Morgunblaðið - 17.08.1940, Síða 8

Morgunblaðið - 17.08.1940, Síða 8
8 Laugardagur 17. ágúst 194(L 2£iA&ruxz&L ÍBÚÐ ÓSKAST 2—3 herbergi, 1. okt., sem næst Miðbænum. Uppl. í síma 5053. 1—2 HERBERGI ©g eldhús óskast 1. okt. Uppl. í síma 5472, frá kl. 7—9 í kvöld. MATSÖLU opna jeg á Vesturgötu 10, 1. sept. Til viðtals kl. 1—6. Laila Jörgensen. ( VIKTORlU BAUNIR f pökkum nýkomnar. Þorsteins- búð. Grundarstíg 12, sími 3247 Hringbraut 61, sími 2803. RABARBARI nýupptekinn, rauður og falleg- ur. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. KAUPI RABARBARA Símar 3387 og 5930. Ferð til Kanaríeyja MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í síma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. FRAKKAR og SVAGGERAR fyrirliggjandi í miklu úrvali. Guðm. Guðmundsson, klæð- skeri. Kirkjuhvoli. 11. dagur ynju. Hún hafði ráðist á og drep- ið þrjá gæslumenn, stóð í aug- lýsingunum. En að lokum gerði hún okkur Bob þann illa grikk að drepast. Það var einhver fjár- inn úr apahúsinu, sem komst í matinn hennar. Og þá var úti um cirkusinn“. Hann varp öndinni og stakk þumalfingrinum í handar- krikan. „Jeg get sagt yður það, að það var sorgardagur, þegar jeg kvaddi Bob“. Harvey sneri sjer óþolinmóður í kojunni. „Jeg vildi óska að þjer kvedd- uð mig“. „Jeg er að fara, jeg er að fara. Jeg sje að yður líður ékki sem best. Mig Iangaði að kynna mig og láta yður vita að þjer getið reitt yður á mína hjálp. Dæmið ekki eftir ytra útliti, drengur minn. Það sjest víst utan á mjer að hamingjan er mjer ekki hlið holl núna. Þetta er aðeins um stundarsakir. Jeg er á leiðinni upp á við, með prófessornum, þjer skiljið. Jeg held að góðvinur yð ar, Jimmy, sje á leiðinni að verða auðugur“. Hann hætti með svo mikilli festu að Harvey neyddist til þess að líta upp, þar sem Jimmy stóð með brosi, sem sló hann alveg út af laginu. Hann hikaði. Það var eitthvað við þennan gamla ævin- týramann sem hindraði illyrðin frá að koma fram á varir lians. ■ Nokkur augnablik störðu þeir hvor á annan. „Bless á meðan“, sagði hann og stóð upp. „Og gleymið ekkj hvað jeg hefi verið að segja ýður um gamla manninn. Aðeins eitt orð og jeg er yðar skítpliktugi þjen- ari“. Hann kipti hattinum framar og lallaði út. ITann var með ánægjn svip eins og sá sem hefir gert skyldu gagnvart sjálfum' s,jer og nágranna sínum. Hann leitaði um þilfarið að móðurHenningway. Það var einmitt tími, að því er virtist, Eflir A. J. CRONIN NÝJA FORNSALAN Aðalstræti 4, kaupir allskonar húsgögn og karlmannafatnað gegn staðgreiðslu. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Bækjum. Opið allan daginn. SPARTA-DRE N G J AFÖT Laugaveg 10 — við allra hæfi. HARÐFISKSALAN Þvergötu, selur góðan saltfisk. Bími 3448. Best að auglýsa i í Morgunblaðinu. REYKHÚSIÐ, Grettisgötu 50 B tekur Lax, fitk og aðrar vörur til reyking- ar eins og að undanförnu. '&ii&ifnnbngav K. F. U. M. Almenn samkoma annað kvöld kl. 8,30. Tveir ræðumenn. Allir velkomnir. flllir fapenn' þurfa að ná sambandi við fjöldann. Auðveldasta ráðið til þess er að setja smá til- kynningu í Starfskrá Morg- unblaðsins. Hún kostar lítið en gerir ótrúlega mikið gagn. Starfskráin birtist á sunnu- dögum. Tryggið yður rúm í henni