Morgunblaðið - 01.09.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.09.1940, Blaðsíða 3
3 Sunnudagur 1. sept. 1940. Garnaveikín verður erfið viðfangs Niðurskurður ( V ' T' % 'f/ ’ •. ,/ • •• ';■ J sennilega eina úrræðið Samtal við Niels Dungal prófessor PRÓFESSOR NÍELS DUNGAL fór fyrir nokkru ] norður í Skagafjörð, til þess að rannsaka hina skæðu garnaveiki, sem þar er í sauðfje; og breiðst hefir út frá Hólum. Veikin er sjerstaklega útbreidd í Hjaltadal. Hafa margk bændur þar mist margt fje. Einnig er veikin komin í Viðvíkur-; hrepp og hefir reynst þar skæð á einum bæ. Morgunblaðið sneri sjer til prófessors Dungals og spurði hann frjetta af veiki þessari og hvort nókkur von myndi vera til þess, að henni yrði útrýmt. Prófessor Dungal gaf biaðínu eftirfarandi upplýsingar; Svo sem kunnugt er, eru gerðar sjerstakar húðprófanir fyrir veikinni, til þess að reyna að þekkja úr hið sýkta fje. 1 þessari ferð athugaði jeg m. a. árangur þessara prófana; bar einnig saman mismunandi lyf til húðprófunar. Það er ekki enn hægt að gera sjer fyllilega grein fyrir árangri húðprófan- anna. En óhætt er að segja það, að þær hafa reynst miklu ver, en við gerðum okkur von í fyrstu. Vafalaust er, að allmik- ið af sýktu fje sleppur gegnum prófunina. Eftir því sem nú verður sjeð eru allar líkur til, að ekki verði unt að útrýma veikinni á ann-- an hátt en með niðurskurði f jár- ins á ölium sýktum bæjum. Jeg hefi í samráði við Hall- dór Pálsson gert þá uppástungu, að í tilraunaskyni verði skorið niður alt fje á þeim bæjum í Skagafirði, sem fullvíst er, að eru sýktir. Halldór Pálsson fór norður til þess að ræða við bændur um þetta og er nýkom- inn úr þeirri för. Virðast all- miklir örðugleikar vera á fram-i kvæmd niðurskurðarins, að svo stöddu, vegna þess að bændur eru tregir til að láta skera niður fje sitt. Okkur þykir hinsvegar ekki ráðlegt að leggja til, að skorið verði niður með valdboði, fyr en útsjeð er um, að bændur geti ekki sannfærst um það sjálfir, að slíkur niðurskurður er bestur fyrir þá sjálfa. Vegna framtíðarlausnar þessa vandamáls væri mjög æskilegt, að unt væri að gera niðurskurð á takmörkuðu svæði, eins og Skagafirði. og Árnes- sýslu, þar sem veikin er minst útbreidd, svo að reynsla fáist um það, hvort nokkur hætta er á, að fje geti sýkst í húsum eða högum, þar sem veikin hefir verið. Til þess að fá þetta atriði upplýst, höfum við viljað skera niður í Skagafirði. Ætlun okk- ar .er, að þetta sje gert þannig að bændur fái fullar bætur fyr- ir, þar sem þetta er gert í til- raunaskyni, en örðugleikar eru sem sagt all-miklir. Meðal ann- ars er erfitt að fá heilbrigt fje| aftur inn á þetta svæði, því! að nágrannarnir vilja ógjarnan láta það af hendi, af ótta við aftur og flytja þannig veikinaJ Hinsvegar er ærið kostnaðar- samt að flytja fjeð langt að. En sem sagt, engin fullnað- arákvörðun hefir enn verið tek- in í málinu. Nefnd sú, sem Al- þingi fól framkvæmdir þessara mála allra, fær nú þetta atriði til meðferðar. Hún kemur inn- an skams saman. Hitaveitudeilan. Horfur á að samkomulag náist Góðar horfur voru á því í jær, að samkomulag myndi nást í Hitaveitu-deilunni. Viðræður fóru fram í gær milli fulltrúa beggja aðila, þeirra Eggerts Claessen og Kjartans Thors af hálfu Vinnu- veitendafjelags íslands, og Sig- urðar Halldórssonar og Guð- mundar R. Oddssonar af hálfu Dagsbrúnar. Fóru þessar viðræður fram x fullri vinsemd og með góðum vilja á, að leysa deiluna frið- samlega. Eru eftir þær viðræður miklar líkur til, að friðsamleg lausn náist. Kappleikttr í dag Kappleikur K. K. R. milli Vals og Fram annarsvegar og Víkings og K. R. hinsvegar, hefst kl. 4.30 í dag. Eins og áður hefir verið getið hjer í blaðinu, er búist við afar spennandi leik og þó umfram alt skemtilegum og vel leiknum. Það má búast við fjölmenni á vellinum