Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. maí 1940. Hernám Danmerkur FBAJMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. að morgni þess níunda apríl, og flæddi úr því mikið af her. mönnum, sem hjeldu upp í bæ- inn. En þýski herinn tók fyrst austurhluta bæjarins á sitt vald og umhverfis um konungshöll- ina. Það var alt um garð geng. ið, þegar fólk stóð á Ráðhústorg inu á 9. tímanum og vissi ekki þar hvað hafði gerst. Við Amalienborg sló í bar- daga og var sagt, að þar hefðu verið drepnir tveir lífverðir kon- ungs og nokkrir særst. Opin- berlega var tilkynt að 12 her. menn danskir hefðu látið lífið í viðnámi,- sem danski herinn veitti, aðallega í Suður-Jótlandi, En um það var eins og svo margt annað, að um það feng- ust engar áreiðanlegar frjettir. HÖFN I MYRKRI Strax fyrsta daginn var gefin út skipun um að myrkva alger- lega borgina eftir að dimma tók á kvöldin. Var þetta tilkynt í útvarpi og tókst furðu vel "yrsta kvöldið, og yfirleitt hjeldu Hafnarbúar sig heima hjá Sjer og hlustuðu á útvarp. Ekki var Dönum bannað að hlusta á erlent útvarp, eins og bannað er í Þýskalandi. Brátt fóru Hafnarbúar að venjast myrkrinu og sækja skemtistáðina á ný, bæði kaffi- hús, leikhús og kvikmyndahús. Leikhúsin, sem lokað hafði ver- ið fyrstu kvöldin voru opnuð á ný, öll nema eitt, Betty Nansen- leikhúsið. Töluvert bar á þýskum her- mönnúm í Höfn, en það var aJ. ment mál manna, að þeir kæmu vel og kurteislega fram og skiftu sjer ekki af almenningi. Voru það aðallega hermenn frá Suður-Þýskalandi, sem voru í Höfn. Flestir skólar störfuðu á- fram, nema nokkrir, sem tekn- ir höfðu verið fyrir aðsetur þýskra hermanna. Danskir lög- regluþjónar hjeldu uppi eftir- Jfíti" á götum og sáu um að á- kvæðum um myrkvun í híbýlum manna væri framfylgt. Fekk lögreglan sjer til aðstoðar hjálp sjerstakra aukalögregluþjóna í sjerstökum einkennisbúningum. J <j . Y iT i' f ' BLÖÐIN FÁMÁL Dönsku blöðin minkuðu nokk- ujð fyrstu dagana, og þau birtu eingöngu erlendar frjettir eftir hpimildum opinberu þýsku fíijettastofunnar og her.naðartil- kynningar Þjóðverja. En eftir nokkra daga fengu þau að koma jafnstór og þau höfðu áð- uf verið, en nær eingöngu með Hjnlendum frjettum og greinum. Ekki mun vera ritskoðun við hvert JtHað, heldur verða blöð- in að segja sjálf, frá því á á- kyeðinni skrifstofu hvað þau skrifa um og hvernig. Skipum í höfninni var bann- ’að að fara út úr höfninni, enda var það ekki fýsilegt að leggja í siglingu um sundin því alstað- ar voru tundurdufl. Blöðin skýrðu frá því, að tvær Stóra- beltisferjur hefðu laskast töJu- vert, en ekki var skýrt á’hvern hátt. Var alment talið að þær hefðu rekist á tundurdufl og sagt var, að ein ferja hefði far- ist alveg, en um það gátu blöð- in ekki neitt. LOFTÁRÁSIR Á ÁLABORG Loftárásir Breta á Álaborg voru byrjaðar áður en við fór- um frá Höfn. Blöðin sögðu frá loftárásinni og gátu þess, að nokkrir forvitnir áhorfendur, er þust hefðu út að flugvellinum, er loftárásir voru gerðar hefðu borist. Nokkuð bar á ótta al- mennings í Kaupm.höfn við loft árás. Islendingum í Höfn leið vel eftir því, sem jeg best