Morgunblaðið - 29.09.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.1940, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. sept. 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 Loftskeytatækjamál- Íð að leysast Togararnir munn fá að halda (ækjunum RÍKISSTJÓRNINNI barst í gær skeyti frá Pjetri Benediktssyni charge d’affaires í Lon- don og samkvæmt því mun vera gott útlit fyrir að íslensku togararnir fái að halda loftskeytatækj- um sínum. Ekki er Morgunblaðinu þó kunnugt um, hvernig mál- ið verður leyst. En rætt hefir verið um þá lausn málsins, að togararnir fái að halda öllum sínum tækjum, en að þau verði innsigluð og að ekki verði leyfilegt að brjóta innsiglin nema í brýnustu nauðsyn og enda verði þá haldinn sjórjettur í málinu, er skipið kemur í höfn. Reykjavík rafmagnslaus í 6 klst. Rafmagnslaust var hjer í bænum í gærmorgun frá kl. 8,10 f. h. til 2 e. h. Stafaði það af bilun, sem varð á „stillir- um“ í Ljósafossstöðinni. Elliðaárstöðin var strax sett í gang, en hún framleiðir ekki nema 3000 kw., en notkunin í öllum bænum getur farið upp í 0000 kw. á þessum hluta dags. Var þá tekið það ráð, að hafa straum á Hafnarfirði og úthverfunum hjer í bænum, t. d. Skildinganesi. Var m. a. rafmagn á loftskeytastöðinni. Hinsvegar var ekki hægt að setja straum á einstök bæjarhverfi í sjálfum bænum vegna þess hve bæjarkerfið er samtengt. í fyrstu hjeldu verkfræðingar Rafmagnsveitunnar, að bilun hefði orðið á línunni frá Ljósafossi og voru strax sendir menn með línunni. Rafmagnsleysið kom sjer afar bagalega fyrir verksmiðj- ur í bænum og stöðvaðist vinna svo að segja alveg í sumum verksmiðjum. Engin vjelsetning gat farið fram í prentsmiðj- unum. Fjöldi heimila fekk ekki nema kaldan mat og margir fengu ekkert morgunkaffi. Rafmagnsbilunin kom á þeim tíma dags, þegar rafmagn er langsamlega mest notað í bænum. Landsmenn allir munu fagna því af heilum hug takist að leysa þetta mál á heppilegan hátt og án þess að þessi nauð- synlegu öryggistæki sjómanna missi gildi sitt ef hættu ber að höndum. Sjómannafjelög og sjómanna- sambönd hafa undanfarna daga haldið fundi sín á milli til að r-æða þetta alvarlega mál. Þegar lausn er fengin í loft- loftskeytatækjamálinu þarf að leysa úr því hvernig fara á með þau skip, sem þegar er búið að taka loftskeytatækin úr, en þau mnu nú vera orðin æði mörg. Ekki munu fáanleg hjer á landi tæki í togarana og er þá vart annað ráð, en að tog- ararnir sigli út tækjalausir, þar sem þeir svo fá sín gömlu tæki aftur. f Ekkert er því til fyrirstöðu, frá lagalegu sjónarmiði, að tog- arar fari á veiðar án loftskeyta- tækja, þar sem í lögunum er aðeins mælt svo fyrir að skipin hafi loftskeytatæki í millilanda- siglingum. Samsæti fyrir Vilhjálm Þór og frú & Akureyri Frá frjettaritara vorum á Akureyri. ilhjálmi Þór bankastjóra og frú hans var haldið samsæti með kvöldverði í fyrrakvöld að Hótel Gullfoss, að tilhlutan bæj- arstjórnar og sóknarnefndar. Bæjarstjóri stjórnaði samsætinu. Ræður fluttu forseti Bæjarstjórn- ar, Árni Jónsson, Steingrímur Jónsson fyrv. bæjarfógeti, Sigurð- ur