Morgunblaðið - 16.05.1940, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.05.1940, Qupperneq 5
Fimtudagur 16. maí 1940 S Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánuði innanlands, kr. 4,00 utanlands. í lausasölu: 20 aura eintakið, 25 aura með Lesbók. } i ■_______ Viðfangseínm Það getur aldrei orðið bjarg- ráð íslensku þjóðinni. á: ; þeim alvörutímum sem nú eru, að beina öllum huganum að því, sem gerst hefir hjer síðustu dag- ana og við getum ekkert við ráð- ið. Öll þjóðin fordæmir og harm- ■ ar hingað komu hins erlenda hers og íslensk stjömarvöld hafa gert það eina, sem hægt var að . gera, að mótmæla hertökunni. TJr því sem komið er, er ekkert amnað að gera fyrir íslensku þjóð ina, en að bíða og vona. Vona, • að hinn hryllilegi hildarleikur, sem nú geisar í Evrópu, ljúki sem fyrst og að þá verði sam- stundis efnd gefin loforð um það, að hinn erlendi her hverfi á brott út landinu. Eins og málum er nú komið, verðum við fyrst og fremst að beina okkar kröftum að þeim viðfangsefnum, sem snerta lífs- afkomu þjóðarinnar. Við vitum, að erfiðleikamir eru þar svo margir og miklir, að engin von er til þess að þeir verði yfir- unnir, ef þjóðin ekki stendur einhuga og samtaka. En í þeim efnum erum við •einnig háðir erlendu valdi. Öll viðskifti eru í fjötrum. Stríðið liefir orðið orsök þess, að þurk- ast hafa burtu markaðir fyrir okkar framleiðsluvöru, sem nema tugum miljóna króna. Það er ein göngu undir Bretum komið, hvað við fáum í stað hinna töpuðu markaða. Hjer í Reykjavík sitja nú á rök stólum nefndir frá íslendingum og Bretum, sem eru að semja um viðskifti landanna. Af hálfu Breta hefir verið gefin ótvíræð yfirlýsing um það, að við megum vænta sjerlega hagkvæmra samn inga. Þetta er okkur líka lífs- nauðsyn, eins og málum nú er komið. En þessum viðskiftasamning- um þarf að hraða hið mesta, svo ■að sumarframleiðslan geti liafist. -Síðustu fregnir t. d. herma, að Faxaflói sje fullur af síld. Sein- ustu árin fjekst góður markað- ur fyrir þessa vorsíld í Þýska- iandi, en nú er sá markaður lok- aður. Gera verður ráð fyrir. að Bretar kaupi þessa síld sæmilegu verði, svo að bátar geti farið að stunda veiðar. Það myndi auka 'iStórlega atvinnu sjómanna hjer við Faxaflóa. Það verður að leggja höfuð- áherzlu á, að öll framleiðsla þjóðarinnar geti haldið áfram. En þar eigum við allt undir við- skiftasamningunum við Breta, sem nú standa yfir. Við treyst- um því, að þeir verði okkur hag- kvæmir. Því meiri skriður sem kemst á framleíðsluna, því auðveldara verður fyrir stjórnarvöldin að koma því fólki til hjálpar, sem langvarandi atvinnuleysi er :far- ið að sverfa að. Stjórn Landsbinkans sandi slðasta Alþingi ítarlega umsðgn um frumvarp S<úu Gjðmjndssonaro. fl., um innheimtu tekju- og eignarskatts af vaxtafje: VANHUGSAÐ OG HÁSKA- LEGT FRUMVARP Nokkrir sjervitringar í Framsóknarflokknum hafa á undanförnum þing- um flutt frumvarp um inn- heimtu tekjuskatts or eign- arskatts af vaxtaf je og reynt að Rera mikið veður úr, að meirihluti Alþingis hefir ekki fengist til að sam- þykkja slík lög. Landsbanka- stjórnin sendi síðasta Al- þingi eftirfarandi umsögn um þetta