vissi. — Sendiráðið sá til þess, að þeir fengi peninga fyrst um sinn. Enginn skortur var á matvæl- um í Höfn og ráðstafanir voru gerðar til þess, að verðlag á nauðsynjum hækkaði ekki. — Tekið var alveg fyrir sölu á- fengra drykkja fyrstú dagana eftir hernám Þjóðverja, en nokkrum dögum síðar var leyfð sala á bjór. — Var tekið fyrir áfengissöluna með þeim for- sendum, að verið væri að fyr- irbyggja slysahættu í myrkrinu á kvöldin. Ekki er það -að efa, að ís- lendinga langaði að komast heim, og hafði fjöldi trygt sjer far með Gullfossi. Stóð til að Gullfoss fengi að fara heim- leiðis. Að lokum segir Henrik frá ferðalaginu heim. Þeir feðgar flugu til Berlínar og stóðu þar við í einn sólarhring. Þaðan fóru þeir til Genua og tóku sjer far með ítalska skipinu „Rex“, til New York. ,,Rex“ var stöðvað í 12 tíma í Gibraltar af enska eftirlitinu. Til New York komu þeir feðg- ar tveim dögum áður en Detti- foss fór heim. Íslendíngar á Norðfirlöndtím FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐU En síðar fekk ríkisstjórnin þá tilkynningu, að finsk stjórnarvöld teldu ekki, eins og stæði, unt að sigla til Petsamó, til þess að sækja fólkið. Nánari skýring fylgdi ekki. Er því ekki kunnugt, hvað valdi þess um hindrunum, Hindranirnar geta legið í því, að siglingin til Petsamo sje ekki örugg vegna ísa, en það ætti ekki að standa lengi. En þær geta einnig stafað af því, að vegirnir á leiðinni til Petsamo sjeu erfiðir eða ófærir, því að járnbraut nær ekki þang- að norður. í finsk-rússneska stríð- inu hafa orðið miklar truflanir á öllum samgöngum í Finnlandi, vegir og brýr eyðilagst, svo að ekki er ósennilegt, að þar sjeu hindranirnar. Ríkisstjórnin hefir nú gert fyr- irspurn 'um þessar hindranir og um það, hvenær vænta megi að hægt verði að koma fóJkinu heim. Svar er ekki komið. 56 nemendur útskrif- aflir úr Iðnskólanum 1 ðnskólanum í Reykjavík var sagt upp laugardaginn þ. 4. maí. 56 nemendur luku burtfar- arprófi og voru þeir þessir: Aðalsteinn Maack, húsasmiður. Auður Vigfúsdóttir, hárgreiðslustúlka. Ágúst Gíslason, járnsmiður. Ágúst Kristjánsson, prentari. Ásta Guð- mundsdóttir, hárgreiðslustúlka. Ásta Rögnvaldsdóttir, hárgreiðslustúlka. Berta Karlsdóttir, hárgreiðslustúlka. Björg Gísladóttir, hárgreiðslustúlka. Björn S'teindórsson, hárskeri. Einar Guðgeirsson, bókbindari. Eiríkur Hag- an, gullsmiður. Erna Erlendsdóttir, hárgreiðslustúlka. Eva Sigurðardóttir, hárgreiðslustúlka. Felix Tryggvason, húsasmiður. Geir Herbertsson, prent- ari. Gísli Kr. Guðmundsson, skipa- smiður. Guðbjörg Sigurðardóttir, hár- greiðslustúlka, Guðjón Guðlaugsson, húsasmiður, Guðmunda Erlendsdóttir, hattasaumastúlka, Guðmundur Bene- diktsson, húsgagnasmiður, Guðmund- ur Guðgeirsson, hárskeri. Guðmundur Samúelsson, húsgagnasmiður, Guðný Aradóttir, hattasaumastúlka, Guðrún Matthíasdóttir, hárgreið slustúlka, Gunnar Guðjónsson, vjelvirki, Haf- steinn Helgason, bifvjelavirki. Hall- grímur Pjetursson, skósmiður. Hauk- ur B. Björnsson, húsgagnasmiður, Helga Sigurðardóttir, hárgreiðslu- stúlka. Helgi Elíasson, bólstrari. Jó- hann K. Júlíusson, rafvirki. Jón Frið- riksson, rafvirki. Jón