Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 5
iFöstudagur 24. maí 1940, MAGINOT-LÍNAN Eftir franskan liðsforingja Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritetjórar: J6n Kjartansscn, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). ; Auglýsingar: Árni Óla. ‘ Ritstjórn, auglýsingar og afgreiCsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskrtftargjald: kr. 3,50 á mánuOi innanlands, kr. 4,00 utanlands. 1 íausasölu: 20 aura eintakUS, 25 aura meö Lesbók. í_________________________________ Tíðindin PAÐ er tækni nútímans að þakka — eða kenna — að ístórviðburðir, sem gerast einhvers- staðar í heiminum, eru að heita jná samstundis komnir á vitund manna um allan heim. Það eru öldur ljósvakans, semi flytja tíð- indin milli heimsálfanna, ríkja og borga. Þær, ásamt blöðunum, flytja einnig fregnirnar til hinna «dreifðu einstaklinga um lönd og ;böf. A þenna hátt fá menn tíð- ;indin, góð eða ill, eftir því hvað •er að ske í heiminum. Við Islendingar erum aldir upp i einangrun. Pyr á tímum var ein- .angrunin svo mikil, að oft liðu margir mánuðir, án þess að nokk- ur tíðindi bærust hingað. En nú er einangrun okkar horf- in veg .allrar veraldar. Við erum komnir mitt inn í hringiðuna og stórviðburðir, sem gerast ein- hversstaðar út í heimi í dag, eru innan -stundar eða svo, komnir i’hingað -og menn eru farnir að skeggræða þá á götum og gatna- anótum. En það er eins og við íslend- ingar höfum ekki enn áttað okk- oir á 'þessu gerbreytta viðhorfi. Við gléðjumst að vísu, ef öldur 'ljósvakans færa okkur góð tíð- rindí utan ur heimi. En sjeu tíð- ílndin ill, er líkast því sem menn fáist ékki til að trúa þeim. Verður þetta svo áberandi hjá sumum, . að þeir fá andúð á þeim, sem flyl nr fregnina. Þessa hefir gætt all- mjög í sambandi við stríðsfregn- arnar undanfarið. Þetta stafar án •*fa áf því, að Islendingar hafa «ekki enn áttað sig á því, að þeir -eru ekki lengur einangraðir. Frá því að hildarleikurinn hófst á vígvöllunum, hafa öldur 'ljósvakans flutt mörg ill tíðindi ~til okkar afskektu eyju út, í reg- ínhafi. Við minnumst innrásarinn- ar í Finnland. Við minnumst inn- :rásarinnar í Danmörk og Noreg og nú síðast innrásarinnar í Hol- land og Belgíu. Ekki er vafi á því, að í augum aljs þorra íslendinga hafa þessi tíðindi verið ill, og íslenska þjóð- ín hefir innilega samúð með öllum þessum smáþjóðum, sem saldaus- ar hafa orðið að þola ofríki valds- ins og hörmungar stríðsins. En fregnirnar eru staðreyndir, sem <eigi tjáir móti að mæla. Sjálfir höfum við upplifað það, íslendingar, að okkar eigið land «r nú orðið vettvangur stríðsins, að vísu ekki þannig, að hlutskifti okkar sje á neinn liátt sambæri- legt við lilutskifti ýmsra annara smáríkja nú á dögum. En þó er alt hulið fyrir okkur, hvað fram- t.íðin felur í skauti sínu. Við lif- um aðeins í þeirri von, að við fá- um aftur fult sjálfstæði og að þeir tímar komi, að öll sruáríkin, sem grimdaræðið herjar nú, fái frelsi sitt og sjálfstæði aftur. P ranskur liðsforingi skrif- aði, skömmu eftir að styrjöldin braust út í haust, smábækling um Moginot-lín- una, hinar miklu vígRÍrðing- ar á austur-landamærum Frakklands. — Eftirfarandi grein er lausleg þýðing á ýmsum köflum þessarar bókar. — Maginot, frumkvöðli þessar- ar virkjagerðar, var