Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. maí 1940. MORGUN BLAÐIÐ Samþykt Alþingis 10. apríl talin sjálfsögð í Danmörku Samtal vlð Svein Bjðrnsson sendiherra Vesturíslensk- um gestum fagnað SVEINN BJÖRNSSON sendiherra talaði í út- varp í gærkvöldi, fyrst og fremst til þess þar að flytja almenningi kveðjur frá íslendingum á Norðurlöndum og Þýskalandi og árjetta það, sem stóð hjer í blaðinu í gær, að þeim liði yfirleitt vel. Hafði blaðið tal af sendiherranum og spurði hann m. a. nána,r um það, hvaða undirtektir aðgerðir Alþingis 10. apríl hefðu fengið í Danmörku. Fregnin um samþyktir Al- þingis, þ. 10. apríl, segir sendi- herrann, bárust ekki til Dan- merkur fyr en á laugardags- morgun þ. 13. Þá fyrst fekk jeg símskeyti frá ríkisstjórninni með tilkynningu um þær. Sam- tímis barst frj ettaskeyt’i hjeðan til frjettastofu Ritzau í Höfn. Un'dir eins og tilkynningin var komin í mínar hendur, gekk jeg á konungsfund og skýrði honum frá þessu. Konungur tók þessu mjög vel, og sagði, að afstaða Alþingis væri eðlileg afleiðing af því ástandi, sem komið væri.Síðan sneri jeg mjer til utanríkisráðuneytisins og skýrði þar frá málavöxtum. Ut- anríkisráðuneytið lagði síðan svo fyrir, að sendisveitir Dana út um heiminn tilkyntu þessa samþykt Alþingis öllum ríkis- stjórnum heims. Með tilkynn- ingu þessari, sem send var út, fylgdu þau ummæli konungs og ráðuneytisins, að það skref, sem íslendingar hefðu hjer tekið, væri eðlilegt. Heyrði jeg síðan engan þar í landi vera á annari skoðun um það mál. Eitt af því, sem vakti mikla athygli í útvarpsræðu Sveins Björnssonar, voru ummæli hans um framkvæmd hitaveitunnar. Er blaðið mintist á þetta við hann í gær. sagði hann m. a. að áður en annað kæmi á dag- inn, yrðum við að líta svo á, að loforð þýsku herstjórnarinn- ar í Danmörku um flutning á efni í Hitaveituna yrði haldið. Annað' iriál væri þáð, hve- næh fært þætti yfirleitt að koma Skipum frá .Danmörku út í gegn um sundin, þar sem mikið hefir verið um tundurdufl. En þegar hann fór frá Danmörku bjugg- ust menn fastlega við því, að takast mætti að halda verkinu áfram. Um stjórnmálaástandíð í Dan- mörku! sagði hann m. a.: — Eins og kunnugt er hafa Þjóðverjar gefið Dönum fyrirheit nm það, að virða fullveldi Dan- merkur. Tií þess að sem mest ein- ing ríktí í ríkisstjórninni var efnt til víðtækrar stjórnarsamvinnu á þann hátt, að Hægrimenn og Yinstrimenn fengu sex ráðherra í stjórnina, hver flokkur sína þrjá. Ráðherrarnir sem voru í stjórn frá sósíalistnm og þeir radikölu hjeldu sínum stjórnardeildum. En hinir nýju ráðherrar eru skipaðir þeim til aðstoðar og liefir hver þeirra eina eða fleiri stjórnardeild með þeim, sem fyrir voru, eru einsköhar aðstoðarráðherrar. Frá Hægrimömmm eru þeir í stjórn- inni ChriStmas Möller, Hasle, for- maður flokksins og Fibiger, eu frá Vinstrimönnum dr. Kragh, Brorson, flokksformaðurinn og Hauch. -— Hvar varst þú staddjir, er þú frjettir uTn hernám Islands? — Við komum til New York fimtudagskvöldið 9. maí. Jeg hitti Ólaf Johnson konsúl þá um kvöld- ið. Morguninn eftir hringdi hann til mín kl. 8 á gistihúsið og spurði hvort jeg hefði sjeð morg- unblöðin. Jeg kvað nei við því, og spnrði hvort nokkuð væri sjerlegt að frjetta. — Englendingar eru biinir að hernema Island, segir hánn þá. Og hvenær? spyr jeg. I morgun, sagði liann. Það kom mjer einkennilega fyrir í svip, að það sem gerðist þann sama morg- un hjer, skyldi vera komið í hlöð- unum í New York um fótaferðar- tíma. íslendlngarnir ð NorOurlöndum Hvenær kornast þeir heim? ' • Þess var getið hjer í blaðinu fyrir nokki’u, að ríkisstjórn- in væri að reyna að koma heim þeim fslendingum, sem dvelja á Norðurlöndum, en þar er margt námsmanna og einnig ferðafólk, sem teptist, þegar siglingarnar við Norðurlönd stöðvuðust. Líkur bentu til, að takast myndi að fá fólk þetta heim, með því að senda skip hjeðan eftir því til Petsamo á Norður-Finnlandi. Stóð til að Esja yrði send í þessa för. Bjuggust menn þá við, að hægt yrði að (fara strax í förina, þegar búið væri að ná saman fólkinu ytra og' koma því land- leiðina til Petsamo. Frá árdegisveislu Eimsfeipafjelags ins í gær. Talið frá vinstri