Morgunblaðið - 21.07.1940, Síða 8
8
JfKorgttstM&ftifr
Sunnudaffur 21. júlí 1940..
"fjelagslíf
ALLHERJARMÓTIÐ.
Samkvæmt úrskurði í. S. í. verð-
ur að fresta undanrásum 100
og 200 metra hlaupsins, sem
fram áttu að fara í dag. Und->
anrásir í spretthlaupunum fara
fram sem hjer segir: Mánudag-
inn 22. júlí kl. 6 e. h. í 100
metra hlaupi. Þriðjudaginn 23
júlí kl. 6 e. h. í 200 metra
hlaupi og miðvikudaginn 24
júlí kl. 6 e. h. í 400 metra
hlaupi. Keppendur og starfs
menn eru beðnir um að mæta
stundvíslega, því kepnin hefst
rjettstundis.
Framkvæmdanefndin.
Búðarlólkið
FILADELFIA, Hverfisgötu 44
Samkomur í dag kl. 4 og 8^4
e. h. Eric Ericson og Jónas Jak-
obsson tala. Allir velkomnir!
ZION
Bergstaðastræti 12 B. Samkoma
í kvöld kl. 8. Hafnarfirði Linn
etsstíg 2. Samkoma kl. 4. Allir
velkomnir.
K. F. U. M.
Almenn samkoma í kvöld kl
8^4- Jóhs. Sigurðsson talar. All-
ir velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN.
Samkomur í dag kl. 11, 4 og
8,30 Adj. H. Kjæreng stj. Lúðra
flokkur og strengjasveit leika
Allir velkmonir!
BETANÍA.
Samkoma í kvöld kl. 8Í/4. Síra
Bjarni Jónsson talar.
L O. G. T.
ST. FRAMTÍÐIN NR. 173
Fundur annað kvöld kl. 814 í
Bindindishöllinni. Þórunn Magn-
úsdóttir skáldkona: Sjálfvalið
efni.
TEMPLARAR
Munið skemtunina á Jaðri í dag
kl. 214. Veitingar á staðnum
Bílferðir hefjast frá Templara-
húsinu kl. 10 árd.
TIL SÖLU
Biblíuljóðin, Enskar orðabækur,
Stjórnaróður. Einnig Rafsuðu
plata, Tjald, Kvenreiðhjól og
Baðker. Sími 4289
NÝ FERÐARITVJEL
til sölu. — Sími 5737.
KÁPUBÚÐIN, Laugaveg 35
Svaggerar, frakkar og kápur,
seljast með niðursettu verði út
þennan mánuð og næsta mán-
uð. Ódýrar kvenleðurtöskur og
kjólablóm.
KAUPUM
allskonar húsgögn, skófatnað
og karlmannaföt. Staðgreiðsla.
Nýja fornsalan, Kirkjustræti 4.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið millilið-
ina og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringið í
síma 1S16. Við sækjúm. Lauga-
vegs Apótek.
42. dagui
Það líður að nóttu.
Rjett fyrir ellefu kom Erik út
frá Silkideildinni. Hann var ó-
hreinn um hendurnar og hafði
höfuðverk. Hinir hjeldu áfram að
vinna án hans. Honum var hálf-
kalt og hann var mjög þreyttur.
Svona stórt vöruhús að nóttu til
er ekki beint notalegt, hugsaði
hann. Hann þurfti að fara í gegn-
um japönsku deildina. Þar var
dimt. Hann dró upp vasaljósið.
Hjer og þar komu Buddha-myndir
fram úr skugganum.
Hann stóð drykklanga stund
fyrir utan lyftuna og leitaði að
lyklunum þar til hann mundi að
hann hafði lánað þá. „Hver skratt-
inn“, sagði hann. Honum fanst
leiðin upp í vinnuherbergið á 12.
hæð óendanlega löng og næstum
ógjörningur að komast þangað..
Snmstynjandi komst hami að
stiganum og með smástunum byrj-
aði hann að færast upp á við. Það
var eins og erfið fjallganga. Hann
komst smám saman hærra, en var
þegar orðinn lafmóður á 8. hæð.