það ljóst, að fyrr eða síðar myndi Frökkum verða ógnað af útþensluáformum Þýskalands. Og minningin um þjáningar hermannanna í heims- styrjöldinni, sem spruttu mjög af ‘ ófullkomnum varnartækjum, vöktu hjá honum hugmyndina um bygg- ingu samhangandi vígja í þeim hjeruðum, sem mest var ógnað af slíkri innrás. Nákvæma íýsingu á þessum virkjum, nú eftir að hugmynd Maginots hefir verið framlrvæmd, er auðvitað ekki mögulegt að birta. Og lesandanum má vera ljóst vegna hvers það ekki er hægt. En það er rjett að taka það fram, að víggirðingar þessar voru bygðar einungis til varnar frelsi Frakklands, til varnar ófriði meðal þjóðanna og til þess að auka möguleika til friðar og farsældar. Til byggingar Maginotlínunnar liggja söguleg rök. Þær megin- reglur, sem fylgt var í uppbygg- ingu hennar, eru ávöxtur af margra alda reynslu. A miðöldum og jafnvel lengra aftur greinir sagan frá sterkum vígjum, ramm- lega víggirtum kastalaborgum og öðrum varnartækjum á svipuðum slóðum. Fyrstu vígin í Elsass, svo sem Belfort, Huningue, Brissos, Friburg, Forbach, Landau og Lux- emburg á tímum Lúðvíks 14., voru ætluð til varna gegn árásum úr austri. Og að þeim varð stöðugt mikið gagn og árið 1870 voru þau enn við líði og urðu Frökkum til gagns. ★ Sú reynsla, sem fengist hefir á liðnum öldum af þýðingu þessara vígja og annara slíkra, fyrir vörn landsins, sýnir að þau hafa mjög mikið gildi. Nærtækt dæmi frá seinni tím- um um hernaðarlegan mátt slíkra vígja er árás Bandamanna á Dar- danella og endalok hennar. Þá tókst vígjum Tyrkja, þrátt fyrir ógurlegar stórskotaárásir frá her- skipum Bandamanna, og þótt nærri lægi að þau væru nær lögð í rústir, að koma í veg fyrir land setningu á bresku og frönsku her- liði og þannig að neyða þá til þess að hverfa frá þeirri fyrir- ætlun að ná sambandi við Rússa á þann veginn. Er nú rjett að líta á þau atriði, sem ætla má að hafi grundvallar- þýðingu um hernaðarlegt gildi samfeldra víggirðinga sem Magin- otlínunnar, og verður það nú gert út frá sjónarmiði nútíma hernað- artækni. Koma þar einkum sex grundvallaratriði til álita. f fyrsta lagi nauðsyn þess að búa slíkar víggirðingaheildir því dulargerfi, að það sje þeim vörn fyrst og fremst gegn tvennskon- ar árásum, stórskotaliðs- og loft- árásum. í þessu efni hafa ýmsar leiðir verið farnar. Það var áríð- andi að breyta hinu ytra og upp- runalega útliti landslagsins sem minst, að nota sjer hinar náttúr- legu varnir, svo sem skóga, lág fjöll, ása og hæðir til þess að varpa huliðshjálmi yfir vígin. Það varð þess vegna að tyrfa yfir skotturnana og steypan, sem þeir voru hygðir úr, var máluð jarð- litum, svo að þeir ekki skæru sig úr, ef jarðveginum ofan af þeim yrði þyrlað á brott af sprengjum þegar til átaka kæmi. Leynilegar samgönguæðar varð að grafa milli framvarðastöðvanna og sjálfra víggirðinganna. Þessi göng voru gerð úr járnbentri steinsteypu og styrkt með öflugum bjálkum. All- ir vegir að baki víggirðingunum eru þannig gerðir, að torvelt er að greina þá úr flugvjelum og að taka af þeim ljósmyndir úr lofti. ★ Annað atriðið, sem til greina kemur er, hvernig njósnar- og at- hugunarstöðvum verði komið fyrir í slíkum víggirðingum. Það hlýtur að hafa mjög mikla þýðingu í nú- tíma styrjöld, þar sem hraði og viðbragðssnerpa er mikilvægt