Morgunblaðið - 05.07.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIf) Föstudagur 5. júlí 1940. Meginhluti transka flotans í höndum Breta Sjóorusta milli franskra og enskra herskipa Frökkum skipað að sökkva skipum sín- um frekar en þau falli Brelum i liendur ÞAÐ VAR TILKYNT í Bretlandi í gærkvöldi, að meginhluti franska flotans væri nú í hönd- um Breta víðsvegar í breskum höfnum og á höfninni í Alexandríu. Breska stjórnin samþykti einróma í fyrradag, að beita öllum ráðum til þess að ná yfirráðum yfir franska flot- anum, og' ein afleiðing þeirrar samþyktar var sjóorusta milli franskra og breskra herskipa hjá hafnarbænum Oran í Norður-Afríku, en þar lá allstór hl.uti franska flotans. SJÓORUSTAN. Orusta þessi átti sjer stað í fyrradag og segjast Bretar hafa sökt þar eða gert ósjófær öll þau herskip, sem þar lágu nema eitt orustubeitiskip, sem komst undan mjög laskað:. Skip ..það, sem undan komst mun vera orustubeitiskipið Dunkerque, sem er eitt af nýjustu og bestu skipum franska flotans. Það komst til Toulon í Frakklandi. FRÖNSK HERSKIP í HÖNDUM BRETA. í orustunni hjá Oran sukku eða eyðilögðust 1 orustuskip, 2 orustubeitiskip og 2 tundurspillar og áuk þess minni skip. Bretar segjast ekki hafa orðið fyrir neinu tjóni á skipum sínum í orustunni við Oran og mannfall í liði þeirra hafi verið einn liðsforingi, einn sjóliði fallnir og nokkrir særðir. 1 þýskum fregnum er því hinsvegar haldið fram, að all- mörg frönsk skip hafi komist undan frá Oran. í breskum höfnum eru 2 orustuskip, 2 beitiskip, 8 tundur- spillar, nokkrir kafbátar og um 200 minni herskip. 1 Alexandríu eru þessi frönsk herskip: 1 orustuskip, 4 beitiskip, (þar af 3 bestu beitiskip Frakka), fjöldi tundurspilla og minni herskip. GAGNRÁÐSTAFANIR FRAKKA. Franski flotinn hefir fengið skipun frá stjórn sinni að leita þegar til öruggra hafna, og að áhafnir franskra skipa eigi frekar að sökkva skipum sínum, en að láta þau falla í hend- ur Breta. Hefir þýska stjórnin samþykt að skoða það ekki sem brot á vopnahljessamningnum þó Frakkar sökkvi skipum sínum undir slíkum kringumstæðum. Þá hefir frönskum herskipaforingjum verið fyrirskipað að ^kjóta á bresk kaupför og sökkva þeim. Einnig hafa þau frönsk herskip, sem liggja í Alexandríu fengið skipun um að fara það-* an og það með valdi, ef þau fá ekki að fara frjálst. í ræðu, sem Winston Churchill, forsætsiráðherra, hjelt í neðri málstofu breska þingsins í gær, gaf hann skýrslu um orustuna við Oran og ráðstafanir þær, sem breska stjórnin hefir gert til að tryggja sjer franska flotann. Fer útdráttur úr ræðu hans hjer á eftir: Ræða Churchill’s Loforð, sem ekki var efot Churchill, forsætisráðh. Breta skýrði frá því í reeðu sitmi„ sem hann hjelt í gær, að Reynaud-stjómin hefði lofað að flytja 400 þýska flugmenn, sem voru fangar í Frakklandi til Eng- lands. Flugvjelar þessara flugmánna höfðu verið skotnar niður yfir Frakk- landi og hefðu enskar flug- vjelar skotið sumar þeirra niður. En þegar Petain- stjórnin tók við völdum, hefði hún neitað að senda þessa flugmenn til Englands og látið þá lausa. Nú geta þessir flugmenn haldið áfram að berjast fyr- ir Þjóðverja, sagði Churchili ■ XK Fríður kem- tír ekkí tií mála Churchill skýrði fyrst frá hvað aðhafst var í höfnum heima fyrir, en í þeim lágu 2 frönsk orustuskip, 2 smá beiti-i skip, nokkrir kafbátar, meðal þeirra kafbáturinn „Surcouf", 8 tundurspillar og um 200 smá herskip, svo, se mskip sem notuð eru til þess að leggja tundur- duflum og siæða þau, skip, sem útbúin eru til varnar öðrum herskipum gegn loftárásum s. s. frv. Churchill talaði um þessi *skip sdm herskip, er koma að hinu mesta gagni, þótt lítil væri. Þegar yfirmönnum