Morgunblaðið - 20.09.1940, Síða 7
Föstudagur 20. sept. 1940.
---Brfef senð Mbl. i_—,—
Heimsóknin i breska
barnaskólann
Herra ritstjóri!
Morgunblaðinu í fyrradag birt-
ist útdráttur úr ferðaskýrslu
Snorra Sigfússonar skólastjóra um
ferð hans til Englands og Danmerk
ur í fyrra. í þessum útdrætti lýs-
ir Snorri heimsókn sinni í breska
barnaskóla. Eitt af því sem virðist
hafa haft hvað mest áhrif á
Snorra, er guðræknisstund, sem
hann var viðstaddur í einum
barnaskóla. Snorri spurði skóla-
stjórann hvort slíkar stundir væru
algengar í skólanum. Enski skóla-
stjórinn virtist hissa á spurningu
íslenska skólastjórans og svaraði:
„Auðvitað. Hvorki við nje börn-
in mega án þeirra vera“. Og
síðan lýsir Snorri guðræknis-
stund í hinum enska skóla: Skóla-
stjðrinn stóð við púlt fyrir miðj-
um vegg og kennaraliðið þar hjá.
Á töflu voru skrifuð tvö vers, er
syngja átti, og ljek einn kennar-
inn á hljóðfæri. Allir sungu vers-
in. Og síðan flutti skólastjórinn
örstutta bæn. Að henni lokinni
hjelt hver til sinnar stofu. En
íslenski skólastjórinn stóð eftir
hissa og hrifinn. Og hann „gat
ekki annað en hugsað heim og
einnig öfundað kennarana, sem
gengu til starfa með þessum ung-
mennum, er þannig hófu dags-
verkið* ‘.
★
Jég efa ekki að þessi stund hafi
verið hátíðleg, og jeg vildi mega
óska gömlum kunningja mínum,
Snbrra Sigfússyni, þess, að hann
megi minpast hennar lengi. Jeg
vildi óska honum þess að_ hann
myndi hana jafn lengi eins og jeg
og skólasystkini mín muna hvem-
ig við vorum látin byrja dags-
verkið í barnaskólanum á ísafirði
fyrir tæpum fjörutíu árum. En
það var á þessa leið: Rjett áður
en keilsla í skólanum átti að H cf;j -
ast söfnuðust öll börnin í stærstu
skólastofuna. Skólastjórinn —
fyrst dr. Björn Bjarnason frá Við-
firði og síðar Bjarni Jónsson
vígslubiskup — stóð við púlt fyrir
miðjum vegg og kennaraliðið þar
hjá. Börnin höfðu lítið sálmakver
og á töflu voru skrifuð númer á
tveimur sálmum er syngja átti.
Einn kennarinn ljek á hljóðfæri.
Allir sungu sálmana, og flestir
bókarlaust eftir stuttan tíma. Og
síðan flutti skólastjórinn, eða eitt-
hvað af eldri börnunum er hann
til kvaddi, stutta bæn. Að henni
lokinni var síðari sálmurinn sung-
ínn. Og síðan hjelt hver til sinnar
stofu og kenslustarfið hófst.
★
Þannig byrjaði dagsverkið í
þarnaskólanum á ísafirði fyrir
fjörutíu árum. Á hverju byrjar
MÍLAFLiniNGSSKSlFSTOFA
Pjetur Magnússon.
Einar B. Guðmundsson.
Guðlaugur Þorláksson.
Símar 3602, 3202, 2002.
Austurstræti 7.
Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5.
dagsverkið nú, eftir að skólarnir
hafa verið „skipulagðir“ ? Jeg
veit það ekki. En sýnilega hefir
orðið mikil breyting þar á, fyrst
einn áhugasamasti skólastjón
landsins þarf að fara til Englands
til þess að vera viðstaddur guð-
ræknisstund í barnaskóla. Og tal-
ar það ekki sínu máli um ástand-
ið í barnaskólunum, þegar þessi
sami áhugasami skólastjóri verður
bæði hissa og hrifinn að aflok-
inni bænagjörð í enska skólanum ?
Er ekki hugsanlegt að þangað
megi rekja að einhverju leyti á-
stæðurnar til þess, að 30 skóla-
stjórar sitja nú á fundi til þess
m. a. að ræða og reyna að ráða
bót á hegðun Unglinga, sem sumir
hverjir sitja enn í skólunum, og
sem hverjum hugsandi manni er
orðið hið alvarlegasta áhyggju-
efni?
★
íslenska skóJastjóranum varð
hugsað heim að aflokinni bænar-
gjörðinni í enska barnaskólanum.