skil- yrði fyrir heppilegum árangri. Reynslan í Spánarstyrjöldinni sýndi að hvaða ráð, sem notuð eru gegn skriðdrekum, sem; sækja frarn, þá hlýtur þó oftast að fara þannig, að einhverjum þeirra tak- ist að brjótast í gegn um varnar- línuna og þá er það miklum örð- ugleikum bundið fyrir stórskota- liðið, sem í vörn er, að fást við þá, vegna þeirrar hættu, sem þá er á, að það skjóti á sínar eigin hersveitir. Það var þess vegna mikilvægt að koma athugunar- stöðvunum þannig fyrir að þær hefðu hver sitt ákveðna og af- markaða svið að fást við, þannig að ekki væri þumlungur lands ut- an athafna- og sjónarsviðs þeirra. Og þær urðu að vera vel vernd- aðar gegn stórskota- og vjelbyssu- hríð svo að nægilegt öryggi væri til athafna og til þess að gefa skýrslu um hreyfingar óvinanna, bæði í grendinni og lengra frá. Allskonar mælitæki, kort yfir ná- læg svæði, varnartæki gegn gas- árásum, vjelbyssur og sprengju- kastarar verða að vera þar fyrir hendi. Margskonar samgöngutæki verða að tengja stöðvarnar við víg- girðingarnar og við hvor aðra, ennfremur neðanjarðarsími, full- komið merkakerfi og loks brjef- dúfur o. m. fl. Sjálfar stöðvarnar varð svo að dylja eins vel ög auðið var og ennfremur að gera ráð fvrir þeim möguleika að óvinurinn gæti eyði- lagt þær eða náð þeim á sitt vald, en' áður en til þess kæmi átti þó að vera hægt að ónýta þær, svo þær ekki yrðu hagnýttar af óvin- inum eða gerð þeirra uppgötvuð af þeim. — Það þriðja sem grundvallar- þýðingu hcfir um hernaðarlegt gildi slíkra víggirðinga eru hindr- anir, sem mæta óvinunum frá hvaða hlið sem þeir gera árás. Rómverjar grófu sýki og skurði umhverfis vígi sín og voru þeir með ýmsum hætti. Julius Caesar ljet meira að segja hlaða garða jafnframt því að grafa djúpa skurði fyrir framan þá. Þegar að stórskotalið kom til sögunnar og sprengikúlur tóku að tíðkast, tók öll varnartækni bráðum breyting- um. Hin gömlu varnartæki reynd- ust þá ófullkomin og veittu lítið ■öryggi. Reynslan úr styrjöldinni 1870 og heimsstyrjöldinni sýnir, að þegar mótstöðukjarkur setuliðisins í hin- um ófullkomlega útbúnu vígjum var brotinn niður, reyndist árás- arliðinu greitt til fullkomins sig- urs. Það er einmitt mótstöðukjarkur og trú á öryggi og síyrkleika, sem Frakkar hafa viljað gefa hermönn- um sínum með byggingu Maginot- línunnar. Þar hafa hinar náttúrlegu varn- ir verið hagnýttar til hins ýtr- asta. Sjerhverri lægð hefir verið breytt í skriðdrekagryfjur, hver einasta hæð verið umkringd með rammgerðum torfærum til hindr- unar fyrir skriðdreka. í því tilfelli að fallbyssurnar, eða skotturnarnir sem komið er fyrir hvívetna í leyni, skyldu eyðiléggjast af skothríð óvinanna, er þá jafnan hægt að koma við vjelbyssmn og ljettari fallbyssum til þess að hindra framsókn fót- gönguliðs. Þá má nefna þá hindr- un, sem í því felst að vatni frá nálægum fljótum er veitt yfir stór svæði fyrir framan vígin. ★ Má í því sambandi vitna í um- mæli Pouderoux herforingja í frönsku blaði 1929. Farast honum orð á þessa leið: „Yatnið hylur ósljettan jarð- veginn og liggur eins og gljáandi ábreiða fyrir framan varnarher- inn og vopnabúnað hans. Hvorki vopn nje vindur geta rofið hana. Allir hlutir fyrir ofan vatnsflöt- inn fá annarlegt útlit við endur- speglunina. Árásarherinn á þess engan