Morgunblaðið - 05.07.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.07.1940, Blaðsíða 5
V Föstudagur 5. júlí 1940. ' éB* Útget.: H.f. Árvakur, Hsykjavlk. Rltatjérar: J6n KJartaniion, Valtýr Stef&naaon (ábyriBann.). AuglýBlngar: Árnl Óla. Ritatjörn, auglýalngar og algTalOal*: Austurstrœtl 8. — Slaal 1800. Áakriftargjald: kr. 8,00 & aa&nuOl lnnanlanda, kr. 4,00 utanlanda. 1 lauaaaölu: 20 aura elntakUi, 26 aura mel Leabðk. a Ekki hennar vilji EGAR rauði herinn hafði hrifsað undir sig stórt land- ^væði af Rúmeníu, alla Bess- .arabíu og Norður-Bukovinu, .skýrði blað kommunista hjer frá þessum atburði með miklum rfögnuði og sagði, að nú væri búið að frelsa þessi lönd úr -ánauð. Þau væru nú „á valdi -alþýðunnar”. Sama daginn, sem blað kom- múnista flutti þenna gleðiboð- :skap kom fregn frá Rúmeníu, þar sem skýrt var frá því, að þar ríkti almenn þjóðarsorg, vegna hertöku landanna. Enn- fremur var skýrt frá því, að iþúsundir flóttamanna streymdu til suðurhluta Rúmeníu, undan hinum „frelsandi“ rauða her. Kommúnistar hjer eru sýni- lega þeirrar skoðunar, að það sje mikil sæla fyrir þær þjóðir, sem faðir Stalin sendir sinn rauða her gegn. Og það er vafa- laust einnig mikil sæla, að mega láta lífið fyrir morðtólum þessa volduga hers. Allsstaðar kemur hann sem frelsisboði og vernd-i ari, einkum þeirra, sem minni máttar eru! Var það ekki þannig, seip skilja átti innrásina í Finnland síðastliðinn vetur? En það var bara ómögulegt að koma Finn- um sjálfum í skilning um þetta. Þeir tóku sjer vopn í hönd og vörðu land sitt og frelsi með þeirri eindæma hreysti, að til þeirra verður jafnan vitnað, þegar afburðaverka er getið í hernaði. Þegar svo að því kom, að fólkið í þeim hjeruðum, sem Stalin hrifsaði undir sig, var spurt, hvort það vildi heldur búa áfram undir ,,harðstjórn“ Finna, eða lúta framvegis hinni mildu hönd föður Stalins, kusu allir að flytja inn fyrir hin nýju finsku landamæri. Þannig tóku Finnar hinni „frelsandi hönd“ frá Moskva. Er ekki eitthvað svipað, sem nú er að gerast í Rúmeníu? — Ekkert hefir að minsta kosti um það heyrst, að fólkið í Bess- arabíu og Norður-Bukovinu hafi óskað þess, að það mætti lúta ‘'einræðinu í Moskva. Flótti fólks- ins undan rauða hernum bendir einmitt til hins gagnstæða. Það kaus að fá að vera í friði. Nei; það er ekki til neins fyrir kommúnista að halda því fram, að það sje vilji alþýðunn ar að lúta vopnaðri harðstjórn. Hún kýs að mega vera frjáls og sjálf að ráða skoðunum sínum og athöfnum. Öll kúgun og yf irdrotnun er andstygð í augum hennar. Það skiftir engu máli í aug- um alþýðunnar, hvað hann heit ir, sem ofbeldið fremur. Verkn- : aðurinn er hinn sami. Sameinaðir stöndum vjer — sundraðir föllum vjer Hugleiðingar gamals 'prests; Síðari grein Eflnar Sflgfésion: Vegur meðfram Jökulsá HvernÍR stendur á því, að nú heyrist og sýnist eins og farið sje oftar, og meir en um skeið, að bera á ýfingum milli svokallaðra íandsmálaflokka og upprifj- unum og endurlífgunum gamalla væringa, og sakast á víxl um orðna hluti, til gagnkvæmrar gremju og spillingar — ef til vill til samstarfsslita, og þá um