Morgunblaðið - 01.09.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.09.1940, Blaðsíða 5
íSuimudagur 1. sept. 1940, JPtarjptttMafctd Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgóarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglÝsingar og afgreiiSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánutSi innanlands, kr. 4,00 utanlands. í lausasölu: 20 aura eintakiS, 25 aura meti Lesbók. Skaftarnir ÞAÐ hefir ekkert bólað á því éfmþá, að neinn undirbún- ingur sje hafinn til endurskoð- xmar skatta- og útsvarslöggjafar- iSnnar fyrir næsta þing. Þessi end- urskoðun er þó alveg óumflýjan- 'leg, eins og málum nú er komið, því að öðrum kosti myndi ríkja hjer þegar á næsta ári hið herfi- legasta misrjetti milli skattjiegn- anna, misrjetti, sem væri óþolandi i lýðfrjálsu landi. Það hafa þegar komið fram mjög ákveðnar og eindregnar kröfur um afnám þeirra undan- þága og ívilnana í skattgreiðslu, sem nú gilda. Þessar kröfur eru eðlilegar og skiljanlegar, þegar þess er gætt, að einmitt þeir, sem nndanþágunnar njóta, hafa liaft mjög góða afkomu á þessu ári og miklu betri en nokkrar stjettir aðrar í þjóðfjelaginu. Hinsvegar hefir hvað eftir annað verið sýnt fram á það hjer í blaðinu, að af- nám undanþágunnar, án þess að neitt kæmi í staðinn, yrði rothögg á útgerðina. Það væri því hið mesta glapræði, að gera slíkt. En hitt á að gera — og það má ekkí dragast — að endurskoða skatta- og útsvarslöggjöfina og sníða hana þanuig, að heilbrigð- ur atvinnurekstur geti þrifist. í landinu. Þannig verður að sjá.til þess, að útgerðin geti í góðu ár- ferði safnað sjer varasjóði, sem hún hefði svo upp á að hlaupa í erfiðu árferði. Einnig verður að tryggja það, að útgerðin geti safn að fje til aukningar skipastólsins, því að þess er fylsta þörf. Eklv- ert af þessu gæti útgerðin gert, - ef hún ætti að búa við hin al- mennu skatta- og útsvarslög, sem nú gilda. En endurskoðun skattalöggjaf- arinnar er ekki aðeins aðkallandi vegna útgerðarinnar og þeirra, ■ sem nú njóta ívilnana, heldur einu íg og ekki síður vegna annara stjetta þjóðfjelagsins, sem nú búa undir hinni ranglátu skatta- og útsvarslöggjöf. Lítum t. d. á millistjettirnar, sem í er flest launafólk hins op- inbera, fast starfsfólk einkafyrir- tækja og stofnana. Lítum einnig á verkamannastjettirnar, dag- ' launamennina. Þessar stjettir fá allan þunga dýrtíðarinnar á sínar ' herðar. Þær fá einnig nokkra upp- bót á sín laun og dagkaup, en þó ekki sem nemur hinni auknu dýr- ' tíð. En hvernig verður svo farið með þessar stjeftir að ári, þegar farið verður að leggja á þær skatta og útsvar samkv. gildandi ’ löggjöf ? Þannig, í stuttu máli, að - ríkið 1 og sveitarfjelagið hirðir > obbann af uppbótiimi og lijá. mörg ■ um meira til. M. ö. o. uppbótiu sem fólkið fær til að mæta dýr ' tíðinái, er blekking og fals, ef : sömu skattalög verða áfram. s : Fyrir hverjiim á að biðja? Eftir síra Jón Auðuns ann 27. ágúst s.l. birti Mbl. grein frá hr. Ólafi Ólafssyni, kristniboða, til andsvara því, sem jeg hafði sagt í tímaritinu „Morgni" í sambandi við hugleiðing, er hann hafði áður birt