Morgunblaðið - 18.08.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1940, Blaðsíða 2
2 MÖRGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. ágúst 1940. Petsamoskip U.S.A. á hættusvæðinu Engin loftárás á England í gær Þjóðverjar aðvara Banda- | ríkjastjórn: Neita að ábyrgjast afleiðingarnar . ... ■ . . PÝSKA STJÓRNIN tilkynti ameríska sendiráð- inu í Berlín í gær, að Ieið sú, sem ameríska skipinu „American Legion“ hefði verið val- in frá Petsamo til Ameríku, væri hættuleg og ráðlagði þýska stjórnin, að stefnu skipsins yrði breytt. „American Legionu fór á föstudaginn var frá Petsa- mo í Finnlandi með rúmlega 1800 ameríska flóttamenn frá Norðurlöndum áleiðis til New York. Hernaðaraðilj- um var tilkynt, hvaða leið skipið myndi fara vestur og að það myndi sigla með fullum ljósum að næturlagi og væri greinilega merkt amerískum hlutleysismerkjum. HÆTTUSVÆÐIÐ. Það er kunnugt, að „American Legion“ á að fara fyrir norðan Skotland á leið sinni vestur og aðvörun Þjóðverja er sett í samband við tilkynningu þeirra um algert hafnbann á Bret- landseyjar, sem gefið var út í gærmorgun og sem samkvæmt frjettum hinnar opinberu þýsku frjettastofu hefir verið tilkýnt öllum hlutlausum ríkjum. / Fregnir frá Bandaríkjunum herma hinsvegar að Bandaríkjastjórn hafi neitað að breyta stefnu skipsins að það sigli vestur hina fyrirhuguðu ákveðnu leið. Þjóðverjar tilkyntu þá aftur á móti, að þeir bæru ekki á- byrgð á afleiðingum, sem af því kynnu að leiða, að hið ameríska skip sigldi um hættusvæðið. Þetta er ekki skilið svo, að Þjóðverjar hafi í hyggju, að sökkva „American Legion“, heldur vilji þeir undirstrika, að siglingar nálægt Englands- ströndum sjeu hættulegar vegna hilis algerða hafnbanns, sem þeir hafa boðað. MARTHA KRÓNPRINSESSA MEÐAL FARÞEGA Meðal farþega á „American Legion“ er sennilega Martha krónprinsessa Noregs og börn hennar, er hún hefir sem kunn- ugt er þáð boð frá Roosvelt forseta, um að dvelja sem gest- ur hans á meðan Noregur er í höndum Þjóðverja. HAFNBANN ÞJÓÐVERJA Tilkynning Þjóðverja um hið nýja hafnbann á Bretlandseyj- ar var á þá leið, að lagt hefði verið tundurduflum umhverfis Bretlandseyjar og að siglingar til og frá höfnum í Bretlandi sjeu hættulegar. Þau skip, sem sigli á þessum slóðum geri það á eigin ábyrgð. Þá er sagt í tilkynningunni að öllum skipum, sem sigla til og frá enskum höfnum verði sökt og að Þjóðverjar muni nota öll ráð sem þeir ráða yfir til að gera hafnbannið algert. Loks er í tilkynningunni sagt, að hafnbann þetta sje sett á þenna hátt vegna þess, að Bret- ar hafi brotið öll alþjóðalög um siglingar. SVAR BRETA Bretar svöruðu hafnbannstil- kynningu Þjóðverja með því, að tilkynna ný hættusvæði fyrir skip í Ermarsundi frá Bishop- Rockvita, suður með Frakk- landsströndum að Biscayaflóa. Breska upplýsingamálaráðu- neytið sendi út tilkynningu í gær, vegna hafnbanns Þjóð- verja. Segir upplýsingamála- ráðuneytið að það sje einkenni- legt að Þjóðverjar ásaki Breta um brot á alþjóðalögum í sigl- ingamálum, þar sem þeir sjálfir hafi brotið öll lög frá upphafi ófriðarins. Hinsvegar hafi hafn- bannstilraun þeirra á England algerlega mishepnast. Bretar hafi nú í sinni þjónustu 82% af norska verslunarflotanum, 92% af hollenska flotanum, 83% af þeim belgíska og 60% af danska flotanum. Pólskir strlðs- fangar látnir lausir Samkvæmt boði Hitlers hef-í ir nú mikill hluti pólskra stríðsfanga verið látnir lausir og er í ráði að leysa alla pólska strísfanga úr fangaherbúðum í náinni framtíð. Föngunum er gefinn kostur á að vinna að landbúnaði fyrir Þjóðverja og segir þýska frjetta stofan að 90%. fanganna hafi valið þann kostinn. Sí^ar verður reynt að sjá föngunum fyrir atvinnu í ve'rksmiðjum og öðrum atvinnu- greinum, eftir þörfum. Þý s k a)r flugvjelar gerðu enga tilraun til loftárása á England í gær og er það fyrsti dagurinn, esm líður í heila viku, án þess að þýskar flugvjelar sýni sig yfir Eng- landi. Frjettastofufregn getur þó um að á einum stað á Suður- Englandi hafi loftvarnabyssur verið teknar í notkun, en ó- vinaflugvjelarnar flugu svo hátt, að skotin náðu ekki til þeirra. Þjóðverjar segja, að þetta hlje á loftárásunum stafi af slæmu veðri. Opinberlega er tilkynt í London að síðastliðna viku hafi 491 þýsk flugvjel verið skotin niður yfir eða við England. Sjálfir segj- ast Bretar hafa mist 150 orustuflugvjelár í vikunni. 