Morgunblaðið - 20.09.1940, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 20. sept. 1940,
Kvenmaður
nauðlega stadd-
urá NJartargðtu
Sjónarvottar
beðnir að koma
é Iðgreglustöðina
Ifyrrinótt komu tveir menn á
lögreglustöðina og skýrðu frá
því, að þeir hefðu ekið bíl eftir
Njarðargötu sunnan Hringbrautar
og orðið þess varir þar, að kven-
maður hefði þar verið nauðuglega
staddur í höndum bresks her-
manns.
En er þeir hefðu ætlað að koma
henni til hjálpar, hefði hermaður-
inn, þó drukkinn væri, miðað
byssu sinni á þá, og hefðu þeir
því tekið það ráð, að hverfa það-
an og segja hvemig komið var.
Lögregla, bresk og íslensk, vatt
sjer á vettvang og tók með sjer
bæði dátann og kvenmanninn, en
stúlkan sagði sínar farir ekki
sljettar, Hún var að koma heim
til sín er hermaðurinn tók hana
höndum og dróg hana með sjer
niður í mýri. Sáust á klæðum
hennar verksummerki eftir svift-
ingarnar þeirra í milli.
En áður en þeir sem sögðu lög-
reglunni frá þessu komu þar að
höfðu tveir aðrir menn orðið varir
við viðureignina á Njarðargöt-
unni, en ekki treyst sjer til að
ráðast til atlögu gegn hermanniu-
um vegna þess hve hann var vopn-
um búinn og gerði sig líklegan
til að neyta þess aðstöðumunar.
Lögreglan biður þessa tvo menn
að koma til viðtals á lögreglu-
stöðina.
Ánnar skóla-
stjórafundur
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
ýmsar fleiri ráðstafanir sem
skólastjórunum þykja æskileg-
ar.
Umræður voru yfrileitt fjör-
ugar á þessum fundi og komu
þar fram ýmsar hugmyndir og
upplýsingar um starf skólanna.
Á fimtudag var svo haldinn
einskonar framhaldsfundur, og
hafði Ágúst H. Bjarnason þar
framsögu. Bar hann fram þá
tillögu, að skólastjórafundur
yrði haldinn í júlíbyrjun næsta
sumar. Var gerður að því góð-
ur rómur. Ágúst prófessor bar
og fram nokkrar tillögur um
breytingar á skólakerfi lands-
ins, er verða ræddar nánar síð-
ar.
Fimm manna nefnd var kosin
til þess að undirbúa fundinn að
sumri, og voru þessir menn kosn
ir í nefndina:
Ágúst H. Bjarnason formað-
ur, Sigurður Guðmundsson skóla
meistari fyrir mentaskólana,
Ingimar Jónsson fyrir gagn-
fræðaskólana, Bjarni Bjarna-
son fyrir hjeraðsskólana og Sig-
urður Thorlacius fyrir barna-
skólana.
Flokksstarfsemi
Sjðlfstæðisflokksins
FRAMH. AF ÞREÐJU SÍÐU.
ar. í sambandi við fundarhðldin
voru stofnuð 3 fjelög Sjálfstæð-
ismanna: í Fellshreppi, Höfs-
hreppi og Rípurhreppi. Fyrir 2
fymefndu fjelögin voru kosnar
bráðabyrgðastjómir, og í ráði að
þær undirbyggju hið bráðasta
framhaldsstofnfundi, þar sem end-
anlega væri gengið frá lagasam-
þyktum og stjómarkosningum.
Bráðabyrgðastjórn Fellshreppsfje-
lagsins skipa: Eiður Sigurjónsson,
Skálá, Pjetur Jóhannsson, Glæsi-
bæ, og Tryggvi.Guðlaugsson, Lón-
koti; en stjórn Hofshreppsfjelags-
ins skipa: Bragi Ólafsson, læknir,
Hofsósi, Vilhelm Erlendsson, Hofs-
ósi, Jón Konráðsson og Björn
Jónsson, Bæ. Stjórn Sjálfstæðis-
fjelags Rípurhrepps skipa Magn-
ús Gunnarsson, Utanverðunesi, for
maður, Björn Jónsson, Keldudal,
ritari, og Páll Jónasson, Hróars-
dal, gjaldkeri. Auk þessara ný-
stofnuðu fjelaga er utvö eldri fje-
lög starfandi, á Sauðárkróki og
nágrenni og í Akrahreppi.
