á allri þessari víglínu halda Þjóðverjar uppi látlausum atlögum. Á milli Namur og Meziere hefir Þjóðverjum tekist á nokkr- um stöðum að brjótast yfir Maas-fljótið. Þetta er viðurkent í hem- aðartilkynningum Frakka og Belga, en því er haldið fram, að þeim hafi ekki tekist að koma nema litlu liði yfir fljótið. I Namur segjast Þjóðverjar hafa náð tveimur virkjum á sitt vald. í fyrradag höfðu þeir tilkynt að þeir væru búnir að borgun- um Dinant og Givet, sem báðar eru við Maas á svæðinu milli Namur og Mesiere, á sitt vald. Takist þýska hernum hjá Maas að brjóta viðnám Banda- 100 þúsund mannsfelluaf Hnllendingum Pótt Hollendingar hafi orðið að leggja niðxu* vopn, eftir að eins 5 daga styrjöld, þá mistu þeir fjórða hlutann af her sínum, eða 100 þús. manns. Herinn var skipaður 400 þús. mönnum. Frá þessu skýrði utanríkismála- ráðherra Hollendinga, van Clef- fens,/ í samtali við blaðamenn í París í gær. Mannfallið varð sjer- stakfega miþið í fótgönguliðinu, einkum í viðui'eigninni við fall- hlífáherdeildir. I sumum herdeild- um (brigaden) vár mannfailið alt að 80 af hverjum 100. Hollendingar mistu allan sprengjuflugvjelaflota sinn, 50 fiugvjelar. ÞJsfcar har- sveitir I Haag ag Amsterdam Pýskar hersveitir komu til Haag í býtið í gærmorgun og til Amsterdam síðdegis í gær. Áður en hersveitirnar komu til Haag, sveimuðu flugvjelar yfir borginni. 1 hreskum fregnum segir, að fyrsta verk Þjóðverja, er þeir komu til Ilaag, liafi verið að fyrir- skipa, að aflir fangar, sem hnept- ir hafa verið í varðhafd síðustu vikurnar, yrðu þegar í stað látnir lausir. Er hjer um að ræða nazista og aðra menn, sem hollenska stjórnin hafði grunaða um að vera í þjónustu Þjóðverja. Ákvarðanir um myrkvun í Amsterdain hafði verið numin úr gildi í gærkvöldi er uppgjöf hol- lenska hersins hafði verið tilkynt. En Þjóðverjar kröfðust þess und- ireins að ákvæðin um myrkvun yrðu látin gilda áffam. Hollendingar halda því fram, að Moerdijkbrúin hafi verið svikin í hendur Þjóðverjum. Það var tilkynt í London i gær, að þótt herinn hefði lagt niður vopn, hjeldi áfram að vera ófriður milli HoIIöndinga og Þjóðverja. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. FÍ3.AMH. Á SJÖTTU SÍBTJ BRUSSEL Liðssamdrátf- ur Þjóðverja við Swlss Almennri hervæðingu í Sviss var lokið á hádegi í gær, samkvæmt tilkynningu svissneska forsetans og yfirhershöfðingja svissneska hersins. Fregnir bárust í gær um liðssamdrátt Þjóðverja á landamærum Sviss. Einnig bárust fregnir til Basel um að þýskir hermenn væru á heræfingum á bátum á Con- stanca-vatni. Engir farþegaflutningar fara nú fram á járnbrautun- um frá Basel til Þýskalands, nema um opinbera stjórnár- erindreka sje að ræða, sem hiafa sjerstök vegabrjef. Svissneska stjórnin er sögð hafa strangan vörð um alla vegi, sem liggja inn í landið, einkum að næturlagi. Hringurinn m Narvik þrengist Bandamenn eru nú farnir að nota skriðdreka í orustun- um um Narvik, segir í tilkynn- ingu norsku herstjómarixmar í gær. Því er bætt við að hernaðar- aðgerðir færist nú mjög í aukana. Aðstaða þýska sétuliðsins í Nar- vik er sögð mjög örðug, sjerstak- lega vegna þess, að það vantar fallbyssur. Einnig hafa aðdrættir hergagna og skotfæra, sem því háfa borist með flugvjelum, ekki reynst nægjanlegir. Bandamenn bættu hinsvegar mjög sma aðstöðu, er þeim- tókst að setja herlið á land í Bjergvík. Með því tókst þeiin að komast á bak við víglínu Þjóðverja. Herlið þetta liefir nú tekið Elv- ergárdsmoen og Oyfjord, skamt fyrir norðan Narvik. í tilkynningu þýsku herstjórn- ariniiar í gæp segir, að varnar- harátta þýska herliðsins í Narvik haldi áfram. Hálfrar klst. ftug yfir tll Englands f sambandi við hertöku Hol- lands er óspart bent á það í Þýskalandi, að nú sje ekki nema hálfrar klukkustundar flug fyrir þýskar flugvjelar yfir til Englands. Ýmsum getum er að því leitt, hvort markmið Þjóðverja með innrásinni í Holland og Belgíu sje að komast inn í Frakkland, eða hvort þeir vilji aðeins komast nær Englandi. k Flotl Banda- manna I Alex- sndrfu sendur til æfinga Jjl loti Bandamanna, sem safnast hafði saman í Alexandríu í byrjun mánaðarins, fór í gær til æfinga, samkvæmt áætlun, að því er segir í Reuterskeyti frá Kairo. Farið er að flytja fólk burtu úr tveim borgum á landamærum Li- byu og Egyptalands. I ítölskum blöðum þótti ekki kenna alveg eins mikillar andúð- ar í garð Bandamanna í gær, og undanfarna daga. En í ræðu sem ítalski samgÖngumálaráðherrann flutti í gær, fór hahn hörðum orð- um um þau óþægindi, sem sigl- ingar ítala hefðu orðið fyrir vegna hafnbanns Breta. Ráðherrann sagði, að þau til- felli, er ítölsk skip hefðu yerið stöðvuð og farmur þeirra skoðað- ur, væri hátt á þriðja þúsund. Ræðumaður vjek að því, að æf- ing hefði verið látin fara fram, sem sýna ætti, hve vel samgöngu- tæki þjóðarinnar dygðu í styrjöld. ,,Foringinn veit“, sagði hann, „að hann þarf ekki annað en skipa fyrir, og við munum fi'amkvæma vilja hans“. Stúdentar söfnuðust saman á torgum fyrir framan Feneyjahöli í gærmorgun. En að þessu sinni sýndi Mussolini sig ekki, heldur var lögreglan látin dreifa hópn- um. Hervörður hefir nú verið settur um bústað sendiherra Júgóslafa í Rómaborg. Áður hafði hervörður verið settur um sendiherrabústaði Breta og Frakka. í Svíþjóð hefir verið stofnaður her landvarnasjálfboðaliða til að verjast fallhlífahermönnum. — í sænska hernum geta konur gersc sjálfhoðaliðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.