mál. Eitt af því, sem mest og t.il- finnanlegast háir ísiensku at- vinnulífi og er eitt höfuðeinkenn- ið á fjárhagsástandi landsins, er fjárskorturinn. Nýmvndun fjár- magns er hjer svo lítil, að hvergi nærri nægir til að fuilnægja eft- irspurninni eftir og þörfinni fyrir fjármagn, og hefir þetta leitt til þess, að vextir hafa verið og eru liærri hjer en í nágrannalöndun- um, — með öllum þeim áhrifum, sem slíkt hefir á atvinnulífið sem heild og afkomu atvinnurekstrar og hjer er óþarft upp að telja. Þar eð hin rýra nýmyndun f jár- magns er mjög tilfinnanleg, en nýtt fjármagn hinsvegar m. a. myndast með sparnaði, her að sjálfsögðu að vinna að því með öllvrm hugsanlegum ráðum, að sparnaður aukist, og gera það eins eftirsóknarvert fyrir almenn- ing og unt er að takmarka neyslu sína, en safna sparifje, sem síðan lánsstofnanir veita til aukinnar atvinnulífsstarfsemi. Og á hinn bóginn her að forðast alt, sem orðið gæti til þess að draga tár sparnaðarviðleitni manna, þar eð fjármagnsskorturinn yrði þá, að öðru jöfnu, ennþá meiri. ★ I lagafrumvarpinu um inn- heimtu tekjuskatts og eignarskahs af vaxtafje er að vísu ekki gert ráð fyrir, að nýr eða aukinu skattur verði lagður á vaxtatekj- ur eða eign vaxtafjár, heldur að- eins innheimtufyrirkomulagi hins þegar lögboðna skatts hreytt til tryggingar fullkomnum framtöl- um, en breytingar þessar eru þó með þeim hætti, að almenningur mun vafalaust skoða þetta sem nýjan eða aukinn skatt á vaxta- fjeð, þó ekki væri nema sökum þess, að hann ber sjerstakt nafn og er innheimtur með sjerstökum hætti. Endurgreiðslan á Araxta- skattinum til allra hinna mörgu, sem vaxtagreiðandi hefði orðið að lialda eftir vöxtum fyrir, en ann- aðhvort eru alls ekki sjerstakir skattgreiðendur eða ekki ber að greiða slíkan skatt, eða þá þannig er ástatt um, að vaxtaskatturinn nemur meiru en þeim liafði verið gert að greiða í tekju- og eignar- skatt, yrði liins vegar geysilega flókin og erfið í framkvæmd og myndi valda, að minsta kosti öll- um smásparifjár- og verðbrjefa- eigðndum, svo miklum óþægindum og fyrirhöfn, að viðleitni þeirra til að hahla saman sínu litla spari- fje mundi vafalaust bíða hnekki, en tekjurnar í stað þess ganga til aukinnar neyslu. Þótt því ekki sje til þess ætl- ast, að skattgreiðslur af vaxtafje aukist, myndu þessar ráðstafanir vafalaust að mörgu leyti hafa söniu áhrif og um nýjan skatt á fjeð væri að ræða, og væri það liættulegt fyrir sparnaðarviðleitni þjóðarinnar, myndi geta orsakað fjárflótta úr bönkum og sparisjóð- um, svo að þeim yrði gert erfið- ara að leysa af hendi það þjóðfje- lagslega hlutverk sitt að safna saman sparifje einstaklinganna, sameina það og veita því yfir í atvinnulífið, því og þjóðarheild- inni til hagsbóta. Einkaútlán manna á meðal og spákaupmenska myndi hinsvegar vafalaust aukast. ★ Það, sem liggja virðist frum- varpi þessu til grundvallar, er sú hugmynd, að miklar innstæður í bönkum og sparisjóðum og verð- brjefaeignir sjeu ekki taldar fram til skatts, en óhætt mun að fullyrða, að þær liugmyndir, sem margir virðast gera sjer um þess- ar fjárhæðir, eru stórum ýktar. Og víst er um það, að mörgum