Morgunblaðið - 08.09.1940, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Snnnudagur 8. sept. 1940.
Mesla loflárásin fram til þessa —
Eldar lýsa upp himininn
yfir Austur-London
Hrannir af flugvjelum
yfir borginni
EFTIR að Lundúnabúar höfðu haft ró í 18 klst.,
frá því í fyrrakvöld, hófst um miðjan dag í
gær mesta loftárásin á London frá því að
stríðið hófst. Loftárásin stóð í 2 klst., og í fregn frá
London í gærkvöldi var sagt, að rauður bjarmi lýsti upp
himininn yfir iðnaðarhverfinu í austurhluta borgarinnar,
þar sem loftárásin var hörðust.
Kl. 8y2 í gærkvöldi, eftir staðartíma, hófu Þjóðverjar
aðra loftárás og gátu flugmennirnir tekið mið af eldun-
um, sem ennþá loguðu í Austur-London. Kl. 2 í nótt eftir
staðartíma stóð þessi loftárás enn yfir.
Þýska útvarpið sagði í gær, að loftárásir þessar, sem væru
fyrstu loftárásirnar, sem gerðar hefðu verið á London, væru
gerðar í hefndarskyni við hinar handahófslegu loftárásir Breta
á Berlín.
Útvarpið skýrði jafnóðum frá gangi loftárásarinnar, sem
gerð var um miðjan dag, frá því að hún hófst og þar til henni
var lokið. Þegar þessari fyrstu árás var lokið, sagði útvarpið að
skotnar hefðu verið niður 31 bresk flugvjel.
Bretar sögðu að fram til kl'. 8 hefði verið skotnar niður 21
þýsk flugvjel.
f frásögn breska flugmálaráðuneytisins er það viðurkent,
að flugvjelunum hafi tekist að brjótast í gegnum vamir
Breta og varpa sprengjum yfir iðnaðarhverfið í austur-
hluta Lundúna, þar sem komu upp nokkrir eldar og yfir
höfnina í borginni.
1 tilkynningu fluginálaráðuneytisins segir, að þýskar flug-
vjelar hafi komið í hrönnum inn yfir suð-austur-ströndina og
Thamesárósa, en að breskar loftvarnabyssur og breskar orustu-
flugvjelar hafi tekið á móti þeim. Flugvjelunum tókst samt sem
áður að brjótast í gegn og varpa sprengjum yfir austurhluta
Lundúnaborgar. Rafmagnsorkuver og nokkrar aðrar opinberar
stofnanir voru gerðar óstarfhæfar og einnig varð nokkur röskun
á samgöngum. Sprengjum var einnig varpað yfir Lundúnahöfn.
Nokkuð tjón varð einnig í iðnveri á norðurbakka Thames-
árósa. {
Ekki er að svo stöddu hægt að skýra frá hvert manntjón
hefir orðið eða hve mikið, — þannig lýkur tilkynningu flug-
málaráðuneytisins. .
En breskar frjettastofufregnir skýra nokkru nánar frá árás-,
inni. Þær segja, að glaðasólskin hafi verið þegar árásin var gerð.
Flugvjelarnar komu í 12 þús. feta hæð, og voru ofar loft-
þeljgastálgrindunum. Einn sjónarvottur skýrir svo frá: Það
glampaði, á stálgrindurnar í sólskininu, en ofar þeim þrumuðu
þýsku flugvjelarnar. En þar fyrir ofan sáust bresku Spitfire-flug-
vjelarnar sem steyptu sjer yfir hinar þýsku flugvjelar.
Annar sjónarvottur skýrir svo frá: „Jeg sá 5 flugsveitir
koma yfir borgina og voru a. m. k. 100 flugvjelar í hverri. Það
var eins og látlausar þrumur færu um loftið“.
í annari fregn frá London segir, að flugvjelarnar hafi kom-
ið í hópum, stundum 8 saman og stundum fleiri. En þær komu
svo þjett, að flugvjelarnar, sem lokið höfðu að kasta niður
sprengjum sínum mættu örðum, sem voru á leiðinni með farm
sinn, yfir borginni.
í þýskum fregnum er skýrt frá því, að þykkan reykjar-
mökk hafi lagt yfir borgina, frá eldunum í iðnaðarhverfinu.
Þjóðverjar segjast einnig hafa lagt í rúst flugskýli og birgða-
geymslur breska flughersins víða við Thamesárósa. Þeip segja
að varnir Breta hafi verið harðar yfir ströndinni. en þegar yfir
„hjarta breska heimsveldisins“ hafi verið komið, hafi þær bilað.
Hver flugvjel, sem flaug yfir borgina flutti 2 smálestir
af sprengjum, segja Þjóðverjar.
1 loftárásinni í gærkvöldi, sem stóð yfir enn í nótt, var
m. a. hæft fjölleikahús og stór verslunarbygging, segir í fregn
frá London. Engin opinber tilkynning hafði verið birt um þessa
árás, þegar síðast frjettist.
„Mesta
loftárásin
á Berlíf
Bretar gerðu loftárás á Berlín
í fyrrakvöld, hina mestu,
sem gerð hefir verið til þessa, að
því er amerískir frjettaritarar í
borginni herma. Orkuver var hæft,
einnig jámbrautarport og hreyfla-
verksmiðja í Spandau, að því er
breska flugmálaráðuneytið tih
kynnir.
Loft var skýjað, svo að allar
flugvjelarnar gátu ekki fundið þá
staði, sem þeim var ætlað að gera
árás á, og sneru þær heim með
sprengjur sínar.
