Morgunblaðið - 29.09.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.1940, Blaðsíða 5
Reykjauíkurbrjef Sunnudagur 29. sept. 1940. Útgeí.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Rltfltjðrar: Jðn K1 artansson, Valtýr Stefánsson (ábyryBarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjðrn, auglýaingar og afgreltjsla: Austurstræti 8. — Sisal 1600'. Áakriftargjald': kr. 3,50 & uiánuBI lnnanlands, kr. 4,00 utanlands. 1 lauaasölu: 20 aura eintakHJ, 25 aura meB Lesbðk. Háskólinn Peir, sem vantrúaðir eru á, að svo fámenn þjóð sem íslend- angar geti í framtíðinni átt blóm- legt mentalíf, hafa litið nokkru iornauga til hinnar nýju háskóla- byggingar. Hafa þessir menn litið svo á, að hjer myndi vera eitt- hvað svipað á ferðinni eins og jjegar jarðir eru „yfirbygðar‘‘, þegar reist eru þar stórhýsi, sem eru svo rúmgóð og dýr, að þau •eru í fullu ósamræmi við jarðnæð- 'íð. ★ Stjórnendur Háskólans ætla auð ■sjáanlega að mæta þessari gagn- rýni. Jafnframt því, sem hið nýja stórhýsi er tekið í notkun, hefir .Háskólaráðið á prjónunum ýmis- konar nýmæli til þess að gera háskólanámið bæði fjölþættara og lagnýtara fyrir hina ungu kyn- slóð. Jafnframt er gerð byrjun á því, að gera Háskólann að menn- ingarsetri, þar sem bæði verði fluttir fræðandi fvrirlestrar fyrir -almenning og fræðandi hljómleik- ar. Vel mætti hugsa sjer það, að jafnframt yrði sjeð fyrir því, að - alþjóð manna út um bygðir lands- ins vrðu aðnjótandi hinnar at- mennu fræðslu sem fer fram inu- an vjebanda Háskólans, með því .að þaðan yrði ixtvarpað. ★ Að tengja íþróttir við háskóla- ’.námið er vafalaust til mikilla bóta. Upp af því, ætti að spretta holl líkamsþjálfún fyrir kyrsetumenn. I>ví fjarri fer, að íþróttaiðkanir háskólastúdenta verði miðaðar við það, að iðkendur þeirra taki þátt í einhæfri kepni eftir afreksmet- nm. Háskólaíþróttir mega ekki gera grannvitra menn að ,sports- idiotum“. Þær verða að miðast við það, að holt samræmi fáist milli -andlegrar og líkamlegrar heil- brigði manna. ★ Þá hafa forráðamenn Háskólans, •og þá fyrst og fremst hinn áhuga- -sami rektor, mikinn hug á því, að fjölga námsgreinum við skól- ann. Reynslan verður að skera úr 'því, hve mikil aðsókn verður að hinum nýju námsgreinUm, og til hverra eru nægilegir kenslukraft- ar fáanlegir. Því kenslan við Há- skólann má í engri grein vera „fúsk“, sem stendur að baki þeirri kenslu sem fram er boðin við aðra háskóla. Annað mál er það, þó leitast sje við af fremsta megm að greiða úr því, að stúdenta- fjöldinn, sem nú er teptur hjer heima og kemst ekkert ixt fyrir Pollinn, noti tímann sem best, meðan svona stendur á. Og fvrir alla muni sje spornað við því, að stúdentar iiópist í haust, í lækna- deild eða lagadeild, sem báðar eru offullar fyrir. Hugkvæmni og framtaki í stjórn Háskólans tekur þjóðin með þökk- Tum. Styrjöldin.l Isíðustu enskum blöðum, sem hingað hafa komið, er lögð megin áhersla á þetta: Þjóðverjar virðast ætla að brjóta á bak aftur hugrekki og kjark bresku þjóðarinnar og þá einkum Lundúnabúa. Með sífeld- um loftárásum á að gera fólkið þreytt og úrvinda. En þetta hefir ekki tekist. Og sem undirbúning- ur undir innrás eru hinar sífeldu næturárásir á London út í loftið. Því til þess að Þjóðverjar geti gert sjer vonir um að ná fótfestu í Englandi þarf loftfloti þeirra að hafa yfirhöndina í loftbardögum að degi til. En þegar þýsku flug- vjelarnar