Sigurðsson, húsa smiður. Kristín Pálsdóttir, hárgreiðslu stúlka. Kristján J. Einarsson, húsa- smiður. Magnús Á. Helgason, bakari. Oddur Guðmundsson, blikksmiður. Pjetur G. Hjaltested, málari. Ragnar Björnsson, bólstrari. Rögnvaldur Sig- urðsson, bókbindari. Samúeí J. Val- berg, bólstrari. Sigríður Bjarnadóttir, hárgreiðslustúlka. Sigríður Jóhanna Guðbrandsdóttir, hárgreiðslustúlka. Sigurbjörn Einarsson, bólstrari. Sig- urður Óskar Jónsson, kökugerðar- maður. Sigurður Ulafarsson, hús- gagnasmiður. Skúli Þórðarson, úr- smiður. Stefán Þ. Gunnlaugsson, skó- smiður. Svana Eyjólfsdóttir, hár- skeri. Svana Hagan, hattasauma- stúlka. Sveinbjörn Sigurðsson, húsa- smiður. Vilhjálmur V. Sigurjónsson, prentari. Þorsteinn Magnússon, hús- gagnasmiður. Þorvarður Jónsson, húsa smiður. Þóra S. Þórðardóttir, hár- greiðsiustúlka. Örnólfur Örnólfsson, rafvirki. Þær Eva Sigurðardóttír og Svana Hagan voru utan skóla. Hæsta eink- unn hlaut Guðmundur Samúelsson, 9,56. Safnaðarfundurinn FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. þeim fundi leggur sóknarnefnd- in fram svohljóðandi tillögu: „Aðalsafnaðarfundur dóm- kirkjusafnaðarins í Reykjavík samþykkir að taka við Dóm- kirkjunni samkvæmt því, sem greinir í „lögum um afhending Dómkirkjunnar til safnaðarins í Reykjavík og skiftingu Reylcja- víkur í prestaköll“. Jafnframt ætlast fundurinn til að Dóm- kirkjan verði tekin út samkv. lögum nr. 22, frá 16/11 1907. Ennfremur áskilur söfnuðurinn sjer fullan rjett til að leitast við að fá Alþingi til að greiða þær 300,000 krónur, sem nýju lögin tala um, fyr en gert er ráð fyrir í þeim“. Loftárásirnar á Álasund Frásðgn norsks flðtta- manns í Færeyjum Til Færeyja hafa komið norsk flóttaskip, sem kunnugt er. Færeyskt blað frá 7. maí segir svo frá, að þá daginn áður hafi tveir línu- veiðarar komið til Klaksvik og einn til Þórshafnar, frá Ála- sundi. Færeyskur blaðamaður hafði tal af skipstjóranum á línu- veiðaranum er til Þórshafnar kom og skýrði hinn norski skip stjóri m. a. svo frá: Þeir fóru frá Álasundi þ. 3. maí að kvöldi. Þá var gefið viðvörunarmerki um kl. 11 og tilkynt að þýskur her væri að nálgast borgina. Kom hersveit- in frá Dombás. Allir flýðu úr bænum, sem það gátu með nokkru móti. Áður höfðu Þjóðverjar gert tvær loftárásir á Álasund. — I fyrra skiftið voru tvö bresk herskip í höfninni, er árásin var gerð, og tókst þeim að stökkva flugvjelunum á brott, áður en þær gerðu verulegt tjón. En næsta árás var gerð 20. apfíl. Þá voru þar engin bresk her- skip og engar varnir fyrir hendi af neinu tagi. Flugv.jel- arnar voru sjö. Dreifðu þær niður sprengjum, en lögðu mesta áherslu á að hitta skóla- hús eitt. Hafa flugmennirnir sennilega, álitið að það væri aðsetursstaður breskra her- manna. Skólahúsið skemd- ist mikið. Enginn beið bana í þessari loftárás, en nokkrir særðust. tJtvarpsstöðina í Vigra gerðu Þjóðverjar margar tilraunir til að eygileggja og tókst það að lokum með flugárásum. Hinn norski skipstjóri sagði að menn hefðu litið svo 'á, að Þjóðverjar hefðu haft 100,000 manna her í Noregi, þegar flótamenn þessir fóru að heim- an. Mjög harmaði hinn norski skipstjóri