Morgunblaðið - 05.07.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1940, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 jiiiiHiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiHHiimniiHi | Síðari | 1 grein | lllllill.Illll.. Ekki verður með vissu sjeð,. hver arður kon- ungs var af brennisteins- versluninni, nema fyrsta ár- ið, eins ok áður var minst á. Enginn vafi er á því, að arðurinn hefií farið sívaxandi lengi vel. Alt fram til ársloka 1571 hafði kon- ungur brennisteinsverslunina sjálf ur á hendi, en þá seldi hann brennisteinsrjettindi sín norðan- lands, ásamt allri verslun þar, fyr- ir samtals 5220 dali á ári. Þessi leiga var á þeirrar tíðar mæli- kvarða stórfje. Þessi samningur var í gildi í 4 ár. Að þeim tíma liðnum tekur konungur verslunina i sínar hendur aftur, en nú fer henni fljótt hnignandi, og er svo komið árið 1598, að brennisteins- hafnirnar norðanlands ásamt brennisteinsversluninni, eru leigð- ar fyrir 100 dali á ári. Hnignuu brennisteinsverslunarinnar mun aðallega eiga rót sína að rekja til þess, hvað brennisteinn hefir fallið í verði um þetta leyti, þótt hitt sje ekki ósennilegt, að eítir að tekinn hafði verið áreiðanlega mjðg mikill brennisteinn í nám- unum um langan tíma, þá hafi gröftur brennisteinsins og aðflutn- ingur orðið erfiðari og verslunin því ekki orðið eins arðberandi. ★ Á fyrri hluta 18. aldar lifnai' aftur yfir brennisteinsnámi hjer á landi. Árið 1753 var bygt hreins- unarverk í Krísuvík, og annað 1763 á Húsavík. Fram til þess tíma hafði brennisteinninn verið fluttur út óhreinsaður, eða í mesta lagi þveginn. Á árunum 1764— 1786 voru flutt út frá Ilúsavík árlega að meðaltali um 484 centn- er af hreinurm brennisteini, en á árunum 1786—1806 að meðaltali 221 centner á ári. Á fyrra helm- ingi 19. aldarinnar var flutt mjög mikið af óhreinsuðum brennisteini til Húsavíkur, á árunum 1839—41 að meðaltali 2926 centner á ári, «ða tæp 150 tonn, en á árunum 1836—38 og 1842—45 að meðal- tali 541 centner á ári. Kaupmað- urinn á Húsavík tók hreinsunar- verkið og brennisteinsnámurnar á leigu árið 1811 fyrir 100 daii á ári, að viðbættum 20 dölum á ári fyrir lóðarleigu og mótöku, auk afgjalds til prestsins í Múlakirkju fyrir Þeistareykjanámur, 32 dali á ári. Þessi leigusamningur var endurnýjaður til 20 ára árið 1831, raeð því skilyrði, að brennisteinn- ann yrði einungis seldur í Dan- mörku. Árið 1852 var ákveðið, að brennisteinsnámurnar skvldu fá að hvíla sig, þar sem húið var að vinna úr þeim í iangan tíma og fara mjög illa með þær, enda hafði ekki verið unninn úr þeim hrenni- steinn síðan 1845. Hreinsunarverk- ið á Húsavík var þá selt á upp- boði. Árið 1872 voru brennisteinsnám'- airnar við Mývatn leigðar til 50 ára Englendingnum> Alfred G. Jjock, sem í daglegu tali er enn þann dag í dag kallaður Brenni- steins-Lock í Mývatnssveit. Það var unnið úr námunum öðru hverju, en reksturinn borgaði sig Föstudagur 5. júlí 1940. BRENNISTEINSNÁM Á ÍSLANDI ekki, svo að Lock seldi rjettindi sín í hendur hlutaf jelagi árið 1883, en það varð gjaldþrota 1885. Síð- an hefir ekki verið unninn brenni- steinn úr námunum á Norðurlandi, þótt til þess hafi verið gerðar ýmsar tilraunir. Síðasti samning- ur, sem gerður var um leigu á námunum í Þingeyjarsýslu. var undirskrifaður árið 1929, en gekk úr gildi árið 1932, þar sem nám- urnar