Morgunblaðið - 20.09.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1940, Blaðsíða 3
Jtwtudagur 20. sept. 1040. MORGUNBLAÐIÐ 3 Tveir íslenskir togarar að biörgunarstarfi í Irlandshafi Bjarga 3-400 manns af sökkvandi skipi TVEIR ÍSLENSKIR TOGARAR, Snorri goði og Arinbjörn hersir, sem fyrir nokkru voru á ferð í Irlandshafi, urðu fyrstir til að taka þátt í því að bjarga hundruðum hermanna af brennandi og sökkvandi skipi. Stýrimaðurinn á Snorra goða, Magnús Runólfsson, er var skipstjóri í þessari ferð, skýrir svo frá: Við vorum á heimleið um nótt er við urðum varir við stórt skip á siglingu nálægt okkur. Flugvjel steypti sjer úr háalofti yfir skipið og ljet falla sprengju er hitti það. Ekki höfðum við sjeð til ferða flugvjelarinnar fyrri en hún steypti sjer yfir skip þetta. Síðan beindu flugmenn fluginu til okkar og flaug vjelin tvo hringi rjett yfir siglutoppa skips okkar og hvarf því næst út í myrkrið. ■ Ávarp til íslensku þjóðarinnar frá skólastjórunum Skólastjórarnir, sem setið hafa fund hjer í bænum undanfarna daga, hafa birt ávarp til íslensku þjóðarinn-( ar, sem hljóðar svo: Undirritaðir skólastjórar, er að tilhlutun kenslu'málaráðherra hafa komið saman í Reykjavík, til ráðagerða um þau vándamál, er sökum hertökunnar steðja að skólum og æskulýð lands- ins, beina eftirfarandi orðum til þjóðarinnar og einkum til foreldra og vandamanna skólanemenda. Nærfelt öld hefir íslenska þjóðin barist fyrir fullkomnu sjálfstæði sínu og menningu, efnalegri og andlegri. Þótt stjórn og þing hafi lýst yfir ævarandi hlutleysi voru, hefir erlendur her sest að í landinu. Stjórn hinnar bresku þjóðar, sem knýtt er frá fomu fari vináttu- böndum við ísland, hefir hátíðlega lýst yfir því, að frelsi íslands og sjálfstæði skuli virt og herliðið sent heim jafnskjótt og friður verður saminn. Islendingar hafa enga ástæðu til þess að efast um, að þetta loforð verði efnt. En alt um það ber oss aS vera á verði og gæta í hvívetna sæmdar þjóðar vorrar. Þessi skylda hvílir ekki síst á for- ráðamönnnm skólanna, er húa eiga hina uppvaxandi kynslóð undir framtíðina. Sambýli lítillar, hernuminnar þjóðar við fjölmennan erlendan her, hlýtur jafnan að hafa margvíslega hættu og örðugleika í för með sjer. Viljum vjer því hrýna fyrir nemendum og foreldrum eða vandamönn- um þeirra nokkur atriði, er vjer teljum mikils virði. Vjer lítum svo á, að íslendingum beri að gæta sem mestrar var- úðar í allri framkomu við hið erlenda setulið. Vjer teljum að nú heri nauðsyn til að setja reglur, nákvæmari en áður, um starf skólanna og framkomn nemenda. Verða þær birtar í skólunum, er þeir taka til starfa. Vjer teljum nauðsynlegt, að skólanemendur haldi skemtanir sín- ar og aðrar samkomur algerlega út af fyrir sig. Vjer teljum æskilegt að reistar verði skorður við útivist barna og unglinga í kaupstöðum. Ilöfum vjer gert tillögur um það til ríkis- stjórnarinnar. Islendingum ber að sýna fullkomið hlutleysi í framkomu sinni, vera kurteisir en þó einarðir, í þeim viðskiftum við setuliðið, er ekki verður komist hjá. Er mikils virði, að æskulýð landsins sje bent á, að FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Skipið sem fyrir sprengjunni varð, stóð í björtu báli mið- skips. Sigldum við rakleitt þangað til þess að bjarga skip- verjum. Eins gerði Arinbjöm hersir. Nú urðu verkaskifti milli okk- ar. Arinbjörn sigldi til