Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. maí 194QL Tilkynning til bifreiðastjóra. Að gefnu tilefni skal athygli bifreiðaeigenda og bif- reiðastjóra vakin á því, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar frá 19. mars 1940, um sölu og afhendingu bensíns og tak- mörkun á akstri bifreiða, ber eiganda og umráðamanni hverrar bifreiðar að geyma vandlega bensínviðskiftabók BÍna og afhenda hana lögreglustjóra, þar sem bifreiðin «r skrásett, þegar hún er útnotuð. Að öðrum kosti verður jiý bók ekki látin í tje, og eru bifreiðastjórar þessvegna hjer með aðvaraðir um að glata ekki bensínviðskiftabók- um sínum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. maí 1940. AGNAR KOFOED-HANSEN. Tvær ferðir á dag kvölds og morgna, austur og að austan. Eyrarbakki og Slokkseyri Slcindör. Sími 1580. Búðngler Höfum fyrirliggjandi rúðugler 18 og 24 oun/;. Eg'gert Krisljánsson & €o. Is.f. ---- Sími 1400. ---- • Til Hreðavatns og Borgarness um Kjalarnes, Kjós, Hvalfjörð, Dragháls og Skorradal alla fimtudaga, laugardag og mánudaga. Frá Borgarnesi: Alla föstudaga, sunnudaga og þriðjudaga. BIFREIÐAST(H)IN GEYSIR. - Sími 1633, 1216, Kíral 1S80. LiTLA 8ILSTÖBIM - UPPHITAÐiR BÍLAR aofckrat* «t4r EF LOFTTTR GETTTR ÞAÐ EKKI HVER? 1 ffeM IÖLSEINI (( VALDAR ÍSLENSKAR FRJETTAFLUTNINGUR ALÞÝÐUBLADSINS Oyrst er að skýra frá fregn Alþýðublaðsins og Vísis, sem þau höfðu eftir þýska útvarpinu um að Franconiu og Lancastiu hefði verið sökt og um að íslendingar verðust Bretum í fjöllunum, eins og Vísis skýrði frá. Vegna þess að hjer var um að ræða allmikilvæga frjett frá sjónarmiði okkar íslendinga, reyndi Morgunblaðið að kynna sjer hvaða heimildir blöðin hefðu fyrir henni. Heimildirnar reyndust vera þessar: Bjarni Guðmundsson, eftiriitsmaður hafði skýrt blaða- manni frá Vísi frá því, að þýska útvarpið hefði sagt að Francon- íu ogLancastríu hefði verið sökt og getið þess um leið, að heim- ild sín væri — Alþýðublaðið! En hvar var heimild Alþýðu- blaðsins? Tíðindamaður Alþýðublaðsins skýrði Morgunblaðinu svo frá að maður, sem hann vildi ekki nafngreina, en sem hann taldi áreiðanlegan, hefði heyrt frjett- alt slúðrið um strandvirkin o. s. frv.? Morgunblaðið getur upplýst það, að hjer var um slúðursögu að ræða, sem var búin að ganga hjer á götunum í marga daga áður en Vísir ljet hana á þrykk út ganga. En úr því að Vísir var svo vinsamlegur að upplýsa hvar og hvenær fregnin um Franconiu (og Lancastriu) var heyrð, þá gerir blaðið það e. t. v. líka að upplýsa hvar og hve- nær þessi síðari slúðursaga var heyrð. Það skiftir Morgunblaðið ann ars litlu máli hvaða slúð- ursögur Vísir og Alþýðublaðið bera í lesendur sína. Það sem fyrir því vakir, og hefir jafnan vakað, að segja frjettir eins og það veit þær sannastar og rjett- astar og ef svo ber undir — eins og í þessu tilfelli — að aðvara ina í þýska útvarpinu milli kLþá gegn hverskonar orðrómi, 12—1 aðfaranótt þriðjudags.— sem það álítur rangan. Það sem maður þessi hafði heyrt; Hitt er Morgunblaðið jafnan var, að Franconiu hefði verið reiðubúið að ræða við Vísi og Al- sökt, en hann var ekki alveg viss um að hann hefði heyrt nefnda Lancastríu. Samt hafði blaðið ekkert við það að athuga; að segja að Þjóðverjar hefðu haldið því fram að báðum skip- unum hefði verið sökt. Þetta er þá heimildin. Rjett er þó að geta þess, að einhverjir fleiri munu hafa komið að máli við Vísi og skýrt frá því, að þeir hefðu heyrt að þýska útvarpið segði frá því, þessa umræddu nótt, að Franconiu hefði verið sökt. En hvað um Lancastríu? Þegar Morgunblaðið vjek að þvíáþriðjudaginn, að það drægi í efa að frjettin um að Þjóð- verjar hefðu sagt að skipum þessum hefði verið sökt, væri rjett hermd, gat það þess, að ástæðan til þessa væri sú, að margir, sem hlýða að jafnaði á frjettir frá Þýskalandi, hefðu ekki heyrt hana, og má bæta því við, að meðal þessara manna er frjettamaður útvarpsins. Það er hinsvegar kunnugt meðal þeirra, sem hlustað hafa að staðaldri á erlendar útvarps- frjettir, þ. á. m. þýskar, sem fluttar eru oft á dag, að sama frjettin er flutt oft sama dag- inn, ef hún er þá einhvers virði. En svo kynlega bregður við, að þessi eina fregn sem Þjóðverjar ættu að telja einhvers virði, þar sem Franconia er 20 þús. smál. skip, er ekki flutt nema í þetta eina skifti, þessa umræddu nótt. Já, sumir þeirra,, sem þykjast hafa heyrt frjettina, segja að Þjóðv. hafi verið svo