Morgunblaðið - 18.08.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.08.1940, Blaðsíða 7
Sunnudagur 18. ágúst 1940. MO&iOlfeiAÐi£ 7 Frá Ferðafjelagi íslands. Útilega á Þórsmörk Aþriðjudaginn var sendi Ferða- fjelagið hóp manna í skemti- för austur í Þórsmörk. Voru 27 manns í förinni, 11 karlmenn og 16 konur. Bkið var í tveimur stór- um bílum austur að Stóru-Mörk undir Byjafjöllum, en þar biðu reiðhestar handa öllum, áburðar- hestar undir farangur og fylgd armenn. Varð farangurinn á 8 hesta, og var svo mikill vegna þess, að fólkið ætlaði að liggja úti á Þórsmörk í 3 nætur og 2 daga. Leiðin inn eftir er seinfarin, vegna grjótaura og vatna, og það tefur líka, að á leiðinni má skoða tvo merkilega staði, Nauthúsagil, með hinni frægu reynihríslu, og Stakkholtsgjá, hina stórkostleg- ustu og fegurstu hamrahöll sem til er. Seint var sest að í Þórs- mörk og tjaldað í myrkri. Þar voru fyrir tveir varðmenn frá skógræktinni og veittu þeir ferða- fólkinu margvíslega aðstoð með ráðum og dáð. Á mðvikudag og fimtudag var farið víðsvegar um Þórsmörk og ýmsir staðir skoðaðir. Byrjað var á því að ganga á Valahnúk, en þaðan er stórkostleg útsýn yfir mörkina, jöklana, aurana og vötn- in. Þá var farið í Húsadal, þar sem einu sinni var bygð, skoðað Snorrasíki (hellir hátt í hamri nokkrum), Sóttarhellir, sem mögn uð þjóðsaga er um, Morsa (ein- kennilegur klettadrangur), Hamra skógur, Litlendi og Stórendi, og víðar farið um mörkina. Br þar margt að sjá, enn fremur var ferðafólkið óheppið með veður, var sjaldan'bjart, en oftast rign- ing. Og á fimtudagsnóttina var brunafrost, svo að jörð var öll hvít af hjelu um morguninn. Samt þótti þetta ágæt skemtiför, og höfðu margir við orð, að þeir væri einráðnir í að fara þangað aftur en fæstir höfðu komið þar áður. Hm hádegi á föstudag var kom- ið með hesta að sækja fólkið, og varð ferðalagið heim með svipuð- um hætti og ferðin þangað austur. Var komið hingað til Reykjavíkur kl. 1 í fyrrinótt. 0<KKK>0000000©00«0*> X Niðursnðnglös ö x Sultutausglös, X 6 Tappar, allar stærðir, 9 y Flöskulakk og X X Betamon. 0 ví*ii* 6 Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. Y &<*<><><><><><><><><><><><><><><><> Framkfillun Kopiering Stækkun framkvæmd af útlærðum ljós- myndara. Iþróttamót Kjósarsýsla TT ið árlega leikmót ung- ^ mennaf jelaganna Drengs í Kjós og Aftureldingar í Mos- fellssveit fer fram í Tjaldanesi. í Mosfellssveit f dag. í|þróttmót þetta á sjer langa og all-merka sögu. Fyrsta mót- ið var háð á Kollafjarðareyrum sumarið 1918.Næsta ár var mót- ið háð á Eyri í Kjós, og var þannig skifst á um mótin þar tíl 1924 að mótið var ekki háð og var það gert til þess að auð- velda Kjósaringum að verja sig mislingunum, sem gengu þá um sumarið. En svo leið fram til 1927 að ekkert mót var haldið, og má þó ekki álíta að íþróttastarfsemi hafi fallið niður hjá fjelögunum þann tíma,því allan þann tíma, sem íþróttamótin lágu niðri, unnu fjelögin Afturelding og Dreng- ur víðavangshlaupiðíRvík und- ir merkjum íþróttafjel. Kjósar- sýslu, sem var stofnað af fje- lögunum. Þegar í upphafi var nokkuð sjerkennilega frá þessu kapp- móti gengið. Þar eru engin verðlaun veitt. En afrek