57 þessara fulgvjela voru skotnar niður með loftvarna-: byssum, en hinar í loftorust- um. Breskar flugvjelar hjeldu áfram ioftárásum sínum á Þýskaland í fyrrinótt og gerðu m. a. árás á raforkustöðina í Leuna hjá Leipzig, Jena og fleiri þýskar iðnaðarborgir.—- I þessum loftárásum segjast Bret-' ar hafa mist 3 flugvjelar. Hudson flugvjel úr breska strandvarnarliðinu gerði árás í gærmorgun á loftvarnaskip hjá Stafangri. LOFTÁRÁSIN ÁLONDON Bretar vilja ekki viðurkenna að Þjóðverjum hafi hepnast loftárásin á London. Að vísu hafi orðið nokkrar skemdir á húsum í úthverfum, en að minsta kosti % hlutar af 8 miljónum íbúum Lundúnaborg- ar hafi ekki haft hugmynd um hina þýsku loftárás á borgina. Hún hafi ekki verið meiri en þetta. Nokkrar sprengjur hafi fallið á sumarbústaðahverfið East- burne og smáskemdir hafi orðið á jámbrautarstöð, en þó ekki meiri en svo, að tekist hafi að gera við allar skemdir þegar í gær. Kvöldárásir. Frjettir seint í gærkvöldi frá London sögðu frá því, að eftir að diinma tók hafi þýskar flugvjel- ar gert árásir á Suður-England og Mið-England. Bretar segja, að England sje nú eitt virki. Hjer á myndinni er sýnd varðstöð ein við enskn ströndina. Slík virki eru hundr- uðum saman á ströndum Englands. Bretland eitt virki.. Wilkie forsetaefni, lýsir síq anúvígan einræðisherrunum Wendell Wilkie, forsetaefni Rebublikana í forsetakosn- ingunum í BandaríkjunUin, sem fara fram eftir 2% rnánuð, sam- þykti opinberlega í gær að verða í kjöri, Við það tækifæri hjelt hann fyrstu ræðuna um stefnu sína í utanríkismálum. W'ilkis lýsti sig andvígan ein- ræðisherrum. og ofbeldisstefnu þeirra og kvaðst fylgja Roosevelt að málum í því, að Bandaríkja- menn veittu þeim þjóðum, sem berjast gegn ofheldinu, aðstoð, en kvað sig hinsvegar andvígaú því, að Bandaríkin færu í stríð með Evrópnþjóðum. Hann ásakaði Roosevelt forseta fyrir að hafa í ræðum notað stór- yrði, sem vel gætu hafa leitt Bandaríkin út í ófrið, er þau væru ekki undirbúin undir hann. Sjálf- nr kvaðst hann reiðuhúinn til að leiða Bandaríkin lit í ófrið, ef verja þyrfti sjálfstæði þeirra. En jeg mun ekki hóta neinni þjóð á maðan jeg er ekki reiðubúinn að framfylgja hótnnum. Hann kvað það rjett vera, að erfiðara væri fyrir Bandaríkin eftirá en áðnr ef hreski flotinn yrði eyðilagður, því vegna þess að floti Breta hefði hingað tii ráðið á Atlantshafi, hefði Banda- ríkjaflotinn svo að segja óskift,- ur getað snúið sjer að Kyrrahaf- inu. Wilkie sagði, að Bandaríkja- þegnar mættn búast við erfiðum tímum, þnngum sköttum og á- lögum, en það yrði að taka fyr- ir meinsemdina, sem væri farin að grafa nm sig í þjóðfjelaginu og byggja upp að 'nýju sterk og heilbrigð Bandaríki. "Bresktir kafbátur ferst "Dreska flotamálaráðuneytið tilkynti í gær, að breski kafbáturinn „Opheus“ hafi far- ist. Líklega hefir enginn af á- höfninni bjargast. „Opheus“ var rúmlega 1400 smálestir að stærð. Italir hörfa úr Kabutzo- virkinu Hírstjóm Breta í Kairo, til- kynti í gær, að ítalir hafi hörfað úr Kabutzo-virkinu á landamærum Libyu og Eg- iptalands. Er þetta í annað sinn, sem ítalir yfirgefa þetta virki. Bresk herskip gerðu árás á strönd Libyu og Bretar, telja sig hafa skotið niður 11 ítalsk- ar flugvjelar í gær. Strax og Italir fóru í stríðið, gerðu breskar hersveitir árás á virkið og tóku það með skyndi- áhlaupi. Litlu síðar unnu Italir virkið aftur með því, að tefla fram ógrynni liðs og biðu þá ógurlegt manntjón. Á Súdan landamærunum hitti bresk lögregla 50 manna ítalskan herflokk, sem var á rannsóknarför. Lögreglan drap 7 Itali án þess að verða sjálf fyrir mannfalli. Hinir flýðu. Herstjórnin í Kairo segir, að frá Breska Somalilandi sje ekk- ert að frjetta. Italskar frjettir herma aftur á móti, að ítalskar hersveitir hafi brotist í gegnum aðalvarn- arvirki Breta eftir fimm daga harða bardaga. Telja ítalir nú aðeins tímaspursmál hvenær Breska Somaliland gefist upp. Ungverjar krefjast 2|3 af Transylvaniu Ríkisráð Rúmena kom sam- an í gær til að ræða kröf- ur Ungverja á hendur þeim. Er talið að Ungverjar muni krefjast % hluta Transylvaníu hjeraðsins. Samningafundir liggja niðri yfir helgina, er talið að þeim verði lokið á morgun. Samkomulag hefir að mestu leyti náðst um kröfur Bulgara, að því er talið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.