Amerískir frjettaritarar í Berlín
segja, að bresku flugvjelarnar hafi
flogið óvenjulega lágt. Flugvjel-
arnar voru yfir miðborginni og
Tiergarten og fjellu tundur-
sprengjur m. a. í Tiergarten, ekkí
langt frá Wilhelmsstrasse, þar
sem allar stjórnarbyggingarnar
eru.
í tilkynningu þýsku herstjórn-
arinnar segir, að flestar sprengj-
urnar hafi fallið á verkamanna-
hverfið Wedding, í norðurhlutá
borgarinnar.
Auk Berlínar, gerðu ensku flug-
vjelarnar í fyrradag árás L
Schwarzwald, þar sem hæfðar
voru birgðastöðvar, sem huldar
voru í skóginum, og nýir eldar
kveiktir á stóru svæði. Árás var
einnig gerð á Borkum, Kassel,
Mannheim og Hamn.
Einnig var gerð árás á Brússel
og á frönsku borgirnar Calais,
Dunkerque og Abbeville. Fimra
smálestum af sprengjum var varp-
að yfir Boulogne.
Einnig var gerð árás á fall-
byssustæði Frakka í Cap Gris Nez
65 flugvjelar
Seint í gærkvöldi tilkynti
breska flugmálaráðuneyt-
að 65 þýskar flugvjelar hefðu
verið skotnar niður yfir Lond-
on í gær.
Sjálfir sögðust Bretar hafa
mist 18.
BanalilræHi
vlð Karol
konung
FREGNIR hafa borist til New York um að
Karol konungi hafi verið sýnt banatilræði,
er einkalestin, sem hann og fylgdarlið hans
var í, var að fara yfir landamærin frá Rúmeníu. Hópur
járnvarðaliðsmanna hafði safnast þarna saman, og þegar
lestin fór fram hjá skutu þeir á haria af rifflum.
En engan mann sakaði.
Með Karol í lestinni var Madame Lupescu og faðir hennar,
nokkrir nánustu hirðgæðingar konungs, Manulescu, fyrverandi lög-
reglustjóri í Búkarest, Popescu, fyrverandi innanríkismálaráðherra o.
fl. — samtals 37 manns.
Daladíer,
Reynattd,
Gameíín
handteknír
■.— %
að var opinberlega staðfest í
Vichy í gær, að Edouard
Daladier og Poul Reynaud, báðir
fyrirverandi forsætisráðherrar
Frakklands, og Marie Gustave
Gamelin, fyrverandi yfirhershöfð-
ingi Frakka, hafi verið teknir
fastir og sjeu hafðir í haldi í
kastala einum hjá Biom.
Sú skýring er gefin, að hand-
taka þeirra hafi farið fram, sam-
kvæmt nýrri reglugerð um vernd
á öryggi ríkisins. Þeir sjeu hafðir
í haldi til þess að þeir sjeu jafn-
an til staðar til að svara spurn-
ingum, sem hæstirjetturinn í Riom
kunni að vilja leggja fyrir, þá.
En hæstirjetturinn í Riom hefir
til meðferðar málaferlin, sem
Petainstjóynin hefir stofnað til,
til þess að grafast fyrir um hver
á sökina á því að Frakkar fóru
í stríðið.
Fregn hefir borist til New Yorh
um, að Pierre Cot, fyrverandi
flugmálaráðherra, og Guy la.
Chambre, fyrverandi flotamálaráð-
herra, hafi komist hjá handtöku,
með því að fara huldu höfði.
Það hefir verið vitað nú um
langt skeið, að draga ætti Daladier
og Reynaud fyrir dómstólana. Um
miðjan ágúst barst sú fregn til
London, að Reynaud, sem þá var
frjáls maður, væri að undirbúa
vörn þá, sem hann ætlaði að flytja
fyrir rjetti.
Karol lagði ekki af stað frá Bú-
karest fyri en í gærmorgun. Hann
varð að bíða eftir leyíi stjórnar-
innar í Júgóslafíu og Ítalíu til
þess að fá að fara yfir þessi lönd,
á leið sinni til Sviss. En í Sviss
hefir hann fengið mánaðar dval-
arleyfi.
Ekki er vitað hvar konungur
ætlar að taka sjer varanlegt að-
setur, sumar fregnir segja í Suð-
ur-Ameríku, aðrar í Kanada, og
sumir segja að hann ætli að fara
til Bandaríkjanna.
Antonescu, ríkisleiðtogi Rúmena,
ætlaði að láta stjórn sína sverja
Michael konungi hollustueiða í
gær. Er gért ráð fyrir að stjórnin
sitji, eins og hun er nú skipuð,
þar til 15. sept. en að Antonescu
hafi þá lokið að mynda nýja
stjórn.
Tveir af kunnustu stjórnmála-
mönnum ' Rúmena, dr. Maniu og
dr. Bratianu, hafa heitið að styðja
Antonescu, ef hann hverfur aftur
til þingræðisstjórnar.
Antonescu hefir sent Hitler sím-
skeyti, þar sem hann segist minn-
ast, ásamt rúmensku þjóðinni,
hins sögulega dags, er eining þjóð-
arinnar hafi verið trygð. Lætur
hann í ljós þakklæti sitt til þýsku
þjóðarinnar og yfirlýsingu um
fylgi við Hitler. Hann hefir einn-
ig sent Mussolini skeyti, þar sem
hann talar um hið vaxandi róm-
verska ríki.
Sima, foringi járnvarðaliðsins,
bannaði í gær allar hópgöngur
liðsmanna sinna.
Hafnbanninu Ijett af
de Gaulle-nflendunum
Hafnbanninu hefir verið ljett
af þeim nýlendum Frakka,
sem gengið hafa í lið með de
Gaulle.