Morgunblaðið - 05.07.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Ferðalag barnanna gekk vel Frásðgn Íararstjórans Morgunblaðið aflaði sjer í gær upplýsinga um ferða- lag barnanna hjeðan úr Keykja- vík til Norðurlandsins. Hefir far- arstjóri barnanna, Sigurður Thor- lacius skólastjóri, skýrt blaðinu svo frá: — Á miðvikudagskvöld um háttatíma komum við til Lauga eftir tveggja daga ferð. Hafði ferðin gengið ágætlega og bíl- veiki lítið gert vart við sig. Mat- arlyst barnanna var í besta lagi og nutu þau ágætrar hvíldar á gististöðunum að Reykjaskóla og á Blönduósi. Vegirnir voru suin- staðar blautir og gengu vatns- gusurnar yfir bílana. Var þá glatt. á hjalla. Alt sem fyrir augun bar, kýr og kindur, kálfar og folöld vöktu áhuga og umræður meðal barnanna. Síðari dag ferðarinnar borðuðu sumir í Varmahlíð en aðrir í Bakkaseli. Hvarvetna þar, sem leiðangur- inn fór um, vakti hann athygli og á mörgum bæjum kom fólk nt' á hlað og veifaði til barnanna. Tilhlökkun barnanna til þess að sjá dvalarstaðinn var míkil. Strax í Mosfellssveit fóru sum* þeirra að spyrja: „Sjáum' við nú ekki bráðum heim að Laugum ?“ Þegar svo hvít húsaþyrpingin blasti við sýn af brún Fljótsheið- ar, ætlaði fagnaðarlátunum ald- rei að Iinna. Á fimtudag var börnum dreift á sveitaheimili í Mývatns- sveit og Aðaldal. Biirnin, sem dVelja í Bárðardal og í Kinn kom ust áleiðis þangað á miðvikudag. Öllurn börnunurri* líður vel og biðja að skila bestu kveðjum til vina og vandamanna. Norðlenskur hlaupagarpur á íþróttavellinura Ik v ö 1 d aetlar norðlenskur hlaupagarpur, Ásgrímur Kristjánsson, frá Siglufirði, að reyna sig við bestu hlaupara sunnanlands í 3 km. hlaupi. Ásgrímur vann 3 km. hlaup- ið í bæjakepninni milli Akur- eyringa og Siglfirðinga. Hljóp hann þá vegalengd á 9 mín., 38 sek., en heima á Siglufirði hefir harin hlaupið 3 km. á 8 mín., 24 sek., en það er langt undir Islandsmeti. Forustumenn íþróttmanna í Siglufirði töldu rjett, að hann færi hingað til að reyna sig við hlaupara hjer. I kvöld keppa á móti honum Sigurgeir Ársælsson úr Ármanni og Indriði Jónsson úr K. R. Á undan hlaupinu fer fram handknattleikur milli úrval kvenflokks úr Ármanni og kvennaflokks frá Akranesi. — HefsFsú kepni kl. 9. Fleiri íþróttagreinar munu fara fram á vellinum. Bretar tryggja sjer franska FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. í þau, öflugri en sá, er fyrir var, og kom ekki til neinna átaka, nema á einu skipi, kaf- bátnum „Surcouf“ og var það vegna misskilnings. Einn bresk- ur sjóliði beið bana, en tveir sjóliðsforingjar og einn háseti særðust, 1 franskur sjóliðsforn ingi fjell og 1 franskur sjóliði annar særðist. Yfirleitt Ijetu frönsku sjólið- arnir sjer vel líka það, sem hjer var ráðist í, þar sem nú er ð þeirri óvissu, sem ríkjandi hefir verið í þessum efnum. VILJA BERJAST MEÐ BRETUM Um 800—900 af hinu franska sjóliði hafa ]ýst yfir því, að þeir vilji berjast áfram, en aðrir verða sendir til franskra hafna, ef franska ríkisstjórnin getur samið um það við hina þýsku húsbændur sína, hversu flutn- ingnum skuli hagað. — Margir hinna frönsku sjóliða hafa farið fram á að fá bresk borgara- rjettindi og þeir þau, sem óska eftir þeim, en aðrir — og með- f.l þeirra þúsundir Frakka, sem ætla að berjast með de Gaulle, halda borgararjettindum sínum. Allir Frakkar í Bretlandi, er þess óska, verða fluttir til Frakklands, þegar franska stjórnin er reiðubúin að taka við þeim. í>á gat Ohurcbiil þess, að áður en frönsku herskipin í breskum höfnum voru tekin í gær, hafi margir kafbátar geng- ið í lið með de Gaulle 0g hans mönnum. I ALEXANRIA Þar næst vjek Churchill að frönsku flotadeildinni í Alex- andría í Egiptalandi, en þar er öflugur breskvr flöti. Frakkar hafa þar 1 oritstuskip, 4 beiti- skip, þar af 3. sem hafa fa.Il- byssur með 18 þml. hlaupvídd og mörg smærri herskip. — Áhöfn þessara herskipa var til- kynt, að þeim yrði ekki leyft að sigla herskipunum á brott og framselja bau óvináþjóðinni, og yrði herskipnnum sökt eða