leið til friðslita o£ ófarnaðar — og; ófremdar? Ef svo er eða fer — sem guð- leg forsjón forði — þá er og verð- ur það mest að kenna heimsku- lega og ranglega stofnuðum, stjórn uðum og starfræktum flokka- og stjettafjelögum, sem aðallega hugsa um og reyna — að því er sýnist svo oft — að „byrja sína eigin dýrð á annara rírð“. Enda mun jafnan mörg og mikil freist- ing til þessa fylgja slíkum stofn- unum, sem einatt virðast aðeins vera, að eðli sínu og tilgangi til, ekkert annað en „samkepnisstofn- ir“. — Því segi jeg það og fullyrði, að slíkar stofnanir eiga og mega leggjast niður, sem mjög vara- samar og óþarfar með öllu, ef ekki meir en svo. Því að sannleikurinn er sá, að hver einasti skynsamur, hugsandi og góður maður, sem nokkuð þekkir sjálfan sig, og getur ætlað aðra menn líka sjer sjálfum, um þarfir og þrár, jafnvel ókristinn, aúk heldur vel kristinn — vill og ann öllum vel; getur nærri um sannar þarfir þeirra og eðlilegar þrár, og er fús til, að gera sitt til, að öllum megi vel farnast og enginn líði nauðsynjaskort eða neyð. Langflestir góðir og gegnir menn í hverjum svokölluðum stjórnarflokki senn þeir teljast, hafa líka sameiginlega hugsun og tilfinning, sama skilning og sömu skoðun, og sameiginlega ósk og viðleitnislöngun, að því er snertir fjölda mála einstaklinga og al- mennings. Jeg hefi talað einslega og í ein lægni við marga menn úr öllum landsmálaflokkunum, svonefndum, hjer, nenia kommúnista, sem varla eru viðmælandi sökum öfga og ofsa, og komist að raun um, að þeir geta verið og vilja, ef þeir væri óbundnir og frjálsir, vera samþykkir og samvinnandi að fjölda mála, ef ekki flestra, sje með ró og rökum um þau hugsað og rætt — og jafnvel um ýmis- legt, sem sjálfir flokkarnir og for- kólfar þeirra rífast um til óbóta. Og jeg hefi oft lilustað á ræður þingmanna og annara úr svo- nefndum andstöðuflokkum þess flokks, sem jeg hefi hing-að til fylgt, og getað verið þeim hjart- anlega samþykkur um yfirborð þess, er þeir sögðu. En þeim flokknum hefi jeg helst fylgt, sem mjer þótti eða þykir skárstur, eðli- legastur, hóglegastur, rýmstur og rökræðnastur, minst æsandi og ruglandi og minst spillandi. Sann5 leikurinn er líka sá, að mörg ef ekki flest þau mál, sem kölluð eru „flokksmál“ og með farin sem slík, eru í eðli sínu alls engin „fl.okksmál‘ ‘ eða eins flokks frem ur en annars eða annara, heldur eru þau, bæði samkvæmt eðli sínu, afleiðingumi og áhrifum, hrein og bein allra flokka eða þjóðmál, sem snerta og-varða alla þjóðina, og þá jafnvel einnig f jölda marga ein- staklinga hennar — til ills eða góðs. Og jafnvel svo köllum „stjetta- málefni“ og sjermál sjerstakra stjetta, eða hagsmunahópa, eru líka í eðli sínu, áhrifum sínum og afleiðingum blátt áfram allra stjetta, og. alþjóðarmál, alveg eðlilega vegna þess, að áhrif þeirra og afleiðingar í verki eða framkvæmd koma niður á öllum stjettum og þar með allri þjóðinni. Því segi jeg, fyrir mitt leyti, af heilum hug og hjartanlegri sann- færingu, já, fullri vissu: „Burt með alla flokka með flokkadrátt- utti; og einnig stjettasamtök móti stjett eða stjettum; því að