Eggerz bæjarfógeti, Sigurður Hlíðar alþingismaður og fleiri. Fyrr um daginn var þeim hjón- um haldið samsæti í Samkomu- húsi bæjarins og stóð fulltrúaráð K. E. A. og starfsfólk fjelagsins fyrir samsætinu. Einar Árnason alþm. stjórnaði samsætinu og voru margar ræður fluttar og kvæði fluttu Friðgeir Berg og Sveinn Bjarman. VertfOin f Eyjnm, kartöfluuppsker- an 08 dýrtfOin Alstaðar af landinu er sömu söguna að segja af kartöflu- uppskerunni. f Vestmannaeyjum er nú verið að taka upp úr görð- um og er uppskeran langt undir meðallagi og víða fá menn ekki eins mikið og til var sáð í vor. En þótt Vestmannaeyingar eigi við éömu kartöfluvandræði að búa og við, þá er dýrtíðin þó ekki eins mikil þar. Allir vita um mis- muninn á kolaverðinu, en nú er slátrun byrjuð í Eyjum og slátr- ið selt á kr. 5.00 (hjer á kr. 5.50). 35 bátar frá Eyjum hafa stund- að veiðar í dragnót og vörpu und- anfarið. Aflinn hefir orðið mest 7 smálestir, mest ýsa, en dálítið af flatfiski, en sú veiði er nú farin að bregðast aftur. í gær og í fyrra dag gaf ekki á sjó. , Mest af afla Eyjabátanna hefir farið í hraðfrystihúsið, en nokk- uð þó verið sent ísvarið til út- landa. 7. sept. síðastliðinn hafði hraðfrystihúsið tekið á móti 10 þús. kössum. Fólk er nú að koma til Eyju aftur úr sumarvinnunni víðsvegar um land. Hæsti aflahlutur sjó- manna í Eyjum hefir orðið kr. 3500.00 (á Garðari). Um mánaðamótin hefst sjó- mannanámskeið í Eyjum og taka þátt í því 25 manns. Skólastjóri verður Friðrik Steinsson frá Eski- firði. HLAÐA OG FJÁRHÚS BRENNA. Frá frjettaritara vorum á Akureyri. ð Syðra-Hóli Kræklingahlíð kviknaði í heyi í hlöðu að- faranótt föstudags. Brann hlaðan og að mestu leyti tvö fjárhús. Eitthvað af heyi náðist.. Skaðinn er talinn mikill. 9 störmyndir sem koma i Nýja Bfú Nýlega var frá því skýrt hvaða stórmynda væri von á næstunni í Gamla Bíó. Blaðið hefir aflað sjer upplýsinga um hvaða kvikmyndir Nýja Bíó sýnir á næstunni og eru meðal þeirr margar stórmerkar og frægar myndir. Nýja Bíó hefir fengið tvær kvikmyndir, sem hin unga söng- kona Deanna Durbin leikur að- alhlutverkið í. Önnur myndin heitir „First love“, og hin „Smart girls grow up“. „My lucky star“ heitir kvik- mynd, sem Sonja Henie, norska skautadrotningin leikur aðal- hlutverkið í. Sýnir hún þar listir sínar á skautum. Mótleikari Sonju í þessari mynd er Richard Greene. „Mr. Smith goes to Washing- ton“, er ein síðasta kvikmynd Franks Capra. Er það bráð- skemtileg mynd. Aðalhlutverkin leika James Stewart og Jean Arthur. Kvikmyndin „The rains came“ er gerð eftir samnefndri skáld- sögu Louis Bromfield. Sú saga gerist í Indlandi og fjallar um náttúruhamfarir og sambúð Ev- •ópumanna oglndverja.Er þetta ein af stórfenglegustu kvik- myndum, sem gerðar hafa ver- ið. Aðalhlutverkin í ,,The rains came“ leika Myrna Loy, Tyt- one Power og George Brent. „Tower of London“, er sögu- leg mynd og gerist á þeim tímum, er Tudorarnir brut- ust til valda í Englandi. Aðal- hlutverkið leikur Boris Karloff. ‘,,The invisable man returns“, er amerísk útgáfa af „Ósýnilegi maðurinn ‘ eftir H. G. Wells, sem hjer var sýnd við mikla aðsókn. Þessi nýja mynd er þó engan veginn undantekning á þeirri gömlu. „Daugt' Courageous“, er kvikmynd, m marga mun hlakka til zSj sjá, er sáu kvik- myndina ,,Systurnar“. Aðalhlu- verlpn leika sömu stúlkurnar fjórar. Priscilla Lane, Rosemary Lane, Lola Lane og Gale Page. „Only Angels have wings“, er ein af stórmyndum þeim, er Nýja Bíó hefir fengið frá Amer- íku. Gerist sú mynd í hitabelt- inu og er mjög stórfengleg. — Aðalhlutverkin leika Jean Art- hur og Cary Grant. Magnús Jónsson dr. theol. kom til Vífilsstaða s.l. miðvikudag og flutti þar skemtilegt og fróðlegt erindi um Palestínu. Sjúklingar hafa beðið Mbl. .að færa honum k'ærar þakkir fyrir komuna. . Þrjd hundruD islandingar I samsæti I Stokkhólml 1^1 jelagið Sverige-Island bauð * þrjú hundruð Islendingum stöddum í Stokkhólmi á leið til Finnlands og þaðan til íslands, til kvöldfagnaðs í Esseltepalat- set. Thulin ríkisráð og Ahlman prófessor fluttu ræður fyrir minni íslands og íslendinga, en af íslendinga hálfutöluðu Vilhj. Finsen sendifulltrúi og Finnur Jónsson alþm. Þökkuðu þeir hjartanlega alúð óg vinsemd Svía. 1 Ræður voru einnig fluttar fyrir minni Danmerkur, Noregs og Finnlands. Mikið var rætt um norræna samvinnu. Þjóðsöngvar Norðurlanda voru sungnir og ýmsir íslenskir og sænskir söngvar og skemtu menn sjer hið besta. Varð sam- fundur þessi til aukinna kynna og mikillar ánægju öllum þátt- takendum. Frú Kirstin Pjet- ursdóttir látin ¥ gær andaðist hjer í bæ frú ■* Kirstín K. Pjetursdóttir, 4 heimili sonar síns, Pjeturs Lárus- sonar fulltrúa. Frú Kirstín var komin á tíræðisaldur. Hafði hún verið lasin undanfarna mánuði. Frú Kirstín var elsta barn Pjeturs Guðjohnsen organleikara og móðir Guðrúnar sál. Lárus- dóttur. Úrslitaleikur W a I terskepnínn- ar i dag O íðasti knattspyrnukapleikur ^ ársins fer fram í dag kl. 2 á íþróttavellinum. Er það úr- slitakappleikur í Walterskepn- inni milli K. R. og Vals. K. R. er handhafi Walters- bikarsins og hafa þeir æft mjög vel síðan á Islandsmóti. — Má báast við að hörð kepni verði í dag um úrslitin. Aúk bikarsins fær það lið, sem vinnur 11 heið- urspeninga úr silfri. Að kapp- leiknum loknum afhendir for- maður knattspyrnumönnunum verðlaunin. Lúðrasveit leikur áður ent kappleikurinn hefst og milli hálfleikja. Skotæfingar hjá Kleifarvatni Frá bresku herstjórninni hefir blaðinu borist eft- irfarandi: tórskotaliðsæfingar verða haldnar á morgun og þriðjudag frá kl. 9 f. h. til 6 e. hád. báða dagana á eftirtöld- um stöðum: í Breiðdal, norðaustur af Kleifarvatni, á svæðinu norðan .Kleifarvatns meðfram Undir- hlíðum að Helgafelli. — Frá Helgafelli að Bolla, og þaðan aftur að Kleifarvatni. Hættulegt er að vera þarna á ferð og þessvegna er almenn- ingi bönnuð umferð um þessi svæði meðan skotæfingarnar fara fram. Hjúskapur. 26. þ. m. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guð- rún Jónsdóttir frá Sumarliðabæ í Holtum og Sigurður Sigurbjörns- son bílstjóri. Heimili þeirra er á Ránargötu 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.