Morgunblaðið - 19.09.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1940, Blaðsíða 2
- •2'-” MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 19. sept. 1940. Stærstu loftárásir Breta í styrjöldinni HUUHUIIHIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIUUIIHIIIIIIIIIHNUUIIUy Allir ! | karlmenn ] | vopnaðir I |niiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiimiiiiiiH!iiimnu | Breskir loft- | varnabelglr | valda tjéni 11 Svfþjéð og I Ðanmörku iiiiimmniiiiiiniinun 60—80 varnabelgi rak í fyrrinótt og í gær inn yfir strendur Svíþjóðar og urðu víða af miklar skemdir, eink- um á rafmagns- og símalínum. Meðal annars hafa loftvarna- belgirnir bresku valdið skemd- um á háspennuleiðslum frá raf- magnsstöðinni í Trollháttan, rif- ið niður loftnet útvarpsstöðv- arinnar í Motala og jafnvel valdið skemdum á sporvagna- kerfi Stokkhólmsborgar. Eins og kunnugt er, eru loft- varnabelgir festir með löngum stálvírum á þeim stöðum, sem þeir eru settir upp til varnar gegn sprengjuflugvjelum, en í hvassviðrinu sem geisað hefir í Suður-Englandi undanfarið, hafa belgirnir slitnað upp hundruðum saman og rekið yf- ir Norðursjó og alia leið til Sví- þjóðar. í Svíþjóð var fyrir myrkur í gærkvöldi búið að ná 15 loft- varnabelgjum heilum og ó- skemdum og 8 belgir höfðu ver- ið skotnir niður með vjelbyssu- skothríð úr flugvjelum. Mikið lögreglulið og fjöldi hermanna í Svíþjóð vinnur að því að eyðileggja loftvarnabelg- ina og ná þeim niður. Fólk er varað við að reykja sígarettur eða vindla nálægt þar sem loftvarnabelgur hefir fallið niður, eða yfirleitt vera með óbyrgð ljós, því belgirnir •eru fyltir með eldfimu gasi. Er þess dæmi í Noregi, að maður einn, sem var að kveikja sjer í pípu fórst er eldur kom upp í loftvarnabelg, sem hann var að skoða. í Svíþjóð og Danmörku hafa járnbrautarlestir, sem ganga fyrir rafmagni stöðvast og ferð- um þeirra seinkað mjög vegna þess, að vírar frá loftvarnabelgj um ollu straumrofi á rafmagns- línunni. í DANMÖRKU. Frá Danmörku hafa einnig borist frjettir um að loftvarna- belgir hafi valdið miklu tjóni «g einu dauðaslysi. Dauðaslysið varð hjá' Hader- Stöðugar loftárás- ir á Ermarsunds- hafnir Þjóðverja Klaustvindarnir byrj- aðir í Ermarsnndi iiiiiiiiiiiiiniiiiiiiliiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiliiiitiiir ~ immiiliitiiiiiiiiiii!iii BRESKI FLUGHERINN gerði stærstu loftárás ir, sem hann hefir enn gert í styrjöldinni, á Ermarsundshafnir Þjóðverja og borgir í Hollandi og Belgíu í fyrrakvöld og fyrrinótt. Hafa aldrei áður verið sendar út jafn margar flugvjelar frá Englandi á einum degi. Árásir voru gerðar á þær borgir, sem Þjóðverjar hafa safnað liði í og flutningaskipum og bátum til innrásarinnar í England, og einnig á járnbrautarstöðvar í Vestur-Þýska- landi. Þá var tilkynt í London í gær, að tundurduflum hefði verið lagt á um 30 svæðum í landhelgi Þjóðverja, frá Noregi til Biscaya-flóa. Sumstaðar alveg upp í land- steina. „SÍÐASTI SAMHERJINN‘ Suðvestan hvassviðri geisar enn í Ermarsundí og er talið ó- hugsandi að Þjóðverjar muni gera tilraun til innrásar á meðan sjógangur er jafnmikill og hann er nú í Ermarsundi. í Englandi eru haustvindarnir í Ermarsundi taldir „síðasti samherji Breta“, sem tvisvar áður hafi bjargað lándinu frá innrás. (Spanski flot- inn ósigrandi og Napoleon). Tjón af völdum loftárása Breta á Ermarsundshafnir hefir aldrei verið jafnmikið og í fyrrinótt, segir í tilkynningu flugmálaráðuneytisins breska í gærkvöldi. PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Brctar fá „fljúgandí vírkí!