Morgunblaðið - 20.09.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Fögtudagur 29. sept. 1949.
von Ribbentrop ræðir við Musso-
lini um „nýjan þátt ístríðinu
44
Innrás í England eða
Miðjarðarhaftð
103. loflárásin
á London
ÞÝSKAR FLUGYJELAR hjeldu áfram ferðum
sínum yfir Ermarsund í gær, þrátt fyrir að
suðvestan rok geysaði á sundinu. Loftárás-
armerki var gefið í London í 103. sinn frá því stríðið
hófst klukkan 8 í gærkvöldi, eða um svipað leyti og und-
anfarin kvöld.
von RIBBENTROP í RÓM
Um sama leyti sat von. Ribbentrop veislu hjá Ciano
greifa í Rómaborg, eftir að hafa rætt við Mussolini í tvær
klukkustundir um nýjan þátt í stríðinu gegn Englandi.
von Ribbentrop kom til Rómaborgar í brynvarinni lest með
tveim loftvarnabyssum í gærmorgun. Ciano greifi var á járn-
brautarstöðinni, sem skreytt hafði verið 1 tilefni af komu Ribb-
entrops.
Eftir fundinn með Mussolini, sem haldinn var í Feneyjahöll-
inni síðdegis í gær, var birt opinber tilkynning þar sem segir að
viðræðurnar hafi verið hjartanlegar og að viðstaddir hafi verið
Ciano greifi, von Mackensen, sendiherra Þjóðverja í Rómaborg
og Dino Alfieri, sendiherra ítala í Berlín. En engar upplýsingar
voru gefnar um það, um hvað rætt hafi verið.
„ÁÞREIFANLEGUR ÁRANGUR“
En þýsk og ítölsk blöð gefa í skyn að rætt hafi verið um
„nýjan þátt í stríðinu gegn Englandi“, um Gibraltar, um lausn
á vándamálum á Balkanskagá, öðrum en þeim, sem þegar hafa
verið leyst, einkum um afstöðuna til Grikkja og Tyrkja, o. fl.
Sumar fregnir herma, að rætt hafi verið urrj nýlendumál og
að Þjóðverjar leggi til að Afríku verði skift í þrjú hagsmunasvið,
Norður-Afríku, sem Italir og Spánverjar eiga að fá að ráða yf-
ir, Mið-Afríku, sem Þjóðverjar ætla sjer sjálfir, og Suður-Afríku,
sem á að fá að halda sjálfstæði sínu.
Signor Gayda skrifar í blað sitt í gær, að viðræðurnar muni
bera „áþreifanlegan árangur“.
INNRÁS?
Associated Press frjettastofan skýrði frá því í gærkvöldi, að
viðræður von Rbibentrops og Mussolinis væru aðeins undirbún-
ingsvíðræður og að Hitler og Mussolini muni hittast sjálfir inn-
an skamms til þess að taka endanlegar ákvarðanir.
í sambandi við heimsókn
von Ribbentrops í Róm, eru
uppi ýmsar bollaleggingár
um framhald stríðsins.
Sumir telja að markmið
Þjóðverja og ftala sje að
láta til skarar skríða í
Miðjarðarhafi, en halda
samtímis áfram loftárásum
á England, svo að Bretar
þori ekki að flytja herlið
þaðan til Afríku.
Aðrir benda aftur á móti á,
að þýsku blöðin sjeu farin að
tala um að Þjóðverjar sjeu um
það bil að ná yfirtökunum í lofti
yfir Englandi og þykir það
benda til að innrásin sje nú
fyrir höndum. Hernaðarsjer-
fræðingar eru einnig farnir að
benda á að þótt haustvindarn-
ir geti eyðilagt sigurvon Hitlers,
ef hann ætlar að senda her yfir
Ermarsund, þá sje þó ekki alltaf
hvassviðri á sundinu og þess
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Suner ræðir
aftur við Hitler
Serrano Suner er enn staddur í
Berlín.
í Reutersfregn frá Madrid er
skýrt frá því að hann muni að
líkindum ræða við Hitler í annað
sinn á laugardaginn.
Loftárásírnar
ræddar á lokuðum
fundi
Loftárásirnar í gær
Þjóðverjar
auka loftvarn-
irnar i Frakk-
landsstrðnd
Lokaður fundur Amr haldinn í
breska þinginu í gær, til að
ræða loftárásirnar á England.
Að fundinnm loknum var gefin
út tilkynning, þar sem skýrt er
frá því, að þingmenn hafi borið
fram spurningar, sem ráðberrarnir
hefðu svarað.
Par til í gærkvöldi hÖfðu
loftárásir Þjóðverja á Eng
land verið með minsta móti í gær,
enda hefir veður hamlað hern-
aðaraðgerðum í lofti. En í
gærkvöldi og í nótt voru þýskar
flugvjelar yfir úthverfum Lund-
úna og einnig yfir miðborginni.
I fregn frá London á mið-
nætti í nótt var skýrt frá því,
að sprengjur hefðu þegar fall-
ið víðsvegar í borginni.