Hann sá þar að vísu ekki annað
en það, sem hann hefði getað sjeð
í flestum barnaskólum hjer á
landi fyrir tæpri hálfri öld. En
skylt er að þakka það að augu
hans hafa opnast. Jeg vona að
hann sje enn svo mikill áhrifa-
maður í umbótaflokki sínum, að
honum auðnist að koma því fyrir-
komulagi á, sem hann .yarð svo
hrifinn af, og sem áreiðanlega leið-
ir ekki annað en gott af sjer. Og
takist honum það, þá hefir för
hans til Englands vissulega ekki
verið til ónýtis farin.
M. Sch. Thorsteinsson.
Sameining Bret-
lands og Banda-
ríkjanna?
Mr. Attlee sagði í breska
þinginu í gær, að ef á-
kveðið yrði að gera Bandaríkj-
unum sömu boð og Frökkum
var gert, um að sameina .stjórn
landánna, þá myndi þinginu
verða gerður kostur á að r^eða
málið áður.
Bretar gerðu eins og kunn-
ugt er Frökkum, rjett áður en
þeir gáfust upp í júní það boð,
að setja upp sameiginlegt þing
fyrir Frakkland og Bretland,
sameiginlega stjórn o. s. frv.
Hus úr járnbentrí
steínsteypu
ðruggarí -
¥ fregn frá'Londön er skýrt frá
því, að sprengja hafi í fyrra-
kvöld fallið á hús úr járnbentrí
steinstevpu og hafi tjónið af
sprengjunni orðið tiltölulega lítið.
Þykir þettá benda til þess, að
hús úr járnbentri steinstevpu sjeu
öruggari en hús, sem hlaðin eru
úr sementssteini.
*
ORGUNBLAÐIÐ
Loftáiásirnar
Menn verða sjáltir að
sjá íjer fyrir útsæðis-
kartóflum næsta vor!
jAðvörun, sem taha
, þarf fil grelna
Kartöfluuppskeran virðist ætla
að verða ennþá minni en
menn gerðú sjer vonir um, sá'gði
Árni G. Eylands í gær. Mikið hef-
ir eyðst af hinni nýju uppskeru
síðan byrjað var að taka upp úr
görðunum, og stafar þetta að
nokkru leyti af því, að nú eru
fleiri neytendur hjer en áður hafa
verið.
Eftirspurnin eftir kartöflum
hefir undanfarið verið svo mikil,
að verðið hefir ekkert lækkað,
eins og vant er á haustin, þegar
nýja uppskeran kemur á markað-
inn. Má jafnvel búast við, að verð-
ið á innlendu kartöflunum fari að
nálgast eða geti brátt orðið hærra,
en verðlag yrði á innfluttum
kartöflum.
Það er sýnilegt, að mjög bráð-
lega verður nauðsynlegt að fá
kartöflur frá útlondum.
En eitt vil jeg leggja áherslu
á, sagði Árni, og það nú strax. Að
þeir, sem hugsa sjer að rækta
kartöflur að ári, þeir verða að
hafa fyrirhyggju með það, að þeir
hafi þá útsæði.
Þó hægt yerði að íá kartöflur
til landsins til matar í vetur, þá
er. ekki þar með sagt, að nokkur
möguleiki verði á því að fá hing-
að kartöflur að vori, sem nokk-
urt vit er í að nota hjer til út-
sæðis.
Það verða kartöfluframleiðend-
ur að muna.
Verður gerð innrás?
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
vegna geti Hitler gert innrásar-
tilraun sína jafnvel þótt komiS
sje fram á vetur.
Þýsk blöð birtu í gær stórar
fyrirsagnir á íorsíðu á þessa
leið: „2000 breskar flugvjelar
skdtnár niður síðan í ágúst.“
í ágústmánuði voru 1354 skotn-
ar niður og fýrstu tvær víkurn-
ar í september, 481 og 261 flug
vjel.
f , , |
I L°ndon hefir verið skýrt frá ’
því, að þýski innrásarherinn hafi
hafst við um borð í skipum í Erm-
arsundi. skamt frá Frakklands-
strönd, undanfarnar vikur. Er
talið að tilgangúrinn með þessú
hafi verið að venjá hermennina
yið sjóinn. En þegar storminn
gerði á mánudaginn hafi skipin
orðið að leita hafnar.
Stimson, hermálaréðherra Banda
ríkjanna, sagði í gær, að hann
liefði undanfarið verið að kynna
sj’er skýrslur, «em erindrekar
Bandaríkjastjórnar í ' Englandi
hefðu sent, stjórninni, um hernað-
araðgerðirnar þar og horfurnar.
Ilann sagði, að skýrslur þessar
væri ekki í neinu verulegu atriði
frábrugðnar þeim lýsingum, sem
birtar væru blöðunum og sjer virt-
ust möguleikar Breta til að verj-
ast mun betri en fyrir 6 vikum.
