Morgunblaðið - 29.09.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1940, Blaðsíða 2
2 MÖRGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 29. sept. 1940. 136. loftvarnamerk- Herskáar ræður ið gefið í London 100 þús. smálestum af sprengjum varpað yfir England síðustu 36 klst. LOFTVARNAMERKI var gefið í London í gær- kvöldi 21. kvöldið í röð. Um kvöldmálaleytið var loftvarnamerki gefið í 136. skiftið í þess- ari stærstu borg heimsins. Fyr í gær höfðu Þjóðverjar gert þrjár atrennur til að komast yfir London. I tilkynningu Breta segir, að Þjóð- yerjar hafi sent aðallega orustuflugvjelar, svo að loftbar- dagarnir, sem háðir hafi verið, hafi nær eingöngu verið milli orustuflugvjela. í loftbardögum þessum segjast Bret- ar hafa skotið niður 6 þýskar flugvjelar, en mist sjálfir 7. í loftbardögunum í fyrradag segjast Bretar hafa skotið niður 133 flugvjelar, en mist sjálfir 34, en 17 flugmenn hafa bjargast. Mr. Churchill hefir sent flugstjórninni brjef og óskað henni til hamingju með þenna þriðja stóra sigur í orustunni um Bretland. Þessi sigur er næstur á eftir loftsigrinum 15. sept. og 15. ágúst. Þjóðverjar segjast hafa skotið niður 101, breska flugvjel og mist 38 í fyrradag. ÞaS var tilkynt í Þýska- landi um miðjan dag í gær aS síSustu 36 klst. hefSi veriS varpaS á England 1 þús. smálestum af sprengj- um af öllum gerSum. Þjóðverjar skýra frá miklu tjóni í London í loftárásunum undanfarna sólarhringa.l bresk- um fregnum er viðurkent að efnislegt tjón hafi orðið nokk- uð, og einnig manntjón. Innrásarborgirnar. Bretar gerðu í fyrsta sinn í fyrakvöld loftárás á borgina Lorient sunnanvert á Bretagne- skaga, við Biscayaflóa, en þar hafa Þjóðverjar skipaflota eins og 1 Ermarsundsborgunum. — Bæði í fyrrakvöld og í gær- kvöldi hjeldu Bretar uppi á- köfum loftárásum á Ermar- sundsborgirnar og í London var í gærkvöldi vitnað í Associated Press fregn sem hermdi, að loft- titringur frá sprengjunum handan við sundið væri þá meiri á suðausturströnd Englands en nokkru sinni áður. Auk loftárásanna á Ermar- sundsborgirnar gerðu Bretar árás á Manheim, Diisseldorf og Hamm. 1 fregn frá London er skýrt frá því, að þýsk flugvjel hafi í gær flogið í 200 feta hæð yfir borg einni á suðaustur- strönd Englands og skotið á fólk á götum af vjelbyssum. Saiftskonar atvik er sagt hafa !átt sjer stað í Wales. — Churchill — kemur til London frá Banúaríkjunum Fyrstu tundurspillarnir; sem Bretar fengu frá Banda- ríkjunum, í skiftum fyrir flota- bækistöðvar í Vestur-Indlands- eyjum, komu til Englands í gær. í fararbroddi fór tundur- spillirinn, sem skírður verður innan skamms „Churchill". Engin hátíðahöld fóru fram þegar tundurspillarnir tóku höfn í Englandi. En í breskum fregnum er vakin athygli á því, að tundurspillarnir sjeu tákn þeirrar samvinnu, sem ríkjandi sje á milli Bretlands og Banda- ríkjanna og hinna sameiginlegu hugsjóna þeirra. Tundurspillarnir eru 1200 smálestir og geta farið 35 sjó- mílur á klst. Sýslustjórn ILondon er vakin athygli á að í hinni nýju norsku stjórn Johannesens sje enginn utan- ríkismálaráðherra. Hjer sje að eins um að ræða sýslustjórn Þjóðverja í Noregi. í róðrarbát yfir Norðursjó að var upplýst í London í gær að í byrjun júlí hefðu tveir ungir Norðmenn farið á opnum róðrarbát frá Stat í Noregi (skamt fyrir norðan Álasund) til Shetlandseyja. — Þeir voru fimm daga á leiðinni. Þeir keyptu bátinn af göml- um sjómanni fyrir 23 krónur. Bátinn skýrðu þeir „Fram“, eftir skipi Fridtjofs Nansens. Norska verslunarmálaráðu- neytið í London hefir nú keypt bátinn með það fyrir augum að setja hann í sjómannasafnið í Óslo, til minningar um þessa ifrækilegu dáð ungu mannanna. Konoye prins. Spðnn: Við- ræðum i Berlfn Inkið Opinber tilkynning var gefin út í Berlín gær um heim- sókn spánska innanríkismálaráð- herrans Serranus Suner. í tilkynningu þessari segir að- eins að viðræður hafi íarið fram milli hans, og þýskra stjórnmála- manna, þar sem rætt hafi verið hreinskilnislega og til hlítar um öll mál, sem varða Þjóðverja og Spánverja sameiginlega. Suner fer nú heimleiðis t.il að gefa Franco skýrslu. Martha krónprinsessa í útvarpi frð U, S. A. í kvóld Kl. 10 í kvöld, eftir Mið- Evróputíma flytur Marta krónprinsessa ávarp á norsku í útvarp