Morgunblaðið - 06.09.1940, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.09.1940, Qupperneq 7
Föstudagur 6. sept. 1940. MORGUNBLAÐIÐ 7 Kolbcinn Árnason sfötiu og ffii ’C’ jöldi Reykvíkinga, sem kömn- ir eru til aldurs, kannast við Kolbein Árnason á Baldursgötu 11 hjer í bæ. — Á yngri árum dvaldi hann á ýmsum stöðum, en lengst á Akureyri, þar sem hann rak verslun um mörg ár. — Hjer hefir hann nú búið nokkuð á 3. tug ára. — Hann er 75 ára í dag. Þetta >þykir nokkuð hár aldur, en gleðiefni er það öllum vinum hans — og þeir eru margir, — hve ald- urinn fer honum vel. Enn er hann oftast snemma á ferli, ljettúr í spori og kvikur í öllum hreyfing- tm. Á yngri árum var honum þó lítt hlíft af þeim, sem yfir honum höfðu að segja, og því síður hefir honum sjálfum verið lagið að draga sig í hlje í önnum og erfiði lífsins. — Margt hefir hann feng- ist við um dagana, svo sem smala- mensku og fjárhirðing, sjómensku ■og erfið ferðalög á landi, verslun- arstörf, jafnt utan búðar sem inn- an, auk ýmsra trúnaðarstarfa. Mun það dómur allra, sem til þekkja, að hann hafi borið af öðr- um í hverju því, er hann tók sjer fyrir hendur, og svo er fyrir þakkandi, að enn mundi hann þykja liðtækur á borð við hvern meðalmann á besta aldri, ef á það skyldi reynt. Um slíkt er þó varla að tala, því menn á hans reki —- og jafnvel miklu yngri — eru nú taldir vargar í vjeum, ef þeir reyna að „taka brauðið frá börn- unum“ með því að stunda þá vinnu, sem þeir kunna að hafa geð eða gerð til. Kolbeinn er af góðu bergi brot- inn, og enginn ættleri, en ekki verður reynt að rekja ætt hans hjer. Nægir, að geta þess, að hanu ber nafn forföður síns, síra Kol- beins Þorsteinssonar í Miðdal, sem var nafntogaður klerkur ög skáld á sinni tíð, og eru margir afkom- 1 Ligerhillir I 1* 's' X og einn skápur, með gler- X ♦*♦ Ý hurð, hentugur fyrir sýnis- g 11111 ára X horn o. fl., til sölu nú þegar. X A _ __ .;* T Upplýsingar í síma 3532. y X " % Kolbeinn Arnason. endur hans afreksmenn á ýmsa lund. Pöður sinn misti Kolbeinn er hann var barn að aldri. Olst hann að mestu upp hjá vandamönnum sínum, en annars hefir hann orðið alla tíð að spila upp eigin spýt- ur. Það hefir gefist honum vel, enda mun það hollast hverjum þeim, sém eiga dáð og dug til þess. Ilonum hefir farnast vel og margir eru þeir, skyldir og vánda lausir, sem notið hafa góðs af því að hann hefir jafnan verið veit- andi, en aldrei þiggjandi. Páir munu honum hjálpsamari, ef ein- hvern rekur í nauðir. Kólbeinn hefir alla tíð verið gæfumaður og kannast við það sjálfur. Hann eignaðist þá konu, sem telja má ^afbragð annara kvenna að viti og mannkostum, og hefir sambúð þeirra verið til fyrirmyndar. Það má og til láns telja, hve vinsæll hánn hefir ver- ið. Sjálfur er hann sverð og skjöldur vinum sínum. Hófsmaður er Kolbeinn með af- brigðum, en gleði og gáman gista saman hvar sem hann fer. Fyrir kemur það líka, að gamanyrði hans verða að gletni, sem svíður undan, þótt eigi sje að því stefnt. Gott er að vera gestur Kolbeins og konu hans. Munu það margir reyna enn í dag, en margfalt fleiri eru hinir, vinir og vandamenn, sem eiga þess engan kost að taka í hönd þeirra hjóna á þessum af- mælisdegi húsbóndans, en þakkir fyrir liðnu árin og blessunaróskir á komandi árum svífa til þeirra hvaðanæfa, á vængjum vindanna, ef ekki er annars kostur. B. Ræða Churchill PRAMH. AP ANNAJRI SÍÐU. þótt manntjón þetta hefði verið tvisvar eða þrisvar sinnnm meira, þá verðúr það að teljast lítið samanborið við mikilvægi þeirra málefna, sem um væri barist. Churchill upplýsti, að 800 hús hefðu verið eyðilögð, svo að ekki væri hægt að gera við þau. En það væri ekki mikið þegar á það væri litið, að í Englandi væri 13 miljónir hósa. f þessu sambandi upplýsti Churchill að hann hefði falið fjármálaráðherra smum að gera tillögur um vátryggingu husa, svo að hægt væxi að bæta upp tjón manna, sem lítil efni hefðu, sem næst því að fullu. ^etta væri hægt að gera, vegna þess hve tjónið væri til- tölulega lítið og það væri rjettmætt að dreifa byrðunum, svö að þær kæmu sem jafnast niður á allri