Morgunblaðið - 01.09.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. sept. 1940. í morgun kl. 15.is hafði striðið staðið i eitt ár 1000 llugvjelar yfir Ermarsundi í gær Loftárásarmerki 6 sinnum í London 15 smálestum af sprengjum varp- að yfir Berlin SÍÐASTA DAG hins fyrsta árs styrjaldarinnar hófu Þjóðverjar loftárásir sínar á England kl. 7 að morgni, og síðan barst hver hrönnin af annari af þýskum sprengjuflugvjelum og af orustuflug- vjelum yfir Ermarsund allan daginn fram á kvöld. Það er talið, að yfir 1000 þýskar flugvjelar hafi farið yfir sundið í gær. ■ í hvert skifti sem flugvjeladeildir birtust yfir sund- inu lögðu breskar orustuflugvjelar til atlögu við þær. Það var tilkynt í Berlín í gærkvöldi, að 83 breskar flugvjelar og 47 loftvarnabelgir hefðu verið skotnir niður; sjálfir sögðust Þjóðverjar hafa mist 21 flugvjel. Breska flugmálaráðuneytið skýrði frá því, að þar til klukk- an 9,30 í gærkvöldi, hafi 63 þýskar flugvjelar verið skotnar niður og 22 breskar. En 17 af flugmönnum Breta hefði verið bjargað. Tjekknesk flugdeild tók í fyrsta skifti þátt í loftorustum yfir Englandi í gær. Þessi deild skaut niður sex flugvjelar, segir flugmálaráðuneytið. I fregn frá London segir, að markmiðið með árásum Þjóð- veerja í gær virðist hafa verið að hæfa flugvell og flugskýli í London og hjeruðunum umhverfis höfuðborgina. Þjóðverjar segjast hvað eftir annað hafa brotist í gegnum loftvarnir Breta á Suður- og suðausturströndinni og gert árásir á flugvelli, flugskýli og verksmiðjur. í London voru gefin loftvarnamerki sjö sinnum í gær, hið síðasta laust fyrir miðnætti. Hafa aldrei verið gefin þar jafn- mörg loftvarnamerki á einum degi. Tvær árásir voru gerðar fyrir hádegi, ein um miðjan dag, ein síðdegis og þrjár í gærkvöldi. Loftárásin um miðjan daginn stóð í 50 minútur. Flugvjelarnar gerðu þá steypiárásir á úthverfi borgarinnar, hæfðu verksmiðju eina og löskuðu nokkur íbúðarhús. Associated Press-freg nfrá London hermir, að nokkuð tjón hafi orðið á húsum nálægt Croydon. En því er lýst yfir opin- berlega, að ekkert tjón hafi orðið á sjálfum flugvellinum. Engar opinberar tilkynningar höfðu verið birtar í gærkvöldi uín tjón af loftárásunum í gær. „Þjóðverjar munu nú berjasl með Rúmenum11 Ókyrð í Rúmenfu Dióðverjar munu berjast með Rúmenum, ef ráðist verður á núverandi landamæri þeirra“, sagði Manoilescu utan- ríkismálaráðherra Rúmena í útvarpsræðu, sem hann flutti í gær. Ráðherrann sagði um Vínar- úrskurðinn, að hjá honum hefði ekki verið komist. Hann talaði um örlagaríkar stundir, sem hann hefði upplifað í Vínar- borg. Fregnir sem borist hafa frá Klaus- enburg (Cluj), stærstu borginni, sem er á svæðinu í Transylvaníu, sem látið hefir verið af hendi, berma, að í gær hafi hópast þangað um 2000 bændur úr öllum áttum til að mótmæla Vín- arúrskurðinum. En engar fregnir hafa borist um árekstra þarna. Frá annari borg í Norður-Sieben- biirgen, hafa borist fregnit um óeirðir milli Ungverja