Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIi Þriðjudágur 11. júní 1940. Italir fóru í stríðið með Þjóðverjum kl. 12 í nótt Mussolini sagði Bret- - iim og Frökkum stráð á hendur í gær Norepur | valdi Þjúðveria Bandamenn drðgu alt herfið sitt burtu " ' 'f^yað var tilkynt úr þýsku *^ fangabækistöðvunum á vesturvígstöðvunum snemma í iyærmorgun, að herför Þjóð. verja til Noregs væri lokið með fullum sigri. Hin hetjulega barátta þýsku hersveitanna í Narvik hefir nú hlotið krýningu sína með alger- um sigri, segir í tilkynningunni. 1 tvo mánuði hafa austurrísk- ar fjallahersveitir barist þarna hetjulega með stuðningi flugliðs og flotadeilda, gegn gífurlegu ofurefli. Þær hafa með úthaldi sínu sýnt það, að jafnvel þar sem fáliðaðar þýskar hersveitir berjast gegn ofurefli, geta þær trygt þýskum vopnum sigur. Hersveitir Bandamanna hafa nú verið neyddar til að yfirgefa Narvik og Harstad. Þýski fán- inn blaktir nú endanlega. yfir Narviíc. Aðfaranótt hins 10. júní, bað norski herinn um að samningar byrjuðu um uppgjöf hans. Tilkynning um brottflutning herliðs Bandamanna úr Norður- ¦ Noregi var birt í London um há- p ... *-.-* degi í gær. í tilkynningunni segir, að á- kvörðun þessi hafi verið tekin íj samráði við Hákon VII. Noregs- konung og ríkisstjórn hans. Nokkur hluti hers Norðmanna í Norður-Noregi var fluttur á brott, ásamt breska og franska herliðinu, og verður hann end- ? urskipulagður og æfður annars staðar. Hákon konungur, fjölskylda j hang og norska ríkisstjórnin, steig á land í breskri hafnar- borg í gær, af bresku herskiþi, líi FBAMH. Á SJÖTTU SÉBU. KLUKKAN TÓLF Á MIÐNÆTTI fóru Italir í stríðið með Þjóðverjum, gegn Bretum og Frökkum. Sendiherrum Frakka og Breta í Rómaborg var afhent stríðsyfirlýsing ítala um miðjan dag í gær og nokkrum klukkustundum síðar tilkynti Mussolini ákvörðun sína í útvarpsræðu, sem útvarpað var um allar ítalskar og þýskar stöðvar, og stöðvar í Bandaríkjunum. 1 ræðu sinni sagði Mussolini, að ítalir ætluðu ekki að draga önnur lönd, sem hefðu landamæri að Italíu á landi eða sjó ,inn í stríðið. „Tyrkir, Grikkir, Júgóslaf ar, Svisslendingar og Egypt- ar ættu að veita þessu athygíi", sagði Mussolini, „því að það er eingöngu undir þeim sjálfum komið hvort þeir dragast inn í stríðið". .»*«> VEGNA SKULDBINDINGA VIÐ ÞJÓÐVERJA Laust fyrir kl. 3 í gær, eftir Mið-Evrópu tíma, kallaði Giano greifi, utanríkismálaráðherra Itala, sendiherra Frakka í Róma- borg, M. Francois Poncet, á siMfund og Ias upp fyrír honum svohljóðandi yfirlýsingu: „Konungur og keisari ítala telur sig eiga í styrjöld við Frakkland frá deginum á morgun, 11. 'fútií að telja". Francois Poncet spurði utanríkismálaráðherrann: „Hver er orsök þess, að Italir segja Frökkum stríð á hendur.?'.' Ciano greifi svaraði, að þeir gerðu það til þess að uppfylla skuldbind- ingar sínar gagnvart Þjóðverjum. Sendiherra Frakka svaraði þá, að ekkert hefði breyst frá því, að Ciano greifi hefði sjálfur lýst yfir því, í ræðu sem hann flutti í desember síðastliðnum, að ítalir væru ekki skuldbundnir til að hjálpa Þjóðverjum í næstú. þrju ár, á meðan þeir væru að birgja sig upp og efla her sinn. Síðan lýsti sendiherrann yfir því, að Frakkar hefðu öflugri her við Miðjarðarhaf heldur en nokkurs staðar annars staðar. Kl. 16,45 var sendiherra Breta í Rómaborg kallaður á fund Cianos greifa og honum afhent yfirlýsing samhljóða yfirlýsing- unni, sem sendiherra Frakka vár afhent. En á meðan sendiherrar Breta og Frakka voru í utanríkis-> málaráðuneytinu til að hlýða á ákvörðun ítala, sem lengi hafði verið boðuð, þótt hún kæmi ekki fram, fyr en Þjóðverjar voru við hlið Parísarborgar, var múgur og margmenni að safnast saman á torginu fyrir framan Feneyjahöllina. Italir hjeldu í gær hátíðlegan „flotadag" og það hafði verið boðað, að Mussolini ætláði að flytja ræðU'. Snemma í gærmorgun