Morgunblaðið - 09.07.1940, Side 3
Þriðjudagur 9. júlí 1940.
MORGUN BLAÐIÐ
3
Þistilfj örður svartur
at síld
Það sem Þjöðverjar
hafa á valdi sínu
Allar þrær fullar á Rauf-
arhöfn og verða skipin
að fara til Siglufjarðar
Nýja verksmíðjan á Raufarhöfn
er að komast í lag
Þistilfjjirður er nú svartar af síld og myndi flot-
inn geta mokað síldinni á land, ef hægt
væri að landa á Raufarhöfn.
En allar þrær á Raufarhöfn eru fullar og 10—15 smá-
bátar bíða við bryggju, með fullfermi. Allir stærri bátar
og skip verða að.fai'a með síldina til Siglufjarðar og tefur
það ákaflega mikið.
Nýja verksmiðjan á Raufarhöfn er fullgerð og er verið að
prófa hana. En smágallar hafa komið fram, svo að ekki hefir
verið hægt að byrja vinslu ennþá.
Þetta er vitanlega mjög bagalegt fyrir smáskipin, sem verða
nú að fara með veiðina alla leið til Siglufjarðar, Sú leið er löng
og siglingin dýr, með því olíuverði sem nú er. Hitt er þó e. t. v.
dýrast, að skipin missa við þetta mikla veiði.
f gærkvöldi virtist komið betra lag á nýju verksmiðjuna á
Raufarhöfn. Þá skilaði verksmiðjan einum sekk af síldarmjöli á
mínútu. Svarar það til 5—6000 mála vinslu á sólarhring.
Sfldaraflinn
4500 hl.
■ i
Siglufjörður.
Mikil síld hefir komið hingað
yf'ir helginá, símar frjettáritari
Morgunblaðsins á Siglufirði í gær.
Hann síinar ennfremur:
Til ríkisverksmiðjanna hafa alls
komið 54 skip yfir helgina, öll
með fullfermi, eða rúm 30 þús.
mál. Til Rauðku komu 7 skip, með
5400 mál.
Síldin er öll sótt til Langaness
og austar.
Síldarvart hefir orðið við Mán-
areyjar og Rauðu-Núpa. Fitumagn
síldarinnar er 14.5%.
Allar verksmiðjur ríkisins á
Siglufirði eru nú komnar í gang
og unnið í þeini af fullum krafti.
Yeiðiveður var ágætt í gær,
logn og blíða. Ilorfur hinar bestu.
Norðfjörður.
Þangað hafa komið þessi skip
yfir helgina: Kyrjasteinar 500
niál,, Capella 650 og Boðasteiuar
950 mál.
Bflvelta á Draghálsi
Vörubíll með farþegaskýli
valt á sunnudaginn var
út af veginum sunnan í Drag-*
hálsi. Er vegarbeygja þar all-
snörp. Valt bíllinn niður brekku
og bramlaðist mjög. Sex piltar
voru í bílnum og er mildi hve
þeir hlutu lítil meiðsli. Tíðinda-
maður blaðsins á Akranesi hafði
ekki heyrt um meiðsli á nema
einum jfarþeganna, er gekk úr
axlarlið og skaddaðist á fæti.
Þjóðverjar skýra frá því að
frönsk herskip í Casablanca (Norð
ur-Afríku) s.jeu farin út í Atlands
haf til að herja á bresk skip.
Sykurskamtur-
Inn til sultu-
gerðar
Peir, sem staddir eru utan
héimilis síns, eiga rjett á
að fá sykurskamt til sultvigerðar
hjá iithlutunarstjóra þess umdæni
is (bæjar eða hrepps), |)ar sem
þeir eru staddir þegar úthlutunin
fer fram. Heimili, þar sem svo er
ástatt, að böm eða annað heim-
ilisfólk er fjarstatt, þurfa að géra
ráðstafanir til. að fá sjer senda
sykurseðlana, ef þau óska að fá
sykurskamtinn.
tSykurseðlarnir ern afhentir h.já
iöllum úthlutunarstjórum á laiid-
inu, en aðeins gegn framvísun
stoína af júní—júlí matvælaseðli.
og gildir sykm'seðillinn sjálfur til
1. okt. n. k.
Sykurseðlar barna, sem dvelja
utan síns heimilis, verða þó að-
eins afhentir eftir ósk forráða-
manna. þeirra, og þurfa forráða-
mennirnir því að snúa sjer til
dvalarheimilisins ef þeir vilja láta
það senda sjer sykurseðlana.
Rauði krossinn mun gera nauð-
synlegar ráðstafanir til að láta
senda sjer síykurseðla þeirra
barna, sem, eru á hinum opinberu
dvalarheimilum hans (ekki einka-
heimilum), og verða þeir sykur-
seðlar svo afhentir forráðamönn-
um harnanna.
mem en
fvrra
Heildaraflinn í bræðslu var
á öllu landinu á laug-
ardagskvöld, 6. júlí 73.786
hektólítrar og er það rúmlega
4,500 hl. meira en á sama
tíma í fyrra. Þá var heildarafl-
inn 8. júlí 69.264 hl.
Þessar tölur eru eftirtektar-
verðar. Eins og kunnugt er,
byrjaði sífdveiði alt að því
mánuði seinna nú en í fyrra.
En í fyrra brást veiðin gersam-
lega fyrsta mánuðinn og bak-
aði útvegnum stórtap.
