Morgunblaðið - 08.09.1940, Síða 6

Morgunblaðið - 08.09.1940, Síða 6
6 Sunnudagur 8. sept. 1940- MORGUNBLAÐIÐ Verkamennirnir slysatrygðir hjá Bretum ' Frá Tryggingarstofnun rík- isins hefir Mbl. borist eftir- farandi: amkomulag hefir nú komist á milli Tryggingarstofnunar ríkisins og yfirstjórnar breska setuliðsins hjer, þess efnis, að all- ir verkamenn, sem vinna í þjón- ustu setuliðsins hjer á landi og verða fyrir slysum við vinnuna, skuli fá bætur í samræmi við ís- lensk lög beint frá breska setu- liðinu, í stað þess að vera slysa- trygðir á venjulegan hátt. Slysatryggingardeild Trygging- arstofnunarinnar mun kynna sjer allar kröfur um slysabætur á hendur breska setuliðinu og fylgj- ast með því, að þær verði af- greiddar í samræmi við alþýðu- tryggingalögin. Samkomulag þetta var undirrit- að síðastliðinn föstudag, 6. þ. m., af forstjóra Tryggingarstofnunar ríkisins, sem ráðuneytið fól. að ganga frá samningunum, og Col- onel E. Temple, fyrir hönd breska setuliðsins. Akvæði samkomulags- ins taka og til slysa, sem orðið hafa á tímabilinu frá 4. júlí s.l., en þá hófst vinnan hjá setuliðinu. Sýningin fekk ekkl ffeð PRAMH. AP ÞRIÐJU SÍÐU. og er nú formaður sýningar- ráðs og spurði hann hvað hæft væri í þessari frásögn Tímans. HARALDUR svaraði því, að Vilhjálmur Þór hafi aldrei ver- ið nema að hálfu leyti í þjón- ustu sýningarinnar og fengið ákveðna þóknun fyrir. Hvað Vilhjálmur vann þar fyrir ut- an, var sýningunni með öllu ó- viðkomandi. Hann var þar frjáls sinna gerða og sýningunni kom það ekkert við, hvað hann vann sjer inn á þann hátt. Af því leiðir, að sýningin átti ekkert tilkall til þess fjár, er Vilhjálm- ur vann sjer inn sem prívat kaupsýslumaður, og fekk held- ur ekki, svo jeg viti, neitt af því fje. Þannig sagðist Haraldi Áma- syni frá. EN HVÍ er Tíminn þá að skýra lesendum sínum frá því, að alt það fje, sem Vilhjálmur hafi fengið fyrir unnin störf, hafi gengið til sýningarinnar ? Vill ekki Tíminn skýra þetta nán- ar? Vafalaust kæmi það sjer vel fyrir sýninguna, að eiga von á 40 þús. krónum frá V. Þór, fyrir síldarsölu í fyrra. En þetta fje hefir ekki enn komið í hendur sýningarinnar og for- stöðumenn hennar telja sig ekki eiga neitt tilkall til fjár- ins. Hvaða skýringu gefur Tím- inn á þessu? Skreyli klsfur fyrir jarðarfarir. Anna Markúsdóttir. Sími 4774. Vinna Höjgaard & Schultz PRAMH. AP ÞRIÐJU SÍÐU. og, firma okkar, og síðan var ákveðið að málið skyldi athugað nánar með símastjórum Oslo og Hafnar. Því næst voru gerðar verkteikningar og áætlun og tilboð í Höfn og þegar firmað sendi hingað skip í mars með sement, var sement sent með til að framkvæma þetta verk. Vegna hinna stjómmálalegu atburða í apríl og maí komst fyrst samband á í júlí milli aðalskrifstofu okkar í Höfn og deildarinnar hjer í Reykja- vík, og í ágúst voru samningar teknir upp að nýju milli okkar og Landsím- ans og frá þeim gengið, um jarðsíma- pípukerfið. Hjer er um aö ræða áætl- unargerð og framkvæmd sem ekki var hægt að hjóða út“. Því næst er talað um Tjamarbrúna, en bæjarstjóm hafði samþykt að fe! a firmanu það verk samkv. tillögu bæj- arverkfræðings, svo ekki er ástæða tií að orðlengja um það. Næst er talað um verk firmans fyrir hreska setuliðið. Þar segir ,.vo: ,,í ágúst fengum við tilmæli frá ,,C. R. E. British Army“ um að gera tilboð í nokkur vömgevmsluhús í Rejkjavík eg nágrenni. Sama dag fengum við tilmæli um það frá