björgun- arbátanna, sem skipverjar höfðu komið á flot og bjargaði mönnunum úr þeim eftir því sem til þeirra náðist og eins af fljótandi flekum. Bárust bát- arnir frá hinu brennandi skipi. En sakir elda í skipinu voru þar margir björgunarbátar, sem ekki hafði tekist að koma á flot. Fjöldi manna hjekk í köðlum og kaðalstigum utan á skipinu og gáfu frá sjer neyðaróp. Við settum út björgunarbát okkar, það er vjelbátur. Var honum lagt að hinu brennandi skipi og fólkið tínt upp í hann. Á björgunarbátnum voru 4 af skipverjum okkar. Þeir skiftust á að fara þessar ferðir. Þeir höfðu alls farið átta björgunar- ferðir þegar tundurspillir og dráttarbátur kom á vettvang. Það var sýnilega hætta að nálgast hið brennandi skip. Því altaf gat maður búist við því, að sprenging yrði í skipinu. En þetta gekk alt vel. Á meðan menn okkar voru á ferðinni að hinu sökkvandi skipi, náðum við í allmarga menn, sem höfðu bjargað sjer út á fljótandi fleka. Tundurspillirinn ætlaði að senda vjelknúinn björgunarbát að hinu brennandi skipi. En þeg- ar til kom var vjel bátsins í ó- lagi. Því bað skipstjórinn okkur að flytja mennina af hinu brennandi skipsflaki yfir til sín. Fór bátur okkar þrjár ferðir með fólk yfir í tundurspillinn. Þá var álitið, að bjargað hefði verið öllum þeim, sem lifandi voru í hinu brennandi skipi. Beindi tundurspillirinn kast- ljósi yfir á skipið og kom þá í ljós, að 25—30 manns stóðu enn aftast á þilfarinu. Það voru blökkumenn. Þeim var síðan bjargað. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Flokksstarfsemi SJðlfstæOis- flokksins FrásOgn erinðreka 1 flokksins Erindreki Sjálfstæðisflokksins er nýlega kominn úr ferða- lagi um Skgafjörð og Vestur- Húnavatnssýslu. Hefir hann látið blaðinu í tje eftirfarandi frjettir af flokksstarfseminni í þessum sýslum. \ Úr Skagafirði; Sjálfstæðisflokk- urinn hefir altaf átt traust og mik- ið fylgi í Skagafirði og á það vissulega enn. Það dettur engum í hug að leggja of mikið upp úr úrslitunum við síðustu alþingis- kosningar, aðstæður voru á viss- an hátt mjög annarlegar, en það, sem rjeð baggamuninum og fleytti frambjóðendum Framsóknar- manna inn á þing, voru auðvitað atkvæði sósíalista og kommúnista, sem höfðu enga frambjóðendur í kjöri af sinni hálfu. Það var ákveðið á hjeraðsmóti Sjálfstæðismanna í Skagafirði í sumar, að halda trúnaðarmanna- fundi í septemher og ræða þar um skipulag flokksstarfseminnar og undirbúning fyrir næstu al- þingiskosningar. Þessir fnndir voru nú haldnir, fyrir austustu hreppana að Skálá, þ. 1. sept., en aðra hreppa á Sauðárkróki, þ. 7. sept. Fundirnir voru báðir mjög vel sóttir, og fóru fram ítarlegar umræður um stjórnmálaástandið flokksstarfsemina. Ríkti einbeittur áhugi fundarmanna fyrir því, að nauðsyn bæri til að styrkja sam- band flokksmanna inn á við í sýslunni og skipulag starfseminn- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Styrkur til sumar- dvalarinnar Afundi bæjarstjórnar í gær var frá því skýrt að for- stöðunefnd sumardvala barna (Rauði Kross íslands og Barna- verndarnefnd), færi fram á ca. 33 þús. króna styrk úr bæjar- sjóði til starfseminnar, en kostn aður nefndarinnar varð alls ea. 91 þús. krónur. Bæjarstjórn hefir þegar veitt kr. 10.000.00 til starfsins og í gær var bæjarráði heimilað að greiða enn 15 þús. krónur, en jafnframt tók bæjarstjórn fram, að bæjarráði bæri að ganga úr skugga