hve mikinn stuðning innrásarherinn hefði haft af norskum landráðamönnum er studdu Þjóðverja á alla lund í árásinni 9. apríl. Nolkls'sPíaff telpur er hafa áhuga fyrir að spila á gítar, óskast til viðtals. Hefi fyr- irliggjandi gítara. — Sími 3749. AUGAÐ hvílist TUIO í með gleraugum frá * II11» 1.1 Barnablejor úr hinu rnofna, mjúka blejuefni. fást nú aftur í Laugavegs Apóteki. Minning Guðbjarpr Jónsdóttur F. 2. febr. 1927. D. 14. maí 1940. að mun alment ekki þykja í frösögur færandi þó eitt ung- menni deyi eðlilegum dauða, en nngmenni það sem hjer um ræðir ,var afbrigði, undrabarn, en þeirra er oft minst lífs og liðinna. Húii Gugga litla, en svo var hún nefnd í daglegu tali, var eitt það undra- barn sem vert er að muna og minnast, enda mun svo lengi verða vgert, ekki einungis af hennar nán- ustu, heldur og af öJlum þeim sem hana þektu eða kynni höfðu af henni og þá ekki síst af sjúk- lingum og öðrum sem henni voru samtíða í sjúkrahúsi í lengri og skemri tíma. Undrabarn var hún að gáfum ,athygli, siðprýði, sál- arþroska, ró, stillingu, hógværð og þolinmæðí í sínum langa og oft erfiða sjúkdómi, enda elskuð af öllum sem kynni höfðu af henni. Sjúklingur, sem henni var lengi samtímis á sjúkrahúsi, sagði fyrir nokkru síðan eitthvað á þessa leið: „Hún Gugga litla er. dagengillinn okkar og sólargeisl- inn, hún er kvöld og nætureng- illinn okkar, hún er okkar lýsandi stjarna í næturhúminu jafnvel þó hún sofi. Með hógværð og still- ingu er hún líka lífið og leikur- inh þegar hún er á faraldsfæti, h ún er hið sanna guðsbarn“. Þeg- ar mjer harst til eyrna þessi öm- urlega fregn, „liún Gugga litla er dáin“, datt mjer í hug. „Hví var þessi beður búinn, barnið kæra þjer svo fljótt?“ Jeg sannfærðist strax um hið eina rjetta svar, svar trúarinnar: i„Það er kveðjan kom til mín, Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í liöndum, hjálpin sál með ljóssins öndum“. Jeg leiði ekki neinar getur að söknuði og sorg hinnar ástríku móður út af missi þessa elskaða barns. Aðeins ástríkasta móðir get- ur undir líkurn kringumstæðum getið því nærri. En það veit jeg, að söknuður og sorg hennar var og er ekki borin á borð fyrir fjöldann leynt eða ljóst, þar mun vit og stilling ásamt frábærri dóm- greind hafa völdin. Systkini og önnur skyldmenni ásamt fjölda vina og kunningja sakna þessa dá- samlega barns, sem í öllu líferni sínu var fögur fyrirmynd allra barna, já og fullorðinna líka. Blessnð sje minning hennar. Hver greinir hljóðar bænir frá, hreldum móðurbarm? Ilver greinir fullan skilning sem felst í slíkum harm? Þá burt er slitin rósin sem að best- an þurfti yl ogi betur skildi tilgang sihn, en nokklr þekti til. Jeg veit að hönd vors föður þig helga leiðir slóð, ’ jeg liuggast læt við miuuiug sem er svo kær og góð, og lifi í þeirri vissu sem að lausn- ari vor gaf, að lífið sigrar dauðans vald, mjer dylst ei hjeðan af. Þjer hinstu kveðju senda frá hjartans instu rót og hugprýðina þakka og öll þín kærleikshót. Þín systkini og móðir nú af sökn- uði’ fella tár, en sannfærð um þinn endurfund ft á bak við tíma og ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.