Morgunblaðið - 18.08.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1940, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. ágúst 1940. e Viðureignin í Dofrafjöllum Kvlkrayndahúsin Tvær sýningar alla daga Byrjað að sýna textalausu myndirnar: Breytingar á aðgöngumiðasðlu í Gamla Bíó KVIKMYNDAHÚSIN hafa ákveðið að hafa tvær sýningar alla daga vikunnar í framtíð- inni, kl. 7 og kl. 9. Gamla Bíó er þegar byrj- a<5 að hafa tvær sýningar á dag, en hin nýja tilhögun mun verða tekin upp hjá Nýja Bíó frá 20. þ. m. 1 kvöld byrja bæði kvikmyndahúsin að sýna með nýjum sýningartækjum, sem verkfræðingur frá „Western Elec.tric“- fjelaginu hefir verið að setja upp. Eru þetta sýningartæki af nýjustu gerð og eiga að taka hinum eldri mikið fram hvað snert- ir tón og ljós. Mun síðar verða tækifæri til að skýra frá tækjum þessum hjer í blaðinu. Gamla Bíó sýnir í kvöld ,,Beu Geste“, kvikmynd um útlend- ingahersveit Frakka í Marokkó. Er þetta ný kvikmynd, sem Gary Cooper leikur aðalhlut- verkið í. Áður hefir verið sýnd hjer kvikmynd gerð eftir sömu sögu og Ijek Ronald Colmann aðalhlutverkið í þeirri mynd. „Beu Geste“ er fyrsta ame- ríska kvikmyndin, sem Gamla Bíó sýnir textalausa. — Vegna þeirra mörgu, sem ekki skilja ensku, verður gefið út „pro- gram“ og ættu þeir, sem ekki skilja málið, að kaupa „pro- gram“. Nýja Bíó sýnlr í kvöld kvik- myndina „Frúin, bóndinn og vin konan“. Er sú mynd með dönsk- um texta, en fátt mun nú vera eftir af kvikmyndum með dönskum texta. Kvikmyndahús bæjarins hafa lent í nokkrum vanda vegna hinnar auknu aðsóknar að kvikmyndahúsunum og þar sem búast má við, að vandamál- in verði enn erfiðari viðfangs, þegar fjölga fer í bænum, með haustinu, hefir Gamla Bíó á- kveðið að gera nokkrar breyt- ingar á tilhögun aðgöngumiða- sölu. Eftir því, sem Garðar Þor- steinsson hrm. hefir skýrt blað inu frá fyrir hönd Gamla Bíó hefir þótt nauðsynlegt að gera eftirfarandi breytingar: 1) Kvikmyndasýningar verða venjulega tvær á hverju kvöldi rúmhelga daga, kl. 7 og kl. 9. 2) Húsið verður opnað kl. 1 e. h .og hefst þá aðgöngumiða- salan. Pantaðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 6 a,ð kvöldi og verða eftir þann tíma seldir öðrum. Til þessara breytinga liggja eðlilegar orsakir og munu kvik myndahússgéstir vafalaust taka þeim vinsamlega, er þeir hafa sjeð, að breytingarnar eru gerðar einmitt til að þóknast almenningi, en aðalástæðurnar fyrir breytingunum eru þessar: Eftir að útlendingum fjölg- aði í bænum hefir aðsóknin aukist mjög að kvikmyndahús- unum. Mörgum hefir fundist óþægilegt að sitja milli útlend- inganna, ekki vegna þess að þeim sje neitt ver við þá en aðra ókunnuga menn eða hafa á þeim sjerstakan ímigust, heldur einkum vegna vopna þeirra, er þeir bera með sjer. Kvikmyndahúsin hafa reynt að stilla svo til, að útlendingar sætu sem mest sjer, en varast verður vitanlega að móðga þessa viðskiftavini frekar en íslenska viðskiftavini, því vit- anlega eru allir, sem kaupa sig inn á sýningar, jafn velkomnir og eiga sömu