þessara skipa hafði verið tilkynt hvað til stæði, var sendur herafli út FEAMH. Á SJÖTTXJ SÍÐU Bjeði í Bretlandi og Þýska- landi hefir því verið lýst yfir af stjórnarvöldunum, að friður komi ekki til mála eins og nú sje ástatt. Ameríska frjettastofan Asso- ciated Press hafði sent út fregn um nýja friðarskilmála, sem Þjóðverjar væru reiðubúnir að ganga að. í tilefni af þessari frjett var því opinberlega lýst yfir í Þýska landi, að enginn fótur væri fyrir því, að Þjóðverjar hugsuðu til friðar. Þvert á móti hefðu þeir aldrei verið eins ákveðnir í að halda stríðinu áfram þar til sigur yæri unninn eins og ein- mitt nú. í þýskum frjettum er sagt, að slíkar friðarfrjettir, sem þessi sjeu runnar frá Bretum, sem vilji með þeim telja kjark í bresku þjóðina. Bretar segja — Churchill, forsætisráðherra Breta mintist einnig á frið í ræðu sinni í gær. Hann sagði að Bretar væru ákveðnir í að berjast til "þrautar og friður væri óhugsandi fyr en Bretar hefðu sigrast á óvinunum. Franska ónistubeitiskipið Dunquerque, se.ni' talið er að Iiafi verið eina skipið, sein komst undan í sjóorustu bresku og frönskd her- skipanna hjá Oran. Skipið laskaðist mjög mikið. Fraoskur her verst enn ( Rohne-delnum I Frekklandi Vopnaviðskifti eiga sjer enn stað á franskri grund. í Rhone-dalnum verst 22 þúsund manna franskur her ennþá. Itæður lið þetta yfir vígi einu, sem kallað hefir verið Oibraltar Rhone-dalsins. Er svo að sjá, sem liðið hafi neitað að gefast upp, þótt vopna hlje sje komið á milli Frakka og Þjóðverja. Nánari fregnir um, hvernig þess ari viðureign sje háttað, eru ekki fyrir hendi, en í breskum fregnunt sagði í gærkvöldi frá því, að lið þetta verðist áfram. Franska Somaliland berst með Bretum. Þá hefir landstjóri Frakka í fra^iska Sómalilandi lýst því yfir, að hann rnuni berjast áfram með Bretum. Samkvæmt vopnahljesskilmálnm Ttala og Frakka fór ítölsk sendi- nefnd á fund landstjórans til þess að semja við hann um upp- •gjöf frönsku hersveitanna þar, en landstjórinn neitaði að veiti henni móttöku og veitti henni frest til þess að hafa sig á brottu úr land- inu. Þá hafa og borist fregnir um, að landstjórinn í nýlendnm Fraltka í Austur-Indlandi hafi neitað að viðurkenna vopnaliljes- skilmála Frakka og Þjóðverja og hafi lýst því yfir, að hann teldi stríðinu við Þjóðverja haldið á- fram. Frakkar fá aftur að nota sitt eigið útvarp Vopnahljesnefndin þýska hef- ir haft til meðferðar ósk frönsku stjórnarinnar um að mega á ný nota útvarp í þeim hluta landsins, sem Þjóðverjar hafa ekki hernumið. Ákveðið hefir verið að leyfa Frökkum að nota útvarpið á ný og útvarpa dagskrám, er samd- ar eru af Frökkum sjálfum. En það er tekið fram, að franska stjórnin verði að bera ábyrgð á öllu, sem útvarpað er. Stjórn í Rúmenfnu vin- veitt einræðisrfkjum ■VT ý stjórn hefir tekið við , ' völdum í Rúmeníu, og er Gigurtu fyrverandi utanríkis- málaráðherra, forsætisráðherra. j í stjórninni eru mestmegnis | herforingjar og einn flotafor- ingi. j Gigurtu er talinn vinveittur einræðisríkjunum Þýskalandi og Italíu og meðal annars er bent á, að hann sje einkavinur Gör- ings marskálks. Hann er auð- ugur kaupmaður. Allmikið hefir verið um ó- eirðir í Rúmeníu undanfarið og hafa verið gerðar miklar ráð- stafanir af yfirvaldanna hálfu til að bæla þær niður. Útlendingum hefir verið bannað að ferðast á milli borga og hervörður er hafður um all- ar mikilvægar byggingar. Breskar sprengjuflugvjelar gerðu í gær loftárásir á ýmsa hernaðarlega mikilvæga staði í Norður-Þýskalandi. Enafremur á olíubii'gðastöðvar í Hollandi. — Telja Bretar, að inik'ið t.jón hafi 1 orðið af þessum loftárásum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.