þjóðinni Um innrásarhættuna sagði Churchill að hann liti svo á, að hún væri ekki liðin hjá, og myndi ekki vera liðin hjá, þótt komið væri fram yfir 15. septem- b‘er. En í vetur þegar veður harðna og ájói verður sollinn, getur þetta breyst. En jeg ljósta ekki upp neinum hem- aðarleyndarmálum, þótt jeg segi, að við erum miklu betur undir iniirásina búnir heldur en í júní. í júní var inn- rás í England ýmsum örðugleikum bundin, en þessir örðugleikar era marg- falt meiri í september, sagði hann. Loftárásirnar FRAMH. AF ANNARI SÍÐU, f gærmorgun tókst flugvjelum Þjóðverja að brjótast í gegnum varnir Breta á suð-austurströnd- inni og varpa niður sprengjum yfir flugvelli og flugvjelaskýli. Síðar um daginn flaug öflug þýsk flugsveit yfir Thamesárósa og skifti þar liði og gerði loftárásir ,á flugvelli norðan og sunnan við ósana. Það er viðurkent að nokk- urt tjón hafi orðið í þessum árás- um. TJm miðjan dag í gær sögðust Þjóð- verjar vera búnir að skjóta niður 20 þýskar flugvjelar og missa sjálfir 5. En Bretar sögðust hafa skotið niður 39 þýskar flugvjelar og mist sjálfir 20. Breska flugmálaráðuneytið tilkvnnir, að breskar flugvjelar hafi í fyrrakvöld haldið áfram árásum á skóga í Þýska- landi, þ. á m. Thúringer-skóginn, Harz- skóginn og Schwarzwald, og varpað niður hundruðum eldsprengja. Skógar- eldar geysa á margra mílna svæði í þessum' skógum. Loftárás var gerð á Berlín og orku- ver í Charlottenborg og í Spandau haft. Bresku flugvjelamar fóru alla leið austur til Pulitz í fyrrakvöld, og er það lengsta flug þeirra austur á bóg- inn yfir ÞýskalandL Dagbók I. O. O.F.ls 122968^2 s Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14. Sími 2161. Næturvörður er í íteykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Gullbrúðkaup eiga í dag merk- ishjónin Ásgerður Arnfinnsdóttir og Ágúst Þórarinsson, kaupmaður í Stykkishólmi. Hjúskapur. í dag verða gefin saman ungfrú Jósefína Kristjáns- dóttir og Tryggvi Sigurðsson stýri maður. Heimili þeirra Verður á Leifsgötu 28. Spegillinn kemur út í dag, síð- degis. , f minningarkvæðinu í blaðinú í gær — um jón Árnason frá Króks húsum — hefir misprentai|t í öðru versinu 4. ljóðlínu, „beri ekki“ —- í stað „bæri ekki“. Útvarpið í dag: 19.3Q Hljómplötur: Norðurlanda- söngvar. 21.05 Hlj'ómplötur; a) Sónata eft- ir Beethoven (Op. 10, nr. 3, D-dúr). b) 21.30 Óperulög. LEIÐRJETTING Igrein Jóns Fannberg í blað- inu í gær hafa af vangá ver- ið prentaðar nokkrar setningar, er falla áttu burt úr handritinu, og efni greinarinnar ruglast af þessum ástæðum. Málsgreinin í 2. dálki: „Fáum við leyfi“ og tvær næstu málsgreinar eiga að, falja burtu. Nýkomiö: Kalk óleskjað. Eldhúsvaskar, sjerstaklega ódýrir. Rörkítti. J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. Sími 1280. JPyrirligglandl Umbúðapappír í 20 cm. og 40 cm. rúllum. W.C.-pappír. Eggert Kristfánsson & Co. fii.f. Sími 1400. Bifreiðarstjóri með mefira próffi og bílavlðgerð* armaður, gcta fengfið atvinns. — Afgr. vísar á. Reykjavfk - Akureyri pfraðferðir alla daga. Biíreiöastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs aiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiii Mý bók eftir Helgu Sigurbardóttur: § IGRÆNMETIOG BED ALT ÁRIB. I SOO nýir furfiarfetlir. Helga segir í formála bókarinnar meðal annars: í þessari bók legg jeg aðaláhersl- una á, hvernig geyma megi til vetrarforða grænmeti, ber og rabarbara, svo að það missi sem minst af hinum verðmætu efnum sínum. Tilætlunin er, eins og nafn bókarinnar bendir til, að hægt sje að borða þetta allan ársins hring, en ekki aðeins þann stutta tíma, sem jurtirnar eru fáanlegar nýjar. Hjer fá húsmæður bók, sem þær hafa lengi beðið eftir. 1 Fæst í öllum bókaverslunum. | Bókaversltm Isafoldarprentsmíðjtt. j jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiií Skrifstofum okkac og afgrefiðslu verður lokað íi dag [frá kl. 1-4 vegna farðaifaiai* J.^Þorláksson & Norðmann. l’IV Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, KRISTJÁNS GRÍMSSONAR læknis. Bengta Grímsson og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.