Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 4
Irætt igið I ÍO.OOC 14 5.000 1 2000 13242 1000 12607 500 7916 15972 200 1204 5182 6716 10624 14337 16410 19209 23924 100 23 498 862 1255 1487 1904 2214 2567 2884 3891 4217 4906 5611 6225 6807 7079 7546 7876 8020 8273 8580 908C 9368 9703 10397 10895 11338 11518 11631 12411 12938 13400 13679 14479 14870 15083 15198 15558 16197 16450 16697 16963 17369 17723 17858 18059 18670 18868 19487 20139 20379 20674 21051 21353 21798 21938 22529 22861 23373 23506 24135 24677 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. júní 1940. Lanðssambanð Sjálfstæðis verkamanna stofnað §lofnþinginu lauk í gærkvöldi SAMBANDSÞING fjelaga Sjálfstæðisverkamanna var sett í Varðarhúsinu s.l. sunnudag kl. 2 e. h. Nítján fulltrúar frá 13 fjelögum Sjálfstæðis- verkamanna víðsvegar um landið sóttu þingið. — Vegna óheppilegra skipaferða gátu ekki öll fjelög sent fulltrúa. Hermann Guðmundsson, formaður Verkamannafjelagsins Hlíf í Hafnarfirði og formaður undirbúningsnefndar, setti þingið og bauð íulltrúa og gesti þingsins velkomna. Dagskrá þessa fundar hófst á því, að Olafur Thors atvinnumála- ráðherra flutti ávarp. Þá flutti Bjarni Benediktsson prófessor erindi um skipulag Al- þýðusambands Islands og afstöðu Sjálfstæðismanna til þess. Því næst flutti Gunnar Thor- oddsen erindi um upphaf og þró- un verkalýðshreyfingarinnar. Þá lagði undirbúningsnefnd, sem starfað hafði að undirbúningi þingsins, fram frumvarp til laga fjTÍr Landssamband Sjálfstæðis- verkamanna. Hafði Hermann Guðmundsson Eramsögu fyrir hönd nefndarinnar ag var formaður hennar. Þá var gengið til nefndakosn- inga og voru þessar nefndir kosn- ar; Kjörbr jef anefnd: Sveinn Sveinsson, Rvík. Leó Árnason, Akureyri. Axel Guðmuudsson, Rvík. Laganefnd: Sigurður Ilalldórsson, Rvík. Sveinn Sveinsson, Rvík. , Ingvi Jónsson, Hafnarfirði. Stefán Magnússon, Sauðárkróki. Svanur Karlsson, Stokkseyri. Verkalýðsmálanefnd: Gísli Guðnason, Rvík. Jón Bjarnason, Akranesi. Valdemar Pálsson, Blönduósi. Ásgeir Gunnarsson, Siglufirði. Oskar Kárason, Vestm.eyjum. Hermann Guðmundsson, Hafnar !irði. Atvinnumálanefnd: Leó Árnason, Akureyri. Ólafur .1. Ólafsson, Rvík. Guðm. Magnússon, Keflavík. Axel Guðmundsson, Rvík. Arinbjörn Clausen, fsafirði. Jón B. Björnsson, Borgarnesi. Sigurður Þórðarson, Rvík. Þá var þessum fundi slitið, en afnframt boðaður fundur á mánu- lag. Um kvöldið hjelt miðstjórn 5jáIfstæðisflokksins fulltrúum úngsins kaffisamsæti og kynn- ngarkvöld í Oddfellowhúsinu. — 5tóð það með ágætum fagnaði engi kvölds. Voru þar lialdnar yfir 20 ræð- ir og mátti glögglega af þeim narka með hverjum þrótti og rorhug Sjálfstæðisverkamenn :anga til baráttunnar fyrir þeim jetti, sem ójafnaðarmenn hafa etið á fyrir þeim á liðnum árum. Á mánudag hófst fundur kl. 10 rdegis, og stjórnaði Sigurður Halldórsson honum, en ritarar voru Stefán Magnússon og Jón