kost að leita sjer skýlis ef hann gerir áhlaup eða að dylja sig á annan hátt. Skriðdrekum er ekki hægt að koma við í vatni, ef þeir koma í sex feta vatn stöðv-, ast vjel þeirra. Bátar miunu rek- ast á allskonar hindranir, og því fleiri sem vatnið er grynnra. Vjel- byssur varnarhersins munu dag og nótt vaka yfir hverri hreyfingu. Hljóðnemum og Ijóskösturum er þannig fyrir lcomið, að með sjer- liverri hræringu óvinarins er fylgst, hvort heldur er svartnætti eða um hádag. Og eitt til í þessu sambandi, bandalag hinna miklu andstæðna, höfuðskepnanna, vatns og elds. i Fárra feta djúpt vatn, sem þunnu lagi af olíu er veitt yfir og síð- an kveikt í, getur ógnað heilli vjelbúinni hersveit. Hinn kyrláti vatnsflötur logar og hver sá mað- ur eða ökutæki, semi freistar yfir- ferðar, hlýtur að verða hræsvelg eldstungnanna að bráð. Þennan eld er auðvelt að endurnýja eins lengi og þörf er á, með því aS veita stöðugt olíu á vatnsflötinn frá þar til ætluðum geymum“. Við þetta er rjett að athuga, að víða er landslag því til fyrir- stöðu, að þessari vörn verði beitt, t. d. mundi það ekki mögulegt í hinum fjöllóttu Vogesahjeruðum. Ennfremur gæti vindstaða gert strik í reikninginn í þessu efni. Þrátt fyrir þetta verður að játa, að þessar vatnsvarnir geta orðiS að miklu liði þar sem þeim verður við komið í hæfilegri fjarlægð frá sjálfum víggirðingunum. Önnur hindrun, sem mjög er á- hrifarík, eru stálgaddar, sem þekja stór svæði. Eru þeir steypt- ir niður í jörðina og ganga upp úr henni í ýmsar áttir. Eru þeir til hindrunar skriðdrekum. Milli stálgaddanna er svo strengt marg- falt gaddavírsnet til þess að hindra framsókn fótgönguliðs. Þjóðverjar hafa tekið sjer þcss* vörn til fyrirmyndar í Siegfried- línu sinni, en nota járnbenta steinsteypu í s^að stálgadda. En hjá okkur hefir þótt rjettara a5 reikna með árás fótgönguliðs og því þótt tryggara að ganga á fyr- greindan hátt frá þessum, hlutum. ★ Þróun varnartækninnar í sam- bandi við víggirðingagerð hefir haldist í hendur við framfarirnar í árásartækninni, t. d. hvað áhrær- ir stórskotaliðsárásir í öllu veru- legu. Það var á 15. öld að byrjað var á því að reikna út mótstöðu- afl steinveggs gegn fallbyssu- kúlu. Og það var þá alment álit- ið, að 3—4 feta þykkur veggur þyldi á sex ferfeta flöt 3—5 hundr uð fallbyssukúlur. Veggirnir voru styrktir með járnbjálkum og grafnir nokkmð í jörðu. Reynsla heimsstyrjaldaráranna og sá ár- angur, sem þá náðist með notkun steinsteypu, hefir leitt til þess að Maginotvirkin hafa, að verulegu leyti verið bygð úr járnbentri steinsteypu. Það er óþarfi að þreyta lesand- ann á frásögnum um mótstöðuafl Maginotvirkjanna gegn fallbyssu- kúlum og sprengjum, en af til- raunum, sem gerðar hafa verið með það, er óhætt að fullyrða, að þau þola slíkar árásir og það þótt þær sjeu harðar. En eins og varnarvopnin, fall- byssur, vjelbyssur o. fl. fá fæðu og eins og sú fæða, skotfærin, er flutt á milli einstakra staða, framstöðva, skotturna og vjel- byssúhreiðra í þessari miklu virkjasamsteypu, eins þarf að sjá fyrir líkamlegum þörfum þeirra manna, sem þarna hafast við. Sjá þeim fyrir vistarverum, þar sem þeir gætu matast og sofið þegar þeir ekki væru á verði, og leitað hjálpar ef með þyrfti. Meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.