Hann staðnæmdist og litlu
seinna heyrði hann fótatak. Eins
og hann grunaði var það nætur-
vörðurinn.
&í£&tfnnbngav
REYKHÚS
Harðfisksölunnar við Þvergötu,
tekur lax, kjöt og fisk og aðrar
vörur til reykingar.
Eftir VICKI BAUM
KIRKJUBÆJARKLAUSTUR
— REYKJAVlK _
Fastar áætlunarferðir frá
Reykjavík alla þriðjudaga, að
austan föstudaga. Afgreiðsla:
Bifreiðstöð Islands, sími 1540.
Siggeir Lárusson.
HAFNFIRÐINGAR.
Vanti yður leigubifreið, þá
hringið í síma 9084. Á kvöldin
í síma 9141. Turninn.
SLYSAVARNAFJELAG
fSLANDS
selur minningarspjöld. — Skrif-
stofa í Hafnarhúsinu við Geirs-
götu. Sími 4897.
5cqui£-furuUð
HANSKI TAPAÐIST
s. 1. sunnudagskvöld í Austur-
bænum Skilist á Leifsgötu 17
Fundarlaun.
OTTO B. ARNAR
löggiltur útvrapsvirki, Hafnar-
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
ing og viðgerðir á útvarpstækj
um og loftnetum.
„Þjer vilduð víst ekki fara með
mig upp á vinnustofuna“, sagði
hann vandræðalega. Alt í einu
mundi hann að hann gat ekki
komist þangað inn þegar Lillian
var með lyklana.
Vörðurinn muldraði eitthvað,
hann fór þessar eftirlitsferðir hálf-
sofandi og honum fanst óþægilegt
að láta trufla sig. Að lokum þókn-
aðist honum þó að fara með Erik
upp á 12. hæð.
„Við höfum óholla vinnu“, sagði
Erik á meðan þeir gengu eftir
ganginum að vinnustofunni, fram
hjá slökkvitækinu.
„Á hvern háttf ‘ spurði vörður-
inn.
„Jeg á við — getið þjer sofið á
daginnf' spurði Erik.
„Hvort jeg get“, sagði vörður-
inn með breiðu brosi.
„Þess betra fyrir yður. Jeg get
það ekki“, sagði Erik. Hann tók
cigarettupakka úr vasa sínum' og
stakk í brjóstvasa á einkennisföt-
um varðarins.
,JÞað er opið“, sagði vörðurinn,
eftir að hafa stungið lyklinum í
skráargatið.
„Er það? Það er prýðilegt“,
sagði Erik. „Þakka yður fyrir.
Góða nótt“.
Hann hikaði augnablik áður en
hann fór inn. Lillian er þegar
komin, hugsaði hann. Honum fanst
hann vera að sligast af þreytu og
hafa enga krafta til þess að ljúka*
við myndina. Fari verðlaunin
norðnr og niður, hugsaði hann.
Honum fanst hann ekki hafa sof-
ið í margar vikur. Ekki síðan
Nína fór frá honum. Hann herti
sig upp og opnaði dyrnar.
Lillian var þar ekki þótt hon-
um virtist eitthvað lifandi hljóta
að vera í herberginu. Það einasta
sem hann sá var seðill, sem festur
var við klæðið utan um myndina.
Hann gekk rösklega þangað; á
miðanum stóð: „Gjörið mjer þann
greiða að lofa Skimpy að vera
hjerna í nótt. Ef eitthvað kemur
fyrir væri best að fara með hana
á St. Mary sjúkrahúsið í fyrra-
mélið. Þúsundfaldar þakkir. —
Philipp“.
Erik litaðist um og kom ekki
auga á barnið strax.
