Morgunblaðið - 08.09.1940, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.09.1940, Qupperneq 7
Sunnudagur 8. sept. 1940. MORGUNBLAÐIÐ 7 Búlgarla fær aftur landamær- In 1912 Samningar voru undirritaðir í gær milli Rúmena og Búlgara um afsal Suður-Dobru- dja hjeraðsins í hendur Búlg- brum. Forsætisráðherra Búlgara skýrði frá því í útvarpsræðu í gærkvöldi, að landamæri Búlg- aríu og Rúmeníu væru nú hin fiömu og árið 1912 . 1 Berlín hafa þessi tíðindi vakið feikilegan fögnuð. Búlg- arar hafa endurheimt 7.726 ferkílómetra lands þar sem búa 4548 þús. manns. En þar af eru um 100 þús. Rúmenar og er í samningnum gert ráð fyrir íbúaskiftum. Rúm enarnir munu flytja til Norð- ur-Dobudja en um 25 þús. Búlg- arar sem búa í Norður-Dobu'dja munu flytja til Búlgaríu. Opinberir starfsmenn frá Búlgaríu munu byrja að taka við Suður-Dobudja úr höndum Rúmena þ. 15. sept. En þ. 21. september mun her Búlgara hefja innreið sína í hjeraðið og á hann að hafa lokið við að taka hjeraðið alt fyrir 31. dés- ember. 4.3 mílj. smá- lestum sökt f herstjórnartilkynningu Þjóð- verja í gær er skýrt frá því, að þýsk ofansjávar- og neðan- sjávarskip hafi sökt frá því að ; stríðið hófst, skipum óvinanna og gagnlegum óvinunum, sem voru samtals 4,3 miljónir smá- lesta. Aðeins í ágúst síðastliðn- um var sökt 596 þús. smálestum. Af þessum 596 þús. smálest- um söktu kafbátar 503 þús. en ofansjávarskip 93 þús. smálest- um. En samtals hafa þýskir kaf- bátar sökt frá því að stríðið hófst 2.768.000 smálestum, en ofansjávarskip 1.594.000 smá- lestum (samtals 4.373.000 smá- lestir). AUGAÐ hvílist með gleraugum frá THIELE ehol | 1 TOILET SOAP f t $ Framköllun. Kopiering. Stækkanir. Amatördeildin — Vignir Nýr stríðs- vettvangur í Austur-Asíu? Kínverjar munu ráðast með her inn í Indo-Kína ef það reynist rjett, að stjórnin í Indo-Kína hafi leyft Japönum að flytja herlið yfir landið til Kína, að því er segir í fregn frá Tschinghuy. Kínverjar segjast hafa öflugt lið við landamæri Indo-Kína og telja að þeir hafi þar góða að- stöðu til innrásár. Lítill vafi er talinn á því, að fregnin um samkomulag Frakka og Japana sje rjett. Japanar eiga að fá að flytja herlið yfir Haiphay, en herliðið má hvergi stíga út úr járnbrautarlestinni. Aftur á móti neituðu Frakkar að láta Japana fá flugvelli. í fregn frá Vichy er því hald- ið fram, að bardagar sjeu þegar byrjaðir á landamærum Indo- Kína milli Kínverja og franska nýlenduhersins. Segir í fregn- inni að árás Kínverja hafi ver- ið hrundið. Frakkar segjast hafa sent liðsauka til landamæranna. NÝJA BÍÓ Ný stórmynd ínn- an skams Nýja Bíó mun á næstunni sýna stórmynd eina, sem mikið lof hefir hlotið erlendis. Er það ,,Mr. Smith goes to Washington“. Myndin fjallar um nngan hug- sjónamann, sem kémst í ríkisþing- ið í l^ashington, lendir þar í hönd um ófyrirleitins náunga, sem hyggst eyðileggja framtíð hans, ef hann hagar sjer ekki samkvæmt gefnum fvrirskipunum. Frank Capra hefir sjeð um töku myndarinnar og ætti það nafn að nægja hverjum, sem áhuga hefir fvrir góðum kvikmyndum. Aðalhlut.verkið, Mr. Smith, leik ur James Stewart og tekst prýði lega. Önnur stærri hlutverk hafa Edward Arnola, H. B. Warner, Eugen Poulett, Guy Kible og Jean Anthew. Má sjá á þessú, að ekki hefir verið sparað1 hvað snertir góða leikkrafta. Ægir, 8. tbl. þ. á., er kominn iit. Efni m. a.: Hvenær læra Is- lendingar að eta síld? Tilskipun um fiskveiðar frá 1758. Ultra- fjólubláir geislar og fiskflökun. Sigurður Pjetursson skipstjóri sextugur. Hinir sex nýju atvinnu- þættir. Síldargengdin mikla o. m. fl., snertandi hag og afkomu út- gerðar og sjómanna. KartAflnr ágætar, nýar. Lækkað verð. VÍ5II1 Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. Dagbók | Stuart 59409108 Mikilsvarðandi mál til umræðu. I. O.fÓ.F. 3 á 122998 2 Helgidagslæknir er í dag Kjart- an ólafsson, Nætnrlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs Apó teki og Laugavegs Apóteki. 