á annan hátt komið í veg fyrir, að slík áform hepnuðust. Sam- komulagsumleitanir eru byrjað- ar. Það þarf ekki að taka það fram, hversu sárt það er fyrir Breta, að verða að krefjast þessa af bandamönnum, sem seinast í gærmorgun hófu skot- hríð á ítalskar flugvjelar, sem gerðu tilraun til þess að varpa sprengjum á Alexandría. ALVARLEGASTA SAGAN Því næst vjek Churchill að því, sem gerst hefir í Oran — flotahöfn Frakka í Norður- Afríku. Þetta er alvarlegasti kafli sögunnar, sagði Churchill. í Oran voru tvö bestu herskip Frakka. Dunkuerque og Strass- bourg, sem hvort um sig stend-. ur þýska herskipinu Scharnhorst framar. Ennfremur voru í Oran mörg ljett beitiskip, tundurspill- ar og kafbátar. Það var vandað vel til vals á manni þeim, sem átti að fá f lotann OB? það hlutverk í hendur, að bera fram kröfur Breta við franska aðmírálinn í Oran. Fyrir valinu varð Holland kapteinn, sem áð- ur var flotamálasjerfræðingur bresku sendisveitarinnar í Par-' ,ís. Þegar Holland kapteini hafði verið neitað um viðtal við flota- foringjann, lagði hann fram skjal, þar sem tekið er fram, að Bretar sjeu staðráðnir í að halda áfram styrjöldinni þar til sigur sje unninn og er því yfir lýst hátíðlega, að Bretar muni að unnum sigri hefja Frakkland til vegs og virðingar og stuðla að því, að Frakkar fái frelsi sitt og sjálfstæði á ný. „Ef vjer sigrum munum vjer ekki gleyma bandamönnum vor- um, sem börðust ipeð oss gegn sameiginlegum óvini vorum’ Þýska landi. Vjer lýsum því yfir hátíð- lega, að ef vjer sigrum, skuluta vjer hefja Frakkland til valda á ný“. SKILYRÐIN Þá er tekið fram, að Bretar telji sig knúða til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar fái yfirráð yfir bestu herskipum Frakklands, sem núi eru í Oran, og verði þeir (þ. e. Bretar) því að setja eftir- farandi skilyrði, í von um að franska sjóliðið í Oran geti geng- ið að einhverjum þeirra: 1) Að frönsku herskipin í Oran láti úr höfn með breskum herskipum til þess að halda áframi baráttunni. 2) Að nokkur hluti áhafnar hvers skips sigli skipunum ásamt Bretum t.il bresltra hafna og verði frönsku sjó- liðarnir því næst sendir til Frakklands, ef þeir óska þess. 3) Ef frönsku sjóliðarnir vilja eltki, að herskipin sjeu not- uð í bardögunum gegn Þýskalandi, verði þeim siglf til Vestur-Indíueyja eða t. d. Mauritius, og yrði her- skipin þar meðan styrjöldin stendur,- Þau skilyrði vorú sett, að ef Frakkar í Oran gengi ekki að þessum kostum, yrði herskipun- um sökt innan 6 klukkustunda. Ilolland kapteinn tók fram, að hann hefði umboð til þess að fyr- irskipa, að valdi yrði beitt, en ,hann kvaðst vona, að til þesS kæmi ekki. Bresk fjotadeild kom* til Oran tveimur klukkustundum eftir að Holland kapteinn lagði /ram kröfur Breta. Yfirmaður flotadeildarinnar er Sir James Summerville aðmíráll. Ilafði hann mörg herskip og góð og liöfðu þau í hvívetna verið hú- in undir ornstu. FRAKKAR NEITUÐU Flotaforingi Frakka neitaði að fallast á kröfur Breta. Breska flotadeildin byrjaði skothríðina kl. 5.38. Kl. 6* tilkynti flotaforinginn, að bardaginn væri orðinn harður, og kl. 7.30 tilkynti hann, að ornstuskipið Strassbourg beitiskip, tveir tundurspillar og fleiri herskip Frakka hefði orðið fyrir miklum skemdum. Sumum þessara skipa mun hafa verið sökt. \ Orustúskipið Dunkuerque komst itndán á leið til Toulon, en það varð fyrir tundurskeyti á leið- ihni, og komist það á ákvörðun- arstað sinn, verður það ónothæft um langt skeið. Það er ekki kunnugt eun, hvert manntjón hefir orðið í liði Frakka, en ekkert hinna bresku herskipa hafði skemst og engar fregnir borist um manntjón á þeim. ítalski flotinn, sagði Churchill, sem þarna hefði, getað sýnt, hvers hann var megnugur, sást hvergi. YFIRRÁÐ FRANSKA FLOTANS Hann kvað Breta nú hafa yfir- ráð yfir miklum' hluta franska ílotans. Og það væri óbifanleg á- kvörðun þeirra, að koma í veg fyrir að Þjóðverjar næði yfirráð- um yfir þeim frönskum herskip- Um, sem enn væru á höfum úti eða í höfnum, og leita kynni til hafna samkvæmt boði