koma inn yfir landið á daginn, þá eru þær hraktar á flótta, þær sem ekki eru skotnar niður. Einn daginn mistu Þjóðverjar 185 flugvjelar. Og í gær voru þær taldar 130 þýskar, sem fjellu til jarðar, að því er Lundúnaútvarp- ið tilkynti. Bretar spyrja hvað tefji inn- rásina. Þeir eiga von á henni á hverjum degi ,eða hverri nóttu. Og þannig hefir málið staðið viku eftir viku. .Flugmenn þeirra sjá viðbúnaðinn í Ermarsundshöfnun- um á norðurströnd Frakklands, í Belgíu og Hollandi. Þar eru þjett- ar raðir flutningaskipa. Einn dag- inn sagði þýska útvarpið að her- mennirnir væru fyrir löngu komn- ir út í skipin. Þeir væru þar til þess að venjast sjónum áður en lagt væri í siglinguna yfir sundið. í vikupni sagði breska útvarpið frá því, og hafði eftir þýskum heimildum, að innrásarherinn ætti ekki einasta að fara í skipum, held ur á vjelknúnum vatnaskíðum yf- ir sundið. Bretinn henti hálfgerr, gaman að þeim vamtanlegu farar- tækjum. Hin vjelknúnu sjóskíði áttu að fara með 10 km. hraða á klukkustund. . Miðjarðarhafið. eðan innrásin dregst í Eng- land, og enginn veit hvers vegna, beinist athyglin meira en áður að Miðjarðarhafi. Italski herinn, sem rjeðst inn í Egvptaland frá Libyu, hefir, að því er virðist, fengið litla mót- stöðu frá Bretum. Hann fer eftir tveim aðalvegum austur með Mið- jarðarhafi. Yfir vatnslausa eyði- merk er að fara. Og enn á inn- rásarher þessi alllanga leið eftir til þeirra stöðva, þar sem aðal- varnarlínur Breta eru. Svo enn er ekki farið að reyna á það, hvernig vörnin verður frá Breta hálfu. Þeir hafa skotið á ítolsku her- sveitirnar frá herskipum, sem siglt hafa upp að ströndinni. Yirðist svo, sem hin bresku herskip í Miðjarðarhafi geti farið allra sinna ferða, ítalir forðast að til nokkurra átaka komi með þeim og Bretum á sjónum. Á meðan svo er, geta Bretar að miklu leyti hindrað flutninga frá Ítalíu til hersveitanna í Afríku Talið er að það verði ítalska hern- um þungbært, er til lengdar læt- ur. Og eftir þvi sem ftalir sækja lengra inn í hina egypsku eyði- mörk, er búist við því að að- flutningar til hersins verði erfið- ari og dragi það úr árásarstyrk hersins. En meðan alt þetta er óráðið gera flugvjelar hatramar árásir á Gibraltar. Og talið að þeir, sem þar sýna Bretum í tvo heimana, sjeu Frakkar. Þeir sjeu þar að þakka fyrir sig eftir heimsókn de Gaulle til Dakar á dögunum. Sú fýluför varð honum og Bretum hvimleið. Nýr sáttmáli. amningur sá, sem utanríkisráð herra Þjóðverja, von Ribben- trop, liefir komið í kring milli Þjóðverja, ítala og Japana, hefir að vonum vakið mikla athygli. Er sýnilegt að með honum er ætlast til þess að Bandaríkjamenn hikl við að veita Bretum hjálp í styrj- öldinni. Er samningurinn aðvörun til Bandaríkjamanna um að hafa sig hæga. Því annars muni þessar 250 miljónir, Þjóðverjar, Japanar og ítalir snúast af alefli gegu Bandaríkjamönnum. Það verður ekki sjeð, að samn- ingur þessi geri mikla breytingu Því Bandaríkjamenn hljóta að hafa gengið að því vísu, að stuðn- ingur þeirra við Breta eða bein þátttaka þeirra í styrjöldinni espi þessar þrjár þjóðir gegn Banda- ríkjunum. Samningurinn táknar, að segja má, ákveðnari línur í heimspóli- tíkinni þar sem einræðisríkin standa saman gegn frjálslyndu þjóðunum. Og um það er barist í þessari styrjöld, hvort öll yfirráð í heiminum eigi að vera í hönd- um örfárra manna og miljónirnar eða miljóna hundruðin viljalaus