kröfu til að kurt- eislega sje komið fram við þá. Nú er það svo, að Reykvík- ingar hafa komist upp á að panta sjer aðgöngumiða. Á að vera búið að sækja pantanir fyrir klukkan 814. En margir sækja ekki pant- anir sínar og eru þær þá seldar öðrum. Oft bíður fjöldi útlend- inga eftir að fá aðgöngumiða eftir að farið er að selja pant- anir, og er þeir sjá, að Islend- ingar fá aðgöngumiða eftir að búið er að segja þeim að alt sje uppselt, finst þeim sem far- ið sje í manngreinarálit. Aðrir eru þeir kvikmynda- hússgestir, sem biðja sjerstak- lega um að haldið sje eftir pöntuðum aðgöngumiðum til klukkan 9, eða um leið og við- takandi kemur á sýningu. En einnig sumir þessara manna af- þakka pantanir á síðustu stundu. Vegna pantananna, sem af- þakkaðar eru á síðustu stundu eða eru ekki sóttar, leiðir það, að afgreiðslufólki kvikmynda- hússins reynist ókleyft að raða í húsið þannig, að íslendingar sjeu út af fyrir sig og útlend- ingar fyrir sig, og af þessu leiðir svo óánægju, oft hjá báð um aðiljum. 1 Lokafrestur til að sækja pantanir er kl. 614. Var tíminn valinn með það fyrir augum, að þá væri menn alment hætt- ir vinnu fyrir góðri stund, en ekki hægt að hafa þann tíma seinna vegna þess að fyrri sýn- ing hefst kl. 7 og úr því fara útlendingar að streyma að til að kaupa sjer aðgöngumiða. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ismenn Vidkum Quislings svo fá- ir, að okkur fanst flokkur hans hlægilegur. Fylgismenn hans voru að vísu flestir svo ungir að þeir höfðu ekki náð kosningaaldri. Eu 9. apríl kom það í ljós, að þýski herinn hafði rekið mjög nákvæma njósnarstarfsemi í landinu. Þjóð- verjar vissu greinilega um hvert virki og hvert vopnabúr og gátu gengið að öllu eins og þeir væru heima hjá sjer. Þetta var þeim í flestum tilfellum nóg. ✓ Símaslitin. — Hvar voruð þjer að morgni þess 9. apríl? — Jeg var í Þrándheimi, og vaknaði kl. 8 um morguninn við þau tíðindi að búið væri að her- taka borgina. — Hvernig fór sú hertaka fram ? — Þýsk herskip komu inn í höfnina imeð herlið sem mun hafa verið um 1000 manns. Þau komust, eins og kunnugt er, fram hjá Agdanesvirki, sem talið var eitt hið sterkasti í Noregi, og Þránd- heimsfjörður sá sem einna . best var víggirtur. En símalínurnar út í virkið höfðu verið slitnar. Og menn mega ekki gleyma því, að varðlið þarf skipun, frá yfirmönnum sínum til þess að hefja árás. Ekki síst með þeirri þjóð, sem ekki hefír gripið til vopna, og engu mannslífi grandað í 126 ár. f Þrándheimi var aðeins 24 manna varðlið. Svo það gat ekk- ert aðhafst gegn innrásahernum. Engin almenn hervæðing. Norsk herlög gera ráð fyrir því, að til almennrar hervæðingar þurfi 9 daga. Menn geta þvi ímyndað sjer hvílíkum erfiðleikum það var bundið að láta hervæðing fara fram1, eftir að stærstu borg- irnar og mörg hjeruð voru í hönd- um innrásarhers, útvarp í óvina- höndum og megnið af símalínum landsins slitið. Enda varð aldrei um neina al- menna hervæðing að ræða, að heitið gæti. Margir yfirmenn hersins, sem ekkert símasamband höfðu, höfðu enga möguleika til þess að koma frá sjer herútboði, gátu ekkert annað gert, en taka byssu sjer í hönd og ganga til bardaga, þar sem verkast vildi. f Ondalsnesi. — Hvar var bækistöð herdeild- ar yðar? — í Ondalsnesi. Jeg komst frá Þrándheimi við 4. mann þ. 9. apríi 0g komumst við til Ondalsness eftir mikla erfiðismuni á 24 klukkustundum. 