Skimpy hafði hnoðað' sjer í kút
í insta hornið á sófanum áður en
hún sofnaði. Hún hafði breitt
frakka Eriks yfir sig og útundan
stakst brúðuhaus. Húu andaði
reglulega og róandi áhrifa gætti
frá sofandi barninu. Ef jeg sest
augnablik hjá henni sofna jeg
líka, hugsaði Erik og gekk eirðar-
laus um gólf. Að loltum settist’
hann í strástól úti í horni. Hann
beið dauðuppgefins. Klukkan sló
ellefu, og enn beið hann. Lilliau
kom ekki. Erik greip símann og
Joe svaraði.
„Halló, Joe“, sagði hann. „Er
enginn sem hefir spurt um mig?
Engin skilaboð til mín? Ileyrðu,
Joe, jeg á von á einni stúlkunm
úr kjóladeildinni. Sendu hana
hingað um leið og hrin keinur.
Láttu hana fara upp frá gang nr.
5. Já, auðvitað. Góða nótt“.
23.30. Þessi stúlka reynir á
taugarnar, hugsaði Erik. Hann
lyfti klæðinu frá málverkinu og
horfði á myndina. Nei — hann
var ekki í skapi til að mála.
Skimpy lá úti í horni og dró and-
pl).
rú ka
GERI VIÐ
saumavjelar, skrár og allskonar
heimilisvj^lar. H. Sandholt,
Klapparstíg 11. Sími 2635.
TJÖLD SÚLUR
og SÓ.LSKÝLI
Verbúð 2,
Sími 5840 og 2731
Jón prestur Ásgeirsson í Stapa-
túni, er þjónaði Nesþingum 1792
—1834, kom eitt sinn um vertíð
að Ingjaldshóli til messugjörðar.
Fátt var af sóknarmönnum í
kirkju, en margt vermanna. Þegar
prestur gekk í kirkju, leit hann
yfir söfnuðinn og sagði: Fátt af
guðsbörnum, flest útróðarmenn.
★
Haft er eftir Einari, föður
Látra-Bjargar: Það er ekki gjör-
andi nema fyrir flugskýra menn
að stela. — Sagt var að hann tal-
aði af reynslu, en hann var maður
óheimskur.
★
Guðmundur hjet maður norður
í Fnjóskadal. Hann misti konu
sína, er Guðrún hjet, skömmu eftir
Jónsmessu. Þá segir bóndi; Oft
hefir Guðrún verið mjer hvumleið,
en aldrei hefir hún tekið upp á
þeim skratta, eins og hún gerði
núna, að deyja þegar verst stóð tá,
rjett fyrir sláttinn.
★
Prófastur nokkur spurði Geir
hiskup Vídalín, hvers vegna hann
hefði fvrst, tekið djöfulinn úr
messusöngsbókinni og sett hann
svo inu í seinni útgáfu. — Það
skal jeg segja þjer, barnig mitt,
segir biskup: Enginn veit hvað
átt hefir, fyr en mist hefir.
Ólafur -hjet maður. Hann var
vesalmenni, auðnulítill og einfald-
ur, en hrekklaus og ráðvandur.
Einu sinni kom hann að Bægisá
og gisti hjá Jóni presti Þorláks-
syni, þjóðskáldinu fræga. Hafði
prestur ga’man af að láta Ólaf
kveða og kvaðst á við hann. Sagði
Ólafur frá því síðar, að þeir hefðu
verið að yrkja saman og var drjúg
ur yfir. — „Báðir gátu nokkuð“,
er haft, eftir honum.
★
— Fátt er svo með öllu ilt að
ekki fylgi eitthvað gott, sagði
sköllótti maðurinn, þegar konan
ætlaði að hárreita hann.
*
Maðurinn við konu sína: Jeg
ætla að biðja þig að vera ekki að
rífast við mig úti á götu. Til
hvers höfum við heimili?
★
í samkvæmi einu, þar sem vel
var orðið glatt >á hjalla, veðjuðu
menn um hver gæti sett á sig
heimskulegastan svip. Hver
skældi sig sem betur gat og reyndi
að líta einfeldnislega vit. „Ágætt,
þjer hafið unnið verðlaunin",
sagði ung stúlka við mann sem
sat úti í horni. „Jeg.“ sagði mann-
auminginn, „jeg hefi alls ekki
reynt að setja neinn svip á mig“.
ann reglulega. Erik lagðist vi5
hliðina á henni og stundi þung-
ann. Hasn vildi ekki sofna, en
svefninn sigraði hann áður en.
varði
Litli erreifinn.
