Morgunblaðið - 18.08.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.1940, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 18. ágúst 1940- TVÖ HERBERGI TIL LEIGU Annað með innbygtJum skáp, ljósi, hita og ræstingu fyrir kr. 35,00 á mánuði. Hitt með eld- unarplássi. Njálsgötu 49. IBÚÐ Maður í fastri stöðu óskar eftir 2 herbergjum og eldhúsi, helst nálægt Miðbænum. Að- eins fullorðið í heimili. A. v. á. Ferð til Kanaríeyja 3—4 HERBERGI og eldhús óskast nú þegar. — Upplýsingar í síma 3277. LlTIL IBÚÐ fyrir innan bæinn til leigu 1. okt. Afnot af fjósi fyrir 2—3 kýr og heygeymsla gæti kom- ið til greina. Sími 3208. . '&iUítpnnvntfae KIRKJUBÆJARKLAUSTUR — REYKJAVlK — Fastar áætlunarferðir frá Reykjavík alla þriðjudaga, að austan föstudaga. Afgreiðsla: Bifreiðstöð íslands, sími 1540. Siggeir Lárusson. BETANÍA Samkoma í kvöld kl. 8V2 e. h. Ólafur Ólafsson, talar. HJÁLPRÆÐISHERINN Samkomur í dag kl. 11, 4 og 8,30. Majór Sannes boðinn vel- kominn. Adj. Kjæreng stjórnar. ZION, Bergstaðastræti 12 B. — Sam- koma í kvöld kl. 8. í Hafn- arfirði á Linnetsstíg 2. Sam- koma kl. 4. Allir velkomnir. FILADELFÍA Hverfisgötu 44. Samkomur í dag kl. 4 og 8 e. h. Sr. Nils Ramselius ásamt fleirum tala. Allir velkomnir. VIKTORÍU BAUNIR í pökkum nýkomnar. Þorsteins- búð. Grundarstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. RABARBARI nýupptekinn, rauður og falleg- ur. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. SNEMMBÆR KÝR til sölu eða í skiftum við væna afsláttarkú. Sími 3208. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega.' Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í eíma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. FRAKKAR og SVAGGERAR fyrirliggjandi í miklu úrvali. Guðm. Guðmundsson, klæð- skeri. Kirkjuhvoli. NÝJA FORNSALAN Aðalstræti 4, kaupir allskonar húsgögn og karlmannafatnað gegn staðgreiðslu. SLYSAVARNAFJELAG ISLANDS selur minningarspjökl. — Skrif- stofa í Hafnarhúsinu við Geirs götu. Sími 4897. 12. dagur Foreldrar hans voru guðrækið fólk og hann var fæddur til þess að ganga í þjónustu kirkjunnar. Faðir hans, Josiah Trent, sem var áhangandi sjöundadags-samein- ingarinnar, var ljelagur bakari. Brauðin voru sýrð og ekki laust við andlegt hragð af þeim. Móðir hans, Emily, var komin af góðum ættum. Hún var hæglát og þolin- móð. Hún fann hamingjuna í hÖMi- um sínum, sjerstaklega Robbie, sem hún inst inni elskaði heitt. Robert kunni líka að meta þessa ást. Hann var skyldurækinn, vei gefinn og ekkert hrekkjóttur. Þegar gestir klöppuðu á kollinu á honum og sögðu: „Jæja, dreng- ur minn, hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðinn fullorðinnf* svaraði hann í fullri einlægni: „Jeg ætla að prjedika guðspjöll- in“. #Það var ýtt undir þennan ásetning hans með glöðu geði, o*' meira að segja prestur einn, sem hafði verið á ferð, skrifaði grein, sem hann nefndi: „Sáluhólpinn EflirlIA. J. CRONIN TJÖLD SÚLUR og SÓLSKÝLI Verbúð 2, Sími 5840 og 2731 DUGLEGUR DRENGUR 16 til 17 ára óskast nú þegar. Uppl. Afgr. Álafoss á morgun kl. 10—12 árdegis. DUGELG STÚLKA til eldhúsverka getur fengið góða atvinnu. Gott kaup. Upp- lýsingar í Afgr. Álafoss á morg- un kl. 10—12 árdegis. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur 'lax, kjöt og fisk og aðrar vörur til reykingar. OTTO B. ARNAR löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. GERI VIÐ saumavjelar, skrár og allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. aðeins níu ára“. Þannig þekti hann snemma hólpni. Það bar minna á' Susan. Hún var hrifin af bróður sínum: og góð stúlka, en hún var engin fyr- irmynd. Þegar svo Robert fór i guðfræðideildina fór hún í sjúkra- hús sem hjúkrunarnemi. Þvílíkir gleðidagar fyrir gömlu hjónin, þegar leið að vígsludegi Roberts. Þau fóru í bestu fötin sín og stigu hin ánægðustu upp í járnbrautarlest til Connecticut. Þegar þau höfðu keyrt sex mílur, raun lestin af sporunum. Það var ekki stórt slys, aðeins tvær mann- eskjur mistu lífið, og það voru Josiah og Emily Tranter. Þetta liafði auðvitað djúp áhrif á Robert. Susan Ijet minna á því bera, það Arar ekki hægt að ætlast til að hún tæki það eins nærri sjer. Það leið samt tvisvar yfir liana á vakt þann mánuðinn. Fólkið á sjúkrahúsinu sagði að hún væri lijartveik og ráðlagið henni að hætta hjúkrunarstörfum. Þannig atvikaðist það að liú.a var hjá bróður sínum í 'Oakville, fyrsta prestakalli hans. Þar eyddi hún kröftum sínum í hans þágu og krafðist einskis frekara. En þótt honum hefði gengið ágætlega og hann væri kominn í fasta stöðu, var einhver órói yfir honum. Lund hans var full af áhuga fyrir líf- inu, og þó hann vissi það ekki sjálfur, vildi hann sjá og reyna heiminn. Eftir ár sagði hann lausu prestakallinu og sótti um trúboða- stöðu erlendis. Allir þektu áhuga hans og breytni og vissu að hann var ekki vel hraustur. Sú’a Hiram McAtee sneri líka áhuga sínum að því að vinna sigra í nýjum löndum. Þess vegna var Robert sendur til Kan- arieyjanna, en ekki til Kína eða Kongó og' Susan fór auðvit'að með. Þetta er saga hans í stuttu máli. Nú sneri hann sjer að systur sinnj og sagði með umburðarlyndi: „Mjer er alvara, Sue. Trúðn mjer, jeg finn það á mjer að það er hægt að bjarga frú Baynham. Það er meiri von um að snúa sál spottarans, en liins tilfinninga- lausa. Og það væri mikil sæla ef Drotni þóknaðist að nota mig lít- ilmótlegan, til þess að sál þessi verði náðuð“. Augu hans ljómuðu við tilhugsunina. Hún starði á hann þegjandi og hugsi. Alt í einu heyrðist regnið skella á þilfarsgluggann og hlát- ur keyrðist ofan frá.. Mary kom inn. Regndroparnir sátu eins og perlur í hári hennar. v „Það rignir, það rignir“, söng hún. „Allir eiga að fara niður“. Elissa, Dibdin og Corcoran komu á eftir henni. „Ja, þvílík hryðja“, sagði Dib- din og vaggaði eins og sjómaður, „og svona alt í einu“. Elissa hristi kápu sína og starði á Tranterssystkinin. „Þið hafið verið að syngja. Það er þó altaf tilbreyting. Og orgelið —■ en sætt. Þjer verðið að stíga pedalana allan tímann? Þjer meg- ið ekki hætta. Þjer verðið aðx skemta okku. Það er alveg draum- . ur“. Hún settist við hliðina á hin- um á plussbekknum og setti upp svip eins og hún biði með mikilli eftirvæntingu. Rödd Susan var ákveðin. „Yið höfum verið að syngja skaparanum til dýrðar. Yið álítum það ekki skemtiatriði“. Elissa setti upp vandræðasvip. „'Getið þið ekki sungið eitt- hvað ?“ sagði hún í mótmælaskynj. „Jeg meina, gætuð þið ekki undir- halclið skaparann og okkur í einu?“ Dibs hló eins og vanalega. Augu Susan urðu svört áf reiði og var- ir hennar hvítar. Ilún virtist vera að reyna að segja eitthvað, þegar Robert horfði beint framan í El- issu og sagði: „Jeg skal syngja fyrir yður, frú Baynham. .fyrst þjer eruð að biðja um það. Þrátt fyrir alt erum við ekki ólipur. Jeg skal svngja eitt- hvað sem þið hafið ef til vill gam- an af að heyra. Jeg býst heldusr ekki við að Guð hafi neitt á móti. því“. Hann sneri sjer við með viðhöfn og hvíslaði einhverju að Susan^ sem sat hreyfingaUaus eins og: steinn. í meir en 10 sekúndum virtist eins og hún ætlaði ekki að hreyfa sig, en svo var eins og hún gæfist upp. Hún byrjaði að spila. Lagið var