tímanlega. — Starfskráin er fyrir alla fagmenn. fyrir eitt portvínsglas og spil áð- ur en miðdegisverðurinu yrði framreiddur. Harvey þrýsti höfðinu að köld- um grindunum í koju sinni. Hvernig — hugsaði hann — gat jeg haldið út þessa tilraun á mann kærleika. íri, auðvitað, þeir þrengja vináttu sinni inn á alla. Þetta ástand mátti kalla brjál- æði og hann óskaði af heilum hug að sofna. í meira en klukkutíma var hanu einsamall. Þá kom Trout inn með fulla könnu af heitu vatni og hræðslan skein út úr svip hans. „Á jeg að taka upp fötin yðar, herra?“ spurði hann. Harvey opnaði ekki augun og án þess að hreyfa höfuðið, muldr- aði hann: „Nei“. „Á jeg að koma með miðdegis- verð handa yður ?“ „Nei“. „Er það ekkert sem jeg get gert fvrir yðurf‘ I næsta klefa glumdi í hávær- um grammófón í tíunda skiftið: „Kystu mig alla kossa þína“. Hann gat ekki afborið að heyra það oftar og kallaði upp yfir sig: „Höfuðið á mjer er að springa. Biðjið fólkið fyrir alla muni að hætta að spila á grammófóninn“. Það varð skyndileg þögn og eins og hendi þrifi nálina af plötunni. Að lokum sagði Trout skjálfandi: „Þilið er þunt, herra minni.. Það heyrist hvert orð til yðar ef þjer æpið svona“. Trout fór út en, fimm mínútum síðar kom hann aftur með bakka. Á bakkanum var skál með sjóð- andi heitri súpu og auk þess rör með nokkrum hvítum töflum. „Dálitla súpu?“ bað Trout eins og hann væri að bæta fyrir synd- ir sínar. „Hún er nærandi. Skip- stjórinn ljet mig færa yður hana. Þegar lafði Fielding frjetti að þjer hefðuð höfuðverk bað hún mig að spyrja hvort þjer vilduð ekki fá aspirín“. Harvey stirðnaði upp. Hann langaði mest til að æpa, bölva og gráta í einu. „Skiljið það eftir hjá rúrninu", sagði hann í hálfnm hljóðum. Hann lagðist útaf og lokaði aug- unum, hlustaði á marrið í skip- inu, sem klauf myrkrið fyrir utan. Og honum fanst eins og ókunnug- ar raddir utan frá væru að hvísla einhverju að honum. 7. kapítuli. Þau höfðu siglt í þjá daga, vind- staðan var enn hagkvæm af suð- vestan og Cape Finisterra lá nú bakborða í fjarska. Sólin gægð- ist við og við fram úr skýjaflók- unum og hitaskúrir höfðu lægt hafið. Fótatak lieyrðist af þilfarinu stjórnborðsmegin, niður í borðsal- inn, þar sem Robert Tranter og systir hans sátu fyrir framan opið orgel. „Þetta er ágætt lag, Robbie“, sagði hún liugsandi og fletti nót- unum. „Og þú syngur það prýði- lega“. „Já, það er ljett yfir Glory“. Hann sneri öðru eyranu að þil- farsglugganum eins og til að hlusta eftir fótatakinu frá þilfar- inu. „Finst þjer ekki að við ætt- um að hætta að æfa okkur núna, Sue? Sólin skín“, Hún sneri sjer hægt að honum. „En við erum rjett nýbyrjuð, Rob. Töluðum við ekki um klukku tíma? Og það finst mjer vera besta stund dagsins, þegar við er- um hjer tvö ein í kyrðinni". „Yíst sögðum við það, Sue“, sagði hann hálfhlæjandi. „Það er sennilega af því að jeg er svo eirðarlaus — þú þekkir þá til- finningu — þegar jeg er kominn á skipsf jöl“. Hún horfði rannsakandi á hann og leit svo undan. „Jeg umgengst ekki mildð fólk- ið hjer um borð“, sagði hún alt í einu upp úr þurru. „Mjer geðjast hreint ekki að þessari frú Bayn— ham“. Hann athugaði vandlega skyrtu- líningar sínar og gullhnappana. „Æ, Sue, jeg er