„Á miðvikudagskvöld verða:.
gestir — jeg ætla að kynna þig
fyrir vinum mínum“, sagði Steve-
við Nínu eftir kvoldið, sem alt
fór í handaskolum. Hann gerði.
eins og aðrir menn í hans stöðæ
og á hans aldri. Þegar hann gat
ekki eignast Nínu, vildi hann þó
hafa hana til sýnis. Hann ljefc-
hana sjiást með sjer í leikhúsum
og á veitingahúsum. Hann hafði
neytt hana til að taka við nokkr-
um fallegum kjólum, en fór að
öðru leyti með. hana eins og unga
drotningu í dularklæðum. í leynd
óskaði hann þess af öllu hjarta að’
Lucie myndi rekast á hann ein-
hversstaðar með Nínu. Af sömu
ástæðu bauð hann vinum sínum
heim. Hann var þess viss, að ein-
hver þeirra segði fyrverandi konu
hans að ung stúlka ætti heima
hjá honum og hann liti út fyrir-
að vera hamingjusamur.
Það var liðið á aðra viku, sem
Nína bjó í húsi Thorpe í White
Plains. Henni hafði tekist að læra
að halda í silkiteppin á meðan,
hún svaf á næturna, svo þau<
runnu ekki niður á gólf, að stand-
ast augnaráð þjónanna og að vera-
Steve til ánægju á kvöldin. Hana
svimaði oft og virtist mestan tímai
svífa eins og í þoku. Ilún hafði
ekki kjark í sjer til að spvrja
Steve hvenær hann ætlaði að'
leigja herbergi handa henni eins
og hann hafði lofað, og Steve
virtist vera alt of önnum kafinn
til þe‘ss að hugsa um það. Tvo
seinustu dagana hafði hann reyntr
að skýra fyrir henni grundvallar-
atriðin í bridge. Hún hlustaði á
með starandi augu og án þess að'*
skilja hið minsta. Hann var með
hótanir í þá átt að fá söngkenn-
ara handa henni. Hann var mjög!
viðkvæmur í öllu sem snerti hljóm-
list og vildi láta Nínu syngja fyr-
ir sig með sinni veiku rödd. Síðan.
kvöldið sem hann hafði gert hana.'
ölvaða og hún hafði orðið heldur-
opinská, hafði hann ekki verið',
nærgöngull við hana. Nína hafði'
samviskubit. Hún fekk borgun ám
nokkurs endurgjalds. í Central
hafði hún fengið óljósa h ugmynd.'
um að kaup og sala væru grund-
vallaratriði lífsins. Hún vissi að;
það gat ekki gengið svona til'
lengdar. Fná öllum hliðum var-
þessi staða hennar ósönn. Það var
um að gera fyrir hana að láta.
Stevei í tje það sem honum bar.
„Það er fallegt hjá þjer að lofa
mjer að átta mig“, hvíslaði hún>
hálfhrædd. Á meðan hana dreymdí
Erik í svefni og vöku var hún>
ekki alveg viðbúin að taka öllu.
Miðvikudagskvöldið kom. Hún
var ekki laus við að vera tauga-
óstyrk. Steve kom heim fyr e»
venjulega frá skrifstofunni og fór
strax inn í búningsherbergi sitt.
„f hvaða kjól á jeg að fara?“
spurði Nína biðjandi fyrir utan
dyrnar.
„Þann dökkrauða", var svarið.
Eitt augnablik varð hún undr-
andi yfir að hann skyldi vita
hvaða litur var á fötum hennar.
Hún fór í þann dökkrauða, en í
miðju kafi fekk hún ákafan svima
og þurfti að setjast. Varir hennar
urðu alt í einu ískaldar.