um, að þeir aðstandend- ur barnanna, sem þess væru um komnir, greiddu sjálfir fyrir börn sín. Síðar verður birt nákvæm greinargerð um starfsemi nefnd arinnar og kostnað við sumar- dvalirnar. Annar skóla- stjóraíundur ákveðinn að sumri Skólastjórafundinum lauk seins á miðvikudagskvöld. Var þá um kvöldið gengið frá ávarpi því, er fundurinn sendi út og birt er á öðrum stað hjer í blaðinu. Á fundinum voru samdar starfsreglur fyrir skólana, sem eiða að gilda næsta skólaár. Verða reglur þessar ekki birt- ar að svo stöddu. Ennfremur voru samþykt á fundinum til- mæli til ríkisstjórnarinnar um kvikmyndasýningu fyrir nem- endur, um reglur viðvíkjandi útivist barna og unglinga, og FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU 68°/o verðhækk- un á kjðti Kjötverðlagsnefndin hefir nú ákveðið haustverð og flokkun á kindakjöti. Er verð- ið kr. 2,10 pr. kg. í fyrsta verð- flokki eða kr. 0,85 hærra held- ur en í fyrra; — er hjer um að ræða 68% verðhækkun. Haustverð og flokkun á kindakjöti er ákveðið þannig-'4 (samkvæmt skýrslu k,jötverðlagsnefndar:) I. Verðflokkun á nýju kjöti. 1. verðflakkur: a) Kjöti af feitum dilkum með kropp- þunga 12 kg. eða meira. b) Kjöt af holdgóðum sauðum með kroppþunga 24 kg. eða meira. e) Kjöt af veturgömlu fje með kropp- þunga yfir 20 kg. enda sje það vel feitt. d) Kjöt af algeldum ám 3 vetra og yngri, sjeu þær með 24 kg. kropp- þunga eða meira. 2. verðflokhutr: a) Kjöt af dilkum með kroppþnnga 10—12 kg. svo og dilkum sem þyngri eru en komast ekki í fyrsta verð- flokk. b) Kjöt af algeldum vænum ám, sauð- um og veturgomlu f je, sem ekki nær þunga í fyrsta verðflokki, sje það vel feitt. 3. verðflokkur: Kjöt af geldu fje, sem ekki nær því að lenda í öðrum eða fyrsta flokk. 4. verðflokkur: Kjöt af lambgotum, milkum ám, og gömlum hrútum. II Verðákvörðun á nýju kjöti. Heildsöluverð er ákveðiö sem sjer segir: 1. Á fyrsta verðflokk, kr. 2,10 pr. kg. 2. Á öðrum verðflokk kr. 2,00 pr. kg. 3. Á þriðja verðflokk kr. 1,85 pr kg. Á fjörða verðflokk er ekki skráð verð, enda er kjöt af honum ekki verðjöfnunarskylt. Heimilt er að veita alt af 2% afslátt frá skráðu heildsöluverði til frvstihúsa og verslana, sem kaupa minst 5000 kg. í einu, og greiða við móttöku. Heimilt er að selja einstaka heila kroppa í sláturtíð með 5 aura fram- færslu pr. kg. frá heildsöluverði. Smásöluálagning á venjulega brytjað súpukjöt má mest vera 15%. Þó má smásöluverð í Reykjavík og Hafnarfirði vei-a 2,42 pr. kg. Að öðru leyti leggur nefndin ríka áherslu á það, að smásöluálagning á hverjum sbað sje ekki hærri ðn nauð- syn krefur, og er trúnaðarmönnum fal- ið að líta eftir því. Verðjöfnunargjald er ákveðið 10 aur ar pr. kg. í 1,—3. verðflokk, en fjórða flokks kjöt er ekki verðjöfnunarskylt. III Verðákvörðun á saltkjöti. 1. Spaðsaltað kjöt af holdgóðum dilk- um með kroppþunga 12 kg. eða meira, vamum algeldum ám, sauðum og vænu veturgömlu fje, kr. 265,00 pr. 130 kg. tunnu (165 kr. 1939). 2. Spaðkjöt af dilkum með kropp- þunga undir 12 kg, enda sje það útflutningshæft, kr. 255,00 pr. 130 kg. tunnu. 3. Á framleiðslustað er heimilt að selja 130 kg tunnu 10 kr .lægra. 4. Kjöt í smærri ílátum en 130 kg. tunnum, sje jajnhátt pr. kg.. en þó er þá heimilt að bæta við heild- söluverðið, þeim aukakostnaði sem leiðir af dýrari umbúðum og hærra flutningsgjaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.