skattgreiðendum mun sjer vafa- laust finnast sýnd ómakleg tor- trygni með þessum ráðstöfunum, og þáð eitt með öðru verða til þess að draga rir löngun manna til sparnaðar. Ef talið er nauðsynlegt að gera frekari ráðstafanir en orðið er til að tryggja fullkomin framtöl á vaxtafje, væri heppi- legra, að það yrði gert á einhvern þann hátt, að eigi yrði röskun á peninga og fjármagnsmarkaðnum, eins og lijer virðist hætta á. I frumvarpinu, eins og það upp- haflega lá fyrir síðasta Alþingi og liggur fyrir Alþingi því, sem nú situr, er svo til ætlast, að það nái til: 1) innstæðna lijá bönkum, sparisjóðum, innlánsdeildum fje- laga og öðrum lánsstofnunum, 2i opinberi’a verðbrjefa og 3) skulda- bi’jefa, víxla og annara fjárkrafna, sem trygðar eru með veði í fast- eign að einhvei'ju eða ollu leyti, eða með tryggingarbrjefi í fast- eign. Svo sem kunnugt er, voru á síðasta Alþingi í neðri deild feld burt xir frumvarpinu ákvæðin um að fyrirnxæli þess skyldu ná til innieigna hjá lánsstofnunum, og virðist því neðri deild Alþingis hafa verið ljóst, að samþykt frum- varpsins í sinni upphaflegu mynd hefði getað orðið stórliættuleg sparnaðarviðleitni almennings, sem þó er fullnauðsyn á að efla,og leitt til fjárflótta úr bönkum og spari- sjóðum, sem hefði getað valdið miklu raski í fjármála- og atvinnn lífinu. Um þessi atriði skai þvl ekki rætt frekar hjer, nema hvað á það skal bent, að auk fjárflótta hættunnar myndi samþykt slíkra lagaákvæða leggja lánsstofnunun- um á herðar stórkostlega aukna fyrirhöfn og aukinn kostnað, sem vaíri rekstri þeirra í sjálfu sjer algerlega óviðkomandi, þar eð það væri kostnaður við skattheimtu. En þai’ eð neðri deild afgreiddi frumvarpið á síðasta Alþingi þannig, að ákvæði þess skyldu ná til opinberra verðbrje.fa osr skuldabi’jefa, skal nú rætt nokkru frekar um þessi atriði. ★ Ber þá fyrst að geta þess, að starfsvenjur skattanefnda eru nú þegar með þeim hætti, að telja má, að veðskuldabrjef öll og tekj- ur af þeim komi til skattafram- tals, svo sem kunnugt er. Þar eð mál þetta er nú þegar komið á svo fastan grundvöll, virðist al- gerlega óþarft að taka hjer upp nýja aðferð við skattheimtuna, engu tfyggári, en nluxi brötanieifi. Auk þess virðast vera ýmsir ann- markar á ákvæðum frumvarpsins hjer að lútandi og þau tæplega gjörhugsuð. Má t. d. henda á eft- irfarandi: Skuldari greiðir aðeins % vaxtanna til skuldaroiganda, en afhendir honuni' kvittun fyrir vaxtaskattgreiðslunni til ríkis- sjóðs. Vextirnir færast hinsvegar allir inn á bi’jefið, og er ríkis- sjóður nú mun ver settur til inn- heimtu á þessuin ýj. vaxtanna (vaxtaskattinum) en skuldareig- andinn hefði verið, því að ríkis- sjóður hefir að sjálfsögðr. ekki veðrjett í eign þeirri, sem skulda- brjefið var trygt með, heldur að- eins lögtaksrjett. Auk þess má benda á, að þegar greiðsludagur vaxta og þar með vaxtaskatts fellur ekki saman við hinn almenna skattgreiðsludag, getur komið fram tilfinnanlegur vaxtamunur, ef um stórar fjár- hæðir er að ræða. Sje t. d. gjald- dagi vaxtanna 1. ógúst og % þeirra þá haldið eftir, en gjald- dagi skatts 20. júní næsta ár, hef- ir vaxtaeigandi tapað vöxtum