Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.05.1940, Blaðsíða 7
MORGUNBL A ÐIÐ Föstudagur 24. maí 1940. Herstjórnartilkynning Þjóðverja ¥ tilkynningu þýsku herstjórn- ■■ arinnar í gær segir, að framsókn Þjóðverja í Flandern vestur af Scheldefljóti haldi áfram hægt en örugt, þrátt fyr- ir harðvítuga mótstöðu. Valenciennes er einnig barist af ákefð. Tilraunir vjelbúinna her- deilda andstæðinganna til að brjótast í gegn hjá Cambrai eru sagaðar hafa mistekist. f vestur hluta fylkisins Artois í norðvest- urhluta Frakklands sækja þýsk- ar hersveitir fram til hafnar- borgarinnar Calais, en andstæð- ingarnir veita stöðugt viðnám. Frá Norður-Noregi segir her- stjórnin, að þýskar flugvjelar hafi gert árásir á herskip, her- sveitir og skotfærabirgðir banda manna í Narvik. Flugvjela- sprengja hæfði þar beitiskip, flutningaskipi var sökt og ann- að flutningaskip laskað mjög. Ifalir FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. jundir sig land á Balkan, skyldu ítalir fá skaðabætur. ítalir lögðu þá undir sig hafnarhæinn Avalona í Albaníu í desember 1914. — Upplausnarástand var í Al- baníu 1914. Bandamenn höfðu með feynisamningi, sem gerður var í London, lofað ítölum landvinning- um: Suður-Týrol að Brennar- skarði, Itríu, Norður-Dalmatíti, Dodekanisku eyjunum, landi í Af- ríku, Albaníu og Tyrklandi — auk stríðsláns og stríðsskaðabóta — gegn því að ítalir færu í stríðið með Bandamönnum áður en 4 vik- ur væru liðnar. Daginn áður en þessar þrjár vikur voru liðnar, 23. maí, sagði Ítalía Austurríki stríð á hendur. Þýskaland sleit stjórnmálasam- bandi við Ítalíu, sem þó sagði Þýskalandi ekki stríð á hendur fyr en rúmu ári síðar, eða 26. ágúst 1916. ítalir náðu engum verulegum árangri fyrstu árin, sem þeir tóku þátt í stríðinu. Knattspyrnumót I. fl. (B-liðs) hefst í kvöld kl. 8.30 á íþróttavell- inum. Fyrst keppa K. R. og Val- ur og síðan Víkingar og Fram. Haestirjettur: Glvaður við akstur Hsstirjettur kvað nýl. upp dóm í málinu: Valdstjórn- in gegn Bjarna Einarssyni, verkamanni, Laufásvegi 58, sem kærður var fyrir brot á áfeng- islöggjöfinni og bifreiðalögun- um. Málavextir eru þeir, að kvöld- ið 6. mars síðastl., ók nefndur Bjarni bílnum RE 368 um göt- ur bæjarins og var þá undir áhrifum áfengis. Var brot hans ítrekað og dæmdi sakadómari hann til að greiða 100 króna sekt og svifti hann ökuleyfi í 3 mánuði. Hæstirjettur hækkaði sektina í 200 krónur og svifti ákærða ökuleyfi í 6 mánuði. í forsend- um dóms Hæstarjettar segir: „Með tilvísun til forsenda hjeraðs- dómsins þykir bera að staðfesta hann, þó með þeim breytingum, að sektin verði 200 krónur og afplánist með 12 daga einföldu fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa, og að kærði verði sviftur rjetti til bifreiðarstjórnar 6 mánuði frá birtingu dóms þessa talið. Kristján sá Þórðarson, er ljet það viðgangast, að kærði ók bifreiðinni RE 368, er Kristján virðist þá hafa haft umráð yfir, virðist þar með hafa gerst brotlegur við ákvæði 15. gr. bifreiðarlaga nr. 70, 1931 og 40. gr. áfengislaga nr. 33 1935, en eigi sjest, að Kristján þessi hafi