Morgunblaðið - 20.09.1940, Side 4

Morgunblaðið - 20.09.1940, Side 4
4 Föstudagur 20. sept. 1940. MORGUNBLAÐIÐ „Mynd af almenn- ingsálitinu í Bandaríkj unum“ Islensk heildarútgáfa á ritum Gunnars Gunnarssonar r Avarp frá „Landnámu“ A meríska tímaritið „Life“ hefir kannað almenn- ingsálitið í Bandaríkjunum, — hvernig það hefir mótast af atburðum sumarsins, upp- gjöf Frakklands og ógnun um innrás í England. „Life“ hefir oft áður kannað almermingsálitið í Bandaríkjun- xim og er það gert á þann hátí'. að spurningar eru lagðar afyrir fólk af öllum stjettum víðsvegar xim ríkin. Hjer fer á eftir „mynd af skoð- unum Bandaríkjamanna sumarið 1940“ (eins og „Life“ orðar það). ★ 1) „An tillits til óska þinna og 'vona, hvor aðilinn heldurðu að vinni stríðið í Evrópu, eins og út- litið er nú?“ Þjóðverjar og ítalir 56.4% Bandamenn 24.7% Hvorugur 2.3% Veit ekki 16.6% 2) „Ef Þjóðverjar og ítalir sigra. heldurðu að nokkur hætta sje þá á ferðum fyrir Bandarík- in?“ Já 66.9% Nei 19.6% Óvíst 6.4% Veit ekki 7.1% 3) „Ertu samþykkur því, að lögskipuð verði herskylda allra ungra manna?“ Já 70.7% Nei 22.6% Veit ekki 6.7% 4) „Ef Þjóðverjar og ítalir skyldu sigra í stríðinu, hvort af eftirfarandi tveim atriðum nálg- ast meir það, sem þú álítur að Bandaríkin ættu að gera?“ a) Hætta að verja öllu þessu fje í vígbúnað og reyna að búa í friði við þá 7.6% b) Vígbúast til tannanna hvað sem það kostar, til þess að vera viðbúnir öllum hættum 88.0% Veit ekki 4.4% 5) „Ættum við að verja Suður- Ameríku fyrir innrás erlendra þjóða okkur sjálfum fyrir bestu?“ Hins sama var spurt um Kanada, Mexico og önnur Mið-Ameríkuríki, Vestur-Ind- landseyjarnar og Grænland, og fara svörin hjer á eftir: c Oi 0 t n> a PT P> w ö P. 3 n> ö. o* o <T> O 3.0,5 5* O: C ö 3» g g * $ y J j I I EMOL TOILET SOAP Já 68.9% 80.8% 74.7% Nei 11.7% 7.4% 9.4% Óvíst 6.3% 3.7% 4.9% Veit ekki 13.1% 8.1% 11.0% V.-Indlandseyjar Grænland Já 65.8% 58.8% Nei 11.0% 15.5% Óvíst 4.5% 5-2% Veit ekki 18.7% 20.5% 6) „Ef Bandaríkjamenn lentu í sömu aðstöðu og Belgir, Norð- menn eða Finnar, og allar horfur virtust á að þeir væru að bíða. lægra hlut, hvort vildurðu held- ur (a) halda áfram að berjast hvað sem það kostar, eða (b) gefast upp til að koma í veg fyrn- frekari blóðsúthellingar og eyði- leggingar?“ Halda áfram að berjast hváð sem það kostar 54.0% Gefast upp til að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar og eyðileggingar 33.4% Veit ekki 12.6% 7) „Ef litið er á ástandið í heiminum eins og það er í júní 1940, finst þjer vera bjartar horf- ur eða horfa illa um framtíð menningarinnar ?‘ ‘ Bjartsýnn 43.3% Bölsýnn 36.2% Veit ekki 20.5% Reykjavfk - Akureyri Hraðferðir alla daga. BifreiOastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs Fyrirliggfandft Hveiti — Haframjöl Kokosmjöl — Kanell heill Cacao — The Eggert Krisljánsson & Co. h.f. Sími 1400. Góðir íslendingar! Hjer á landi eru starfandi mörg útgáfufjelög, og þætti ýmsum ef til vill sem verið sje að hera í bakkafullan lækinn, að eitt sje stofnað til viðbótar. En sú skoðun hefir ekki við rök að styðj - ast. Mörg verkefni bíða lausnar, og þau verkefni eru þess eðlis, að ekkert hinna eldri fjelaga get- ur tekið þau að sjer. Eftir sum höfuðskáld þjóðarinnar, t. d. Hall- grím Pjetursson og Sigurð Breið- fjörð, hefir aðeins verið gefið út brot af því, sem þeir hafa ritað. Aldrei hefir borið meiri nauð- syn til þess en nú, að þjóðin neyti þeirrar lífsorku, sem felst í ís- lenskum bókmentum. Vjer biðjumst því engrar af- sökunar á því, þótt vjer stofnum enn eitt útgáfufjelag. Það