mikið mál að koma henni frá sjer, að þeir hafi skotið henni inn á milli danslaga! En meðal annara orða. Hjer er aðeins um að ræða frjettina umaðFranconiu (ogLancastriu) hefði verið sökt. En hvaðan kom Vísi fregnin um að Islendingar verðust Bretum í fjöllunum, og þýðublaðið, eða hvern sem er, um gildi þeirra frjetta, sem það flyt- ur sjálft. En það verður að vera hægt að ræða þetta í alvöru. Það er erfitt að ræða við blað eíns og Alþýðu- biaðið, sem öfundast við Morgun- blaðið fyrir að hafa birt fregn um það í fyrradag, að Þjóðverjar hefðu tekið borgina Abbeville dag inp áður, fregn sem Alþýðublað- ið birti ekki fyr en í gær og þá á þessa leið: „Tilkynt var hins- vegar af Bandamönnum í gær, að Þjóðverjar hefðu verið reknir hurt úr Abbeville niður við ósa Somme og er það því þar með viðurkent, að þeir hafi komist þangað fyrradag“. En svo bregður nokkuð undar- iega við. í leiðara í sama blaði er fregn- in um að Þjóðverjar hafi komist til Abbeville á þriðjudaginn sögð vera „að langmestu leyti skrum En í sambandi við þá fregn sem Alþýðublaðið birtir um að Bandamenn væru búnir að reka Þjóðverja út úr Abbeville, má geta þess, að um sama leyti og Alþýðubiaðið kom út í gær, var komið- frjettaspjald í glugga Morgunblaðsins um að Churchill hefði skýrt frá því, að Þjóðverjar hefðu Abbeville á valdi sínu og væru komnir alla leið til Boulog- ne! En frjettir Alþýðublaðsins hafa undanfarna daga verið allar á þessa leið. Einn daginn skýrði Al- þýðublaðið frá því, vafalaust eitt allra blaða í heiminum, eins og þegar það á sínum tíma skýrði frá því, að Súezskurðinum befði verið lokað (í Abyssiníustríðinu), að | funa sjón sókn Þjóðverja hefði verið sl öðv- j uð í bili. Um það bil sem blaðið kom út, voru komnar fregnir um að Þjóðverjar befðu rofið skarð í varnarvirki Frakka í Norður- Frakklandi. Þjóðverjar skýrðu frá þessu á þá leið, að þeir befðu rof- ið skarð í Maginotlínu Frakka. Staðreynd er, að meðal alls þorra manna lijer á íslandi hefir það verið talið, að Maginotlínan næði alt frá Sviss til Ermarsunds. Alþýðublaðið græðir því ekkert 4 því, þótt það hafi eftir á getað skýrt frá því, að Þjóðverjar bafi ekki rofið hina raunverulegu Ma- ginotlínu, heldur litlu Maginotlín- una í Norður-Frakklandi, en frá þessu gat blaðið þó ekki skýrt, fyr en það hafði fengið upplýsing- ar um það í Morgunblaðinu. Það þarf ekki að taka það skýr- ar fram en gert hefir verið, a5 fyrir Morgunblaðinu vakir það eitt að flytja sem skýrastar og ít- arlegastar fregnir og orðið leið- beinandi í því efni jafnvel blaði eins og Alþýðublaðinn, þótt tor- næmt sje. Alþýðublaðið sakar Morgunblaðið um að flytja þýskar áróðursfrjettir vegna þess að það skýrir ekki frá því, eins og það, að sókn sje s+öðvuð, þegar hún er í algleymingi og að borgir sjeu teknar, þrem dögum eftir að atburðirnir gerast. Það er skiljanlegt að allir þeir, sem unna Bandamönnum sigurs, þyki sárt að lesa daglega um sig- urfregnir Þjóðverja. En frjetta- blöð eru ekki að því spurð, hvern- ig þau vilja að atburðirnir gerist, eða á bvaða leið þeir fara. Þan hljóta að skýra frá atburðunum eins og þeir gerast, ef þau eru góð frjettablöð, eða breiða fjöður yfir þá, ef þau eru slæm frjetta- blöð eins og Alþýðublaðið. Það er alveg eftir Alþýðublað- inu að reyna að klína nazista- stimplinum á blöð, sem skýra fra staðreyndum, án þess að taka til- 1 lit til þess, bvort þeim falli þær betur eða ver. Morgunblaðið og Vísir hafa fengið að skifta þess- um stimpli á milli sín, eftir því sem Alþýðublaðinu eða kommún- istablaðinu hefir boðið við að 3 horfa í það og það skiftið. En Al- ■ þýðublaðið mætti lengi vera að að hrópa upp um nazista, ef það tæki t. d. sænsk blöð, sem höfðu það við, þegar þýska herstjórnin tilkynti að þýski lierinn í Noregi hefði brotið sjer leið norður til Þrándheims, að gefa út aukablöð með fregninni. Sannleikurinn er sá, að Alþýðu- blaðið hefir engin skilyrði lengur til að standast samkepni við önn- ur blöð um flutning erlendra frjetta. Orsökin er ekki sú, að það geti ekki setið að sömu frjetta uppsprettunum og önnur blöð, lieldur liitt, að ritstjóri þess, — maður, sem hefir sótt alla ment- un sína til bolsjevikka í Moskva, lokar augunnm fyrir öllu öðru en því, sem hann vill sjá. En hann ætti að láta þá í friði, sem hafa og vilja nota hana. KOLASALAN S.f. Símar 4514 og 1845. Ingólfshvoli, 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.