verið látinn sæta ábyrgð fyrir þetta atferli sitt. Eftir þessum málalokum verður að dæma kærða til að greiða allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda, 50 krónur til hvors“ Sækjandi málsins var Jón Ás- björnsson hrm. og verjandi Garðar Þorsteinsson hrm. Kommúnistar hand- teknir í Frakklandi Víðtækar ráðstafanir hafa ver- ið gerðar í Frakldandi til að tryggja öryggi landsins. I gær var gerð liúsleit víða í Montmarte- hverfinu í París. í Avignon voru 40 kommúnistar handteknir, salcaðir um að hafa unuið með hinni svokölluðu 5. herdeild, þ. e. flugumönnum ó- vinanna. Lðgreglan í Eng- landi vopnuð FRAMH. AF ANNARI SÉÐU (British Union of Fascists) í London í gær. Fór hún í gegn um skjöl sem þar voru, og var talið að því verki myndi ekki verða lokið á einum degi. Sir John skýrði einnig frá því, að lögreglan hefði fengið fleiri vopn en hún hefir haft fram til þessa. Sagði hann að þetta hafi verið nauðsynlegt þótt ekki væri til annars, en að hún gæti varið sig. ' Við Dagbók I. O. O. F. 1 = 1225248'/2 = 9' B 3X3 — 203040245!! Næturlæknir er í nótt Þórarinn Sveinsson, Asvallagötu 5. Sími 2714. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Sjötugur er í dag Vilhjálmur Gunnarsson, Laugaveg 118. Embættispróf í lögum. Nýlega hefir lokið embættisprófi í lög- fræði við Háskólann Benedikt Sigurjónsson frá SkefUsstöðum með hárri 1. einkunn, 138% stig. Revýan 1940. Forðum ? Flosa- porti verður sýnt í kvöld kl. 8%. Eftir kl. 3 verða aðgöugumiða’' seldir lægra verði. Er nú tækifæri fyrir fólk að sjá þenna spreng- hlægilega skrípaleik, sem oltaf er að ganga í endurnýjun lífdaganna. Altaf eitthvað nýtt. „Óveður í Suðurhöfum“ heitir ný skáldsaga, sem kemur á bóka- markaðinn í dag. Sagan er eftir Charles Nordtoft og James Nor- man Hall. Saga þessi kemur út í svonefndri „Stjörnuútgáfu“. Er það ný útgáfa, sem er að koma á markaðinn og mun ætlun útgef- enda að gefa út eina skáldsögu á mánuði eða svo. Læknablaðið, 4. tbl., er nýkom- ið út. Efni ritsins er: „Berklaveiki fundin við krufningar 1932—39“, eftir Níels Dungal próf.; „Ágrip af sjúkrasögu og nokkrar hug- leiðingar um C-vitamín“, eftir Sigurjón Jónsson. Til Strandarkirkju: S. J. 20 kr. X. 5 kr. M. S. 6 kr. G. B. 1 kr. R. G. 5 kr. Ónefndur 6 kr. Ónefnd ur 10 kr. H. I. 10 kr. G'. H. J. 10 kr. R. C. 4 kr. Helga Magnúsdótt- ir 2 kr. J. J. 10 kr. N. N. 10 kr. V. O. K. 3 kr. í brjefi 5 kr. Á. H. (gamalt áheit) 5 kr. Kristj ánssamskotin (afh. Mbl.): Ónefndur 2 kr. Guðlaug Andrjes- dóttir, Kerlingadal 3 kr. I. M., Akranesi 10 kr. Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 21.—27. apríl (í svigum tölur næstu vilcu á undan): Háls- bólga 72 (68). Kvefsótt 115 (167). Blóðsótt 22 (15). Gigtsótt 2 (0). Iðrakvef 17 (34). Kveflungna- bólga 7 (3). Taksótt 2 (1). Skar- latssótt 0 (1). Munnangur 0 (2). Hlaupabóía 5 (4). Ristill 0 (2). Kossageit 0 (1). Stingsótt 2 (0). Mannslát 9 (10). — Landlæknis- skrifstofan. (FB) Gengið í gær: Sterlingspund 20.98 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Fr. frankar 11.89 — Svissn. frankar 145.97 Útvarpið í dag: 19.30 Iiljómplötur: Orgellög. 