slíkar ',stofnanir“ fylía alt og alla með vonsku og vitleysu, til ófarnaðar í flestum greinum, eins og eðli- legt er og marg sýnt og reynt, þar sem og þegar einn vanskast móti einum eða mörgum, eða marg ir á móti einum. En í staðinn komi aðeins einn þjóðflokkur, samhuga og samtaka, samráðandi og samstarfandi þjóð- arheild allra nauðsynlegra og upp- byggilegra stjetta í landinu, ís- lenskur þjóðflokkur, með íslensku dáða- og drengskapareðli, íslensku hreinlyndi, íslenskri lífsskoðun og j, greind, og íslenskulegu ráðlagi, alt í samræmi við náttúrufar, þarfiv og nauðsynjalögmál farsællegs lífs og starfs í íslénskri náttúru úti og inni. Og þessi eini íslenski þjóðflokk- ur, allra stjetta flokka, ali síðan sjálfau sig, börn sín og niðja upp til þekkingar og vits, vilja og viðleitni, til að efla og viðhalda hvers kyns heill og sóma hvers eins, og göfugs fjelagsskapar, sjer- hverrar góðrar og þarfrar stjettar, og alls síns lands og lýðs, og jafn- framt þá einng hvers einstaklings í allri stjett, — og síðast en ekki síst vits og vilja og viðleitni til, að velja sjer þing, oð stjórn alla, af völdustu, vitmestu og vönduð- Jistu mönnum allra stjetta, þar sem saman ráðgist saman hjálpist og saman álykti líkar Þorgeirs Ljós vetnings, Einars á Þverá, Njáls á Bergþórshvoli, Síðu-Halls og fleiri slíkra. Ætti hver þörf og upp- byggileg stjett í landinu að eiga sína fulltrúa á þingi, og velja þá Asíðari árum hefir verið ruddur vegur milli Öx- arfjarðar og Hólsfjalla, svo nú er fært bifreiðum þá leið. Enda er þessi vegur eina leiðin sem ennþá er bílfær milli Austurlandsins og ann- ara landshluta. Allslæmur hefir vegur þessi þótt til umferðar, þótt hann hafi nokkuð batnað síðan farið var að jafna hann með veg- hefli. Þegar byrjað var að ryðja um- ræddan veg, mun lítil athugun hafa verið gerð á vegarstæðinu, en farið nálægt hinum gömlu göt- um yfir Hólssand. Efa jeg varla, að hefði undan gengið rannsókn á svæði því sem farið er yfir, hefði önnur og heppilegri leið orðið fyr- ir valinu. Eins og sjá má á hinum nýja íslandsuppdrætti (Aðalkorti nr. 7) liggja mí tvær hliðarálmur út af Hólsfjallaveginum, háðar til suð- vestuts. Ömiur til Hafursstaða og þaðan áfram til Jökulsár. þar sem heita Forvöð, og endar sá vegur við Vígabjargsfoss. Er þessi vegur pð mestu kostaður af eigendum Hafursstaða, og ríkið engan eyri til hans lagt. Er hann nálægt 13 km. að lengd. Hin álma vegarins liggur að Dettifossi og er um 6% km. að lengd. Verða þeir sem1 vilja heim- sækja Dettifoss að lengja leið sína um 13 km. Er þannig búið að ryðja veg sem nálgast tuttugu kílómetra að mestu að óþörfu, þar sem vegurinn hefði verið best sett- ur að liggja um Hafursstaði og þaðan til Jökulsár og meðfram henni suður fyrir Dettifoss, en þaðan hentugustu leið að Hólsseli. Þessi leið mun mjög svipuð að Jengd og hinn núverandi vegur, og vegarstæði svipað: gott á báð- um stöðunum, en sennilega snjó- ljettara meðfram ánni og betra að fá ofaníburð. umferð komi veitingaskáli á hent- ;ugum stað við fossana, t. d. Víga- bjargsfoss, sem eigi væri síður þörf en t. d. í Þjórsárdal. 