ein- staklinga færð inn í bók mikla og vandaða ásamt stigatölu fje- laganna og stutta lýsingu á mót- unum. Bókin er geymd í kassa mjög vönduðum og greytpum fílabeini. Kassinn vinst aldrei til eignar^ en það fjelagið, sem vinnur, varðveitir hann til næsta móts. Handhafi kassans nú er U.M.F. Aftureldiúg. En víst er um það, að „Drengur“ hefir fullan hug á að vinna, enda á hann margt ágætra íþrótta- manna t. d. Axel Jónsson og methafann síðan í drengjamót-i inu Guðm. [Þ. ’Jónsson. Svo verður Janus til varnar og þó ekki einn. Það má hiklaust þakka þessum árlegu kappmót- um það, að 1. K. vann drengja- mótið og að Ungmennasamb. Kjalarnessþing vann Hauka- dalsmótið (allir keppendur U. M. S. K. voru úr Afturelding og Dreng). Mótin hafa verið haldin á ýmsum stöðum: Þverárkotseyr- um, Laxárbökkum, Meðalfelli í Kjós. Nú verður það háð í Tjaldanesi í Mosfellsdal á hin- um nýja grasvelli, sem U.M.F. Afturelding hefir gert þar, og mun vera eini grasvöllurinn hjer nærlendis. Ódýr leil kfðng. Armbandsúr frá 1.00 Bílar — 1.00 Hárspennur — 1.00 Hárkambar — 1.00 Kubbakassar — 2.00 Myndabækur — 0.75 Munnhörpur — 1.00 Saumakassar — 1.00 Smíðatól — 1.50 Skip — 1.00 Yddarar — 1.00 Yasaúr — 1.00 Amatðrverkstæðið Afgreiðsla í Laugavegs-apóteki. K, inarsson S: Bjórnsson Bankastræti 11. Söngskemtun Gunnars Pálssonar T enórsöngvarinn Gunnar Páls- son,sem hefir orðið svo vin- sæll í útvarpinu, hefir ekki látið til sín heyra á konsert í allmörg- ár. Það er tvímælalaust tjón að því, bæði fyrir söngvarann sjálfan og áheyrendur hans, að láta út- varpið eitt flytja söng hans að staðaldri. Utvarpið er svo tak- markað, að það getur aldrei gefið áheyrandanum sanna hugmynd um raddstyrk söngvarans og allskon- ar blæbreytingar — útvarpið af- skræmir oft ýmsa smávægilega kæki söngvarans og gerir þá að raddgöllum, og oftastnær er það svo kenjótt, að raddlausir eða raddlitlir söngvarar — eí þelr nærrí því hvísla í hljóðnemann — standa sig miklu betur, en söngv- arar af Guðs náð. Gunnar Pálsson stóð sig mjög vel við það, að hverfa frá útvarps- hljóðnemanum á hljómleikapall- inn. Hin bjarta, þróttmikla rödd hans náði fljótt tökum á áheyr- endum, og var hann kallaður fram hvað eftir annað til þess að syngja aukalög. Ofurlitla athugasemd verð jeg að gera við söngskrána. Hvort sem þessir hljómleikar hafa verið ætl- aðir breskum mönnum eða inn- fæddum, þá er það galli, að flest ensku lögin skyldu vera „alþýðu- slagarar“. Þeir, sem unna hljóm- list, fara ekki á tónleik til þess að heyra „Mother Macgree“ eða „For you alone“, hversu vel sem það kann að vera sungið. Tón- listarvinir vilja heyra eitthvað nýtt utan úr heimi, frá enskumæl ándi löndum vilja þeir a. m. k. heyra verk eftir menn eins og Holst, Delius, jVaugbam-'W'iIliams, Bloch og jafnvel Edwin Elgar gamla, svo ekki sjeu nefndir nein- ir af þeim yngstu. En Bartlett og Geehl, hversu vinsælir, sem þeir kunna að vera í sínu föðurlandi, eru ekki útflutningsvara til okkar. Páll ísólfsson ljek undir hjá söngvaxanum, og var honum traust aðstoð, en jeg býst tæplega við því, að það sje hægt, að móðga Bach-sjerfræðing, þó sagt sje, að hann hafi ekki verið nógu ljettur á sjer í Ijettmetinu. E. Th. Meistaramótí.S.