Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. júní 1940. MORGUNBLAÐIÐ Ræða Mussolinis Dagbók PRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Stund hinna óafturkallanlegu ákvörðunar er komin. Stríðs- yfirlýsingin hefir þegar verið afhent sendiherrum Frakklands og Bretlands. Þessar afturhaldssömu auðvaldssinnuðu lýðræðis- þjóðir hafa ávalt reynt að setja tálmanir í veg fyrir ítali og bregða fæti fyrir þá. Ef lýsa ætti viðburðum síðustu ára, þá mætti gera það með þessum orðum: Innantóm slagorð, ógnanir, hót- anir, ofbeldi og að lokum hið svívirðilega viðskiftabann 52 þjóða gegn ftölum. Samviska okkar er róleg. Þjer og allir hermennirnir geta borið vitni um, að við höfum gert alt, sem í mannlegu valdi stendur til þess að forða Evrópu frá þessum hörmulegu örlögum. Það hefði nægt til að koma í veg fyrir styrjöld, ef samn- ingar, sem aldrei áttu að standa eilíflega, hefðu verið endur- skoðaðir og tekið tillit til nýrra hagsmuna, sem skapast hafa með breyttu viðhorfi. Það hefði nægt, ef hin heimskulega og fávíslega pólitík ábyrgðanna hefði aldrei hafist, en hún hefir orðið örlagarík, ekki síst fyrir þær þjóðir, sem verið hafa svo óhamingjusamar að hafa hlotíð þessar ábyrgðir. Það hefði nægt, ef gengið hefði verið að tillögum þýska for^ ingjans, sem hann bar fram 6. október síðastliðinn, þegar styrj- öldinni í Póllandi var lokið. En nú tilheyrir þetta alt fortíðinni. Er ítalska þjóðin tekur nú á sig hörmungar styrjaldar, þá gerir hún það til þess, að vaíðveita heiður sinn. Mikil þjóð er því aðeins mikil, að hún líti á skuldbindingar sínar, sem heilagar. Við grípum til vopna eftir að öll vandamál í sambandi víð landamæri okkar á landi hafa verið leyst til þess að, leysa vandamálin um landmæri okkar á sjó. Hlekkirnir, sem binda okkur á landi og sjó í hafi okkar verða sprengdir. 45 miljón manna þjóð er ekki frjáls nema að hún geti farið frjáls ferða sinna á hafinu. . Baráttan, sem nú hefst, er einn þáttur í byltingu okkar. Það er barátta hinna fátæku en mannmörgu þjóða, gegn þjóðunum, sem sitja á rjetti þeirra, og sem einokað hafa auðæfi jarðar og geyma alt gullið í klóm sínum. Það er barátta hinna ungu framsæknu þjóða, gegn @töðn- uðu þjóðunum, sem farið er að hraka, hinna frjósömu þjóða gegn ófrjósömum þjóðum. Það er barátta milli tveggja alda, milli tveggja hugsjóna Er teningnum er nú kastað og öll skip brend að baki, vilj- um vjer taka fram, að ítalir ætla ekki að draga þær þjóðir, sem eru nágrannar hennar á landi eða sjó, inn í styrjöldina. Tyrk- land, Grikkland, Egiptaland, Sviss og Júgóslafía, ættu að veita þessum orðum mínum athygli, því að þau hafa alveg í höndum sjer að skapa framtíð sína. Á hinni minnisverðu samkomu er jeg var á í Berlín sagði jeg: Siðalögmál fascista krefst þess, að haldið sje trygð vði vin og fylgst með honum, þar til yfir lýkur. Þetta höfum vjer gert og munum vjer gera. Við munum fylgjast með Þýskalandi, hinrii þýsku þjóð, og hinum sigursælu þýsku herjum. Þegar jafn sögulegir atburðir fara í hönd, beinum vjer hugum vorum til keisara okkar, sem jafnan hefir túlkað rödd þjóðar sinnar og heilsum með hárri röddu hinum þýska for- ingja, Adolf Hitler. I þriðja sinni rís Ítalía öreiganna og fascistanna, sterkari -og meir samtaka en hún hefir nokkru sinni verið. Afdráttar- laust og skuldbindandi