höfðu ekki verið nýttar til þess tíma. 14. október 1938 gerði ríkisstjórnin samning við þá Þor- vald Thoroddsen, Itagnar Jónsson og Jón E. Vestdal, um leigu á námunum, og er að vona, að með þeim samningi hefjist nýtt tímabil í brennisteinsnámi hjer á landi, eftir að það hefir legið niðri í nærfelt heila öld. ★ Miklu minna var brennisteins- námið á Suðurlandi. í hreinsunar- verkinu, sem reist var í Krýsuvík 1753, var hætt að vinna 1761. Eft,- ir þann tíma grófu bændur í ná- grenninu nokkuð af brennisteim og seldu hann óhreinsaðan í Hafn- arfirði. Árið 1858 keypti Englend- ingurinn F. W. Busby brenni- steinsnámurnar í Krýsuvík fyrir 1400 dali, og síðan eignuðust ýms hlutafjelög þær, án þess að nokk- uð yrði þó úr vinslu. Hver vera muni raunverulegur eigandi brenni steinsnámanna í Krýsuvík nú, er ekki vitað. — í sambandi við Krýsuvík var einnig stofnað svo- nefnt bórax-hlutafjelag, sem þó fann ekkert bór. Brennisteinninn, sem grafinn var í námunum á Norðurlandi. innihjelt töluvert af óhreinindum. Hjaltalín telur þau vera 14—22%, og er líklegt, að í brennisteinin- um hafi altaf verið álíka mikið af óhreinindum. Til að losna við þessi óhreinindi, hefir hreinsunar- verkinu á Húsavík verið komið upp. I fyrstu var brennisteinninn einungis bræddur í því með lýsi, en síðar var það ráð tekið, að þvo hann á undan hræðslunni, að- allega til að spara lýsið. Brenni- steinninn var þá þveginn í þrem trjekössum. Vatn vai; leitt úi; læk að þvottakössunum. Trjerennan, sem til þess var notuð, var mörg hundruð álnir á lengd. Kassarnir stóðu mishátt, og var brennisteinn- inn, eins og hann kom upp úr námunum, settur í efsta kassann. síðan í þann næsta og loks í þann neðsta. Hrært var í brennisteinin- um í báðum efri kössunum, en ekki í þeim neðsta, svo að brenni- steinninn gæti sest þar til botns. Meðan á þvottinum stóð, var vatn- ið látið renna í gegnum kassana. Við þvottinn var hreinsað úr brennisteininum aðallega gips og leir, og þar að auki vikuraska, sandur og brennisteinssýra. Þegar búið var að þvo hrennisteininn, var hann hreiddur út á jörðina, til þurkunar, en síðán komið í hús til hræðslu. ★ Brennisteinninn var bræddur í tveim pottum. Þeir voru innmúr- aðir og stóðu í brennisteinsskrún- Um sinn hvorum' megin við skor- Stein, sem var í miðjum þeim skúr. Brennisteinsskúrinn var 10 álna langur og 6—7 álnir á breidd. Járnpottarnir voru ekki jafnstór- ir; annar tók 1 centner af brædd- um brennisteini, en hinn aftur á móti 3 centner. Stærri pottur var meira notaður til að spara elds- neyti. Til eldsneytis var aðallega not- aður mór, sem tekinn var upp skamt frá hreinsunarverkinu, en ,auk þess voru fluttir inn árlega 4 faðmar af beykibrenni. ★ Þegar nú brennisteinninn var bræddur, þá fyrst var hitað undir pottinum', en þegar hann var far- inn að hitna, var látið í hann lítið eitt af brennisteini. í þessum brennisteini var hrært og þess vel gætt, að hitinn yrði ekki of mikill, svo ekki kviknaði í brennisteinin- um eða hann gufaði upp. Þegar þessi fyrsti brennisteinn var orð- inn fullþurr og byrjaður að bráðna, var bætt í hann dálitlu af lýsi og hrært vandlega í um leið. Óhreinindin í hrennisteininum og lýsið flutu ofan á. Strax og brenni- steinninn var fullbráðinn, var bætt í pottinn dálitlu af brennisteini á ný, en þess vandlega gætt, að það væri ekki svo