Á trúnaðarmannafundinum fór
fram hjeraðsstjórnarkosning Sjált'
stæðismanna í Skagafirði, og er
hjeraðsstjórnin nú skipuð þessum
mönnum: Valgarð Blöndal, póst-
afgreiðslumaður, Sauðárkróki, for
maður, Pjetur Hannesson, spari-
sjóðsstjóri, Sauðárkróki, ritari,
Eysteinn Bjarnason, Sauðárkróki,
gjaldkeri, Ámi Sveinsson, Kálfs-
stöðum, Hólahreppi, Eiður Sigur-
jónsson, Skálá, Fellshreppi, Har-
aldur Jónasson, Völlum, Seylu-
hreppi, Jóhannes Kristjánsson,
Brúnastöðum, Lýtingsstaðahreppi,
Jón Sigurðsson, Reynistað, Stað-
arhreppi, Sigurður Sigurðsson,
sýslumaður, Sauðárkróki.
Úr Vestur-Húnavatnssýslu. í
Vestur-Húnavatnssýslu er aðeins
eitt Sjálfstæðisfjelag, „Fjölnir“, á
Vatnsnesi. Fyrir forgöngu þess
fjelags hefir að undanförnu verið
unnið að því að styrkja skipulag
flokksstarfseminnar innan sýsl-
unnar. Hefir Guðjón Jósefsson frá
Ásbjarnarstöðum, formaður fje-
lagsins, sýnt mikinn áhuga fyrir
því starfi. í sambandi við komu
erindreka flokksins var gengið til
hlýtar frá skipun hjeraðsnefndar
og öðru þar að lútandi. Sunnu-
daginn 15. þ. m. var haldinn fund-
ur í Sjálfstæðisfjelaginu Fjölni
að Illugastöðum. Auk fjelags-
manna mættu þar fulltrúar úr öðr-
um hreppum. Var rætt um stjórn-
málaviðhorfið alment, en auk þess
sjerstaklega um skipulag flokks-
ins innan sýslunnar. Nutu fund-
armenn mikillar gestrisni Guð-
mundar Arasonar, bónda á III
ugastöðum, og konu hans.
Þrátt fyrir það, þó að Sjálf-
stæðismenn í Vestur-Húnavatns-
sýslu hafi átt við erfiðar aðstæð-
ur að etja, ríkir mjög einbeittur
áhugi meðal hinna mörgu ágætu
fyrirsvarsmanna, sem flokkurinn
á þar á að skipa, fyrir því, að
efla samtökin með tilliti til þess
að geta skapað sterka og hreina
flokksafstöðu þegar til þeirra
kasta kemur í framtíðinni.
65 ára er í dag Emanuel Cortes
prentari.
Ávarp skólastjóranna
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
jvirðing þjóðarinnar, sæmd skólanna og sómi hvers nemanda, er í
hætfu, ef út af er brugðið.,,
Er því meiri ástæða til að minna á þetta af því, að nokkrar mis-
fellur hafa orðið á um þessi efni. Verður tekið hart á því, ef skóla-
nemendur gerast sekir um ókurteisi eða skort á háttprýði.
Frelsið er dýrmætasta hnoss hverrar þjóðar. Því aðeins getur
þjóð vor vænst að öðlast það aftur, að hver og einn geri sig þess
maklegan með framkomu sinni, og missi aldrei sjónar á baráttu þjóð-
arinnar á undanförnum áratugum, nje heldur á því markmði, er allri
þjóðinni ber að keppa að.