verkfæri í höndum váldhafanna, ellegar lýðfrjálsar þjóðir fái að lifa lífi sínu áfram í heiminum. Tvær stefnur. msir menn liafa ekki enn átt- að sig á því, hver er megin- munurinn á þessum tveim stefn- um. En fáar þjóðir ættu þó að eiga eins auðvelt með þvð og við íslendingar. Óvíða í heiminum hefir viðurkenningin á persónu- frelsi manna, rjettindum og mann- jöfnuði átt sjer eins langan aldur í meðvitund þjóðarinnar og hjer. I fám orðum er hægt að skil- greina muninn þannig. Þeir sem aðhyllast einræðisstefnuna trúa á ákveðið skipulag í stjórnmálum, sem hið eina sanna og rjetta, Þeir þykjast hafa höndlað lífsins vís- dóm, og þar þurfi engu við að bæta, Þjóðfjelagið alt og hvern einstakling þess klæða þeir í höft og stakk hins ímyndaða fullkom- legleika. Sje þjóðin komin í þá spennitreyju, á henni að vera borgið í þúsund ár. Hver einásti maður, sem virc liefir fyrir sje eðlilega framþróun lífsins, gerir sjer grein fyrir því, að hversu vel sem einvaldsskipulag inu er fyrir komið, og hve mörg- um sem það veitir ánægju og fullnægingu, þá er ófrelsið, höft- in og kúgunin kyrstaðan blind í sinni fullkomnustu mynd. Fáir menn eiga að fá að hugsa. Ný öfl mega ekki komast að. Nýjar hugmyndir ekki þróast. Því alt, sem ekki er innblásið af valdhöf- unum sjálfum, skoðast sem upp- reisn eða truflun í hinu stein- gerfða ríki. Framþróunin. igurmáttur framþróunarinnar í lífinu byggist á því, að all- ir þróunarmöguleikar fái notið i sín. Þessa hafa ýmsar lýðræðis- þjóðir ekki gætt sem skyldi. Það er vitað mál. Og til þess má að vissu leyti rekja ófarir heims, sem nú hafa dunið yfir. En lækning á þeirri meinsemd verður hvern þjóð skammgóð, að auka á órjett- lætið, sem áður kann að hafa ver- ið, með því að steypa yfir þjóð- ina einræðisstakki, þar sem fyrir- fram er ákveðið að fjöldinn getur aldrei notið sín, fáir menn ráða öllu, og þjóðfjelögin útilokast frá þeim eðlilegu framförum, sem vex upp af frelsi, framtaki og sjálfsbjörg fjöldans. Alvörumál. au eru orðin æði mörg málin, sem ríkisstjórnin hefir átt í við fulltrúa Breta hjer og her- stjórnina. Það verður fyrst og fremst síðari tíma manna að dæma um það hvernig haldið hefir verið á okkar málum. Því opinberar umræður um margt af því koma ekki til greina eins" og sakir standa. Eitt alvarlegasta málið er það, sem verið hefir á döfinni nú um skeið, loftskeytamálið. Með tii- tölulega litlum samningafyrirvara voru loftskeytatæki tekin úr nokkrum íslenskum fiskiskipum, er þau vorU stödd í Englandi, og, gripu skipstjórar þeirra til þeirra örþrifaráða að sigla heim tækja- lausir. Það er brot á íslenskum siglingalögum. En þeir áttu ekki annars kost. Af öllum þeim afskiftum, sem Bretar hafa talið sig' þurfa að hafa af okkur íslendingum, myndi því verða þyngst tekið, að svifta fiskiskip þeim möguleikum að nota loftskeytatadd þegar háska eða vanda ber _ að höndum. Allir voru því sammála um, að taka með fullri varúð á þessu máli, nema kommúnistar, sem aldrei geta fylgt góðum málstað. Þeir gripu tækifærið til þess að reyna að spilla þessu máli með allskon- ar ofstopafleipri, enda þótt þeir þeir pissu að það gæti ekki haft nema illar afleiðingar. Altaí þekkjast kommúnistar betur og betur af skemdaverkum . sínum. Kartöflueklan. il þess að tryggja kartöflu- framleiðendum sæmilegt verð fyrir uppskeru sína og örfa með því framleiðsluna, á verðlagsnefnd að ákveða lágmarksverð