er ekki stofnað til höfuðs eða samkepni i við hin eldri fjelög, heldur er því ætlað sjerstakt verkefni. Það ætl- ar eingöngu að annast útgáfu á ritum nokkurra höfuðskálda þjóð- arinnar og hafa þá útgáfu með öðru sniði en áður hefir tíðkast. Vill fjelagið geta leyst stærri verkefni af hendi á styttri tíma en önnur útgáfufjelög, gert skraut legar heildarútgáfur að smekk vandfýsinna bókamanna, án þess að horft sje um í kostnað. Hefir fjelagið ákveðið að snúa sjer fyrst að því verkefni, sem þjóðinni er mikil vansæmd að hafa vanrækt, og eigum vjer þar við: íslenska hciladútgáfu af ritum Gunnars Gunnarssonar. Löngu fyrir heimkomu Gunnars voru uppi margar raddir, sem töldu þjóðinni ekki vansalaust, að rit hans hafi ekki verið gefin út á íslensku. Nú eru þessar raddir orðnar 'enn fleiri og enn hávær- ari. Það var framar öllu nauðsyn- in á þessari útgáfu, sem hratc þessu fjelagi af stokkunum, þó að fleiri verkefni bíði þess. Gunnar Gunnarsson er nafn- kunnastur erlendis allra íslenskra rithöfunda. Sum rit hans eru tek- in í úrvalsrit heimsbókmentanna. Danir telja hann einn besta rit- höfund á danska tungu, og þeir hafa hlotið bróðurpartinn af frægð hans. Úr dönsku hafa rit hans verið þýdd, og til Danmerk-, ur hefir verið leitað um útgáfu- : rjett á þeim. Margir ókunnugir j hafa talið hann danskan rithöf- und. Mörgum íslendingi hefii-1 sviðið þetta sárt. Eigi vitum vjer, 1 hvernig Gunnari Gunnarssyni hef ! ir fallið þetta, en vjer þykjumst j skynja, að heimsfrægðar hafi hann leitað til þess að hefja veg og virðingu íslands. Víst er um það, að Gunnar Gunnarsson er umfram alt íslenskur rithöfundur. Sögur hans fjalla um íslenska menn og íslensk lífskjör. Þær eru íslensk- ar bókmentir. Gunnar Gunnarsson er íslenskur í lund, steyptur í mót íslensks bónda. Það er því naum- ast tilviljun, eða dutlungar draumóraskálds, er hann flyst heim og stofnar bú, heldur eðlis- nauðsyn Islendings, sem kominn er af bændum í ættir fram, og borið hefir tregandi heimþrá til móðurstranda. íslandi her heiður af kjarnanum í verkum Gunnars Gunnarssonar og því þreki, sem skáldið hefir búið yfir. Það er því skylda þjóð- arinnar, ef hún þekkir sóma sinn að helga sjer að fullu verk Gunn- ars Gunnarssonar, og verður það ekki betur gert með öðru en að eiga á sinni eigin tungu vönduð- ustu heildarútgáfuna, sem til er af þeim. Það hefir líka verið draumur skáldsins um langt skeið, að aðalútgáfan af verkum hans væri íslensk og ritaði hann sjálfur eftirmála við hvert bindi, og verði sú útgáfa lögð til grundvallar þýðingum á erlendar tungur. í þessu felst jafnframt krafa frá honum sjálfum um það, að vera talinn íslenskur rithöfundur, eihs og rjett er og skylt. Einungis meb slíkri útgáfu getur þjóðin rjetti- lega fagnað heimkomu skládsins. Með því að gerast fjelagar í Landnámu stuðla menn ekki ein- ungis að menningarstarfi, sem þjóðinni ber skylda að inna af hendi, og fagna heimkomu skálds, sem borið hefir hróður íslands út um heiminn, heldur eignast menn einnig listræn skáldrit, meðal hinna bestu í íslenskum bókment- um. Bækur Gunnars Gunnarssonar eru orðnar um 4 tugir. Sumar hinna fyrri hafa verið þýddar á íslensku, en flest hin listaverk hans, er hann samdi sem full- þroska maður, hafa ekki komið út hjer, t. d. Kirkjan á fjallinu,- sjálfsæfisaga Gunnars í skáldsögu formi. Mun hún að flestra dómi talin fullkomnasta verk Gunnars. Þá má nefna skáldsagnaflokk úr þjóðarsögu íslands (Jón Arason, Jörð, Hvíta-Krist o. fl.). Aðeins tvær sögur í þessum flokki (Fóst- bræður og Svartfugl) eru til á ís- lensku. íslenskum