Morgunblaðið - 01.09.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.09.1940, Blaðsíða 7
Sunnudagur 1. sept. 1940. 7 MORGÚNBLAÐIÐ Húseignir til sölu, stærri og smærri, með lausum íbúðum 1. október. — Eignaskifti möguleg. Upplýsingar gefur HANNES EINARSSON, Óðinsgötu 14 B. Sími 1873. Viðtalstími frá 12—3 og á öðrurn tíma eftir samkomulagi. oooooooooooooooooo Góðar myndavjelar 6x9 eða önnur stærð, óskast keyptar. Lokuð tilboð, með öllum upplýsingum, sendist Morgunbl., merkt „Mynda- vjel“. oooooooooooooooooo Laxá i Kjös. Sjóbirtingsveiði verður til leigu í september. Upplýsing- ar í síma 1400. Ðppboð. Opinbert uppboð verður haldið við Arnarhvol þriðjudaginn 3. sept. n.k. kl. iy2 e. hád. og verða þar seldar bifreiðarnar: R 201, 349, 714, 717, 744, 753, 822, 919, 1082, 1098, og 1300. Greiðsla fari fram við hamars- högg. Lögmaðurinn í Reykjavík. x £ S $ EMOL TOILET SOAP Framköllun. Kopiering. Stækkanir. Amatördeildin — Vignir Þeir, sem þurfa að ná til blaðlesenda í sveitum landsins og smærri kauptúnum, auglýsa í ísafold og Verði. Næturfrost skemmo kartöflugarða Slæmar upp- skeruhorfur Kuldarnir og næturfrostin í síðastliðinni viku hafa far- ið illa með kartöflugarðana víða á landinu. Verst munu garðarnir hafa farið á Norður- og Austurlandi. Þar hafa kartöflugrös víða föln- að mjög og sumstaðar hefir grasið gjörfallið. Hjer á Suður- landi hafa garðar einnig víða farið illa í kuldunum. Sumstað- ar hafa grös alveg fallið. Þetta verður mikill hnekkir fyrir uppskeruna, því að víðast- hvar voru kartöflur lítið þrosk- aðar, vegna vorkuldanna og erfiðrar veðráttu í sumar. Til þess, að einhver von hefði verið að fá sæmilega uppskeru, hefði þurft að vera góð veðrátta fram eftir septembermánuði. — En kuldakastið og næturfrostin vik- una sem leið, gerði að engu þessa von víða á landinu. — Horfir því fremur illa með kart- öfluuppskeru á komandi hausti. Borni bjargað trö druknun fyrrakvöld vildi það slys til *■ á Eskifirði, að fimm ára gamall drengur, sonur Gísla Jónssonar, Sjólyst á Eskifirði, fjell út af bryggju utarlega í kauptúninu. Engir voru viðstaddir, nema börn, er drengurinn fjell í sjó- inn, en Eiríkur Bjarnason, sem þar býr nálægt, heyrði hljóðin í börnunum og kom á vett- vang. Tókst honum með snarræði sínu að bjarga drengnum. Er það öðru sinni á þessu sumri, að Eiríkur bjargar barnifrádrukn- un. Skotæfjngar i austursveitum kotæfingar fara fram I 1 í dalnum fyrir ofan Litla- Geysi í ölfusi á næstunni. — Hefir verið komið þarna upp æfingastöð fyrir riffilskyttur. Skotið verður í vesturátt. til fjalla. Þegar æfingar fara þarna fram, verður staðurinn merktur með flöggum, og her- menn verða á verði. Stórskotaliðsæfingar fara i'ram í Auðunsholti næstkoma- andi þriðjudag, 3. sept.ember i'rá kl. 2,30—4,30. Skotið verður til marks, sem valið hefir verið um 2 km: suður af flughöfninni í Kaldað- í>rne‘si. Dagbók I. O. O. F. 3 s 122928 s Næturlæknir í nótt: Jónas KrístjánsSon, Grrettisgötu 81. Sími 5204. Nætnrvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni ISunn. Helgidagslæknir: Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. 