75 ára er á morgun (mánudag) frú Þóra Bjarnadóttir, Hverfis- götu 91. 50 ára er í dag Jón Sigurgeirs- son verslm., Hverfisgötu 13 B, Hafnarfirði. Fimtugsafmæli átti í gær Aðal- steinn Stefánsson, Lundargötu 3, Akureyri. Hann er verkstjóri við ýmsar framkvæmdir bæjarins. Hjúskapur. í gær voru gefiu saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Sigríður Þor- geirsdóttir og Axel Thorsteinsson blaðamaður. Heimili þeirra verður á Rauðarárstíg 36. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Ingibjörg Þorsteins- dóttir, Haukalandi, og Alf Johan- son frá Gautaborg. Slökkviliðið var kallað út tvisv- ar sinnum í gær. í fyrra skiftið hafði kviknað út frá miðstöð á Ránargötu 34, en eldurinn var slöktur áður en nokkrar skemdir urðu. Síðdegis í gær var slökkvi- liðið kallað á Hverfisgötu 62, þar sem kviknað hafði út frá gati á reykháf. En eldurinn var slöktur einnig þar, áður en nok-krar skemd ir urðu. Freyr, 9. tbl. þ. á., er kominn út. Efni m. a.: Auður mýranna, eft- ir Árna G. Eylands. Haustbeit kunna, eftir P. Zoph. Heyskapur- inn í sumar og fóðurbætisþörfin, eftir P. Zoph. Vinnubækur, eftir Dag Brynjólfsson. Ráðningarstofa landbúnaðarins, skýrsla Jens Hólm geirsonar. Margar fleiri greinar, varðandi búnaðarmál, eru í þessu hefti. Útvarpið í dag: 12.00 Hádegisxitvarp. 14.00 Messa í fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 39.30 Hljómplötur; „Daphne og Chloé“, lagaflokkur eftir Ravel. 20.30 Danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar leikur og syngur. 21.00 Leikþáttur: „Nilli í Naust- inni, V: Sættir“, eftir Loft 'Guðmundsson (Friðfinnur Guð- jónsson, Anna Guðmundsdóttxr) 21.45 Frjettir. Útvarpið á morgun: 19.30 Hljómplötur; Lítil svíta éft- ir Tavlor. 20.30 Sumarþættir (Sigfús Hal'- dórs frá Höfnum). 20.50 Utvarpshljómsveitin; LÖg eftir íslenska höfunda. 21.20 Hljómplötur: Kvartett í B- dúr eftir Josep Sulc. Fyrirliggfatidft Hveiti — Haframjöl Kokosmjöl — Kanell heill Cacao — The Eggert Kristfánsson & Co."i».f. Sími 1400. Reykjavík - Akureyri Hraðferðir alla daga.jj Bifreiðastöð Akureyrar. Bitreiðastðð Steindórs Bifreiðarstjóri með meira prófi og bílaviðgerð- armaður, geta fengið jatvinna. — Afgr. vísar á.| Hðrkambar — Hárspennur Nýasta tíska frá New York. MIKIÐ ÚRVAL. K. Einarsson & Björnsson BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU. 'ZýlýV Jarðarför mannsins míns og föður, ÞÓRÐAR HJARTAR, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. þ. mán. og hefst með húskveðju á heimili okkar, Öldugötu 42, kl. V/2 e. hád. Reykjavík, 8. september 1940. Aurora Hjartar og dóttir. Jarðarför JAKOBÍNU SIGURÐARDÓTTUR frá Káranesi í Kjós, sem andaðist 4. sept., fer fram frá heimili hennar, Grettisgötu 49, þriðjudaginn 10. þ. m. kl. 3V2. Ættingjar. Innilegt hjartans þakklæti til allri þeirra er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför sonar okkar, KRISTJÁNS læknis. Vilborg Sigurðardóttir og Grímur Sigurðsson frá Nikhól. Við þökkum innilega fyrir auðsýnda hluttekningu við and- lát og jarðarför Dr. phil. BEN. S. ÞÓRARINSSONAR. Hansína Eiríksdóttir, börn, tengdabörn og bamabörn. Þökkum hjartanlega öllum nær og fjær auðsýnda hjálp- semi og samúð við fráfall og jarðarför mannsins miris og föður okkar, INGVARS SIGURÐSSONAR, Vegamótastíg 9. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.