mikið, að allur brennisteinninn storknaði. Þegar þetta var hráðnað, var bætt við ,lýsi, ef þurfa þótti, og enn hrært vandlega í brennisteininum. Þessu var síðan haldið áfram, þar til potturinn var fullur. Þó var bætt meira í af hrennisteini í einu, þeg- ar fór að hækka í pottinum. Þegar potturinn var orðinn full- ur af bræddum brennisteini, var enn bætt í hann dálitlu af lýsi, og hitinn hafður svo mikill, að brennisteinninn væri þunt fljót- andi. Þegar hann var orðinn nógu ,heitur, var eldurinn slöktur og hætt að hræra í. Síðan var óhrein- indunum með lýsinu, sem nú flutu á brennisteininum, fleytt ofan af með járnspaða, og brennisteinin- um' ausið með stórri ausu og helt í mót úr eik í gegnum mjög fína járnsíu. Þessi hreinsaði íslenski brenni- steinn mun yfirleitt hafa líkað vel, þótt stundum hafi verið I kvartað yfir því, að hann væri of feitur, og að þess vegna kviknaði illa á honum' í púðrinu. Mest var þó að því fundið, hve mikið lýsi var notað við hreinsunina. Áður en farið var að þvo brennistein- inn á undan bræðslunni, var notað í 600 centner af hreinsuðum brenni steini 1016 centner af brennisteins- jörð og 3444 pottar, eða 3327 lítr- ar, af lýsi. Við þvottinn á brenni- steininum sparaðist mikið lýsi, og var þá ekki notað nema 1/10—1/5 af því, sem áður hafði verið notað. ' Þessum aðferðum við hreinsun- ina var haldið í öllum aðalatrið- um. meðan hreinsunarverkið var rekið. Ekki var þó allur brenni- steinninn altaf bræddur, heldur stundum fluttur út einungis þveg- inn. ★ Það er athyglisvert, að þótt brennisteinninn eins og hann hefir komið upp úr námunum, hafi ekki innihaldið nema um 20% af ó- hreinindum, þá fara f^rgörðum við hreinsunina uro 40%. Nú var brennisteinninn fluttur á hestum um 100 km. til hreinsunarverks- ins, og flutningskostnaðurinn var um 1/3 af kostnaðarverði brenni- steinsins. Það er því undarlegt, að maður skuli hvergi rekast á til- lögur úm það, að flytja hreinsun- arverkið upp að námunúm, en með því móti hefði brennisteinninn orðið til muna ódýrari. Og þó höfðu oft verið sendir menn til íslands til að rannsaka allan rekst- ur námanna. ★ Þegar farið var að hugsa um hagnýtingu brennisteinsins hjer á landi á ný, nú fyrir hálfu fjórða ári, var fyrst reynt að koma hon- um í verð óhreinsuðum, eins og hann kemur úr námunum. I hon- um eru þá um 15% af óhreinind- um, auk vatns. Það var ekki hægt, nema þá fyrir svo lágt verð, að engan veginn gat svarað tilkostn- aði. Það var því fljótlega aug- ljóst, að hreinsun íslenska brenni- steinsins yrði óumflýjanleg, ef einhver not áttu af honum að verða. Til hreinsunar brennisteininum er nú verið að fullgera verksmiðju. Þessi verksmiðja verður ekki reist á Húsávík ,eins og gamla hreins- unarverkið, heldur uppi við sjálf- ar námurnar. Vegalengdin frá næstu höfn, Húsavík, og upp að námunum, er um 100 km., svo það er ekki svo lítið, sem sparast í flutningskosthaði, að hreinsa brennisteininn upp við námur og flytja hann síðan hreinsaðan til hafnar. Verksmiðjan er bygð við þær námurnar, sem mest er í af brenni- steini, en það eru Reykjahlíðar- námur. Hún stendur um 4 km. austan við Reykjahlíð, við Bjarn- arflag, og er örskamt frá Náma- fjalli. Þar verður brennisteinninn hreinsaður og síðan fluttur til hafnar á Húsavík. Gert er ráð fyrir, að hann verði aðallega seld- ur í Englandi. Sú