Fregnir höfðu einnig borist
af þýskum flugvjelum ýfir
Midlands og hjeruðunum á suð-
austur og austurströndinni.
Nýjar hefndir.
í Þýskalandi ríkir mikil
gremja yfir árás, sem breskar
flugvjelar eru sagðar Ijafa gert
í fyrrakvöld á Bethelssjúkra-
húsin við Bielefeld í Westphal-
én. Þrjú sjúkrahús, sem voru
greinilega merkt með rauða
krossinum voru eyðilögðu. og 9
börn fórust, en 12 særðust. Tala
Þjóðverjar í þessu samþandi
um launmorð, sem þeir segja að
krefjist miskunnarlausrar hefnd
ar.
Árásir á hafnar-
borgirnar.
Breskar flugvjelar hjeldu á-
fram loftárásum á hafnarborg-
irnar við Ermarsund í gær
kvöldi, einkum á Boulogne og
Calais. Breska flugmálaráðu-
neytið tilkynti í gær, að í fyrra-
kvöld hafi verið gerðar árásir
á borgir norðan frá Zeebrúgge
suður til Le Havre. Einkum var
árásin hörð á Le Havre, þar sem
varpað var niður mörgum smá-
lestum af tundursprengjum.
Þrátt fyrir slæmt skygni, gátu
menn sjeð frá ströndinni á Eng-
landi skotglampana frá loft-
varnabyssum Þjóðverja handan
við sundið.
í gærkvöldi var sagt, að skot-
hríðargirðingin úr loftvarnabyss
um Þjóðverja væri þjettari en
nokkru sinni og þykir það benda
Kanada og Bret-
land vilja hafa
„mikinn herafla
á íslandi“
„Varnir íslands“ ræddar í landvarnanefnd
Kanada og Bandaríkjanna
HERMÁLARÁÐHERRA Kanada, Mr.
Ralston, sagði við blaðamenn í
Ottawa í gær, að Stóra-Bretland
og Kanada væru á einu máli um að hafa þyrfti
mikinn herafla (substantial forces) til varnar á
íslandi.
I Reutersfregn frá Ottawa segir, að hin sam-
eiginlega landvarnanefnd Kanada og Bandaríkj-
anna muni f jalla m. a. um varnir íslands, og hafi
þegar tekið það mál til meðferðar.
Bresk herskip skjóta
«ÍSv
á innrásarher Itala
B
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
RESK HERSKIP hafa skotið á norðurvæng
ítalska innrásarhersins í Egyptalandi, sem
nú sækir frá Sidi Barani 150 km. leið í
áttina til Mersa Matruh.
í tilkynningu breska flugmálaráðuneytisins í gær, er skýrt
frá því, að bresk flotadeild hafi síðastliðinn þriðjudag skotið á
ítalskt herlið hjá Sollum, skamt frá landamærum Libyu og að
önnur flotadeild hafi um sama leyti skotið á norðurvæng ítalska
sóknarliðsins hjá Sidi Barani.
I tilkynningu þýsku herstjórn
arinnar í gær, er viðurkent, að
herskip Breta hafi gert skot-
hríð á ströndina milli Bardia og
Sidi Barani, en því er haldið
fram, að’ ítalskar flugvjelar
hafi hrakið herskipin brott.
Tundurskeyti úr ítalskri tund-
urskeytaflugvjel er sagt hafa
hæft 10 þús. smálesta breskt
beitiskip og laskað það.
í tilkynningu bresku her-
stjórnarinnar í Kairo í gær, er
sagt að ítalir haldi áfram að
búa um sig hjá Sidi Barani, en
að hernaðaraðstaðan sje ó-
breytt. Ekkert er að frjetta af
öðrum vígstöðvum í Norður-r
Afríku, segir í tilkynningunni.
Bresk herskip, sem verið hafa
á siglingu um austanvert Mið-
jarðarhaf, hafa ekkert orðið
varir við flota ítala, segir í
fregn frá London. En í leit
þeirra að ítals'ka flotanum
hafa þau að líkindum sökt
tveimur ítölskum kafbátum.
Bretar tilkynha, að flugvjel-
ar þeirra hafi gert loftárásir á
Rohdos og Leros, eyjar í Dodo-
canes-eyjaklasanum.
Samningarnir í Indo-
Kína komnir á „hættu-
legt stig“
Fxað var staðfest í Yichy í gær,
*• að Japanar kefðu borið fram
nýjar kröfnr um Indo-Kína. I
fregn frá Viehy segir, að samn-
ingar milli Frakka og Japana
haldi áfram, en þeir sjeu nú komn-
ir á hættulegt stig.
Thailand (Síam) hefir einnig
gert kröfur á hendur stjórninni í
Indo-Kína, um breytingar á landa-
mærunum, sem fela í sjer land-
aukningu Thailands.
gæti farið, að England yrði sigr-
að á 30 dögum.
Þjóðverjar hafa látið dreifa flug
miðum í Póllandi, þar sem menn
af þýskir þjóðerni eru varaðir við
að hafa samneyti við Pólverja —
þar sem þeir sjeu ljelegur kyn-
flokkur eins og Gyðingar.