Í. Meístaramót 1. S. í. í frjáls- um íþróttum hefst á í- þróttavellinumf annað kvöjd. K. R. sjer um mótið. Þátttakendur verða um 50 frá 10 fjelögum. Þessi fjelög taka þátt í mótinu: Ármann, 1. R., F. H., íþróttafjel. Kjósar- sýslu, Knattspyrnufjel. Vestm.- eyja, K. R. Iþróttafjel. Huginn á Seyðisfirði, Iþróttafjel. Völs- ungar á Húsavík, Knattspyrnu- fjel. Siglufjarðar, Samvirkja- fjel. Eiðaþinghár. Dagskrá mótsins verður sem hjer segir: Mánudagur 19. ágúst: 100 m. hlaup, kringlukast, lang- stökk, 800 m. hlaup, og 110 m. grindahlaup. Þriðjudagur 20. ágúst: 200 m .hlaup, stangarstökk, 1500 m. hlaup, hástökk, kúluvarp. Radio-stöðvar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU efni, sem heill þess eða rjettindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikil-! væga fjárhagsþýðingu eða við- skifti fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi alt að 16 árum. Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðr- um munum, sem heill ríkisins eða rjettindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin. Sömu refsingu skal ennfrem- ur hver sá sæta, sem falið hefir verið á hendur af íslenska rík- inu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska rík- isins í þeim erindarekstri. Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. málsgrein hjer á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með varðhaldi eða fangelsi alt að þrem árum, eða sektum. ef sjerstakar málsbæt- ur eru fyrir hendi. Guðrún Daníelsdóttir ljósmóðir á Aðalbóli á fimtugsafnræli á morgun. Reykjavfk Hraðferðir Dagbók Helgidagslæknir. er í dag Pjefc- ur Jakobsson, Leifsgötu '9. Sími 2735. * Næturlæknir er í nótt Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39. Sími 2845. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast í nótt Bif- reiðastöðin Bifröst, sími 1508. Messað í Dómkirkjunni í dag' kl. 11 síra Fr. Hallgrímsson. Áheit á Laugameskirkju. Hefi í dag veitt viðtöku áheiti á Laug- arneskirkju, kr. 5.00, afh. Morg- unblaðinu. G. Sv. Útvarpið i dag: 11.00 Messa í Dómkirkjunni (síra Friðrik Hallgrímsson). 19.30 Hljómplötur; Yínardansar eftir Beethoven. 20.30 Útvarpshljómsveitin: Norsk alþýðulög. 21.00 Leikþáttur: „Útilegumenn“, II., eftir Loft Guðmundsson (Al- freð Andrjesson, Emilía Borg). Útvarpið á morgun: 19.30 Hljómplötur: ,Gæsamamma‘, lagaflokkur eftir Ravel. 20.30 Sumarþættir (Magnús Jóns- son prófessor). 21.10 Samkór Roberts Abrahams syngur (frá Akureyri). - Akureyri alla*daga. Bifreiðastóð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindörs Þingvallaferðir I ágústmðnufii Til Þingvalla kl. 10V2 árd., 2y2 og 7 síðd. — Frá Þingvöllum kl, 1 e. hád., 5V2 og 8Y2 síðd., daglega. Aukaferðir laugardaga og sunn’ Steindór, sími 1580. Jarðarför föðux okkar BJARTMARS KRISTJÁNSSONAR fer fram frá Dómkirkjunni þriðjud. 20. þ. m. og hefst með bæn á Freyjugötu 35 kl. 2. Steinunn Bjartrrarsdóttir. Guðlaug Bjartmarsdóttir. Óskar Bjartmarz. Kristján Bjartmarz. Þökkum hjartanlega auðsýnda vinsemd og hluttekningu við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Guðlaugur Hannesson, börn, tengdaböm og bamaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.