lesendum, sem eigi njóta skáldskapar Gunnars á dönsku, er því ókunnugt um flest hið besta, sem hann hefir skrifað. Kirkjan á fjallinu er eitt feg- ursta listaverk eftir íslenskan höf- und. Upphafið að Kirkjunni á fjall- inu verður fyrsta bók heildarút- gáfunnar. Halldór Kiljan Laxness rithöfundur þýðir bókina, að ósk höfundarins sjálfs. Yerkið alt verður þrjú bindi. Kemur fyrsta bindið snemma á næsta ári. Síðar á næsta ári er ætlast til að komi út ný skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson. Glæsilegasta útgáfa á fslandi, einungis fyrir fjelaga í Landnámu og alls ekki seld öðrum. Bækurnar verða allar í Skírnis- broti, bundnar í vandað skinn- band, tölusettar og áritað af höf- undi, er skrifar formála við hvert bindi. Landnáma verður að heita á alla, sem vilja styðja þetta menn- ingarstarf. En 10 kr. ársgjald eins og önnur bókmentaf jelög hafa, hrekkur skamt til slíkra framkvæmda, sem hjer er í ráð- ist. Mánaðargjald hefir því verið ákveðið kr. 3.50. Væri æskilegast, að það væri greitt í einu lagi fyr- ir heilt eða hálft ár í senn. Vjer þurfum 2000 f.jelaga, til þess að fjelagið geti starfað af nægileg- um þrótti, þ. e. látið 2—3 stór bindi koma út árlega. Fæst sá fjöldi vafalaust þegar í stað. Umsjón með útgáfunni hefir út- gáfuráð. Erum það vjer, sem rit- um hjer nöfn vor undir. Úr vor- um hópi höfum vjer kosið: Pró- fessor Sigurð Nordal, forseta út- gáfuráðs, og 7 manna fram- kvæmdastjórn, þá: Andrjes G- Þormar, aðalgjaldkera (formann), Ragnar Jónsson, fulltrúa (vara- formann), Kristján Guðlaugsson, ritstjóra (ritara), E. Ragnar Jóns son, forstjóra (gjaldkera), Ár- mann Halldórsson, magister, Krist- inn E. Andrjesson, magister, og Ragnar Ólafsson, lögfræðing, og endurskoðendur þá: Hauk Þor- leifsson, aðalbókara, og Jón Gríms- son, fulltrúa. Reikningar fjelagsins verða birtir árlega. Jafnskjótt og vjer sjáum þess- ari útgáfu á verkum Guhnars Gunnarssonar að full borgið, höf- um vjer hugsað oss að gefa út rit fleiri bestu skálda vorra, en vjer teljum ekki tímabært að ákveða neitt um það áður en vjer höfum snúið oss til yðar í nýju brjefi. Viljum vjer nú, góðir íslend- ingar, bjóða yður að gerast fje- lagsmenn í Landnámu, bjóða yður að verða einu eigendur að hinni íslensku heildarútgáfu á verkum Gunnars Gunnarssonar. Vjer treystum því, að þjer þurfið ekki langan umhugsunarfrest áður en þjer takið þessu tilboði. Áskriftarlistar liggja frammi í öllum bókaverslunum í Reykjavík. En síðar verður auglýst, hvar menn geta gerst fjelagar utan Reykjavíkur. Einnig geta menn sent inntökubeiðni til einhvers í framkvæmdastjórninni eða í Póst- hólf 575, Rvík. Með virðingu. Sigurður Nordal, prófessor. Ragnar Jónsson, fulltrúi, Kristján Guðlaugsson, ritstj. E. Ragnar Jónsson, forstjóri. Halldór Kiljan Laxness, rithöf. Kristinn Andrjesson, magister. Guðm. Thoroddsen, prófessor. Ármann Halldórsson, magister. Jón Grímsson, fulltrúi. Guðni Jónsson, magister. Haukur Þorleifsson, aðalbókari. Páll ísólfsson, orgánleikari. Ól. H. Sveinsson, forstjóri. Árni Priðriksson, fiskifræðingur. Andrjes G. Þormar, aðalgjaldkeri. Magnús Gíslason, skrifstofustjóri. Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri. Jens Figved, kaupfjel.stj. Jakob Frímannsson, framkv.stj. Ingólfur Gíslason, læknir. Sigrún Blöndal, frú. Símon Ágústsson, dr. Sigurður Thorlacius, skólastjóri. Árni Jónsson frá Múla, alþm. Ragnar Ólafsson, lögfræðingur. Tómas Guðmundsson, rithöf. Gunnl. Einarsson, læknir. Helgi Hjörvar, skrifstofustj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.