En þá 1 jet Stimson svo um mælt
í ræðu, sem hann flutti, að svo
FSAMH. AF ANNARI SÍÐU
til þess, að Þjóðverjar hafi flutt
nýjar loftvarnabyssur til Ermar-
sundsstrandarinnar til að verja
heri sína þar.
Aðrar borgir, sem sprengjum
var varpað á í fyrrakvöld voru:
Calais, Ostend, Boulogne,
Dunkerque, og Dieppe. Einnig
var gerð árás á Cap Gris Nez,
þar sem fallbyssustæði Þjóð-
verja eru, á Brússel, á skipalest
hjá eynni Borkum, þar sem
hæfður var þýskur tundurspilli
og á borgir í Þýskalandi, Osna-
brúck, Hamm, Eirann og Mann-
heim, segir breska flugmála-
ráðuneytið.
1 tilkynningu þýsku herstjórn-
arinnar segir þó, að breskar
flugvjelar, sem reyndu að
fljúga inn í Þýskaland hafi ver-
ið neyddar til að, snúa við.
Þýska herstjórnar-
tilkynningin.
{ í tilkynningu herstjórnarinnar
segir,, að þýskar flugvjelar hafi í
fyrradag, þrátt fyrir óhagstætt
úeður, gert harðar loftárásir á
London og umhverfi hennar. Tíl
dæmis var ráðist á skipakvíarnar
í Tilbery og olíustöðvarnar í Port
Vietoría. Sprengjur fjellu einnig
á olín skip eitt þar á höfninni.
Refsiaðgerðunum gegn London
e|‘ lialdíð áfram. Víða um borgina
eru uppi eldar miklir.
Loftárásir hafa einnig verið
gerðár á aðrar borgir Englands,
sýo sem höfn og skipakvíar í Liv-
erpopol. höfnina ,í Neweastle og
víðar.
í Haldið var áfrain að leggja tund
urduflum úr flugvjelum úti fyrir
höfnum Bretlands.
British Museum hæft.
Bretar mistu í gær, að sögn
hpfstjórnarinnar, 38 flugvjelar, og
voru 24 Skotnar niður í loftárás-
uin. Sjálfir segjast Þjóðverjar
hafa mist 13 flugvjelar. .
Bretar segja að Þjóðverjar .hafi
mjs't í fyrradag 48 flugyjelar, en
sjálfir segjast þeir hafa mist 12.
í loftárásinni á London 1 fyrri-
nótt, sem stóð yfir í 9% klst.,
segja Bretar, að manntjón hafi
sennilega verið mikið. Bráða-
birgðatölur, sem birtar voru í gær-
morgun, herma, að 90 manns hafi
farist og 350 særst.
Nýjar upplýsingar voru birtar
í gær um tjón í London, m. a. er
skýrt frá því að sprengja hafi
hæft British Museum.
Fjöldi manna leitar nú hælis að
næturlagi í stöðvum neðanjarðar- -
járnbrautanna. Hafa menn með
sjer teppi til skjóls.
Fólki í London er ráðlagt að
hafa glugga sína opna meðan loft-
árásir standa yfir, því að þá er
síður hætt við að rúður brotni.
Dagbók
I. O. O.F.ls 1229208V2 &IIIII
Næturlæknir er í nótt Daníel
Fjeldsted, Hverfisgötu 46. Sími
3272.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Næturakstur næstu nótt annast
Bifreiðastöð Reykjavíkur. Sími
1720. ‘ víV
Trúlofun sína hafa nýlega opin-
berað ungfrú Helga Júníusdóttir
frá Rútsstöðum í Flóa og Þórir
Jónsson frá Seyðisfirði.
Hjónaefni. í fyrradag opinber-
uðu trúlofun sína á Húsavík ung-
frú Guðrún Kristjánsdóttir, Hóli,
Húsavík, og Sigurður Baldursson,
Lundabrekku, Bárðardal.
Útvarpið í dag:
12.00 Hádegisútvarp.
19.30 Hljómplötur: Tataralög.
20.00 Frjettir. !,(;> >o!
20.30 íþróttaþáttur (Steinþór Sig-
urðsson).
26.45 Útvarpstríóið: Tríó eftir
Mozart (nr. 2, B-dúr).
,21.05 Erindi: Bálfarir og jarðar-
farir (Björn Ólafsson kaupm.).
21.20 Hljómplötur: Sónata eftir
Beethoven (Op. 27, nr. 1, Es-
dúr).
21.45 Frjettir.
með meira [prófi og {bilavlðgerð-
armaður, [geta fengið atvinnn. —
Afgr. vísar á.
Móðir okkar,
VALGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
andaðist á heimili sínu, Kárastíg 8, 18. þessa mánaðar.
Börn hinnar látnu.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN JÓNSSON,
andaðist 18. þ. m. á Landakots sjúkrahúsi.
Jónína Jónsdóttir. Lárus Jónsson.
Jón Bach og barnabörn.