Undirritaðir forráðamenn skólanna heita á liðsinni allra góðra
fslendinga að stuðla að því, að halda heilbrigðum þjóðarmetnaði vor-
um vakandi og styðja viðleitni vora að glæða með æskulýð landsins
drengilegt viðhorf við lífinu og viðfangsefnum þess og trú á framtíð
þjóðarinnar og þegnfrelsi.
Ágúst H. Bjarnason,
prófessor, skólastjóri Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga.
Alexander Jóhannesson,
rektor Háskólans.
Arngrímur Kristjánsson,
skólastjóri Skildinganesskóla,
Reykjavík.
Bjarni Bjarnason,
skólastjóri, Laugarvatni.
Björn Guðmundsson,
skólastjóri Hjeraðsskólans að Núpi
í Dýrafirði.
Freysteinn Gunnarsson, .
skólastjóri Kennaraskólans.
Friðrik Ólafsson,
skólastjóri Stýrimannaskólans.
Guðjón Guðjónsson,
skólastjóri barnaskóla Hafnar-
fjarðar.
Guðlaugur Rósinkranz,
f. h. Samvinnuskólans, Reykjavík.
Guðmundur Gíslason,
skólastjóri Hjeraðsskólans að
Reykjum í Hrútafirði.
Hallgrímur Jónsson,
skólastjóri Miðbæjarskólans,
Reykjavík.
Hannibal Valdimarsson,
skólastjóri Gagnfræðaskólans á
ísafirði.
Helgi H. Eiríksson,
skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík,
Ingibjörg H. Bjarnason,
forstöðukona Kvennaskólans í
Reykjavík.
Ingimar Jónsson,
skólastjóri Gagnfræðaskólans í
Reykjavík.
E. Jessen,
skólastjóri Vjelstjóraskólans..
Jóhann Frímann,
skólastjóri Hjeraðsskólans í
Reykholti.
Jón Jónsson,
skólastjóri Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar.
Jón Sigurðsson,
skólastjóri Laugarnesskóla,
Reykjavík.
Lárus Bjarnason,
skólastjóri, Flensborg,
Leifur Ásgeirsson,
skólastjóri Hjeraðsskólans að
Laugum.
Oddur A. Sigurjónsson,
skólastjóri Gagnfræðaskólans,
Norðfirði.
Pálmi Hannesson,
rektor Mentaskólans í Reykjavík.
Sigurður Guðmundsson,
skólameistari, Akureyri.
Sigurður Thorlacius,
skólastjóri Austurbæjarskólans í
Reykjavík.
Snorri SiSgfússon,
skólastjóri, Akureyri,
Vilhjálmur Þ. Gíslason,
skólastj óri Verslunarskólans.
Þorsteinn M. Jónsson,
skólastjóri Gagnfræðaskólans á
Akureyri.
Þorsteinn Þ. Víglundarson,
skólastjóri Gagnfræðaskólans í
Vestmannaeyjum.
Björgunin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Nú lögðumst við upp að hlið
tundurspillisins og fóru þeir
menn, sem við höfðum bjargað
í tundurspillinn.
Ekki höfðum við tölu á því,
hve mörgum við björguðum.
En þeir voru 18 í bátnum eitt
sinn er jeg taldi þá. Við áætluð-
um að við hefðum náð nokkuð á
3. hundrað manns. En Arin-
björn bjargaði úr bátunum
nokkuð á 2. hundrað manns.
Skipið, sem þarna var á ferð
var franskt, hjet Asca og var
8000 smálestir að stærð. Á því
áttu að hafa verið 620 manns
alls, Englendingar og Frakkar,
og nokkuð af blökkumönnum.
Þeir dökku báru sig illa. Hinir
komu fram sem hetjur.
[ Klukkunni seinkaO
I nóvember
Það hefir verið ákveðið, að
sumartími í Englandi
skuli enda nóttina milli 16. og
17. nóvember. Verður klukk-
unni þá seinkað^um 1 klst.