í „Bjarma“ um bænir fyrir framliðnum. Verð jeg því að biðja Mbl. fyrir fáeinar at- hugasmedir. I grein sinni fer hr. O. O. nokk- uð lit fvrir það efni, sem jeg liefði óskað að ræða við hann um: hvort kristnir menn eiga að minnast í bænum sínum ástvina sinna, þeirra, sem látnir eru. Verð jeg að svara því að nokkru. Fúslega skal jeg láta öðrum eft- ir að dæma það, hve mikið böl það var fyrir hina lúthersku kirkju á Islandi, að jeg gerðist ritstjóri „Morguns“, en við hinu vil jeg ekki þegja, er kristniboð- inn fullyrðir, að í 20 ár hafi tíma- ritið „Morgunn“ haldið uppi „lát- lausum árásum á evangelísk lút- herska kenningu" í landinu. Á liðnum 20 árum ritaði Einar H. Kvaran rithöf. manna mest í itímaritið. Jeg held að kunnugur enginn geti lað mjer þótt mjer blöskri, þegar tengja á svo þung- ar sakir við nafn hans, sem með ritstörfum sínum liefir meira unn ið í þágu kristilegrar menningar með þjóðinni en flestir aðrir menn. í ritdómum um bækur hans kom það fyrir, að hin eindregna kristi- lega bókmentastefna hans var fundin honum til foráttu. Ein- hvern veginn finst mjer, að kristn- ir menn á Islandi skuldi honum látnum eitthvað annað en hnútur og hnjóðsyrði. Næstur honum kemur si'o síra Haraldur Níelsson með sínar mörgu ritgerðir og ræður í „Morgni“. Jeg geri ekki ráð fyrir að til þess fóist margir af íbúum höfuðstaðarins að samsinna því í alvöru, að haun hafi verið skað- I ræðismaður í kirkju þjóðarinnar. Fleiri munu vera þeirrar skoðun- ar, að við fráfall hans hafi kristni landsins goldið það afhroð, að hún sje sýnu svipminni síðan hanu hvarf oss og bragðminni sú fæða, sem síðan er reidd á borði kirkj- unnar. Að margir muni þeirrar skoðunar vottaði mannf jöldinn, sem fyrir tæpum þrem árum fylti tvö af stærstu samkomuhúsum höfuðstaðarins, þegar 70 ára minn- ing lians var heiðruð af hálfu Háskólans og S. B. F. í. Jeg efa að svo fjölsóttar minningarhátíðir hefði verið unt að halda um nokkra aðra síðari tíma menn en síra Ilarald og síra Matthías, en síra Matthías reyndu skoðana- bræður hr. Ó. Ó. á sínum tíma að hafa að hornreku í kirkjunni. Að síra Haraldur hafi verið ólúthersk- ur maður er mikil fjarstæða, því að í sinni sterku sannleiksást og vægðarleysi við fúablettina á meiði kirkjunnar minti hann manna mest á sannleiksvottinn og bardagahetjuna frá Worms. Þessir tveir menn hafa mestu ráðið um stefnu „Morguns“ fram til þesa dags, og jeg fullyrði að hr. Ó. Ó. sje „einhversstaðar fyrir utan“ meginþorra kristinna manna í landinu þegar hann.leyfir sjer að fullyrða, að þeirra störf hafi miðað til óheilla fyrir kirkjuna í landinu. Það minnir óþægilega á ummæli Ilallesbys, hins norska, um síra Harald fyrir fáum árum. Þeir sem hlustuðu á síra Harald og þekkja boðskap hans, þurfa ekki að láta hinn norska prje- dikara nje lærisveina hans á Is- landi seg.ja sjer hver maður hann var. Þeir sakna hans og harma það gæfuleysi þjóðarinnar, að hún skyldi ekki fá að njóta lians leng- ur en varð. Hr. Ó. Ó. og skoðana- bræðrum hans verður áreiðanlega ekki til framdráttar að varp-i rýrð á minning þessara manna. ★ Þá er þess að minnast, sem