Morgunblaðið - 29.09.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.09.1940, Blaðsíða 7
Sunnudagur 29. sept. 1940. MORGUNBLAÐIÐ Helgi Guðmundsson bankastjóri íimtugur Helgi frá Reykholti var hann oftast nefndur í skóla. — Honum var alt nám auðvelt. Hann var músikalskur, fjörugur og tók sjer lífið ljett. Engum datt í hug að setja nein banka- mál eða fjesýslu í sambandi við hann eða framtíð hans. Hann lagði mesta stund á hljóðfæra- leik, og naut sín oftast vel, í livaða hóp sem var. En þegar fullorðinsárin færð- ust yfir og hann fór að sjá fyrir sjer sjálfur, sneri hann sjer að bankastörfum og viðskiftum. Og þá kom í ljós meðfædd hag sýni hans, sem lítið bar á, með an hann var við nám. Þá kom það á daginn, að hann var mesti vinnuþjarkur, þegar hann vildi það við hafa og einbeittur við hvert starf. Fljótur að taka á- kvarðanir. — Stundum máske helst til skjótráður. En það vann sig upp af því, hve oft það kem ur að gagni, að hann er ekki <altaf lengi að velta hlutunum fyrir sjer. Helgi kemur til dyranna eins og hann er klæddur, og fer ekki dult með skoðanir sínar. Þeir sem þekkja hann lítið taka það ekki altaf vel upp. En þeir sem þekkja hann betur, vita að á bak við hið hrjúfa yfirborð, er velviljaður maður, sem vill helst geta greitt úr hvers manns vandræðum, og vinna að rjett- læti í viðskiftum og jöfnuði á kjörum manna. Hann er maður glaður og reifur í vinahóp. Og þó hann hafi nú um langt skeið fengist mest við bankastörf, skuldir, víxla, sparisjóðsbækur og önn- ur ólistræn efni, er langt frá því, að vera búinn að yfirgefa þann fyrri Helga frá Reykholíi, sem spilaði sínum fingrum ekki á ritvjel og bankabækur, held- ur á guitar og slaghörpu. Skólabróðir. tfiHiiniiiiumiiuiuiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiuuii Þjettilistar FILT | á glugga og: hurðir. | tfárnvörudeild I Jes Zftmsen (Mflianiniiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii Dagbók I. O. O. F. 3 = 1229308 S * Helgidags- og næturlæknir í dag er Halldór Stefánsson, Ránargötú 12. Sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast næstu nótt Litla bílstöðin. Sími 1380. Næt- urakstur aðfaranótt þriðjudags: Bifreiðastöð Reykjavíkur. Sími 1720. Messað í Fríkirkjunni í dag kl. 5, síra Árelíus Níelsson. 70 ára afmæli átti í gær Stein- grímur Guðmundsson, Njálsg. 38. Sjötíu ára verður á morgun (mánudag) frú Rósa Kristjáns- dóttir, *Týsgötu'6. Ólafur Ólafsson frá Bolungar- vík, til heimilis á Laugaveg 28, verður 66 ára í dag. Sextug var í gær frú Sigríður Bjarnadóttir, Frakkastíg 14. Sextug verður á morgun frk. Ragnhildur Jakobsdóttir í Ögri við ísafjarðardjúp. Frk. Ragnhildur býr stóru búi á hinu forna höfð- ingjasetri, þar sem var þegar í tíð foreldra hennar, Þuríðar og Jakobs, annáluð rausn og óvenju- legur menningarbragur bæði á húsbúnaði og búskaparháttum öli- um. Silfurbrúðkaup eiga 30. þ. m. hjónin Jóhanna Jónsdóttir og Ari Magnússon, Bragagötu 22 A. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjónaband af síra Frið- rik Hallgrímssyni ungfrú Guð- finna Magnúsdóttir, Reykjavíkur- veg 7, Skerjafirði og Kristján Kristjánsson bifreiðarstjóri frá Hólslandi, Hnappadalssýslu. Heim- ili ungu hjónanna er á Reykja- víkurveg 7, Skerjafirði. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Anni Baldursdóttir og Valgeir Pálsson. Heimili þeirra er á Egilsgötu 28. Aðalfundur Ármanns verður haldinn annað kvöld í Varðarhús- inu. Kaupendur Morgunblaðsins, er hafa bústaðaskifti, eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það hið fyrsta, til þess að koma í veg fyrir vanskil á blaðinu. Ársfundur Guðspekifjelagsins hefst í dag kl. 1%. Dansskóli Báru Sigurjónsdótt- ur tekur til starfa n.k. þrið.judag í Fríkirkjuveg 11 (Bindindishöll- inni). Kent verður ballet, stepp, akrobatik, plastik og samkvæmis- dansar. Véfstofu sína flytur frú Sigur- laug Einarsdóttir í Tjarnargötu 10 1. október n.k., og nú um helgina hefir hún líka sýningu á vefstól og vefnaði, eftir nemendur, í Vörukússglugganum. Frúin hefir haldið uppi yefnaðarnámskeiðum 3 undanfarna vetur og kent á