í New York, er „norskt vináttuútvarp“ hefst frá Banda- ríkjunum. Verður útvarpað á norsku framvegis frá útvarps- stöð í New York á 19,6 metrum og 25.4 metrum kl. 10 til kl. 11 á hverju kvöldi. í kvöld er útvarpssendingar þessar hefjast, stendur útvarpið yfir í heila klukkustund. beggja megin Kyrrahafs Þríveldasáttmálinn tákn baráttunnar milli „gamla skipulagsins“ og hins nýja KONOYE prins, forsætisráðherra Japana, sagði í gær í ræðu, sem útvarpað var um allan heim, að þríveldabandalag Japana, Þjóðverja og It- ala leiddi í ljós baráttuna, sem háð væri milli hins gamla skipulags og nýja skipulagsins í heiminum. Hann sagði, að öll þrjú ríkin væri við því búin að fylgja fram hinu hernaðarlega ákvæði sáttmálans. En ráðherrann dró enga dul á það, að Japanar litu á sáttmálann sem besta tækið, sem þeir hefðu yfir að ráða, til að koma fram stefnumálum sínum, þ. e. nýju skipulagi í Austur-Asíu. YIÐ ÖLLU BtJNIR. 1j ræðu, sem aðstoðarutanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, Sunner Wells, flutti í gær, sagði hann að Bandríkjunum mis- líkaði aðfarir Japana í Indo-Kína. Hann sagði að Japanar hefðu sýnt það ótal sinnum, að þeir vildu skipa málum Austur-Asíu upp á ejgin spýtur. En stefna Bandaríkjanna væri að fylgja því fram að alþjóðasamningar um Austur-Asíumálin væri haldnir í heiðri og að viðurkendur væri jafn rjettur allra til viðskifta við þjóðirnar í Austur-Asíu. En ráðherran kvaðst ekki sjá neitt ágreiningsmál, sem ekki væri hægt að leysa friðsamlega. Samt sem áður yrðu Bandaríkin að véra við öllu búin. NÝ ÓFRIÐARHÆTTA í INDO-KÍNA, Ókyrðin í Indo-Kína heldur áfram. Fregnir frá Tschungking, höfuðborg Chiang Kai Sheks herma, að kínverska stjórnin hafi ákveðið að senda her inn í Indo- Kína, til að gæta hagsmuna sinna. Önnur fregn hermir, að skotið hafi verið af vjelbyssum (úr flugvjel frá Thailand (Síam) á þorp eitt 45 kílómetra innan Indo-Kína. Thailendingar hafa eins og kunnugt er gert landa- kröfur á hendur Indo-Kína. Roosevelt forseti hjelt ræðu við vígslu nýrrar flugstöðvar í Was- liington í gær, og sagði að flug- vjelarnar, sem sveimuðu yfir vell- inum í tilefni af vígslunni, væn tákn þess, að Bandaríkin væri við- búin á landi, sjó og í lofti til að lirinda öllum árásum. En hann sagði, að þeim mun fleiri flug- vjelar sem þeir ættu, þeim mun minni líkur væri til þess að þeir þyrftu að nota þær í ófriði. Roosevelt sagði, að 50 þús. manns hefðu nú flugleyfi í Ame- ríku. En 2000 manns bættust mánaðarlega við þenna hóp, sem viðbúnir væru að fara í hernað fyrirvaralaust. Eins væru bændurnir, sem nú plægðu akrana í Bandaríkjunum, viðbúnir að taka upp byssur. í STRÍÐIÐ. Tvö Bandaríkjablöð skrifuðu í gær á þá leið, að eftir að þrí- veldabandalagið hefði verið gert, væri fullvíst að Bandaríkin væru orðin þátttakandi í stríðinu fyr en varði. Annað blað spáir því, að Banda- ríkin muni fara í stríðið fyrir næsta vor, en hitt blaðið, „New York Sun“ spáir því, að Banda- ríkin fari í stríðið fyrir forseta- kosningarnar 6. nóv. Það var búist við að Willkie, forsetaefni republikana myndi gera þríveldabandalagið að um- ræðuefni í ræðu, sem hann ætlaði að flytja í gærkvöldi. HJÁLP TIL BRETA. Sumnei’ Wells sagði í ræðu sinni í gær að Randaríkin myndu halda áfram þeirri stefnu, að veita Bretum alla þá efnishjálp, sem þeir gætu í tje látið. I fregnum frá New York er gert ráö fyrir að svar Breta við þríveldabanda- laginu verði að þeir opni Burmaveginn fyrir hergagnaflutningum til Kína og geri samninga við Bandaríkin og Ástra- líu um nýjar flotabækistöðvar í Kyrra- hafi. Þrfveldasáttmálinn var ekki birtur í jVIoskva fyr en í gær. En engin atbuga- semd var gerð við hann önnur en sú að skýrt frá dómum, sem hann hafði lilotið í Bandaríkjunum. I breskum blööum er því haldið fram, að þríveldabandalagið sje aðeins and-kommúnista-sáttmálinn endurvak- inn, aukinn og endurbættur og að hon- um sje ekki síður stefnt gegn Rússum en Bandaríkjum. MIKLAR LOFTÁRÁSIR. T tilkynningu þýsku herstjómarinnar segir, að mikið fluglið hafi í fyrra dag verið sent til árása á London og aðra staði í landinu. Tjón varð víða mikið, til dæmis komu sprengjur þyngstu tegundar á hergagnasmiðju eina í Mið-Englandi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.