B. Björnsson. Pyrir þessum fundi lá, að full- trúar hinna einstöku fjelaga gæfu skýrslu um stofnun og starfsemi fjelaga sinna. Voru þessar skýrslur mjög ýtar- legar og sýndu í senn ljóslega þá áþján og þann ójöfnuð, sem Sjálf- stæðisverkamenn hafa átt við að búa innan verkalýðssamtakanna aí hálfu hins þrýngsýna flokksliðs rauðu flokkanna, og gildi þess starfs sem unnið hefir verið nú þegar í fjelögum Sjálfstæðisverka- manna. Á fundi, sem hófst kl. 1 e. h., flutti svo Ólafur Thors atvinnu- málaráðherra erindi um atvinnu- mál og horfur í þeim efnum. Kvað ráðherrann mikla óvissu ríkja um þessi mál og örðugt um vik að spá miklu um framtíðina. En örðugleikarnir væru til þess að sigrast á þeim, en ekki til þess að bugast fyrir þeim. Stefna Sjálfstæðisflokksins bygð ist á starfi og baráttu frjálshuga manna. Sjálfstæðismenn hlytu nú að beita sjer fyrir því, að þjóðin stæði sem best saman í þessari baráttu. Þar hlytu allar stjettir að ganga saman. Þjóðarheill krefðist þess. Þá flutti Bjarni Snæbjörnsson alþm. erindi um íslensku verka- lýðshreyfinguna. Næsti fundur var settur kl. 4 e. h. Stjórnaði honum Guðm. Magnús son, Keflavík, en ritarar voru Sveinn Sveinsson og Leó Árnason. Þá flutti Thor Thors alþm. ýtar- legt erindi um vinnulöggjöf. Að því loknu hófust umræður um nefndarálit, en nefndir höfðu nú lokið störfum. Framsögumaður verkalýðsmála- nefndar var Jón Bjarnason. Eftirfarandi tillaga var samþ.: „Landssamband Sjálfstæðis- verkamanna lýsir yfir því, að það telur breytingar á Alþýðusam- bandi íslands til frekara frelsis og jafnrjettis innan þess óhjákvæmi- legar. Landssambandið telur, að með núverandi skipulagi Alþýðu- sambandsins sje Sjálfstæðisverka- mönnum og sjómönnum gert ó- mögulegt að vinna innan sam- bandsins. Landssambandið felur því stjórn sinni að styðja að því eftir fremsta megn, að breyting á Alþýðusambandinu fáist hið bráð- asta, að öðrum kosti heimilar Landssambandið stjórninni að Fulltrúar á stofnþingi Landssambands Sjálfstæðisverkamanna. Efsta röð, talið frá vinstri: Axel Guðmundsson, Stefán Magnús- son, Ragnar Elíasson, Jón Bjarnason, Ólafur J. Ólafsson og Sveinn Sveinsson. — Miðröð, talið frá vinstri; Svanur Karlsson, Gísli Guðna- son, Arinbjörn Clausen, Sigurður Þórðarson, Valdemar Pjetursson, Jón B. Björnsson og Ingvi Jónsson. — Sitjandi, talið frá vinstri: Leó Árnason, Óskar Kárason, Ilermann Guðmundsson, Sigurður Halldórs- son, Guðmundur Magnússon og Ásgeir Gunnarsson. gera nauðsynlegar ráðtafanir til rjettarverndar fyrir Sjálfstæðis- verkamenn og sjómenn“. Framsögumaður atvinnumála- nefndar var Ólafur J. Ólafsson. Miklar umræður urðu um nefnd- arálitið og voru að lokum sam- þyktar þessar tillögur; „Landssamband Sjálfstæðisverka manna og sjómanna telur eftir- farandi megin-úrlausnarefni til út- rýmingar hinu stöðugt vaxandi Mvinnuleysi, bjargarskorti og fá- tækraframfæri fullkomlega starf- liæfs