og Rúmena búsettra þar. Rúmenska stjórnin í Bukarest hefir ekki, farið dult með? að hjer væri um , alvarlegan árekstur að ræða. Bændur eru sagðir sumstaðar hafa tekið sjer stöðu við hlið hermannanna í landamæravirkjunum gengt landamær- um Ungverjalands. Margir liðsforingjar eru sagðir haf,a lýst yfir því, að þeir vilji berjast ríieð bætidunum. Blað eitt í Clausenburg birtir þvert yfir forsíðuna fyrirsögn: ,,Við viljum stríð“. Rúmenska stjórnin hefir reynt að hindra að fregnimar af ókyrðinni Transvlvaníu breiðist út, með því að slíta. símasambandinu milli Bukarest og Transylvaníu. Algem samkomubanni hefir verið ilýst yfir í Rúmeníu. Jafnvel íþrótta- Sviar mistu 363sjómenn, 85 skip Samkvæmt fregn frá Stokk- hólmi hafa Svíar mist á ár- inu, síðan stríðið hófst, 85 skip, samtals 180 þús. smálestir. 363 sænskir sjómenn fórust með þessum skipum. Tðlur úr stríðinu Q amkvæmt tölum, sem birta'r vora ^ í Berlín í gær, hafa óvinir Þjóðverja mist um 7 þús. flugvjelar frá því að stríðið hófst.. Auk þess hafa 155 loftvarnabelgir verið skotnir niður. Sjálfir segjast Þjóðverjar hafa mist 1050 flugvjelar. Þýskar flugvjelar hafa á 220 dög- um gert 3500 árásir. Þær hafa varpað niður fimm miljón sprengjum, samtals um 750 þús. smálestir. 500 herskipum og kaupfömm óvin- anna, samtals um 2 milj. smálestir hefir verið sökt í loftárásum. 700 skip, sam- tals 3.5 milj. smálestir, hafa verið löskuð í árásum. Loftvarnabyssur hafa auk þess að skjóta niður 3100 flugvjelar, evðilagt 400 skriðdreka óvinanna, sökt 10 her- skipum og kaupförum þein-a og laskað þrjátíu. Tvær orustuflugyj el asveitir (Jagdde schwader) hafa skotið niður 300 flug- vjelar sín á milli. Sjö bestu flugmenn Þjóðverja hafa skotið niður yfir 20 flugvjelar hver. 10 flugmenn, sem tekið hafa þátt í könnunarflugi, hafi flogið yfir milj. km. SOguleg bylting I Mið-Afríku Það gerðist á sögulegan hátt, er franska Mið-Afríka á- kvað að ganga í lið með de Gaulle og hinum frjálsu Frökk- um hans, að því er símað er frá Eftir eins árs styrjöld MU N I Ð þjer þennan 1. septembermorgun í fyrra? Þjer lásuð þá í Morg- unblaðinu að Hitler hefði gert Pólverjum samkomu- lagstilboð í 16 liðum, og að Pólverjar hefðu neitað að ræða þá (Pólverjar sögðust þó aldrei hafa sjeð punktana eða heyrt). KL. 5.15 aðfaranótt 1. septem- ber rjeðust þýskar flugvjelar yfir landamæri Póllands og nokkrum klukkustundum síð- ar frjettist að loftárásir hefði verið gerðar á Varsjá og margar aðrar borgir í Pól- landi. Stríðið var byrjað. HVAÐ HEFIR gerst þessa 366 daga síðan stríðið hófst? 