h.f. Stálsmiðjunhi, er einnig hafði veriS beðin um tilboð, að við hefðum samvinnu í þessu máli, þannig að firma okkar vrði undirverk- taki Stálsmiðjunnar. Þannig, að við tækjum að okkur mokstur og múrvinn- ima og seldum efni fyrir dagsverð en Stálsmiðjan gerði stálvinnuna. Verkbjóðendur tiltóku mjög stuttan tíma til verksins, og við leyfum okkur að fullyrða, að Stálsmiðjan hafi valið rjetta leið, að leita samvinnu við okk- ur, með að vinna þetta verk, þar eð við höfðum aðstöðu og efni til þess. Þessi þrjú verk, höfum við þó öll tekið að okkur samkv. tilmælum verk- bjóðenda, án tilmæla frá okkar hendi, og því ekki verið um samkepni að ræða við íslensk firmu, en þvert á móti, eins og síðasta dæmið sýnir, leitað samvinnu við þau“. Þá er í skýrslunni talað um viðskifti firmans við h.f. Hamar .En þar eð það verk hefir ekki vakið sjerstakt umtal, er þeim kafla slept hjer. Að lokum er að því vikið, að bæjar- stjóm muni að fengnum þessum upp- lýsingum komast að raun um, að ályktunin sem um ræðir hafi verið bygð á misskilningi og stafa af ó- fullnægjandi vitneskju um málin. Er eBnfremur að því vikið, að firmað telji það vafalaust, að bæjarstjómin muni ekkert hafa við það að athuga, að firmað hvorki geti eða vilji hveifa frá rjetti sínum til að taka að sjer hjer önnur verk en Hitaveitu Reykja- víkur. REYKJAVÍKURBRJEF FRAMH. AP. FIMTU SÍÐU. íslendingar að átta sig á því, að ófrelsi á aldrei skylt við fram- farir eða framþróun. Sá landi vor, sem lítur þannig á, ætti um leið að vera þannig skapi farinn, að hann harmaði það, að íslenska þjóðin skyldi nokkurntíma hafa orðið til. Að forfeður hans ljetu ekki svínbeygjast undir ofríki Haraldar lúfu úti í Noregi. Sú þjóð, sem fædd er af frels- isþrá og hefir lifað öllu sínu and- lega lífi við eldkyndil frelsishug- sjóna, hefir ekkert til þeirra manna að sækja, sem telja það framför að steypa sjer um þús- und ár aftúr í tímann. Verslunarmaður í Reykjavík fyrir 50 árum Afgreiðslustörf frá kl. 6 á morgnana til kl. 11 á kvöldin Allir barnfæddir Reykvík- ingar, sem komnir eru á íullorðins aldur þekkja Árna Einarsson kaupmann. Hann er altaf sama ljúfmennið við hvern sem er. Hann á 70 ára afmæli á morgun. Tíðindamaður blaðsins hafði nýlega tal af Árna og heyrði hjá honum hitt og annað um æfi hans og starf. ■— Eruð þjer fæddur í Reykja vík? spurði jeg Árna. — Nei. Jeg er fæddur inn í Sundum sagði hann, og þótti mjer það einkennilega til orða tékið því það var eins og fæð- ingarstaður hans hefði verið á sjó. En „inni í sundum“ var bygð kölluð, sem nú er ékki lengur og tilheyrði Kjalarnesi. Þar var Niðurkot, einn bær, þar fæddist hann. En kom til bæj- arins kornungur og hefir verið hjer síðan, lengst af við versl- unarstörf. — Jeg byrjaði fyrst, segir hann, að vinna við „ensku versl- unina“ hjá Paterson konsúl. Hann keypti biskupshúsið á horni Pósthússtrætis og Austur- strætis, þar sem var Goodthaab Thor Jensens og nú Reykjavíkur Apótek. Það ,eru um 50 ár síð- an'. Næst var jeg hjá Fischer og svo hjá Gunnari Einarssyni. Það var ágætt. Við opnuðum búð- ina í þá daga kl. 6 eða 6V2 og lokuðum kl. 11 á kvöldin, en kaupið 75—100 kr. á mánuði. —- Var vinnutíminn altaf svo langur? — Nei. Það var misjafnt. En hann var a. m. k. svo langur um „lestirnar“. Þá var mikið að gera. Hjá Gunnari var jeg í mörg ár og um tíma verslunar- stjóri. en Gunnar var oft lang- dvölum erlendis. Við höfðum margt á okkar könnu hjá