20.00 Frjett.ir. 20.25 Spurningar og svör. 20.40 Erindi: Skordýr í matvæl- um (Geir Gígja kennari). 21.05 Útvarpskvartettinn: Lag með tilbrigðuni, eftir Beethoven. 21.25 Hljómplötur: Harmóníkulög. 21.45. Frjettir. 00OOOOOOOOOOÖOOOOO Sólskinssápa, Radion, Rinso, Vim-ræstiduft, Lux sápuspænir. ViMR Laugaveg 1. Útbú: Fjölnisveg 2. <xxk>o<x><x><k>ö<><><x>oo . 7 -------------------------------------------------|---- Veðrabrigði í Frakklandi hjálpa Bandamönnum FRAMH. AF ANNARI Sfi)U. I sjálfu skarðinn eru Þjóðverjar að slíta allar símalínur, eyði- ieggja vegi og járnbrautir, sem tengt gætu saman herina o. s. frv. FYRIR SUNNAN SKARÐIÐ. En fyrir sunnan skarðið halda Frakkar áfram að grafa sig niður við Sommefljótið. í hernaðartilkynningn Frakka í gær segir, að Þjóð- verjar hafi reynt að brjótast yfir Aisnefljót hjá Attimy, skamt fyrir austan Rethel. Höfðu þeir undirbúið árás sína með fallbyssuskothríð, en tókst þó ekki að ná marki sínu, Loks segir í hernaðartilkynningu Frakka, að fallbyssueinvígi hafi átt sjer stað á svæðinn milli Longvyon og Mosel, hjá landamærnm Lnxemborgar. Veðrabrigðí hafa nú orðið á ófriðarsvæðinu. Bjart veður hefir ríkt þar til fyrir tveimur dögum, er fór að rigua. En Þjóðverjar eru sagðir græða á bjartviðrinu, þar sem flugvjelarnar geti þá varpað niður sprengjum úr mikilli hæð. í gær brá líká svo við, að Þjóðverjar tilkyntn að þeip hefðn skotið niðnr aðeins 9 flugvjelar Bandamanna (áður hafa þær verið á annað hundrað daglega) og mist 5 sjálfir. Eins telja Bandamenn, að Þjóðverjar eigi öruðgra með að koma að skriðdrekum sínum, þegar vegir eru blautir. ,n: Yfirlýiing. Á§ marg gefnu tilefni leyfi jeg mjer hjer með að mótmæla algerlega rógburði þeim, sem um mig hefir gebgið, að jeg kærði og ljeti sekta þá viðskiftamenn, sem í vinsemd við verslun mína koma með fataefni á karla eða konur til sauma. Jeg mælist fastlega til, að þeir, sem eru svo auðtrúa að trúa slíkum sögum, leiti upplýsinga hjá lögreglu bæj- arins um þetta. Verða þeir hjer eftir látnir sæta ábyrgð, sem halda uppi slíku níði. Mun jeg hjer eftir, sem fyr, taka fataefni á k&rla og konur til vinslu eftir því sem við getum annað. Fyrir hönd Klæðaverslunar Andrjesar Andrjessonar h.f. ANDRJES ANDRJESSON. MorgunblaðiO með morgunkaffinu Móðir mín INGA SIGURBJARNARDÓTTIR frá Hj alteyri, andaðist að heimili sínu Höfn við Kringlumýrar- veg 22. þ. m. Fyrir mína hönd og annara vandamanna Sigurbjörn Valdemarsson. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar ARNFRÍÐAR FINNBOGADÓTTUR hefst að heimili hennar Þingholtsstræti 1 laugardaginn 25. maí kl. 3 e. m. Jarðað verður í Fossvogsgarði. Runólfur Pjetursson. * Pjetur Runólfsson. Richard Runólfsson. Innilega þökk fyrir alla þá samúð og hluttekningu, sem okkur hefir verið sýnd við missi HÖSKULDS sonar okkar. Þuríður Níelsdóttir. páll Halldórsson. Hjartanlegar þakkir til allra fjelaga og einstaklinga, er sýndu okkur samúð -og hjálpsemi við andlát og jarðarför BJÖRNS ÞORSTEINSSONAR. Pálína Þórðardóttir. Þorsteinn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.