viss um að þú; hefir rangt fyrir þjer. Jeg finn það á mjer að hún er ágæt — að hún er ágætis manneskja inst við; hjartaræturnar“. „Ilún gerir lítið úr okkur.. Hún hæðist að öllu jafnvel — jafnvel. lGuði“. Hann studdi hendinni á öxl' henni og sagði; „Talið ekki illa um það góða- sem í yður býr. Jeg býst ekki við, Susan, að við getum dæmt: einn eða neinn“. „Jeg finn það á mjer að þú erfe. hrifinn af henni“. Hann mótmælti ekki. „Jeg skal játa að jeg er dálítið hrifinn af henni“, sagði hann og' horfði í augu hennar rólega. „En það er vegna þess að hún hefir sál, sem hægt er að bjarga. Jeg hefi orðið að umgangast margfe kvenfólk áður. Hefi jeg nokkru, sinni gefið þjer ástæðu til þess að efast um mig?“ Það var sannleikur. Margt kven fólk hafði orðið á vegi hans, sent hreifst með honum í guðsdýrkun- inni og hann fann það að það voru áhrif frá honum. En aldreí hafði hann komið á móti þeim með>' nokkrar þær tilfinningar í brjósti, sem hægt var að álasa honum fyr- ir. Ást hans snerist aðeins unc- hann sjálfan, um Guð og ura» Susan. —- Framhi Þeir, sem þurfa að ná til blaðlesenda í sveitums landsins og smærrl kpuptúnum, auglýsa S ísafold og Verði. 'vrulxJ j Hinn frægi rithöfundur Moliére var einhverju sinni spurður, var eitt sinn spurður, hverju það sætti að í sumum ríkjum væri jronungum leyfilegt að taka við ríkisstjórn 14 ára gömlum, en mættu ekki giftast fyr en 18 ára. „Þetta kemur af því“, sagði Moli- ere, „að það er meiri vandi að stjórna konu en konungsríki“. ★ Kona: Af hverju gengurðu á höndunum, drengur minn? Drengurinn: Axlaböndin mín eru slitin. ★ Kennarinn: Jeg sagði þjer að teikna tjald og mann. Nemandinn; Jeg gerði það. Kennarinn: Hvar er maðurinn? Nemandinn: Hann liggur stein- sofandi inni í tjaldinu. ★ Fvlgdarmaðurinn: Hafið þjer nokkurn tíma sjeð eins mikilfeng- lega sjón eins og þetta eldfjall? Ameríkaninn: Eldfjöllin ykkar eru ágæt, en við höfum fossa sem gætu slökt í þeim á fimm mín- útum. ★ Fær giraffi liálsbólgu ef hann vöknar í fæturna? Já, en ekki fyr en viku seinna. ★ ' Negri (á sjúkrahúsi) : Heyrið þjer, læknir, haldið þjer að jeg fái glóðarauga? ★ Kennarinn: Hver var hryggur við heimkomu týnda sonaríns ? Nemandinn: Feiti kálfurinn. ★ Það er eitt sem altaf er rangt. Hvað er það? Rangt auðvitað. ★ Liðþjálfinn (við nýliðann): ,Næst þegar þjer rakið yður, ,stamlið þá nær rakhnífnum. ★ Nonni: Heyrðu Mundi, er latína dautt mál? Mundi: Já. Nonni; Því er það þá ekki jarð- að ? — Jón: ITvar hefi jeg sjeð þetta.- andlit áður? Guðmundur: Á sama stað og þjer sjáið það nú. ★ Maðurinn (sem hefir dottið of— an á eggjakassa): Jeg vona a& jeg hafi ekki brotið neitt? Afgreiðslumaður (hæðinn) : Nei„ nei, þau hafa aðeins bögglast. ★ I írskum rjetti var maður, seœi áður hafði gert ýmislegt af sjer,. dæmdur fyrir drykkjuskap og götuóspektir.- „Tíu shillingar eða hálfsmána5- ar inníseta“. „En jeg á því miður ekki til nema tvo shillinga í eigu minni“„, sagði sökudólgurinn. „Þá verðurðu að fara í tukt- hiisið. Ef þii hefðir ekki eytt pen- ingunum í vín, hefðirðu getað borgað sektina". ★ Kennari: Hvað er þijgn? Nemani; Það er það sem þjer ekki heyrið, þegar þjer hlustið. /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.