65 ára er á morgun Sigrún Sæ- mundsdóttir, Mjölnisveg 44. Tónlistarfjelagið hjelt 7. hljóm- Ieika á þessu starfsári í Dóm- kirkjunni í fyrrakvöld. Organisti Dómkirkjunnar, Páll ísólfsson, ljek ýms verk eftir Bach, en Björn Ólafsson fiðluleikari nokk- ur- önnur eftir heimsfræga höf- unda, þeirra á meðal eftir Vitali, rpeð undirleik Páls ísólfssonar. — Hljómleikarnir voru mjög vel sótt ir og vakti leikur þeirrá fjelaga óblandna hrifningu áheyrenda. Frá Sundhöllinni. Athygli skal vakin á því, að sundnámskeið hefjast að nýju í Sundhöllinni á morgun 2. þ. m. Kenslu verður hagað þaunig; Morgunflokkar kl. 7.45. Skriðsund kl. 8.20 og kl. 9 bringusund og kl. 9.30 barnaflokk ur fyrir byrjendur. Þá verður gú nýbreytni fyrir konur, að hafður verður sjerflokkur fyrir þær kl, 5.15 þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Svo verða kvöldflokkar kl. 6 skriðsund, kl. 6.30 og 7 bringu- sund. — Bent skal á, að þetta verður síðasta tækifæri fyrir börn til að komast í barnaflokk fyrir veturinn. Bnn er rúm fyrir fleiri nemendur í öllum framangreind- um flokkum og ættu þeir, sem eru að hugsa um þátj;töku, að gefa sig fram sém fyrst. Nánari Upp- lýsingar í síma 4059. — Minna má á, að best er fyrir þá, sem geta, að koma á morgnana, því þá er rólegasti tíminn í Sundhöllinni; ennfremur skal þess getið, að á- gætt er nú orðið að vera kl. 5—7 á virkum dögum, því þá er Sund- höllin mjög lítið sótt af Englend- ingum, samkvæmt sjerstöku sam- komulagi. Togarimi Garðar kom til Hafn- arf jarðar af síldveiðum í gær- morgun. Togarinn landaði seinast síld s.l. fimtudag og hafði þá alls landað 25.578 málum og var þá aflahæsta skip flotans. Árbók Slysavarnafjelags fs- lands 1939 er komin út. í árbók- inni er mikill fróðleikur um starf fjelagsins á liðnu ári, skýrslur um skipatjón og mannskaða við land- ið o. fl. Útvarpið í dag: 11.00 Messa í Dómkirkjunni (síra Jakob Jónsson). 12.15—13.00 Hádegisútvarp. 19.30 Hljómplötur; Eldsvítan, eft- ir Hándel. 20.30 Útvarpshljómsveitin: Þýsk þjóðlög. 21.00 Erjndi: Frá Vestur-íslend- ingum, I.: Daglegt líf (Jakoh Jonsson prestur). 21.45 Frjettir. * Útvarpið á morgun: 19.30 Hljómplötnr: Lög frá Brasi- líu. 20.30 Sumarþættir (Sigfús Ilall- dórs frá Ilöfnum). 20.50 Einsöngur (Jón Pálsson). a) Sigv. Kaldalóns: Þú eina hjartans yndið mitt. b) Björgv Guðm.: f rökkurró. c) Sigv. KaldalónS: Ave María. d) Pjet- ur Sigurðsson: Erla. e) Arm Thorst.: Áfram. 21.10 Hljómplötur: Kvartett í c- rnoll (Dauðinn og stnlkan), eft- ir Sehnbert. Nokkrir duglegir verkanienn óskasl H.f. PípaYMkflmið|an. Duglegur matreiOslumaOur I getur fengið vel borgaða atvinnu hjer í bænum. Enskukunnátta æskileg. Tilboð merkt „Gott kaup“ sendist Morgunblaðinu fyrir 5. þ. mán. Hðrkambar — Hárspennur Nýasta tíska frá New York. MIKIÐ ÚRVAL. K. Einarsson & Bjömsson Reykjavík - Akureyri Hraðferðir alla^daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindúrs Simi 1380. _ LITLl BILSTÖBIN Er nokkuð stór. UPPHITAÐIR BÍLAR. /^In'V .(f1_________ I Maðurinn minu ÞÖRÐUR HJARTAR stýrimaður andaðist í Landakotsspítala í fyrrinótt. Aurora Hjartar. Jarðarför INGVARS SIGURÐSSONAR, Vegamótastíg 9, fer fram að Miðdal í Laugardal miðvikudag- inn 4. september kl. 2. Kveðjuathöfn frá EUiheimilinu sama dag kl. 9 fyrir hádegi. Kona og börn. Jarðarför fósturföður okkar JÓNASAR GOTTSVEINSSONAR fer fram þriðjudaginn 3. september frá Dómkirkjunni og hefst með húskveðju frá Nýlendugötu 4 kl. 1 y2 e. h. Eiríkur S. Bech. Ekiar Pálsson. Innilegar þakkir fyrir áuðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför systur okkar HALLDÓRU ÚÓRKELSDÓTTUR. Sjerstaklega viljum við þakka hjúkrunarkonum og starfsfólki * • * •. i- , _ v ,. , i . ; - v Elliheimilisins fyrir frarakomu þess við hana. Systkinin. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för manns míns og föður okkar NIELS CHRISTIAN NIELSEN verkstjóra. Guðlaug Nielsen og börn. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.