í fremri röð: Hallgr. Benediktsson stórkaupm., frú Eggertsson, Árn i Eggertsson fasteignasali, Sveinn Björnsson sendiherra, frú Jó- hannsson, Ásmundur P. Jóhannsson fasteignasali, frú Soffía Claessen, Eggert Claessen hæstarjettar- hiálaf 1 utnings:eaður. — í aftari röð : Jón Árnason förstjóri og frú hans Sigríður Björnsdóttir, Hall dór Þorsteinsson útgerðarmaður í Wáteigi og frú hans Ragnhildur Pjetursdóttir, frú Áslaug Bene diktsson, Guðmundur ÁsbjörnSsoi! forseti bæjarstjórnar, frú Kristín og Guðmundur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri, Jón Ásbjörnsson hæstarjettarmálaflutningsmaður, frú Jóna og Richard Thors framkvæmdastjóri. C t jórn Eimskipaf jel. Islandá ^ ’ hjelt í gær gestum sín- um frá Ameríku árdegis- veislu að Hótel Borg; einnig sat boðið Sveinn Björnsson, sendiherra, sem um mörg ár var formaður stjórnar Eim- skipaf jelagsins. Formaður E. I., Eggert Claessen hrm. bauð gesti vel- komna fyrir hönd stjórnar- innar og einnig mintist hann konu Sveins Björnssonar og barna hans. Guðm. Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri mintist Jóns Bíldfells og konu hans, sem Eimskipafjelagið hafði boðið hingað í sumar, en þau hjón- in gátu ekki komið því við að þiggja boðið að þessu sinni. Gestirnir, Ásm. P. Jóhanns- son, Árni Eggertsson og Sveinn Björnsson hjeldustutt- ar ræður og þökkuðu fyrir boðið. Islendin^nr segir frái her- námi Danmerkur: Katípmannahafnarbttar ktínntí ííla víð síg í myrkrinti í> ” 'á AÐ var liðið langt fram á dag 9. apríl, er Kaupmárinahafnarbúar gerðu sjer alment ljóst, að Þjóðverjar höfðu hernumið alt land- ið og að danska stjórnin hafði ákveðið að ganga að skil- málum þeim, sem Þjóðverjar settu, nauðug viljug Þó. Hei.rik Sveinsson, sonur Sveins Björnssonar, sendiherra, sem kom með föður sínum frá Kaupmannahöfn, hefir sagt Morg unblaðinu undan og ofan af því, sem gerðist fyrstu dagana eftir að Þjóðverjar tóku Danmörku, en hann fór ekki frá Höfn fyrri en 24. apríl, eða 15 dögum eftir hernámið. Henrik segir svo frá : FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Dómkirkfan v i ‘ J Framhalds- safnaðarfundur d sunnudaq Dómkirkjusöfnuðurinn á nú að taka mikilsverða á- kvörðun í kirkjumálum bæjar- ins, samkvæmt lögum frá síð- asta þingi. Þetta mál var rætt á aðal- safnaðarfundinum á sunnudag- inn var, en ekki útrætt þá.Fram- haldsfundur verður á sunnu- daginn kemur, kl. s.d. Á Kaupmannahafnarbúar vökn- uðu kl. 4—^5 morguninn 9. apríl I við mikinn flugvjelagný í lofti. Engin merki voru gefin um að loftárás væri í aðsigi og þusti fólk því út á göturnar til að sjá hverju þetta sætti. Margir, sem jeg talaði við, hjeldu að flug- vjelarnar væru á leið norður til Noregs, því mönnum varð.ljóst að ástandið var alvarlegt, eftir að Bretar höfðu lagt tundur- duflum í landhelgi Noregs. Fá- um datt í hug að verið væri að taka Danmörku hernámi, þó einstaka maður hefði getið þess til. Alt va,r í óvissu. í morgun- blöðunum var ekkert, sem gæti gefið skýringu á því ,sem var raunverulega að gerast. LITLAR FRJETTIR Um klukkan 9 um morguninn var jeg staddur á Ráðhústorg- inu og fylktist mikið af fólki þangað í þeirri von að á frjetta- spjöldum blaðanna, Politiken og Berl. Tidende væri eitthvað að FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. græða. En frjettaspjöldin voru auð þennan morgun. Allskonar sögusagnir gengu þarna á torg- inu, en það var ekki fyr en llðið var á daginn, að síðdegisblöðin Ekstrabladet og B. T. komu út", að fólkfekk ábyggilegar fregnir um hernámið. Blöðin birtu til- kynningar ríkisstjórnarinnar um að Þjóðverjar hefðu hernumið landið og að stjórnin hefði fáll- ist nauðug á kröfur Þjóðverja. Ekki sögðu blöðin sitt álit á þessum atburðum með einu orði. Yfirleitt var ekki greiður að- gangur að ábyggilegum frjett- um um hernámið. Við, sem bjuggum rjett við höfnina tókum eftir því, að dag- ana fyrir innrásina kom fjöldi þýskra kolaskipa á höfnina. — Síðar var sagt, að þessi kolaskip hafi verið full af hermönnum og hergögnum í stað kola. Eitt gríðarstórt Kraft durch Freude skip lagðist upp að Löngulínu FRAMH. Á SJÖTTU SÉÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.