fyrir alla ítalska þepna, frá Ölpunum til Indlandshafsins, hljómar kjörorðið: Sigur! Og vjer munum sigra, svo að loks sje hægt að gefa ítölum Evrópu og öllum heiminum nýjan og þráðan frið. ítalska þjóð: Til vopna! Sýndu þrautseigju þína, hugrekki og gildi þitt. Þegar Mussolini hafði lokið máli sínu, ætlaði alt af göfl unum að ganga. Menn veifuðu húfum og kölluðu, þrýstu hend- ur hvers annars og rópuðu: „II Duce“ (foringinn!) og „Eviva Hitler“ (Lengi lifi Hitler). II Duce kom þá fram á svalirnar, setti upp stálhjálm og batt reimina undir hökuna. Það var tákn til þjóðarinnar um -að Italir væru nú í stríði. Yfírlýsing Þjóðverja Áður en Mussolini flutti ræðu sína, höfðu erlendir blaða- Tnenn verið kallaðir á fund von Ribbentrops, utanríkismálraáð- herra Þjóðverja. Hlýddu þeir þar á ræðuna. En strax að henni lokinni stóð von Ribbentrop upp og sagði að Þjóðverjar væru hrærðir og fullir fagnaðar og hrifningar yfir því, að ítalir skyldu af eigin frjálsum vilja ákveða að fara stríðið með Þjóðverjum, gegn hinum sameiginlega óvin, Eng- landi og Frakklandi. Þýskaland og Italía munu nú berjast hlið við hlið þar til valdhafarnir í Englandi og Frakklandi viður. kenna lífsrjettindi þjóða okkar. Trygging þess, að við munum sigra, er hinn óskaplegi kraftur þjóða okkar og hin mikla vin- átta hinna miklu foringja okkar, Adolfs Hitlers og Benito Mussolinis. Næturlæknir er í nótt Gísli Páls- son, Laugaveg 15. Sími 2474. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Frú Valentína Hallgrímsdóttir, Grettisgötu 1, verður sjötug í dag- Hjúskapur. 9. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Svava Stefáns- dóttir frá Ásbrún á Fáskrúðsfirði Aðalsteinn Snæbjörnsson sjómað- ur, Grettisgötu 66. Ileimili ungu | hjónanna er á Grettisgötu 66. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungrú Anna Fjeldsted (Hjartar Fjeldsted) og Magnús Bjarnason (Bjarna Jóns- sonar frá Vogi). Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Fjóla Jósefs- dóttir frá Hjalteyri og Eyþór M. Bærings, Skólavörðustíg 42. Einar Kristjánsson lyf..fr., for- maður Skíðafjelags Siglufjarðar, er staddur hjer í bænum og muu dvelja hjer um tíma. Útsvörin. Skrifstofa borgar- stjóra hefir beðið blaðið að geta þess, að ekki verði hægt að bera út útsvarsseðla fyr en um næstu helgi, en eins og kunnugt er ligg- ur útsvarsskráin frammi á skrif- stofu bæjargjaldkera og geta menn þar sjeð útsvör sín. Knattspyrna. Úrslitaleikir fara fram í kvöld 1 fyrri umferð II. flokks. Fyrst keppa K. R. og Vík- ingur -og síðan Valur og Fram. Mótið stendur nú þannig, að Val- ur hefir 4 stig, Fram 3, K. R. 1 og Víkingur 0. Knattspyrnumót Hafnarfjarðar hjelt -áfram á sunnudag og fóru leikar svo, að í III. flokki unnu Haukar F. H. með 1:0 og í I. fl. vann F. H. Ilauka með 5 mörkum gegn £. Dómari á þessum leik var Jóií Magnússon. Leikfjelag Reykjavikur sýndi skopleikinn „Stundum og stund- um ekki“ s.l. sunnudag fyrir troð- fullu liúsi og komust ekki nærri allir að sem vildu. — Næsta sýn- ing verður því annað kvöld kl. 8%. Tilkynning. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að afgreiðsla brjefaskeyta og upplýsingar um þau eru aðeins veittar á skrif- stofu Rauða Krossins kl. 14—16 Upplýsingar þessu viðvíkjandi i síma aðeins á þessum tíma. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar, Kjalarness, Kjós- ar, Þingvellir, Laugarvatn, Hafn arfjörður, Meðallands- og Kirkju- bæjarklausturspóstar, Akranes, Dalasýslupóstur, Austur-Barða- strandarsýslupóstur, Snæfellsness- pótur. Norðanpóstur. Þegar tíðindin bárust hingað gær, um að Bandamenn hefðu dregið herlið sitt burtu úr Noregi, gaf Morgunblaðið út fregnmiða. Kom fregnmiðinn laust eftir kl. 1. Annan fregnmiða gaf blaðið ú laust fyrir kl. 6, strax eftir að Mussolini flutti ræðu sína- Ferðalög íslendinga til Finn- lands. Utanríkismálaráðuneytið til kynnir • Samkv. símskeyti, sem ríkisstjórninni barst nýlega, hefir finska ríkisstjórnin ákveðið, að íslendingar, sem ætla að ferðast til Finnlands, þurfi að kafa feng- ið staðfestingaráritun (visum) á vegabrjef sín. Ennfremur hefir verið ákveðið, að norræn ferða- skírteini skul i ekki lengur gilda fyrir ferðalög til Finnlands. Gengið í gær: SterlingSpuhd 20.82 100 dollarar 651.65 — Fr. frankar 11.81 Otvarpið í dag: 19.30 Hljómplötur: Lög úr filmum, 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Iðjuhneigð og vmnu gleði (Guðmundur Friðjónsson) — Árni Jónsson). ' 2. flokkur (fyrri umferð). 120.55 Lýsing á Íslandsglímunni (í j Úrslitaleikir í kvöld. Iðnaðarmannahúsinu). ! KI. 8 K. R. — Víkingur. 22.10 Frjettir. I Kl. 9 Valur — Fram. .V'-VL —V V ^ 4SL — - t. ' * - Faðir minn, EINAR GUÐMUNDSSON, bóndi í Miðdal í Mosfellssveit, andaðist að heimili mínu, Skóla- vörðustíg 43, 10. þ. m. Fyrir hönd barna og tengdabama. Guðmundur Einarsson. Konan mín, ELÍN GÍSLAD0TTIR, andaðist í gærmorgun að heimili okkar, Meðalfelli í Kjós. Eggert Finnsson. Okkar kæra dóttir og systir EBBA UNNUR JÓNSDÓTTIR andaðist að Vífilsstöðum fimtudaginn 6. júní. Verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 14. júní kl. V/2 e. hád. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Halldóra Jónsdóttir, Jón Sigurðsson og systkini. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að bróðir minn, STEINGRÍMUR JÓNSSON veggfóðrari, andaðist að heimili sínu, Grettisgötu 79, 10 þ. m. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda. Þorkell Jónsson. rrLO Maðurinn minn og faðir okkar. ÓLAFUR BJÖRN HANNESSON, Torfustöðum, Akranesi, ljest aðfaranótt 10. júní. Guðrún Stefánsdóttir. Lárus S. Ólafss-on. Kjartan Ólafsson. Jarðarför m,óðúr og tengdamóður okkar, STEINUNNAR ERLENDSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12. þ. m. og hefst með bæn að Elliheimilinu Grund kl. zy2 e. h. Inga Guðsteinsdóttir. Anna Guðsteinsdóttir. Bjami Eggertsson. Jarðarför GUÐRÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Hverfisgötu 73, fer fram frá Fríkirkjuuni miðvikudaginn 12. þ. m. kl. 1.30 e. h., Aðstandendur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför dóttur okkar, ÖNNU KATRÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, og öllum hinum mörgu, nær og fjær, sem fyr og síðar sýndu henni vinsemd og kærleika, biðjum við Guðs blessunar. Agnes Theodórsdóttir. Þorsteinn Þorkelsson. Jeg þakka hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, EGGERTS KR. JÓHANNESSONAR. Sjerstáklega færi .jeg mínar bestu þakkir jámsmíðameist- ara Páli Magnússjmi og frú hans, Tónlistarfjelaginu og Lúðra- sveit Reykjavíkur. Fyrir mína hönd, barna mánna og tengdabama. Halldóra Jóndóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.