fólks: , - 1. Að alt ræktanlegt land, sem liggur innan takmarka bæja, kaup staða og kauptúna, og ekki er út- lit fyrir að notað verði sem al- ment lóðaland næstu 10—12 ár, eða er nú þegar nýtt á annan hátt, verði skift upp í 1—2 ha. reiti og úthlutað til eignalausra fjölskyldumanna sem erfðafestu- land. Að afnotagjald verði svo lágt sem frekast er unt. Að ákveðin upphæð fylgi hverri landspildu sem kiigildi eða hið opinbera hlutast á annan hátt til um að Iandið komi móttakanda að fullum notum. 2. Að ríkissjóður, bæjarsjóðir og sveitasjóðir kaupi bústofn (kú- gildi) fyrir hvert nýbýli, sem tek- ið er til ábiiðar eftir áramót 1940 —1941. Bústofn þessi skal ávalt fylgja býlinu og endurnýjast af ábúanda. 3. Að gera nú þegar víðtækar athuganir á íslensku efni til bygg- inga og styðja að byggingum úr því. Að afnema toll af efni til mótor- skipa- og bátasmíða og að þal opinbera, bæir, sveitafjelög og ríki hlutist til um að einstakling- ar eða fjelög hefjist þegar handa um smíði opinna vjelbáta og end- urnýjun stærri báta og skipa, eft-' ir því sem frekast er unt. Að iðnlöggjöfinni sje breytt þannig, að ekki sje hægt að úti- loka menn frá því að læra hverja þá iðngrein sem er. En kjör nem- enda verði aftur gerð svo góð, að j þeir skapi ekki óhæfa samkepni i við Sveinana. Að það opinbera hlutist til um, að fjárslátrun fari ekki fram í þeim hjeruðum, sem enn eru trygg gegn inæðiveikinni og komi þann- ig í veg fyrir að bústofn lands- manna rýrni til stórra muna. Að iðnaði landsmanna, sem þarf erlent hráefni, verði trygt nægi- legt efni svo iðnaðarframleiðslan ]>urfi ekki að stöðvast þeirra or- saka vegna. Að iðnaðurinn fái rekstrarlán með hagkvæmum kjörum. Að hið opinbera hlutist til um að sem flestir vinnuþiggjendur geti fengið hlutdeild í arði þeirra fyrirtækja sem þeir vinna við. Ennfremur að samræmt verði arð- skifti fyrirkomulagið við sjávar- útveginn og fundið alment og rjett látt hlutaskiftafyrirkomulag fyrir alt landið. Að tolla- og skattalöggjöfinni verði breytt þannig, að hún ýti undir athafnastarf og framtak einstaklinganna. Að siglingafloti landsmanna yerði aukinn svo fljótt sem verða má“. Framsögumaður laganefndar var Sveinn Sveinsson. Nokkrar umræður urðu um frumvarp til laga sambandsins, og var.það samþykt með smávægileg- um breytingum. Þá var og samþykt eftirfarandi tillaga frá Hermanni Guðmunds- syni, Sig. Halldórssyni og Ólafi J. Ólafssyni: „Landssambandsþing Sjálfstæð- ásverkamanna skorar á ríkisvald- ið að afnema allar hömlur á rjett- látri kauphækkun verkalýðsins“. Þá fór fram stjórnarkosning: Forseti sambandsins var kjör- inn Hermann Guðmundsson, Hafn- arfirði, og varaforseti Sigurður Halldórsson, Rvík. Ritari var kjör- inn Ólafur J. Ólafsson, Rvík, gjald keri Axel Guðmundsson, Rvík og fjármálaritari Ingvi Jónsson, Hafn arfirði. FKAMH. A SJÖTTU SÖ>1T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.