er aðalatriði málsins, sem hjer ræð- ii : Megum vjer biðja fyrir fram- liðnuin ? Aðalrök hr. Ó. Ó. eru þau, að slíkt sje ekki fyrirsltipað í Nýja- testaméntinu. Það er raunar rjett, en hversu margt er það ekki annað, sem vjer teljum nú sjálfsagt, eitda þótt það sje ekki fyrirskipað beinum orðum þar ? Kristur mint- ist aldrei einu orði á ferming ung- menna, að því er vjer best vitrnn, vjer fermum börnin samt og sú athöfn er oss heilagt alvörumál. Vjer vitum, heldur ekki til að hai\n hafi nokkuru sinni minst á hjónavígsluathöfnina, kirkjan tel- ur hana yfirleitt sjólfsagða engn að síður, og svo mætti lengi telja. Starfstími Krisfs á jörðunni var svo. stuttur, að það var fjölda margt, sem honum.vanst, ekki tími til að tala um, og margt glatað, sem liann hefir talað, en fyriv eðlilega þróun og vaxandi skiln- ing 'á kenningu haus hefir margt komið fram og orðið sjálfsagt þó það væri ekki fyrirskipað í þeim tiltölulega fáu orðum frelsarans, seni varðveist hafa. Þannig lærð- ist mönnum tiltölulega fljótt, að enda þótt engar ákveðnar fyrir- skipanir um að biðja fyrir fram- liðnum hafi geymst í guðspjöllun- um, þá nær kærleiks- og fyrir- bænaskylda vor einnig til breiskra bræðra, sem sigldir ertf á hinn ókunna sæ. Hr. (). Ó. fullyrðir að hinir frahiliðnu þurfi ekki fyrirbæna jarðneskra ástvina við. Hvernig veit hann það? Það er góð regla, að fullyrða sem minst um það, sem maður veit ekki nokkurn skapaðan hlut um. Meðan þeirri kenning hins lút- herska rjetttrúnaðar var alment trúað lijer á landi, að þegar eftir dauðann hyrfu góðir menn til ei- lífrar sælu en vondir menn til endalausra kvala í eldsvítinu, var vitanlega ástæðulaust að biðja fyr- ir látnum mönnum, þeir góðu þurftU þess ekkí með, þeir voru alsælir orðnir, en hinum vondu komu slíkar bænir ekki að neinu gagni, þeirra dapurlegu örlög voru innsigluð um alla eilífð. Skoðanír manna á þessum efn- um hafa tekið miklum stakkaskift- um. í trúarvitund flestra manna nú bíður hið fullkomna sæluríki ekki sálarinnar fast við dauðans dyr, lieldur er það markmið, sem jafnvel sál hins trúaða og góða manns verður að keppa að með langri þróun fyrir handan gröf og dauða. Maðurinn verður að halda áfram, þar eins og hjer, að berjast fyrir þeirri fullkomnun, sem eng- um er unt að ná í jarðlífinu, liversu góður, sem Guð gefur lion- um náð til að verá. Þessum skoðanabreytingum hlaut það að fvlgja, að menn fóru að spvrja: Ef fyrirbæn trúaðs manns getur hjálpað vini hans, sem við örðugleik'a á að stríða í framandi landi, getur hún þá ekki einnig hjálpað honum þó hann sje far- inn af jörðunni? . ' Trúarvitund þess manns, sem á trú Jesú Krists á mátt hænar- innar hlýtur að svara þeirri spurningu játandi. Auk þess kenn- ir sjálf heilög Kitning oss þa'ð, að eftir dauðann hafi Kristur stigið niður í vansælustaðina ann- ars heims til að frelsa sálir, og er það ekki biblíuleg kenning, að bæn vor eigi að vera samstarf við hann? Fvrir hverjum .eigum vjer þá að biðja til að líkjast honum ? Á þessu máli er líka önnur, al- gerlega mannleg hlið, ósnortin allri guðfræði, og hún er sú, að fjöldi fólks