fóru kallarar um götur borgarinnar til að hvetja fólk til að safnast saman á Feneyjatorginu. Fólkið safnaðist saman í hópa og gekk síðan fylktu liði á ákvörðunar- staðinn. Múgurinn bar spjöld þar sem á voru letraðar hinar ýmsu kröfur Itala um landvinninga: Korsika! Tunis! Nissa o. s. frv. Það var auðsjeð á látbragði manna, að þeir bjuggust við stórtíð- indum og að þá meir en rendi grun í hver þessi tíðindi væru. Skömmu áður en Mussolini steig fram á svalir Feneyjahallarinn- ar, sauð og svall múgurinn á torginu með háværum hrópum á „II Duce". Með Mussolini á'svölunum og við hlið hans var tengdason- ur hans, Ciano greifi, utanríkismálaráðherra ítala. * Mussolini talaði í 15 mínútur. En ræða hans var þó ekki eins löng og tíminn bendir til, því að hvað eftir annað varð hann að staldra við á meðan heyr-hrópin gullu í móti honum. Musso- lini mælti á þessa leið: RÆDA MUSSOLINIS Hermenn á landi, sjó og í lofti. Svartstakkar, ítalska þjóð, menn og konur í ítah'u, Albaníu og nýlendunum. Við stöndum á sögulegum tímamótum. Hlýðið á mál mitt. , FRAJSH. Á SJÖUNDU SÖ)U. Þjóðverjar eru að um- kringja París ¦1 ¦¦g| P'H Stj órnarskrifstofurn- ar fluttar á burtu P ARÍS er nú í alvarlegri hættu. Það var til- kynt í gærkvöldi, að allar helstu stjórnar- skrifstofurnar hefðu verið fluttar frá París. út á land og að það hefði verið gert samkvæmt eindregn- um tilmælum frönsku herstjórnarinnar. Reynaud, forsætisráðherra Frakka, fór í gær frá París til vígstöðvanna. Síðustu dagana hefir verið stöðugur straumur flóttamanna frá borginni og hefir þessi straumur aukist síðasta sólarhringinn. En breskir frjettaritarar í París leggja áherslu á, að fólkið sje rólegt og æðnilaust. Kauphöllin hefjr verið flutt frá Paris út á land um stundar- sakir. En bankar starfa áfram í borginni, éihs og venjúleg'a. Mr. WiIIiam Bullit, sendiherra Bandaríkjanna í Párís lýsti yfir því í gær, að hann myndi taka því, sem að höndum bæri í borginni sjálfri, á meðan stríðið stæði yfir. Það verður ráðið af hernaðartilkynningu Frakka í gær- kvöldi að Þjóðverjar eru að reyna að umkringja París og sækja fram bæði austan og vestan við hana, að líkindum með bað fyrir augum að láta hersveitirnar ná saman að sunnanvercu. Samtímis sækja Þjóðverjar fram á tveim öðrum vígstöðvum, austur hjá Rethel, þar sem þeir stefna að Reims og enn austar, fyrir austan Aisne. "u Þar sækja þýskar hersveitír suð-austur á bóginn og eru komnar að borginni Beaumont hjá Meuse. Svo virðist, sem mark- mið þessara hersveita sje að sækja að Maginotlínunni aftan frá. ÖH víglínan er um 320 km. löng. Markmið Þjóðverja með því að sækja frani á allri víglínunni, er talið vera að "reyna að gjörsigra hinn franska her í þessari einu or- ustu, sem nú hefir staðið yfir í sex daga. Meginsókn Þjóðverja hefir verið eftir vegunum frá Amiens til Rouen og frá Amiens til Vernon. Báðar þessar borgir eru nú á valdi Þjóðverja. Hersveitir þeirra eru komnar til Signu á báðum þessum stöðum, og nokkrum her- sveitum hefir tekist að komast yfir fljótið, þótt Frakkar hafi veitt harðvítugt viðnám. Hersveitirnar, sem fóru yfir Signu, eru um 50 km. frá París. Þýsku hersveitirnar, sem eru að reyna að komast fram hjá París að austanverðu, voru í gær komn- ar til fljótsins Ourcq og stefndu í áttina til Chateau Thierry við fljótið Marne. í Champagne-hjeraðinu sækja Þjóðverjar fraœ beggja megin við Roosevelt opnar BandamðBnum auðlindlr Banda- ríkjanna Roosevelt flutti kl. 11.15 í gær- kvöldi eftir ísl. títna ræðu í Virginia og hafði verið boðað fyrirfram að hann miyndi gefa mikilvæga yfirlýsingu varðandi styrjöldina. , En talið var að hann hefði orðið að breyta nokkrum köflum í ræð- unni á síðustu stundu vegna fregn- arinnar unr að Italir hefðu sagt Bretum og Frökkum stríð á hend- ur. FRAMH. Á SJÖTTF SÍÐU. PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.