Morgunblaðið - 20.09.1940, Síða 5

Morgunblaðið - 20.09.1940, Síða 5
I \ IFostudagur 20. sept. 1940. jPlorjgttitMa&td | Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. f Rltstjörar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). I Auglýsingar: Árni Óla. ; Ritstjðrn, auglýsingar og afgreiOsia: Austurstræti 8. — Sími 1606. j Áskriítargjald: kr. 3,50 á mánuOl lnnanlands, kr. 4,00 utanlands. | t lausasölu: 20 aura eintakiti, 25 aura meB Lesbðk. Aðalatriðið X? YRIR nokkru birti Tíminn -*■ liugleiðingar um, að fje það, tsem þjóðinni kynni að áskotnast í ár, ætti að nota fyrst og fremst til þess að setja hjer upp iðnrekst- ?ur, er bygðist á innlendri efni- vöru. Var í því sambandi minst á mó, torf, kalk til sementsgerðar o. fl. Það lætur altaf vel í eyrum okkar íslendinga, þegar bryddað er upp -á. nýjungum á hinu verklega sviði. Eru umræður slíkar taldar bera vott um hugkvæmni og framfara- iiug. Fjarri fer því, að hjer verði uokkuð dregið úr gildi þessara tveggja eiginleika. Bn hægt er að misnota þá eins og annað. Og það -«r ekki laust við að manni detti í hug, að slík misnotkun eigi sjer stað, þegar talað er um nýjar framleiðslugreinar eins og sjálf- •sagðan hlut, á meðan engar rann- sóknir hafa farið fram á því, hver fjárhagslegur grundvöllur er hjer til fyrir þær. Við skulum vona, að sú rann- sókn fari fram, og niðurstaða hennar lofi góðum árangri. En á meðan rannsakað er, hvern ;% unnið verður gull úr mó, mýr- . artorfi, fjörukalki og öðrum inn- lendum efnum, er okkur alveg ó- :hætt að beina huganum í fullkom- :ínni alvöru að því að tryggja sem best þær framleiðslugreinar, sem • efnahagsleg framtíð þjóðarinnar rfyrst og fremst byggist á, sem sje sjávarútveg og landbúnað. Ef hjer verður rýmra um fje *en verið hefir, þá þarf fyrst og fremst að tryggja það, að fiski- skipaflotinn fái nauðsynlega end- urnýjun. En fyrir sveitabúskap- Inn er það fyrir mestu, að tún- ræktin verði aukin og hún verði bæði varanleg og góð. Hentug fiskiskip, ræktaðar jarðir. Það er þetta tvent, sem við þurfum fyrst -og fremst. Sje sá grundvöllur ör- uggur, er um leið best trygð framtíð nýrra iðn- og fram- Ieiðslugreina. Þeim aðalatriðum -má aldrei gleyma. Þegar við höfum fengið nýjan nýtísku fikiskipaflota, sem hentar staðháttum vorum, og trygt er að við getum í framtíðinni notað okk- ur auðlegð hafsins, og þegar við 'höfum komið fótum undir land- búnaðarframleiðsluna, þannig, að fóðuröflun fer fram á ræktuðu landi og flæðengjum, þá getum við með fullri alvöru hugsað um að leggja það fje, sem á hverjum tíma er handbært með þjóðinni, til þss að byggja upp iðnað í stórum stíl, sem kann að geta átt hjer framtíð og grundvallast á þeim efnum, sem til eru í landinu sjálfu. En meðan þessi grundvallarat - riði eru ekki leyst sem skyldi, er rjett að nota orðtakið gamla: „Maður Títtu "þjer nær“. Fjörefnagjöf sem kemur nf coinf eins og að slá ”1 Odlllj í uppgefinn klár Teg segi nú eins og vatn- »J dælski bóndinn sagði við sr. Hjörleif á Undirfelli eitt sinn: „Mjer þætti vænt um að þú skeltir rófunni af ræðunni“. Það var þurkur um dagfinn, og bóndi vildi hafa kirkjuferðina sem stytsta. Eins vildi jeg að þú hefðir þetta sem styst, sem þú kant að skrifa“. Þannig komst Jónas Kristjáns- son læknir að orði, er jeg hitti hann heima hjá honum á dögun- um á Grettisgötu 81. En þar hefir hann bæði íbúð og lækningastofu. Og þangað leita menn til hans, sem ráðgast vilja um vernd heils- unnar eftir hans kokkabókum. Mjer datt í hug, þegar jeg gekk inn Grettisgötu, að þetta væri eitt af nýjustu stórbæjar einkennum Reykjavíkur, að læknar skuli vera hættir því að hnappa sig í fáein hús í Miðbænum með móttökustof- ur sínar. Hvort sem þetta er af því, að bærinn er orðinn það stór, að hverfi hans verða ósjálfrátt einskonar „læknishjeruð“, ellegar þá bitt, að menn hafa upp á Jón- asi, þó hann sje ekki þar sem um- ferðin er mest. Smalamenskan fyrst. / Yið ræddum fyrst um uppvaxt- arár