“ A iveðið hefir verið í Bandaríkj- aðiselja Bretum þá teg- und amerískra hernaðarflugvjela, sem nefndar eru hin „fljiigandi virki“. Eru þetta gríðar vandaðar og stórar flugvjelar, sem talið er að muni koma Bretum að ómetan- legum notum í vörnum stórhorga eins og Löiidon. Breskur kafbátur ferst Breska flotamálaráðuneytið tilkynti í gærkvöldi að þar sem alllangt sje liðið síðan kafbáturinn „Narwhale“ hafi átt að vera kominn til bæki- stöðvar sinnar en sje enn ókom- inn, verði að líta svo á, að hann hafi farist. Breskir karlmenn af öllum stjettum og öllum aldri | | hafa fengið vopn í hönd. Jafnvel burðarkarlar á járn- § | brautarstöðvum læra að skjóta úr rifflum. Á myndinni I | sjást burðarkarlar verað að æfa sig með riffla. íiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiimniiiiiiHT Verða Spánverjar neydd* ir út í styrjöldina? Viðræðnr von Rlbbenlrops og Mussolinis Aðallega var valdið tjóni á hafnarmannvirkum og flutn- ingaskipum. I Caiais kom upp eldur sem náði yfir 14 mílu og sást langt á haf út. Einnig var gerð árás á stæði langdrægra fallbyssa hjá Gris Nez höfða. í Dunkerque var mikið tjón á hafnarmannvirkjum og flutn- ingabátum. I Boulogne kom upp eldur, sem sást 30 km. á haf út. í Zebriigge urðu skemdir á hafnarmannvirkjum og þar kom upp eldur í stóru flutningaskipi. í Ostende kviknaði í timbur- hlaða og járnbrautarstöð varð fyrir miklum skemdum. I Antwerpen var varpað eld- sprengjum á hús við höfnina. í Cherbourg komu sprengjur á tvö stór skip og er talið að annað hafi verið tundurspillir. I Hamborg kom upp mikill eldur. Auk þess voru gerðar stór- kostlegar árásir á iðnaðarborgir í Rínarhjeruðum og járnbraut- arstöðvar, m. a. í Krefeld. í öllum þessum árásum segj- ast Bretar hafa mist aðeins tvær flugvjelar. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. UTANRÍKISMÁLARÁÐHERRA Þýskalands, von Ribbentrop, er á leið til Ítalíu til við- ræðna við Mussolini. Ferðast hann í bryn- varinni einkajárnbrautarlest með loftvarnabyssum. Talið er, að viðræður þeirra von Ribbentrops og Mussolinis muni aðallega snúast um Miðjarðarhafsmálin og amerískir frjettaritarar í Berlín telja að þeir muni ræða um afstöðu Spán- verja til styrjaldarinnar. Amerísku frjettaritararnir telja að ferð Suners, („sterka manns Spánar“) tilBerlín muni standa í sam bandi við það, að ítalir og Þjóðverjar vilji neyða Spán verja til að taka virkan þátt í styrjöldinni. Um afstöðu Spánverja er það vitað, að þeir óska ekki að taka þátt í styrjöldinni, að minsta kosti ekki að svo ^töddu. Þá er talið að von Ribbentrop og Mussolini muni ræða um inn- rásina í Egyptaland. Er litið svcv á í London, að Mussolini sje Gandhi hvetur tii friðar T-|ing indyerska Congress-flokks ins hefir hvatt Indverja ti) að grípa ekki til neinna óvin- samlegra ráðstafana í garð Breta að svo stöddu. Gandhi hefir gefið út yfirlýs- ingu til flokksmanna sinna, þar sem hann hvetur þá til að sýna þolinmæði og rasa ekki um ráð fram. í yfirlýsingunni segir Gandhi, að viðræður hans við varakonung- inn gangi vel og fari vinsamlega fram. Höfðu leyfi Breta ■0 rönsku herskipin sex, sem * nýlega fóru um Gibralt- arsund til Dakar í Norður-Af- ríku höfðu til þess leyfi Breta. Frá þessu var skýrt í London í gær. Allmargir franskir stríðs- fangar, sem Þjóðverjar tóku í Frakklandi voru fluttir til Frakklands í lok þessa mánað- ar. í þýskum fregnum er sú skýring gefin á þessari ráðstöf- un, að fangarnir þoli illa lofts- lagið í Þýskalandi. ekki um að leggja út í ævintýri í Egyptalandi nema hann sje viss um að Þjóðverjar reyni að gera innrás sína í England í haust, þar sem hann ætli sjer að leika sama leikinn og gagn- vart Frökkum, það er að láta Þjóðverja sigra Englendinga heima fyrir áður en hann ræðst á nýlendur Breta í Afríku fyrir alvöru. Framsókn ítalska hersins í Egyptalandi er nú stöðvuð í bili. Er ítalski herinn nú að treysta aðstöðu sína í Sidi Bar- ani og þar í kring, sem er um 100 km. fyrir innan landamæri Egyptalands. Hafa Bretar gert loftárásir á stöðvar ítala hjá Sidi Barani, að þeir telja með góðum árangri. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.