í dag, verði gott veður. Ari Magnússon, Bragagötu 22A verður fimtugur í dag. MORGUNBLAÐIÐ Sprengjtífltigvíelar yfir Reykfavík Um hádegisbiiið í gær komu átta breskar sprengjuflugvjelar (Bomb- ers) flúgandi yfir Reykjavík. Flugu þær góða stund yfir bænum og Umhverfi hans í æfinga skyni. Steyptu sum- ar sjer úr all-mikill hæð alveg niður að húsþökun- um og yfir höfnina. Aðrar flugu saman í hópflugi, líkt og sjest hjer á myndinni. Flugvjelar þessar munu hafa bækistöð hjer á iandi, ekki langt frá Reykjavík. Af hernaðarlegum ástæð- um er ekki hægt að segja frá af hvaða tegund þessar flugvjelar eru, en bresku hernaðaryfirvöldin leyfðu, að fairt yrði þessi mynd, sem er af flugvjelum sömu tegundar og þeirra, sem flugu yfir bæ- inn í gærdag. Landhelgisbrot, Skípstjórínn á „Síndra“ dæmdttr í 29.500 kr. sekt rP ogarinn „Sindri“ var staðinn að veiðum í landhelgi út af Arnarfirði í fyrrakvöld. Var það varðbáturinn „Faxi“, sem tók „Sindra“. Farið var með „Sindra“ til Patreksfjarðar og í gærkvöldi kvað sýslumaðurinn í Barða- strandarsýslu upp dóm í máli skipstjórans á „Sindra“. Var hann dæmdur í kr. 29.500 sekt og til vara 7 mánaða einfalt fangelsi. Afli og veiðarfæri gerð upptæk og greiði skipstjóri allan kostnað sakarinnar. Skipstjóri á Sindra er Ársæll Jóhannsson. Hann áfrýjaði dómn- um. Skothríð í Vesturbænum í fyrrinótt Fólk, sem býr á Sólvöllum, varð vart við all- mikla skothríð í fyrrinótt nálægt Hofsvalla- götu og Sólvallagötu. Var lögreglan kvödd á vettvang og kom þá í ljós, að drukkinn hermaður var valdur að skothríð þessari. Skaut hann einu skoti á íslend- ing, sem þarna kom að, en hitti ekki. Einnig skemdi hann bíl með byssuskotum. Bílstjóri frá Bifreiðastöð Islands og maður einn með honum var í bílnum, komu þarna að er skothríðin stóð sem hæst. Bílstjórinn stöðvaði hílinn og maðurinn, sem með honum var, fór út úr bílnum. Sjóðþurðarmálið. Yfirheyrslulr halda áfram Sakadómari var í allan gær- dag í yfirheyrslu í sjóð- þurðarmáli Dagsbrúnar. Þegar Morgunblaðið átti í gærkvöldi tal við sakadómai’a og spurði hann frjetta af mál- inu, sagðist hann ekkert vilja láta uppi um prófih, á þessu stigi málsins. Báðir hinir hand- teknu menn eru áfram í gæslu- varðhaldi. ★ „Alþýðublaðið“ gerir þessa sjóðþurð í Dagsbrún að umtals- efni í forystugrein í gær, og á þann veg, að furðu gegnir. Virðist helst eiga að skilja hug- leiðingar blaðsins þannig, áð slíkir verknaðir, sem sjóðþurð- ir og fjárdrættir, sjeu óaðskilj- anlegir fylgifiskar þess þjóð- skipulags, „auðvaldsþjóðskipu- Iagsins“, sem hjer ríki, en þekkist ekki í ríki sósíalista! Ætlar blaðið að fara að telja fólki trú um, að þessir ógæfu- sömu menn hafi ekki verið ald- ir upp í Alþýðuflokknum? Sá hann þá, hvar hermaður stóð með riffil og miðaði á hann. Mað- urinn rjetti upp hendurnar, sem merki um að hann gæfist upp, eu það dug/ði ekki til og skaut her- maðurinn einu skoti úr rifli sínum. Fann maðurinn, hvernig skotið þaut framhjá honum. Hann komst inn í bílinn og ók bílstjórinn á lögreglustöðina og tilkynti, hvað fvrir þá hefði bor- ið. Tveir íslenskir lögregluþjónar og einn breskur fóru á vettvang. Er þeir komu vestur á Sólvalla- götuna, sáu þeir hermanninn. Dimt v'ar jiarna á götunni, og hinum enska lögregluþjóni mun ekki hafa þótt skotmaður- inn árennilegur, því hann ákvað að fara aftur niður á stöð til að sækja fleiri enska lögregluþjóna. Varð að samkomulagi, að annar lögregluþjónninn íslenski vrði eftir á staðnum. Eftir 15 mínútur eða svo komu lögregluþjónarnir fjölmennir aft- ur, en þá var enski hermaðurinn allur á burt.' Hafði hann stokkið út í myrkrið, og íslenski lögreglu þjónninn mist sjónar á honum. Bíll Hampiðjunnar stóð þarna rjett hjá Sólvallagötunni og var hann mannlaus. Er það yfirbygð- ur vörubíll. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.