mun biðja fyrir látn- um ástvinum sínum hvað sem hver segir. Mig langar til að taka dæmi úr grein minni í „Morgni“, sem varð hnevkslunarhella hinum rjetttrú- aða kristniboða; Jeg tók fórst dæmi af trúaðri móður, sem er í sorg eftir breisk- an son, kem dó ekki ,,í Drotni“ heldur í synd, og jeg spurði hr. Ó. Ó. hvort hami trevstist til að leiða þessa mæddu móður inn í þá kirkju, sem á sjálfum minn- ingardegi framliðinna er svo fá- tæk, að hún á ekki til eitt bænar- orð fyrir þeim, sem í svipuðu á- standi deyja og drengurinn henn- ar. Og hvað mun móðirin hugsa í kirkjunni? Hver má banna henni, að bæn móðurhjartans fyrir tára- syninum leiti enn upp til Guðs eins og hún gerði á meðan hann velktist í syndum jarðlífsins? Og jeg sneri dæminu við og gerði ráð fyrir, að móðirin sjálf hafi dáið mædd og þreytt frá syninum á villigötum. Ætlar hr. Ólafur kristniboði að telja nokkr- um heilvita manni, sem annars trúir á framhaldslífið, trú um, að hún hætti að hugsa um drenginn sinn og biðja fyrir honum, en. gangi áhyggjulaus og syngjandi sálma um aldingarða Paradísar? Mun móðirin gleyma drengnum sínum, sem villist á jörðunni í sorg og syndum? Mun dauðinn þá drepa móðureðli henar svo að hún gleymi að elska og gleymi að biðja? I greininni, sem hneyksl- aði trúboðann, kvaðst jeg ekki vita hverskonar trú mætti boða í Kína, en jeg fullyrti að þessa trú þýddi ekki að boða íslendingum. ★ TTm miður vingjarnleg orð, sem hinn hógværi kristniboði lætur falla í minn garð, eins og t. d. þau, að hann telur mig Baals- dýrkanda, eða heiðingja, skal jeg ekki fást. Dæmisaga, Krísts ai illgresinu meðal hveitisins hefir kent mjer að reyna að varast dómsýki um trú eða trúleysi ann- ara manna og jeg held það góða og kristilega speki, sem E. Bened. orðar svo: „Hver er sem veit, nær knjein krjúpa við kirkjuskör, hvað Guði er næst?“ En ekki síst eins og heiminum er nú komið, þegar löndin loga af hatri og morðvopriin senda dag- lega unga menn unnvörpum, og í misjöfnu sálarástandi, yfir landa- mærin miklu, tel jeg það mikla nauðsyn, að ekki sje steinþögn um þá fögru, kristilegu hugsjón — þótt hennar kunni að gæta lítt í játningaritum vorrar lúthersku kirkju — að kristnir menn, lífs og liðnir, á jörðu og á himni, eiga að vera ein órofa, biðjandi heild, þar sem hver biður fyrir öðrum, þeir fyrir oss og vjer fyrir þeim. Það er næsta ótrúlegt, að mað- ur, sem virðist tala fyrir munu nokkuð fjölmenns hóps innan kirkjunnar, skuli hafa hugrekki til að skrifa greinína, sem hjer getur, því að það má liver maður sjá, að aðeins sú kirkja, sem rist- ir hugsjónina um bænasamfjelag allra heima, undir leiðsögn Drott- ins Krists, á sinn helga skjöld, gétur nálgast þá háleitu hugsjón sálmaskáldsins, að verða sá goð- borni viður, sem „breiðir. sitt lim yfir lönd, yfir höf, á lifenda bústað og dáinna gröf“. i Jón Auðuns. Barnaheimilið Vorboðinn biðnr þess getið, að börn, sem hafa dvalist í Brautarholti og Þingborg, koma þriðjudaginn 3. sept. kl. 6— 7 í Hafnarstræti 5, og eru að- standendur ámintir að vitja þeirra þangað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.