'Gátum við þó náð í bíl skamt utan við Þránd- heim. Jeg tilheyrði 11. regimenti fót- gönguliðs, sem hafði bækistöð í Ondalsnesi. Herútboð var út gefið þar fyrir 3 bataljónir, eða um 2000 maans. En fylsta herútboð þar átti að ná til 6 bataljóna, eða .4000 manna. Á 4 dögum tókst að útbúa þessi 2000 manns, sem boð ið var út, og senda þá á víg- stöðvarnar. Til Ondalsness komu 1000 manns að auki, sem gerðir voru afturreka vegna þess að ekki vanst tími til að búa þá út í herinn þá daga, sem nokkrir möguleikar voru á því þar vegna loftárása. Þrjá fyrstu dagana sem jeg var í Ondalsnesi komu þýskar flug- vjelar á hverjum degi og flugu þar yfir, án þess að varpa niður sprengjum. Því þá daga munu Þjóðverjar hafa búist við því, að við myndum þá og þegar gefa upp alla vörn. En á 4. degi byrjuðu þýsku flugmennirnir að varpa nið ur sprengjum yfir bæinn. Þá lögðu íbúarnir á flótta, en ekki varð vært í bænum. íbúarnh- voru 2—3000 manns. Nú er ekkert eftir af bænum, hann ekki ann- að en malarbyngir með einstaka reykháf, sem gnæfir yfir rúst- irnar. Þó miklum sprengjum væri varp að þar niður, var það frekar af eldi en sprengingum, að bærinn var eyddur. Fyrirliðar herdeildanna voru hjer og þar um landið, t. d. í Oslv, Bergen, Þándheimi. Margir þeirra, sem komust til herbúð- anna í Ondalsnesi, komust í hina mestu hættu og mannraunir á.leið- inni, urðh t. d. að smjúga gegn- um herlínu Þjóðverja. Manntjónið. — Hvert fór þetta 2000 manna lið frá Ondalsnesi? — Við hjeldum með járnbraut- Jnni upp í Dofrafjöll, til Dumbaas Þangað höfdu verið fluttir um 300 þýskir fallhlífahermenn og höfðu búið þar um sig er við komum upp eftir, m. a. á járn- brautarstöðinni þar. Það tók okkur viku að vinna bug á þeim. Var helmingur fall- hlífaliðsins tekinn til fanga, en hinir fjellu. Af Norðmönnum ffjellu um 100 manns í þessari viku- viðureign, og eru þá meðtaldir 50 manns af norskri sveit sem send var frá Elverun í vörubílum áleiðis til Duimbaas. Átti hún að gæta járnbrautarstöðvarinnar. — Þessir menn vissu ekki að Þjóð- verjar væru komnir þangað á und- an þeim í lofti. Skutu þýskir her- menn á bílana á 70—80 metra færi. Er 50 voru fallnir af okkar mönnum voru hinir teknir til fanga. Svo skamt var komið fram á vorið að mikil fönn var þarna á hálendinu, alt að því tveggja metra djúpur snjór. Við Norðmenn vorum á skíðum og höfðum yfir okkur hvítar skikkjur, svo við komumst hraðar yfir en Þjóðverjarnir. En þeir höfðu aftur á móti betri skotfæri, voru með vjelpístólur, mörg ný- tísku hernaðartæki. 