þessa fyrirferðarlitlu vefstóla, sern eru nú orðnir þektir og vinsælir. Vefstóla þessa hefir frúin svo | EMOL í X TOILET SOAP | X X x-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-;. jafnan útvegað nemendum að nám skeiði loknu frá Danmörku, þaðan sem þeir eru uppfundnir. En nú hefir hún fengið velvirkan mann til þess að smíða þá úr völdu efm hjer í Reykjavík. Til nýju kirkjunnar á Skóla- vörðuhæðinni. Frá Þ. Þórðarsyni, Laugaveg 45, til minningar um frú Þórnýju Þórðardóttur, konu hans, sem andaðist 7. mars 1933, 200 krónur. — Afhent síra Fr. Hallgrímssyni. Til fatlaða mannsins. Gömul hjón í sveit 20 kr. G. B. 20 kr. Útvarpið í dag: 11.00 Messa í Dómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). 15.30—16.30 Miðdegistónleikar: Yms tónverk (plötur). 20.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leik ur: 1) Lúdecke: Mar’z. 2) Rich. • Wagner: Marz og kór úr óper- unni „Tannháuser". 3) Bizet: Menuet úr L ’Arlésienne-svítu II, flautu-sóló: Oddgeir Hjartarson. 4) Zeller; Vals úr óperettunni „Der Obersteiger“. 5) ísl. lög: a) Friðr. Bjarnason: Hafnar- fjörður. b) Sigv. Kaldalóns: Reykjavík. 6) Ó.l Þorgrímsson: Marz. 21.00 Erindi; Sagan um manninn (Pjetur Sigurðsson erindreki). Útvarpið á morgun: 19.30 Hljómplötur; Tilbrigði eftir Beethoven við stef úr „Töfra- flautunni“ eftir Mozart. 20.30 Sumarþættir (Einar Magn- ússon mentaskólakennari). 20.50 Einsöngur (Gunnar Páls- son): 1) Joh. S. Svendsen: Ser- enade. 2) Merikanto: Til eru fræ. 3) Sig Þórðarson: Hlíðin. 4) Sigfús Einarsson: Augun bláu. 5) Adams: Thora. 6) Brahe: I passed by your win- dow. 21.15 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir Joh. S. Svendsen (100 ára minning). Baldvin Jónatansson alþýöuskáld, áttræður Húsavík í gær. Attræður verður 30. sept. næst- komandi Baldvin Jónatans- son alþýðuskáld og þjóðsagnahöf- undur. Baldvin hefir aldrei notið skóla- mentunar, en er þó vel að sjei og sjetrstaklega leikinn í þeirri list, sem hann hefir mjög tamið sjer, að kasta fram vísum við ýms tækifæri alveg um leið og efni gefst og eru margar þeirra snjall ar og orðnar landfleygar. Einnig hefir hann góða frásagnargáfu, eins og sögur hans bera með sjer. Síðan Baldvin varð að bregða búskap 1932, vegna heilsubrests, hefir hann dvalið á Halldórsstöð- um í Laxárdal, en nú á afmælis- degi sínum dvelur * hann meðal gamalla vina og kunningja í Húsa- vík. Akranes-Svignaskarð-Borgames Bílferðir 2 daga vikunnar frá Akranesi eftir komu skip- anna að morgni: miðvikudaga og föstudaga. Ódýrast, best og fljótlegast að ferðast um Akranes í Borgarf jörð. MAGNÚS GUNNLAUGSSON, Akranesi. Folalda og Tryppakjöt Eins og undanfarin ár útvegum við kjöt af folöldum og tryppum i lieil- um og liálfum skrokkum SendftO pantanftr yðar sem allra lyisf. H.f, Smjörllkisgerðin Smðrl. Skðmtunarseðlar fyrlr ágúst- september, gilda aðeins ð morgin. cuuai/aidj BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU. Móðir mín , KIRSTÍN K. PJETURSDÓTTIR andaðist í gær, 28. september. Pjetnr Lárusson. Maðurinn minn JÓN JÓNSSON, Svínavatni í Grímsnesi andaðist laugardag 28. þ. m. Jarðar- förin ákveðin síðar. Sigurleif Þorleifsdóttir. Jarðarför frú GUÐFINNU JÓNSDÓTTUR HANSEN, Smiðjustíg 3, sem andaðist 22. sept., fer fram frá heimili hinnar látnu miðvikudaginn 2. okt. kl. iy2 e. hád. Svava Jóhannesdóttir og börn. Jarðarför, móður okkar VALGERÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR fer fram frá fríkirkjunni þriðjudaginn 1. október og hefst með húskveðju á heimili hennar Kárastíg 8 kl. 1 e. hád. Valgerður Guðmundsdóttir. Sólveig Guðmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson. Da jeg ikke kan na alle personlig vil jeg herved fá lov á takke alle for utvist deltagelse ved Overkanoner EMILIUS KNUTZEN’S bortgang. E. ULLRING Sjef H. N. M. S. Fridtjof Nansen. Við þökkum af hrærðu hjarta fyrir alla þá samúð, sem okkur var sýnd við andlát og jarðarför elsku litla drengs- ins okkar VIÐARS WAAGE. Guð blessi yður öll. Guðrún Eggertsdóttir. Ölver Waage.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.