frönsku stjórn- arinnar. Churehill kvaðst ekki hafa set- ið á stjórnarfundi, þar sem tekin var eins ógurleg og sorgleg á- kvörðun og þessi. En stjórnin samþykti hana einróma. „Jeg legg þfið undir dóm þjóðar og þings, undir dóm Bandaríkjanna, undir dóm sögunnar, hvort vjer höfum gert rjett“. Þegar Chnrchill settist niður, streymdu tárin niðnr kinnar hans, en allur þingheimnr hylti liann ákaft í rnargar mínútur. Menj' spruttu upp úr sætum sínum, veif uðu vasaklútum* o. s. frv. Þegar er Churchill hafði lokiö máli sínu, hófst fundur fyrir luki um dyrum. Brennisteinsnám | á íslanúi FRAJÆH. AF FJÓRÐU SÍÐD ir lengur upp úr og eru oftas sandorpnir. Af slíkum hverum hef ir fundist töluvert, en til að finn; þá alla, þarf atiðvitað að bor; eftir þeim. Hve mikið muni þann ig finnast af brennisteini ,er eng in leið að vita, en naumast er óvar legt að gera ráð fvrir, að þa( muni ekki vera óverulegt. Kannsk; finst minst af þessum brennistein í Reykjahlíðar- og Þeistareykja namuin, því þar hefir námið verif stöðugra, en aftur á m*óti meira Fremri námum og í Kröflu. Fregnir frá Washington herma, að nú sjeu framleiddir að meðal- tali 2€00 flugvjelahreyflar í Bandaríkjunum á mánuði hverj- uni' og 300 flugvjelar. Framleiðsl- an mun verða :m*jög aukin frá því sein nú er. Föstudagur 5. júlí 1940. Hugleiðingar gamals prests FRAMH. AF. FIMTU SÖE)U. sjálf sína bestu trúverðustu, for- sjálustu og framsýnustu menn, án þess að þeir kosnu byðu sig sjálfir fram'j en þeir meiri hluta kosnu vera. skyldugir að gegna köllun- inni. En síðan þeir færustu meðal hinna þannig kosnu að kjósast af þingi í landsstjórn — og aðrar stjóruir. Hvert einasta málefni, smátt og fítórt, er í eðli sínu alþjóðarmál, eins og fyr segir. Um mörg þeirra þljóta allir skynsamir og góðir menn að verða sammála; en um sum geta skoðanir orðið skiftar, og eins um' meðferð og fram- kvæmd í verki. Um það eða út af því þarf alls enga sjerstaka var- anlega „flokka“ að stofna, heldur aðeins dragast þá skoðanaþræður saman í hvert einstakt sinn, nm hvert einstakt mál, á meðan á meðferð þess og úrslitum stendur; en úrslitum ræður æriegur, heið- arlegur meirihluti, eftir skynsam- legar og hóglegar og drengilegar ^ökræður, en ekki meiðandi rifr- ildi, dylgjur og brígsl, smánanir eða skam'mir. Svo kemur reynsl- an og sýnir best, að hve miklu leyti, eða hvernig meirihluta at- kvæðin og ályktanirnar gefast; og er þá að breyta og bæta um, og minni hlutjnn nær sínum rjetti. — Svona ætti alt mannfjelag, stórt og smátt, að vera og haga sjer, og gæti líka gert það, ef uppeldi, vit og vilji, altend meiri hluta þess, væri sem vera ber og þarf, til þess að vel sje og farsællega farnist. Og svona, eða líkt því, myndi líka vera og fara, ef meg- inhluti mannfólksins væri heils hugar og hjarta fylgjandi kenn- ingum Krists, trú hans, kenning og dæmi, eins og þetta blasir við í ævisögu hans, og ótal dæmi sýna — þótt smærri sje. En hver er jeg, að jeg skult dirfast, að bera fram annað eins og alt þetta framansagða! Jeg er aðeins gamall prestur, að nafni til, en enginn „pólitískur“ spek- iugur“, spekingur nje togstreitu- þjarkur eða ueitt þessháttar. En jeg hefi á langri ævi fvlgst með ólátunum, ófriðnum og ófarnaðin- um' í lands og fjelagslegum* mál- um mörgum hjer, og ekki komist hjá að gera samanburð alls þess, er hjer hefir gerst og gengið, ,vi5 það, sem vera eða verða myndi,, ef „Ríki Jesú Krists hefði komist eða kæmist inn í ríki þessa heimsv ,stór og s'má“, og meiri lduti ein- stalilinga og þjóðar vorrar lifðu og hrærðust í því, sem sannir og- góðir borgarar. — Þá fyrst yrðv landið vort yndislega „fagurt og- frítt“, og þjóð vor og einstakling- ar flestir — kannske allir, far- sælt fólk og öðrum þjóðum til blessunarríkrar fyrirmyndar. Gamall prestur. Telpukjösurórorgandy dömublússur allar stærðir og litir. mjaðmabelti, brjóstahöld og sokka. bandateygja. Yfirdekkjum hnappa. Ódýr hárnet, fín og gróí. Versl. Olympía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.