Hjer fer á eftir afli ein-
stakra skipa, eins og hann var
á laugardagskvöld, talinn í
síldarmálum.
Línugufuskip:
Andey 1241, Fjölnir 840, Freyja
694, Fróði 1284, Ólafur Bjarnason
1609, Reykjanes 671, Rúna 1712,
Sæborg' 505.
Mótorskip:
Árni Árnason 765, Ársæll 221,
Ásbjörn 559, Björn 418, Dagný
1422, Eldey 1185, Erna 861, Fiska-
klettur 741, Fylkir 600, Garðar 724,
Geir 627, Geir goði 127, Glaður 675,
Grótta 93, Gunnbjörn 506, Gunn-
vör 1163, Heimir 942, Helga 545,
Hrafnkell goði 666, Hrefna 634,
Hrönn 711, Huginn II. 854, Huginn
III. 739, Höskuldur 260, Jón Þor-
láksson 512, Keflvíkingur 884, Keilir
794, Kristján 1391, Leó 685, Liv
1178, Már 99, Minnie 818, Nanna
477, Sigurfari 589, Sjöstjarnan 141,
Snorri 409, Stella 972, Sæbjörn
847, Sæfinnur 1235, Valbjöm 463,
Vjebjörn 1123, Þórir 193, Þorsteinn
888.
Mótorbátar 2 um nót:
Björg, Magni 453, Eg'gert, Ing-
ólfur 963, Erlingur I., Erlittgur II.
604, Fylkir, Gyllir 858, Freyja, Skúli
fógeti 184, Gísli J. Johnsen, Veiga
630, Gulltoppur, Hafalda 558, Mun-
inn, Ægir 220, Óðinn, Ófeigur II.
512, Stígandi, Þráinn 727.
Kortið sýnir (skastrikað) svæðið í Frakklandi sem Þjóðverjar hafh
á valdi síiiu, skv. þýsk-franska vopnahljessáttmálaiuuh.
r
Agæt skemtun
Sj álf stæðismanna
að Eiði
FYRSTA skemtun Sjálfstæðismanna að Eiði á
þessu sumri var haldin á sunnudaginn.
Hafði Vörðu^. forstöðu hennar. Fjöldi fólks
sótti skenltunina og fór hún í öllu hið besta fram. Veður var
1 hreint og bjart, sólskin meginhluta dags en nokkur vindur.
Marta Indrídadóttír
íeikkona
Marta Indriðadóttir leikkona
andaðist' á Landakots-
spítala á sunnudaginn var, Var
gerður þar á henni uppskurður
vegna gallsteina, sem ekki varð
umflúinn. Hún hafði verið heilsu
lítil um langt skeið.
TF-ÖRN fór reyftsluflug hjer
yfir bænum í gærkveldi.
Japanar feta
í fótsporin
T apanar hafa nú farið að
dæmi Þjóðverja og ítala og
bælt niður verklýðsf jelögin í
löndum sínum.
Domei-frjettastofan segir, að
stofnuð hafi verið ný verka-
mannasamtök, með „korpora-
tions“ sniði (þ. e. eftir ítalskri
fyrirmynd). Hin nýju samtök
eiga að skapa samstarf milli
vinnunnar og auðmagnsins.
Þorsteínn Jónsson
járnsmiður
orsteinn Jónsson járnsmið-
ur andaðist á Landakots-
spítala á sunnudaginn var.
Hafði hann verið veikur hálfs-
mánaðartíma, ekki talinn hættu-
lega veikur fyrst í stað, eh
þyngdi síðari hluta síðastlið-
innar viku. Hafði hann fengið
heilablæðing nokkra og lungna-
bólgu síðast. Hann var 76 ára
gamall. Hann verður jarðsung-
inn á þriðjudaginn kemur.
Summerset Maugham, rithöf-
undurinn heimskunni, var sagð-
ur ekki hafa komið fram eftir
að Þjóðverjar tóku París. En í
gær kom rithöfundurinn frá
iLondon heilu og höldnu.
En á Eiði er gott til skjóls og
Ijet fólkið það ekki á sig fá,,
þótt svalt bljesi. Var setið í
brekkunni móti suðri og komið
þar upp ræðustól og gjallar-i
hornum.
Var stór hluti brekkunnar
fullsetinn og nutu menn þes8 að
sitja í grængresinu í sólskininu.
Var skemtunin mjög fjöl-
breytt og vel til henar vandað.
Hófst hún með því að flokk-
ur manna úr karlakórnum Fóst-'
bræðrum söng.
Þá setti Árni Jónsson frá,
Múla alþingismaður, formaður
Varðar, samkomuna og mintist
Sjálfstæðisstefnunnar. Var að
máli hans loknu hrópað húrra
fyrir Sjálfstæðisflokknum.
Þá talaði Magnús Jónsson
prófessor fyrir minni íslands af
miklu andríki. Á eftir ræðu
hans söng svo mannfjöldinn
ættjarðarlög.
Þá söng söngflokkurinn aft-
ur við ágætar undirtektir.
Næst flutti svo Loftur Guð-
mundsson rithöfundur tvö frum
sajnin kvæði og vakti einkan-
lega annað þeirra athygli óg
var gerður góður rómur að.
Gísli Sveinsson alþingismaður
flutti minni Reykjavíkur með
mjög þróttmiklum hætti.
FKAKH. A SJÖTTU