1000 sprengjur. Og svo höfðu þeir flugvjelaárás- irnar sjer til framdráttar. Á hverj- um degi voru þarna þýskar flug- vjelar yfir okkur. Talið var að þær hefðu varpað niður um 1000 sprengjum þessa daga þarna í fjöllunum. Sprengjurnar voru frá 60—500 kílóa sprengjur. En tjón- ið sem þær gerðu var minna en ella vegna þess hve fönnin var mikil. Því sprengjubrotin lentu svo mikið í fönninni. Og okkur þótti líka að þýsku flugmennirnír ekki vera hæfnir. Þeir t. d. lögðu megináherslu á að eyðileggja járn- brautina niður til Ondalsness. En þeir skemdu hana aldrei meira en svo, að við gætum ekki gert við- hana yfir nóttina og haldið uppi járnbrautarsamgöngum. Þeim tókst heldur ekki vel að koma skotfærum til sinna liðs- manna, vöruðu sig ekki á því hvar norskt lið var og hvar ekki. Dag- lega fluttu þeir skotfæri með sjer og ljetu falla niður í fallhlífum. En við náðum í mest af þessum sendingum. Lifandi brjóstvörn. Erfiðleikar okkar voru mestir vegna þess hve mikið Þjóðverj- arnir tefldu fram okkar fólki á bæjunum þar sem þeir bjuggust til varnar. Siður þeirra var, að taka fólkið höndum og hafa það í haldi, svo við mættum vita, að ef við, sem sóttum á, legðum byggingarnar í rúst, þá myndi það verða norsku fólki að fjör- tjóni ekki síður en þýskum her- mönnum. Síðasti bardaginn í Dofrabygð- .inni var á frægu bændasetri, sem heitir Tofte. Þar tókum við 49 Þjóðverja til famga, sem ósærðir voru og 13 særða. A bænum voru 52 norskir fang- ar á valdi Þjóðverja. Er við höfð- um umkringt bæinn og sóttum að honum sendu Þjóðverjarnir 18 ára gamlan son bóndans út í vatns- bólið til að sækja vatn. Það var sama og senda hann í opinn dauð- ann. Ekki sáu norsku hermennirn- ir hver maðurinn var. Hann var skotinn. Þjóðverjarni bjuggu um sig í gömlu fjósi. En veggirnir gildir steinveggir og vígi þar gott. Em hina 50 norsku fanga, sem vorn bæði hermenn og heimafólk á bænuim, höfðu þeir á timb- urlofti yfir fjósinu, svo að þeir væru í meiri lífshættu, er árásin var gerð á bæinn. Af þeim voru 4 fallnir er Norðmenn náðu bænum á sitt vald, en margir særðir. Aðferðir þýskra hermanna komu okkur Norðmönnum að ýmsu leyti á óvart. Einn kunningi minn fjell t. d. á þann hátt, að hann og þeir sem með honum voru höfðu sjeð þýska hermenn veifa hvítu flaggi út um glugga á húsi, þar sem þeir höfðu búist um og varist. Þetta var álit- ið merki þess að þeir hefðu lagt niður vopn. Kunningi minn þessi gekk því inn í húsið, og var skot- inn. samstundis. Þýska hermenn fundum við í norskum einkennisbúningi. Var talið að búningana hefðu þeir feng ið frá þeim sem fjellu eða teknir voru til fanga af flutningabílun- um sem komu frá Elverum. Þegar viðureigninni var lokið í Dofrabygðinni vorum við sendir niður í Guðbrandsdal. Þar höfðu Þjóðverjar bryndreka óg fallbyss- Jir, en við ekkert af því tagi. Svo leikurinn var ójafn. Við máttum okkar ekki mikils í þeirrj viður- eign. Þegar við komum aftur upp úr dalnum hafði fækkað um nál. helming í okkar herdeild. Sumir fjellu, sumir særðust, sumir höfðu flúið, að jeg frjetti síðar, á fjöll og hjeldu áfram dreifðum smá- skæruhemaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.