hans eins og gengur,, því jeg var kominn til þess að fá hann til að segja eitthvað um æfi sína og starf fyrir. blaðið í dag, því í dag á hann sjötugsafmæli. Og það fór eftir „recepti“ sr. Bjarna Jónssonar, sem sagði það nýlega í afmælisræðu einni, að það væri orðin tíska hjer á landi, að eng-' inn þættist maður með mönnum nema hann á unga aldri hefði fyrst verið smali og síðan róið til fiskjar nokkrar vertíðir og loks komist á skútu. Jeg þarf að tala bötur um þetta „aðalsmerki“ við síra Bjarna. En Jónas tók aldrei nema „fyrrihlutapróf“ í þessum reynslunnar skóla. Því hann var aklrei nema smali, en hjelt því lengi áfram, alt frá 7—12 ára ald- urs, á Snæringsstöðum í Svínadal, en þar er hann fæddur og uppal- inn, og þar var hann þangað til faðir hans dó, 1888, og einu ári betur, en þá bauð frændi hans, síra Benedikt Kristjánsson á Grenjaðarstað honum að koma þangað austur og kenna honum undir skóla. — Þú hefir verið gamall, er þú byrjaðir að læra? — Já, að árum, segir Jónas, en eltki að þroska. Því jeg var ákaf- lega seinþroska. Við smalamensku seint og snemma, þroskuðust ekki nema lappirnar. Það var rjett um aldamótin sem Jónas útskrifaðist úr Læknaskól- anum og kom frá Höfn eftir venjulega spítalagöngu þar, og varð læknir á Fljótsdalsh jeraði. Þar var hann hjeraðslæknir í 10 ár, kom 1911 til Sauðárkróks og var hjeraðslæknir þar í 28 ár. Um veru sína á Fljótsdalshjer- aði sagði bann m. a.: Jeg kom ungur og óreyndur til — segir Fljótsdalshjeraðs og var þar vei tekið af öllum. Fólkið þar eystra reyndist mjer hið besta alla tíð. Fyrsta árið var jeg á Arnheiðar- stöðum hjá Sölva hreppstjóra Vig- fússyni, þeim mæta manni, og konu hans Sigríði Sigfúsdóttur. Annað ár var jeg á Hrafnkels- stöðum. En þó fólkið væri gott, voru húsakynni þar svo slæm, að jeg var alveg að gefast upp við læknisstörfin, og var að hugsa um að fara til Ameríku, en þangað höfðu 5 systkini mín farið áður. Það kom af sjálfu sjer. — Hvenær datt þjer fyrst í hug að vérða læknir? — Jeg veit það ekki. Það kom eins og af sjálfu sjer. Það var alt- af siður heima á Snæringsstöðum, þegar jeg var strákur, að ef gera þurfti við meiðsli á hesti eða eí einhver meiddi sig, svo binda þurfti um það, eða einhver fjekk fingurmein, að þá sá jeg um það. — Hvaða leiðbeiningar eða lækningabækur hafðir þú þá? — Engar, alls engar. En jeg liafði altaf gaman af því að sýsla við þetta. Bæjarhurðir uppskurðarborð. —- Var ekki ákaflega erfið að- staða fyrir þig að fá'st við lækn- ingaaðgerðir þarna eystra, þar sem ekkert var sjúkrahús og eng- in aðstaða til að gera uppskurði og þessháttar? —i Það var erfitt. En það gekk alt furðu vel. Jeg gerði marga uppskurði fyrstu árin þar eystra. En oft var erfitt að fást við það í slæmum húsakynnum. Maður varð að bjargast við það eins og það var. Jeg tók úr mönnum botnlangana og skar upp fyrir kviðslitum. Á einum bænum tók jeg mein úr konu, sem var það stærsta, er jeg hefi sjeð. Þetta gekk alt saman vel. Altaf var eitt- hvað borð, hurð eða fleki til að leggja sjúklinginn á. Og fólkið, sem var mjer til aðstoðar, gerði sitt besta. Jeg sagði því í upp- hafi, hvað það alls ekki mætti gera. Og að það ætti að gera alt nákvæmlega eins og jeg fyrirskip- aði jafnóðum. Barnaveiki gekk mikið þar eystra á þeim árum. Stundum, þegar jeg var sóttur, kom jeg of seint. Börnin voru dáin. En þeg- ar jeg kom nógu snemma, þá gerði jeg stundum á börnunum barkaskurð og bjargaði þeim. Þeir hjeldu að jeg gæti ekki vilst. Alt þetta varð til þess, a'o menn þarna eystra fóru að halda, að jeg dygði til einhvers. Og þess vegna komu þeir upp handa mjer sjúkraskýli á Brekku í Fljótsdal. Þar var jeg í 10 ár. Lærðar hjúkr- unarkonur hafði jeg ekki þar. Eu greindar og samviskusamar stúllc- Jónas Xristjðnsson læknir Jónas Kristjánsson. ur læra fljótt það nauðsynlegasta. Og þannig gekk það. Erfiðastar voru vetrarferðirnar yfir Fljótsdalsheiði yfir í Jökul- dalinn. Heiðin er há og ein fann- breiða