af upphæðinni í 11 mánuði. Þar eð veðskuldabrjef, sem í umferð eru t. d. í Reykjavík, rnunu nema tug- um miljóna, má ljóst vera, að hjer getur verið um álitlegar fjárupp- hæðir að ræða. En hins ber auð- vitað að geta, að erfitt mun að ,komast hjá ágöllum eins og þess- um, ef ná á markmiði frumvarps- ins, m. ö. o., framkvæmd slíkra laga sem þessara' yrði í öllum til- fellum mikluni' vandkvæðum bund- in. Hvað veðskuldabrjefin snertir er því slík lagasetning ekki aðeins óþörf, heldur beinlínis spor aftur á bak. Um opinber verðbrjef er það hinsvegar að segja, að þar hefír skattheimtan ekki getað hagað starfsvenjum sínum svo, að alger- lega örugt megi teljast, að þau sjeu talin fram til skatts, enda mun slíkt ógerningur, meðan brjef in eru gefin út á handhafa, svo sem nú er, og ganga tíðum kaup- um og sölum. Þó nú svo sje til ætlast með frumvarpi þessu, að rjett' framtöl sjeu þá betur trygð, má hiklaust fullyrða, að þetta aukna öryggi yrði keypt svo dýra verði, að betur væri ógert. Þeir, sem mest hafa fengist viS kaup og sölu opinberra verðbrjefa hafa lýst því yfir opinberlega, að þeir þekki þess eugin dæmi, að slík brjef sjeu keypt til að leyna fje við skattaframtöl. Og líklegt er, að mikill hluti þessara brjefa. sje í eign ýmissa fjelaga og sjóða, sem eru skattfrjáls, en tiltölulega lítill hluti þeirra í höndum skatt- skyldra einstaklinga. En annars myndi samþykt þessa frumvarps þegar í stað hafa í för með sjer lækkun á gengi brjefanna. Þa5 eru aðstæðurnar á fjármagnsroark- aðnum einar,- sem ráða því, hversu liáir hinir effektivu vextir af verðbrjefum verða, og meðan markaðurinn er frjáls og mark- aðsaðstæður óbreyttar, getur eng- inn vaxtaskattur, í hvaða mynd sem er, breytt hinum effektivu vöxturn fjármagnsms, heldur myndi hann aðeins koma niður sem gengislækkun á brjefunum, og lenti þannig vaxtaskatturinn á herðum lánþeganna. ★ Auk þessa, sem verður að telja mjög þýðingarmikið, verður ekki hjá því komist að benda á þá geysilegu erfiðleika, sem verða myndu á framkvæmd slíkrar laga setningar fyrir lánsstofnanirnar og þá, sem út hafa gefið opinber verðbrjef, og hafa myndu í för með sjer svo aukinn kostnað, að allur vafi virðist af tekinn um það, að slík lagasetning væri ó- heppileg. Af veðdeildarbrjefum Landsbankans eru t. d. 25000 í urnferð, þ. e. a. s. um 50000 vaxta- miða þarf að innleysa á ári hverju. Þar eð mikill hluti brjefanna yrðí vaxtaskattfrjáls, þyrfti að nafn- skrá öll slík brjef í bókum veð- deildarinnar og aðgæta svo sjer- staklega, í hvert skifti sem vaxta- miði er innleystnr, hvort brjefið sje skattfrjálst. Má verða ljóst, liverjir erfiðleikar yrðu á slíku, þegar þess er gætt, að höfuðbæk- ur veðdeildarinnar, sem fletta þyrfti upp, er 21 að tölu og eng- in þeirra færri en 500 stórar síð- ur. Samþvkt þessai’a laga myndi því þýða nauðsyn á stórum auknu starfsmannahaldi í veðdeild bank- ans. Þá má geta þess, að Búnaðar- bankinn innleysir á ári yfir 22000 vaxtamiða af ýmsum brjefum, sem sömuleiðis eru gefin út á hand- hafa og þyrfti því að miklu leyti að nafnskrá í bókum bankans, og TRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.