Gunn- ari, sláturhús í portinu í Kirkju stræti 4 og vindlaverksmiðju upp á hæstalofti. Næst kom jeg í nýjan kapítula, Þá var Páll Einarsson hjer borg- arstjóri. Þá varð jeg heilbrigðis- ög fátækrafulltrúi hjer í bænum. Það var oft erfitt að fá því fram- gengt sem gera þurfti. En verstir voru fátækraflutningarnir, sem lögboðnir voru, er flytja átti þurfamenn nauðuga á sinn hrepp. Jeg man eftir því einu sinni, að jeg sendi mann með vagn og tveim hestum fyrir til að flytja konu með tvö börn suður að Auðnum á Vatnsleysuströnd. Er hann hafði skamt farið af heim- leiðinni stansaði hann á bæ til að fá hey handa hestunum. Er þeir höfðu fengið þann viðurgerning ! ! % i t i SkiftafuKidur í þrotabúi Þórarins Arnórs- sönar, bónda að Jökulheim- um hjer í bæ, verður haldinn í hæjarþingstofunni mánu- daginn»9. þ. m. kl. 2 e. h. til þess að taka ákvörðun um meðferð eigna búsins. Lögmaðurinn í Reykjavík, 6. september 1940. Björn Þórðarson. Árni Einarsson. sem þeir þurftu hjelt sendimað- urinn áfram. En þegar hann kom inn í Strauma ók hann fram a kvenmann á veginum. Hver var þar ein á ferð ? Engin önnur en konan, sem hann hafði verið að flytja að Auðnum. Hún var kom- in þetta áleiðis á undan honum til baka til Reykjavíkur. En börn- in hafði hún skilið eftir þar syðra. Jeg var heilbrigðisfulltrúi í 8 ár, og amstraðist í að bæta hrein- læti í húðum og sjá um þrifnað í bænum. Það var ekki altaf vel sjeð. Síðan fór jeg að versla á Lauga- veg 28. Borgarabrjef mitt er frá öldinni sem leið. En versluninni hætti jeg fyrir rúmlega 10 árum. Síðan fórum við að tala um Verslunarmannafjelag Reykjavík- ur, en Árni gekk í það fjelag er það var nýstofnað 1891, og hefir verið meðal þeirra er lengst og best hafa starfað í þeim fjelags- skap. Hann var t. d. í áratugi altaf í forstöðunefnd hátíðahald- anna, sem haldin voru þjóðhátíð- ardaginn 2. ágúst, fyrst á Landa- kotstúni, síðar á Rauðarártúni, í Kópavogi, að Árbæ. Staðurinn færður fjær bænum smátt og smátt, en gat aldrei verið langt í burtu, því verslunarmennimir urðu að ganga þangað í skrúð- göngu frá Lækjartorgi með lúðra- sveit í broddi fylkingar. Þegar fólkið var að koma heim frá hátíðinni að Árbæ komu jarð- skjálftarnir miklu 1897. Jörðin gekk í bylgjum undir fótum manna. Og eins kann að vera að líf Árna þessi 70 ár hafi verið með sínum öldutoppum og bylgjudöl- um. En hann hefir aldrei breyst að skapgerð nje ráðvendni og kostgæfni við hvert starf. M. a. þess vegna er hann í miklum metum hjá fjelögum og starfs- bræðrum í verslunarstjett. . íMX,’*MXM*MX**t*****«*4X**«***t*XH«4*W*Cf4*H»****4W Tilkynning frá Reykjavíkurhöfn. Hjer með tilkynnist, að vegna hernaðarað- gerða Breta verður hafnarmynninu lokað með duflagirðingu frá því í kvöld kl. '8 til kl. 6 árd. á morgun, og verður lokun þessi fram- kvæmd á sama tíma sólarhringsins fyrst um sinn, þar til öðruvísi verður ákveðið. Hafnarstjóri. Tilkyoning. Þeir verkamenn, sem vinna í þjónustu breska setu- liðsins og verða, eða hafa eftir 4. júlí s.l. orðið, fyrir slysum við vinnuna, skulu snúa sjer til skrifstofu setu- liðsins, Civilian Labour Office, Laugavegi 13, sem, sam- kvæmt samkomulagi gerðu í dag, greiðir bætur í sam- ræmi við íslensk lög. Nánari upplýsingar geta menn feng- ið hjá Tryggingarstofnun ríkisins, slysatryggingardeild- mm. Reykjavík, 6. september 1940. TRYGGINGARSTOFNUN RÍKISINS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.