verksmiðja, sem nú er verið að reisa, á að vinna 500—600 tonn af hreinsuðum brennisteini á ári. Það er svo ráð fyrir gert, að þessi verksmiðja geti hagnýtt all- an þann brennistein, sem til er í Þingeyjarsýslu. Hvort nauðsynlegt verður að stækka verksmiðjuna til þess, munu mælingar á brenni- steinsmagninu, sem gerðar verða á næsta sumri, leiða í ljós. Sömu- leiðis athuganir á því, hve ör brennisteinsmyndunin í námunum er. ★ TJm magn það af brennisteini, sem á að vera til hjer á landi, fer hinum fáránlegustu sögum>. Það er kannske ekki mikið mark tekið á því, þótt ferðamenn, sem um landið fara, segi frá því síðar í ferðasögum sínum, t. d. að „Krafla sje ómælanleg breinnisteinsupp- spretta, eins og Námafjall", eða Eftir dr. Jón E. Vestdal að „nægtirnar sjeu svo miklar (af brennisteini), að það land eitt ís- land) gæti gert allan heiminn byrgan af brennisteini". En þaS er auðivtað tekið með meiri al- vöru af öllum, þegar sama sagan er endurtekin í fræðibókum um þessi efni. Yfirleitt er þess alstað- ar getið, að á íslandi sje mikiS um brennistein í jörðu, og vil jeg aðeins taka sem dæmi, það sem sagt er í framhaldi af frásögn- inni um brennisteininn á Ítalíu: „En líka á Spáni, íslandi, Japan og í Mexikó finst geysimikið af fríumi brennisteini“, „að því er sagt er finst geysimikið af brenni- steini, sem stundum hefir veriS hagnýttur, á suðvestur-horni eyj- unnar íslands, hjá Gullbringu- sýslu“. Þetta eru sögusagnir, sem enga stoð hafa í veruleikanum, og geta ekki bygst á neinum athugunum eða rannsóknum. ★ Elsta áætlun í sambandi við brennisteinsmagnið, sem mjer er kunn, og eitthvað mark er takandi á, hefir Jónas Hallgrímsson gert í áðurnefndri ritgerð sinni. Hans áætlun er þó síður um það magn, sem vera muni til staðar af brenni- steini, heldur hvað mikið myndist af honum árlega. Hann telur, að það muni vera um 225 tonn á ári, og jafnvel meira, ef vel er geng- ið um námurnar. Þetta er miðað við námurnar norðanlands. — Þeg ar Johnstrup var hjer á ferð 1871, hafði ekki verið unnið í námunum norðanlands í 26 ár. Hann mældi magnið af brennisteini, sem var jfyrir hendi í lifandi brennisteins- hverum'. Hans niðurstaða varð sú, að í Reykjahlíðarnámum væru um 3000 brennisteinshverir og í þeim 700—800 centner af hráum brenni- steini, eða ekki full 40 tonn. Áætl- un hans um Fremri-námur var til- svarandi, þar væru hverirnir um það bil helmingi færri og magnið um helmingi minna. Þessa áætlun Johnstrups skil jeg ekki, jafnvel þótt hún líti trúverðuglega út með tilliti til mælingaraðferða hans, og getur varla verið um annað að ræða en einhverja, misprentun eða misskilning. + Síðasta áætlunin, sem mjer er kunnugt um, að gerð hafi verið á brennisteinsmagninu í brenni- steinsnámunum norðanlands og um jeið sú áætlunin, sem þær fram- kvæmdir, sem nú er verið að gera, eru að miklu leyti bygðar á, gerði Steinþór Sigurðsson skólastjóri ár- ið 1934. — Hann mældi brenni- steininn í lifandi hverum í Náma- fjalli og taldist svo til, að þar væru a. m. k. 3000 tonn miðað við hreinan brennistein, sennilega þó eitthvað meira. Þetta eru reynd ar þær námurnar, sem eru ríkast- ar af brennisteini, en hjer er ekki talinn með sá brennisteinn, sem finnast kann í dauðum hverum, þ. e. hverumi, sem engin gufa streym- FRAMH. Á SJÖTTTT SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.