3. Viðhald vegar sparast, þar sem hin samlagða vegarlengd styttist um alt að 20 km. við það að engar hliðarálmur þarf. IJndanfarin ár hefir verið mik- ið unnið að því að kynna íslend- .ingum sitt eigið land, og sömu- leiðis stutt að ferðum útlendra manna til landsins. En það virð- ist vera bágborin „landkynning", að láta veg, sem tegnir saman landsfjórðunga, liggja um eyði- mörk, þar sem jafn auðvelt er að láta hann liggja um eitt af feg- urstu svæðum landsins. Sem betur fer, er ekki búið að verja stórfje í umræddan Hóls- f jallaveg. Hann er að mestu aðeins rudclur, en lítt upphlaðinn eða malborinn. Þær vegabætur sem þegar eru gerðar, þurfa ekki að verða með öllu einskis nýtar, þótt vegurinn sje lagður um gamla veginn mætti nota til fjárrekstra, en fyrir sauðfje er best að vegur sje ekki malborinn. ntAMBL Á 5JÖTTU 8fDV En það sem jeg tel að mæli með því að hafa veginn meðfram Jök- ulsá er þetta þrent, fyrst fremst. 1. ÖU leiðin meðfram Jökulsá er með afbrigðum að náttúrufegurð, enda nú farið að venja þangað komur sínar af ferðamönnum. Hin síðari ár hafa margir farið á bíl - um suðuri að Hafursstöðum og það- an suður í Forvöð, sem mörgum þykir að standi Þjórsárdal síst að baki með fegurð. En öllum sem um Hólsfjallaveg fara væri það auðvitað kærast, að geta farið um> þessi svæði án þess að þurfa að fara mikla króka út af aðalleið inni. 2. Það styttir mjög leið milli bæja að fara um Háfursstaði, þar sem þeir eru nær Hólsfjöllum en Austaraland. Það hefir að vísu lít- ið að segja fyrir þá seirn ferðast á bílum, en kemur öllum öðrum vel Eins má bíiast við, að með vaxandi Jeg vil að síðustu minnast á hin* væntanlegu brú á Jökulsá á Aust- urlandsveginum. Brú hjá Grímsstöðum' á Fjöll- um er fyrirsjáanlegt að verði ein- hver dýrasta brú landsins, og hef- ir því ýmsum komið til hugar að brúa ána sunnar. Þ. e. a. s. lengra upp til öræfanna. Því hefir rjetti- lega verið mótmælt, einkum af Sigurði á Arnarvatni. En því ekki að færa brúna nokkuð norður á við, þótt það lengi talsvert bílveg- inn milli Mývatnssveitar og Hóls- fjalla? Yið Vígabjargsfoss er besta brúarstæðið sem er til á ánni milli fjalls og fjöru. Þar rennur hún í djúpu en þröngu gljúfri; nálægt tuttugu metrar milli gljúfrabrún- anna og virðist að brú þar þyrfti ekki að verða dýrari en t. d. brúin á Brunná 1 Öxarfirði,#sem mun hafa kostað rúm 20 þús. krónur. Og vegarstæði þangað frá Mý- °" vatni er ágætt, að máklu sjálf- gerður vegur, sem best sjest á því, að bílar komast nú. frá Náma- skarði að Dettifossi. En að austan skamt á núverandi Hólsfjallaveg, og auðvitað ennþá skemra ef hann yrði færður að Jökulsá eins og að framan er lagt til. ★ Vegamál þess svæðis sem hjer er um' rætt, þarf að athuga af verkfræðingum nánar en hingað til hefir verið gert. í bili verður ekki ráðist í að brúa Jökulsá, sem jeg tel vel farið. Er eigi ó’hugsanlegt að ef það dregst nokk ur ár að brúa ána lijá Grímsstöð- um, þá verði svo komið málum, að allir telji vel farið að ekki varð þar af framkvæmdum. Önnur lausn málsins fengin ódýrari og betri. Einar Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.