allan veturinn. Einn vet- urinn fór jeg 14 ferðir yfir hana' fyrir jól. Oft var dimmviðri og hríð á heiðmni og óratandi, nema með kompás. Jeg komst fljótt upp á að fara eftir kompás og gat stefnt á hvaða bæ, sem var á Jökuldaln- um og skeikaði aldrei, meðan jeg gat sjeð á kompásinn. Fljótsdæl- ingar fengu þá trú, að jeg gæti ekki vilst. En það var enginn gald- ur, því jeg hafði það eitt fram yfir þá að kunna að nota áttavit- ann. Einkennilegt, hve mörgum er ósýnt um það. — Hvenær fórst þú að gefa þig við heilsuvernd og mataræði? — Það var árið 1913. Þá sigldi jeg í þriðja sinn eftir að jeg var orðinn hjeraðslæknir. En alls hefi jeg farið 8 sinnum til útlanda eft- ir að jeg varð læknir, til þess aö kynna mjer ýmsar nýjungar á sviði lækninganna. Fyrst í stað lagði jeg þó eins mikla stund á skurðlækningar, en á seinni árum hefi jeg gefið mig meira að heilsu fræðinni. Og eftir því sem jeg hefi fengist lengur við þá fræðigrein, eftir því sannfærist jeg betur og betur um, hve mikið gott má af því leiða, að almenningur fái leiðbein- ingar í þeim efnum og fari eftir þeim. Að forðast sjúkdómana. Það fyrsta, sem vakti áhuga minn, var hugboð mitt um það, að ýmsir af algengustu sjúkdómun- um stöfuðu beinlínis af breyttu mataræði, svo sem meltingasjúk- dómar, . efnaskiftasjúkdómar, krabbamein. Margir þessir sjúk- dómar gerðu lítið sem ekki vart við sig áður. — Var viðurværi manna þá hollara en það er nú? — Það er kannske ekki hægt að kalla það svo. Því þá voru á því ýmsir ágallar, sem nú eru horfnir, t. d. sóðaskapurinn, sem sullaveikin átti rætur sínar að rekja til. En það sem fyrir mörgum árum fór að brjótast í mjer var hvort við gætum ekki með breyttu mat- aræði stemt stigu fyrir mörgum þessara sjúkdóma, sem einna mest þjá mannfólkið nú. Niðurstöður næringarfræðinganna eru þær, að þetta sje hægt. Síðan gekk Jónas læknir að bókaskap einum, þar sem ekki er annað en heilsufræðisbækur, og sýndi mjer bók eina eftir bresk- an lækni, Mc Carrison að nafni. Hann var í mörg ár yfirlæknir í fjallahjeraði einu í Tíbet. Hann hafði umsjón með heilsufari miljón manna þar í hálendinu. Aldrei varð hann þar var við eitt ein- asta tilfelli af magasári, botn- langabólgu eða krabbameini, og dóu flestir í hárri elli. Hann hefir gert nákvæman vís- indalegan samanburð á mataræði þessara fjallabúa og borgarbúa í Evrópu. Og það er greinilegt hvar gæfumunurinn liggur. Það einkennilega fyrir okkur er, heldur Jónas áfram, að fæðið í Tíbet er ekki fjarskylt því, eins og það var hjer á landi fyr á tím- um. Hvað er nauð- synlegra? Um allan heim starfa vísinda- menn að því að finna hvernig mataræðið eigi að vera sem holl- ast, hvernig meijn eiga að lifa líf- inu til þess að forðast sem mest sjúkdómana, hvernig menn eiga að varðveita lífsfjör sitt og and- lega og líkamlega krafta fram eftir öllum aldri. Og mjer er spurn; Hvað er nauðsynlegra fyr- ir mannfólkið? Hvað er ömurlegra en að sjá unga menn að árum dragast áfram gegnum lífið ens og gamalmenni? En ennþá verður sú sjón ömurlegri við þá tilhugs- un, að þessu hefði verið hægt að afstýra, með því að neyta altaf hollrar fæðu, lifandi, fjörefna- ríkrar fæðu, og forðast að líkam- inn verði hreinasta „forðabúr" af allskonar óhollustu og eiturefn- um. Að slá í þreyttan klár. Þegar viðnámsþróttur líkamans bilar, þá byrja menn fyrst að reyna að rjetta hann við. Þá hvolfá menn kannske í sig tilbún- um „vitaminum“. En oft vill svo verða, að árangurinn af þeim inn- gjöfum er skammvinnur. Hann er svipaður því og þegar menn gefa þreyttum klár þung og stór svipu- högg. Hann tekur viðbragð, en þreytan segir brátt til sín aftur og alt fer í sama farið. — Hvaða „matseðil“ vilt þú láta okkur íslendinga hafa? — Jeg vil fyrst og fremst að við sleppum alveg hvítu hveiti og sykri að miklu leyti. Að við flytj- um inn korntegundirnar heilar, ó- malaðar, mölum jafnóðum í brauð FRAMH. A SJÖTTU SfÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.