andlegt negra- lag: „Börn Guðs“. Röddin var ágæt. Baryton, sem. samt náði ekki fyllilega niður og- titraði á efstu tónum, en var þó- hljómfalleg. Hann vandaði sig senæ best hann gat, og varð það tii þess, að látbragð hans varð ekkí laust við að vera tilgerðarlegt. En það gat ekki eyðilagt fegurð lags- ins. Corcoran hlustaði — fyrir hana var þetta lag. Dibs hugsaði um hádegisverðinn. Á svip Elisstt mátti ekkert sjá nema þá helst leiðindi og fyrirlitningu. En Marjr hlustaði eins og í draumi. Augu hennar störðu út í bláinn, í huga hennar flögruðu skuggar, en £. eyrum hennar hljómaði nið í gos- brunni og tunglskin blandaðisfc saman við þessa hugaróra. Enn einu sinni fanst henni hún ver&, alveg að komast að raun um sann- leikann. Söngurinn hætti. Enginn sagði orð. Mary var of hrærð til þesa að tala. Þá geispaði Elissa með vilja og hjelt hendinni fyrir rn unn- inni. „Þakka yður fyrir“, sagði hún letilega. „Jeg heyrði Robsou syngja þetta. Hann söng það ljóm— ancli vel“. Tranter roðnaði við þessa auð— mýkingu. Susan stóð upp og byrj- aði að taka saman nótur sínar. „Þetta var fallegt“, sagði Mary. Hún hikaði og reyndi að koms. hugsunum sínum í orð. „Það er meining bak við — sem ekkx verð-“ ur sjeð á yfirborðinu“. Framh.. TrwS onm^unnkc^pAUJL Einn af viðskiftavinum Levin- skys var þektur fyrir hvað gekk illa að innheimta hjá honum. Hann borgaði ekkí fvrir vörur sem hann hafði tekið út. í öngum sínum skrifaði Levinsky honum svohljóð- andi brjef: „Hver keypti vörur hjá mjer og borgaði ekki? — Þjer. En hver lofaði borgun innan sextíu daga? — Þjer. Hver borgaði ekkert í sex mánuði? — Þjer. Hver er bófi, þjófur og lygari? — Yðar einlægur. Al. Levinsky. ★ Goldstein var ósköp hnugginn þegar hann mætti vini sínum Gold- berg. „GoItly“, sagð; hann, „jeg er óhamingjusamasti maður á jarð- ríki. „Hvaða vitleysa. Líttu á dem- jantsnæiuna þína, demantshringinn þinn og í bankabókina þína“. Goldstein varp öndinni mæði- lega: „En í dag var jeg inni í einni stærstu versluninni og Ijósin sloknuðu' ‘. „Það er nxx eixgin óhamingja í því“. „Jú“, svaraði hinn með grát- stafinn í kverkuxxum. „Jeg var inni í píanódeildinni“. ★ Hjer er ein Skotasaga af ís- lenskum uppruna. Fyrir nokkrunx árum var hjerna skoskur knatt spyi’nuflokkur á ferðinni. Eins og ætla mátti, sigruðu þeir í fyrri leikjunum, en seinni leikjunum töpuðu þeir. íslendiixgar fundix þá skýringu á málinu að í fyrri leikj- unum áttu íslendingar fotboltann en í seixxni leik.junum áttu Skot- ar hann og tímdu þess vegna ekki að sparka í hann. ★ í litlu þorpi í Skotlandi var haldin miðdegisveisla og var lík- kistusmiður heiðursgesturinn. — Ilann stóð upp og þakkaði fyrir alt fallegt, sem um hann hafði verið sagt og sagðist til minning- ar vera fús til þess að sjá unsj útför þess er myncli deyja næsc af Viðstöddum gestum, honum' að! kostnaðarlausu. Hann hafði varla, lokið máli sínu, þegar héyrðisfc. skothvellur. Einn af veislugestun-. um hafði framið sjálfsmorð. . ★ Feitur Gyðingur með stóreflis- pakka kom inn í strætisvagn, Heimtaði vagnstjórinn tvo pencc fyrir mánninn og fjóra fyrir pakk- ann. Gyðingurinn mótmælti, en vagn- stjórinn 'hjelt við sitt. „Annað hx’ort borg-ið þjer fjóra. pence fyrir pakkann og tvo fyrir yður eða þjer farið út aftur“. I staðinn fyrir að ná í pening- ana, þegar Gyðingurinn sá að ekki þýcldi að deila við dómarann, leysti hann upp pakkann og á- varpaði innihaldið á þessa leið: „Það þýðir ekkert, Ikey. Það er best að þú konxir út úr pakkan- ixm, það er ódýrara að hafa þig í sæti“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.