31. ágúst fanst okkur íslending- um við vera langt utan við ófriðarsvæðið. En hvað nú'? Á ÞESSU eina ári hafa fimm þjóðir verið undirokaðar — a. m. k. ujn stundarsakir — af Þjóðverjum, fjórar af Rússum, ein af Itölum og ein af Bretum. Þjóðverj- ar hafa undirokað og sigrað með vopnum Pólland, Noreg, Holland, Belgíu og Frakk- land. Þeir hafa undirokað án vopnaviðskifta eina þjóð — Danmörk. Rússar hafa sigr- að með vopnum Finnland og undirokað ^án vopnaviðskifta og innlimað í ríki sitt, sem sjerstök sovjetríki: Eistland, Lettland og Lithauen. ítalir hafa sigrað með vopnum breska Somaliland. — Bretar hafa tekið hernámi um stund arsakir ísland — og Færeyj- ar. EN AUK ÞESS hafa Þjóðverj- ar, Italir og Rússar átt þátt í að skerða eða bæta við önnur lönd og aðrar þjóðir; Rússar hafa fengið Bessara- bíu frá Rúmenum, Ungverj- ar hafa fengið helming Tran- sylvaníu frá Rúmenum og Búlgarar hafa fengið suður- Dobrudja frá Rúmenum. Með Frakklandi gengu all- ar nýlendur Frakka á vald Þjóðverjum. En síðan hafa 2 nýlendur þeirra hlaupist und- an merkjum og gengið í lið með Bretum; Kamerun og franska Mið-Afríka. Alt á einu ári. Danskt strand- ferðaskip ferst Stokkhólmi í gær — : Danska strandferðaskipið Rieser, sem er i ferðum til Ærö, hefir rekist á tundurdufl og farist. ‘Fimm menn fórust og 8 særð- ust. Margir særðust lítillega. En í tilkynningu flugmála- ráðuneytisins um loftárásirnar í fyrradag (er 63 þýskar og 22 breskar flugvjelar voru skotn- ar niður að sögn Breta, en 98 breskar og 34 þýskar að sögn Þjóðverja) segir að ,,þær hafi ekki valdið mjög miklu tjóni“. Tjón varð víða á húsum. I London urðu á einum stað fimm manns undir rústunum af húsi, FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Hjálparbeiti- skipi sökt Breska llotamálaráðuneytið tilkynn ir að hjálparbeitiskipinu ,,Dun- gan Castle“. 15 þús. smálestir, hafi verið sökt í norðanverðu Atlantshafi. 250 manns af áhöfn skipsins hofir verið b.jargað. mót hafa verið bönnnð. Her Rúmena hefir verið fullskip- aður eins og á stríðstímum nú um nokkurt skeið, en nú er húist við, að hermennimir verði sendir heim. Er búist við, að af því muni leiða, að Þjóðverjar muni geta aukið olíukaup sín í Rúmeníu, því að rúmenska stjóm- in getur nú ekki lengur borið því við, til að takmarka olíuflutninginn til Þýskalands, að hún þurfi að nota olí- una sjálf til landvama. Fögnuður ríkir í Ungverjandi yfir hinu aukna landrými. Með úrskurðinum í Yín fengu Ungverjar (skv. Assoraated Press) um 50 þúsund ferkílómetra með þrem miljónum íbúa, (íbúar í Ung- verjalandi vom eftir innlimun Ruthen- íu um 9.600.000). — Teleki greifi og Caky greifi gáfu skýrslu um fundinn í Vín á ráðuneytis- fundi í Budapest í gær. Leopoldville í belgísku Kongo. Nokkrir franskir liðsfor- ingjar rjeðust inn til landsstjór- ans í Brassaville, höfuðborg Mið-Afríku, og kröfðust þess, að nýlendan gengi í lið með de Gaulle. En landsstjtórinn sagð- ist mundu halda trúnað við stjórnina í Vichy. Hann var þá tekinn höndum eftir nokkra bar áttu. Liðsforingjarnir símuðu síðan til erindreka de Gaulles í Leo- poldville, de Lamuna hershöfð- ingja, sem flogið hafði frá London nokkrum dögum áður „í sjerstökum erindagerðum“. Hershöfðinginn fór þá yfir Kongofljótið frá Leopoldville til Brassaville og tók við lands- stjórn í Mið-Afríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.