á kart- öflum á hverju hausti. Að þessu sinni var það ákveðið 17 krónur fyrir 50 kg. til smá- sala. En af ýmsum samverkandi or- sökum fór það svo í þetta sinn hjer í bænum, að kartöflur feng- ust ekki í verslanir fyrir þetta verð, og hefir verðlagið rokið upp úr öllu valdi. Eftirspurnin hefir verið svo mikil samanborið við framboðið. Hin gífurlega eftirspurn eftir kartöflum stafar sumpart af því, að margir hafa óttast, að þegar hin innlenda uppskera væri þrotin, yrði hjer hin mesta kartöfluekla. Og því yrði hver að birgja sig upp sem best hann mætti. Óttinn við ekluna hefir magnast af sögu- sögnum um það, að breska setu- liðið keypti upp kartöflur í stór- um stíl fyrir ofurverð. Og því s 28. sept. MntfimiiiiiiiiiiNiimnmiMNiHiHiHiiiiiiiMiiimi* myndi hin rýra innlenda uppskera brátt ganga til þurðar. En mönnum til hughreystingar er rjett að geta þess, að Græn- metisverslunin mun í haust flytja inn kartöflur, sem verða ódýrari en kartöflur ganga nú víða kaup- um og sölum. Og að kartöflukaup Breta hjer hafa ekk verið meiri en það, að þau valda engum vand- ræðum, enda mun fljótlega fást frá Englandi annað eins af kart- öflum og þeir hafa keypt. Of lítil hagsýni. eir sem skrifa Tímann gera áreiðanlega of lítið úr hag- sýni bænda og annara lesenda sinna. Þeir þrástagast á því, aS það sje hið mesta óráð að birgja sig upp af nauðsynjavörum þegar verðlag er hækkandi. En það er ekki nema allra ljelegustu bú- menn, vsem aðhyllast þessar kenn- ingar Tíimins,, og ættu þeir Tíma- ritarar að láta minna bera á því, en þeir hafa gert, hve litlir bú- menn þeir eru. Spaugilegt uppátæki. Kommúnistablaðið kvartar sár- an undan því, að verka- menn, sem liafa haft sæmilega at- vinnu undanfarna mánuði, skuli þurfa að borga skatta og útsvar af tekjum sínum. Þykir það ganga ósvífni næst að fara fram á það. En jafnframt ganga erindrekar blaðsins, að því er Þjóðviljinn seg- ir, sníkjandi og betlandi um með- al verkamanna ,og biðja þá að aura saman til styrktar blaðinu, sem annars myndi lognast út af, ef það fengi ekki þetta betlifje. En það er vitað og víst, að „Þjóðviljinn“ er gefinn út á kostn- að Stalins. Skeytakostnaðurinn einn, sem Rússa borga, nemur stórfje mánaðarlega. Svo blaðið kemur út alla tíð á meðan mið- stöðin í Moskva borgar. Manni sýnist að íslenskir verka- menn gerðu annað þarfara með aura sína, en að styrkja Stalin til blaðaútgáfu hjer á landi. Því ekki að lofa Stalin að borga Þjóðvilj- ann úr eigin vasa? SÍLDARVERÐIÐ OG KOMMÚNISTAR. að kommúnista gerir síld- arverð Kron og verðið á aeirri síld er Síldarútvegsnefnd hefir til sölu að umtalsefni og kemst að þeirri niðurstöðu að um. helmings mun á verði sje að ræða, sem Síldarútvegsnefnd selji dýrar en Kron. Hins lætur blaðið ógetið, að verð Kron er miðað við að menn taki heila tunnu í einu og að þar er um venjulega salt- síld að ræða, óafhausaða. Sú síld, sem Síldarúttvegs- nefnd hefir á boðstólum er hins vegar hausskorin og magadreg- in og frá henni gengið í sjer- stakar umbúðir, sem smíðaðar voru í þessu skyni og stærðin miðuð við það, sem flest heimili telja sjer hentugt. Auk þess eru umbúðirnar keyptar aftur fyrir hluta af frumverði þeirra. Það er þessi venjulegi mál- flutningur Moskvaliðsins, sem hjer er á ferðinni. Verðið á fimtung úr síldar- tunnu, sem Síldarútvegsnefnd hefir á boðstólum er kr. 20,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.