Líklegt er að klukkunni verði
seinkað hjer á landi um sama
leyti.
Maccaroni
Núðlur
Nýlokið hafa prófi í kvenhatta
saumi Árný Guðmundsdóttir, Aust
Urstræti 6; Guðfinna Gísladóttir,
Austurstræti 14, og Sonja Schmidt,
Laugaveg 5.
vum
Laugaveg 1. Fjölnisveg 2.
Athugasemd
rikisspítalanna
¥ tilefni af grein herra Ófeigs
* ófeigssonar læknis í Morg-
unblaðinu 17. þ. m., leyfir skrif-
stofa ríkisspítalanna sjer að
biðja fyrir eftirfarandi athuga-
semd:
Við móttöku stállungans greiddum
vjer venjulegan kostnað við vörusend-
ingar frá útlöndum, eða, sem hjer grein-
ir:
Kostnað við farmskýrteini
o. fl. í Hull £ 0:8:0
Kostnað við vátryggingu £ 1:14:8'
Flutningsgjald £ 5:5:0
Uppskipun kr. 7,00
Toll — 130,51
Þar sem aðrar kröfur fylgdu ekVri
tækinu, gerðoun vjer ráð fyrir að send-
andi hefði nanast um umbúðakostnaö
og flutningskostnað til hafnar í Eng-
landi.
Dráttur sá, ca. 7 vikur, sem varð á
því að fá tækið af afgreiðslu Eim-
skipafjelagsins, orsakaðist fyrst og
fremst af því a ðsótt var til ráðnneyt-
isins um undanþágu frá tolli, og eftir
að þeirri málaleitun var synjað, drógst
afgreiðslan hjá tollstjóra vegna þese,
að þar sem tækið var gjöf, var eng-
inn reikningur fyrir hendi, og því óvíst
af hvað hárri upphæð bæri að greiðai
innflutningsgjald.
Júnas Kristjánsson
FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU.
okkar og fáum þannig lifandi
fæðu í brauðinu. Svo er það græn-
metið. Við þurfum að leggja á-
herslu á það, og helst að koma því
þannig fyrir, að við borðum altaf,
eða sem flesta daga ársins eitt-
hvað af ósoðnn grænmeti. Þar fá-
um við fjörefnin óskemd og málm-
sölt þau, sem okkur vanhagar svo
um. Margir lifa hjer alla sína æfi
í eilífum fjörefnaskorti. Og því
fer sem fer. Þeir missa heilsuna.
Viðnámsþróttur þeirra gegn ýms-
nm sjúkdómum bilar. Og menn
lifa engan dag fullhraustir, líta
aldrei glaðan dag að heitið geti.
Jeg veit þess dæmi, þó jeg í því
sambandi vilji ekki nefna nein
nöfn, að menn, sem árum samau
hafa ekki getað á heilum sjer tek-
ið, og hafa verið komnir að heita
má á grafarbakkann, þeir hafa
rjett við og hafa fengið heilsu og
fjör, með þeim einu ráðum að
breyta um mataræði og fá holla,
ljetta og lifandi fæðu. Smátt og
smátt eykst lífsþrótturinn við
þetta, og líkaminn eyðir sjúkdóm-
um, sem engin meðnl eða læknis-
hnífar hafa áður getað spornað
gegn.
En til þess að breyta mataræði
þjóðarinnar gagngert, þarf mikla
vinnu, mikinn áróður, miklar leið-
beiningar. Jeg ætla að vinna að
því, það sem eftir er æfinnar og
vona, að jeg hafi góðan tíma, því
jeg er ekki nema sjötngur enn,
sagði Jónas læknir.
V. St.
500 FLUGVJELAR
Amerískt flugmálatímarit skýr-
ir frá því, að Bretar fái nú
500 flugvjelar á mánuði frá Banda.
ríkjunum.
Næsta vor er gert ráð fyrir að
Bretar fái 1000 flngvjelar mánað-
arlega vestan um haf.